Morgunblaðið - 24.07.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 31
LEIÐRÉTT
LEIÐRÉTTING við Jónsmessubréf
úr Svartárdal í Morgunblaðinu 6.
júlí 1996, bls. 30:
Upphaf IV. kafla verði þannig:
IV.
Fyrir hálfri öld var vegur slæmur
fram Svartárdal, t.d. lýsir Páll Kolka
veginum þannig : bók sinni Föður-
túnum, sem kom út 1950: „Fyrir
framan Fjós þrengdist dalurinn og
liggur vegurinn allhátt í hlíðinni yfir
svonefnt Fjósaklif. Þar er flughengi
niður í á, þar sem brattast er.“ Nú
1996 liggjir vegurinn miklu neðar,
víðast hvar eftir bökkum Svartár.
Þetta leiðréttist hér með.
Leifur Sveinsson.
FRÉTTIR
Sumarkvöldvaka í
Hafnarfjarðarkirkju
SUMARKVÖLDVAKA verður í safn-
aðarheimili Hafnarfjaðrarkirkju í
kvöld, miðvikudaginn 24. júlí kl. 20.
Umræðuefnið verður „Islam, kór-
aninn og kristin trú“. Skoðuð verður
saga, trúarkenning og siðaboðskapur
islam, eða múhameðstrúar, eins og
hún er nefnd í daglegu tali. Reynt
verður að skoða ástæður ýmissa
átaka sem eiga sér stað á landamær-
um islam og annarra trúarbragða,
en einnig þá þróun sem á sér stað á
hinu islamska menningarsvæði í dag.
Sr. Þórhallur Heimsson kynnir
efni kvöldsins og stýrir umræðum
yfir kaffíbolla.
Fyrirlestur
um íslensk
fræði í
Japan
FYRIRLESTUR um íslensku-
kennslu og íslensk fræði í
Japan verður haldinn í Odda,
hugvísindahúsi Háskóla ís-
lands fimmtudaginn 25. júlí
kl. 17.15.
Nobuyoshi Mori kennari við
Tokaiháskóla í Japan flytur
fyrirlesturinn í boði Stofnunar
Sigurðar Nordals. Mori hefur
um nokkurra ára bil kennt
norsku og íslensku við Tokai-
háskóla og hefur samið
kennskubók í norsku og
norsk-japanska orðabók. Þá
kom út á þessu ári í Japán
orðabókin 1500 mikilvæg ís-
lensk orð, sem Mori tók sam-
an.
Námskeið í
gerð torfkofa
NÁMSKEIÐ í gerð torfkofa verður
haldið um næstu helgi í Grindavík.
Er leiðbeinandi Tryggvi Gunnar
Hansen og tekur hann við skrán-
ingu.
í fréttatilkynningu segir að allir
séu velkomnir og námskeiðið sé
ekki síður fyrir böm en fullorðna
og fái börnin að byggja sína eigin
kofa ef þau vilja.
---------------
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
RANGLEGA var haft eftir Þóri
Haraldssyni, aðstoðarmanni heil-
brigðisráðherra, í Morgunblaðinu
fyrir helgi, að hann lýsti furðu sinni
á ummælum Jóhannesar Pálmason-
ar, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Þórir átti við ummæli
Jóhannesar Gunnarssonar, lækn-
ingaforstjóra Sjúkrahúss Reykja-
víkur. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Reiknaður umferðarhávaði án hljóðtálma vegna nýbygginga við Kirkjusand
RÁÐGJAFAR: F0RSENDUR:
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 5. mars1996 7 hæða hús: 9 hæða hús: 6 hæða hús: Umferð 1996: 22.000 bílar á sólarhr. Meðalhraði: 60 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 7%
1. hæð: 62,5 dB 4. hæð: 66,5 dB 7. hæð: 66,0 dB 1. hæð: 61,0 dB 4. hæð: 66,0 dB 7. hæð: 65,5 dB 9. hæð: 65,5 dB 1. hæð: 58,0 dB 4. hæð: 64,5 dB 6. hæð: 64,5 dB
Almenna verkfræðistofan hf. 7. mars1996 Hæsta gildi á lóð 1996: 72,3 dB Hæsta gildi á lóð 2030: 74,0 dB Umferð 1996: 22.000 bílar á sólarhr. Umferð 2030: 32.000 bílar á sólarhr. Meðalhraði: 80km/klst. Hlutfall þungra bíla: 8%
Hæsta gildi við glugga: 69,7 dB Hæsta gildi við glugga: 71,3 dB
Hljóð- og raftækniráðgjöf ehf. 1. júlí 1996 7 hæða hús: Umferð 1996: 22.000 bílar á sólarhr. Viðmiðunarhraði: 60 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 7%
1. hæð: 62,2 dB 4. hæð: 66,5 dB 7. hæð: 66,1 dB
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 2. júlí 1996 7 hæða hús: 1. hæð: 66,0 dB 4. hæð: 70,0 dB 7. hæð: 69,5 dB Umferð 2008: 30.000 bílar á sólarhr. Meðalhraði: 70 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 8%
Hljóð- og raftækniráðgjöf ehf. 23. júlí 1996 7 hæða hús: 9 hæða hús: 6 hæða hús: Umferð 2016: 27.000 bílar á sólarhr. Viðmiðunarhraði: 60 km/klst. Hiuttall þungra bíla: 10%
7. hæð: 67,0 dB 9. hæð: 65,5 dB 6. hæð: 64,5 dB
UNGT og upprcnnandi landgræðslufólk. F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson,
Rafn Orri Gunnarsson og Erna Jóna Jakobsdóttir.
Landgræðsludagur Olís í Aðaldalshrauni
Laxamýri. Morgunblaðið.
Margt fólk safnaðist saman í
útjaðri Aðaldalshrauns um helg-
ina, á Iandgræðsludegi Olís, og
gróðursetti um þrjú þúsund
plöntur.
Starfsfólk Olís á Húsavík gaf
húfur og barmmerki og allir
nutu veglegra veitinga fyrirtæk-
isins. Fulltrúar Landgræðslunn-
ar voru á staðnum og leiðbeindu
fólki við gróðursetningu og var
það einkum birki, baunagras og
loðvíðir sem fólk setti niður og
melgresi var sáð. Þá var fólkinu
fenginn seinleystur áburður,
sem á að endast í jörðinni í 2-5
ár, til þess að setja niður með
trjáplöntunum.
Dagurinn var að sögn forráða-
manna mjög vel heppnaður og
kunnu ungir sem aldnir vel að
meta þessa tilbreytingu við
sunnudagsbíltúrinn í glaða sól-
skini og hita.
auglýsingor
ÞJÓNUSTA
Litaljósritun
Opið frá kl. 13.30-18.00.
Ljósfell,
Laugavegi 168,
Brautarholtsmegin.
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
SAMBAND ISLENZKRA
Vj KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma i kvöld kl. 20:30
í Kristniboðssalnum.
Ræðumaður: Páll Friðriksson.
Solbakk-kvartettinn syngur.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
í kvöld kl. 20.
Ræðumaöur Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Spennandi helgarferðir
næstu helgi 26. - 28. júlí
1. Landmannalaugar - Hraun-
vötn. Gist báðar nætur í Laug-
um. Á laugardeginum er ekið að
hinum fallegu Hraunvötnum,
norðaustan Veiðivatna og geng-
ið um svæðið.
2. Þórsmörk - Langidalur.
Góð gisting í Skagfjörðsskála
Langadal eða tjöldum. Göngu-
leiðir við allra hæfi.
3. Yfir Fimmvörðuháls. Gist í
Þórsmörkinni. Gengið yfir háls-
inn á laugardeginum. Upplýs. og
pantanir á skrifst., Mörkinni 6.
Við minnum á sumardvöl í Þórs-
mörk, tilvalið að dvelja milli ferða
t.d. frá helgi til miðvikudags.
Tjaldstæði Ferðafélagsins f
Þórsmörk eru í Langadal, Litla-
enda og Stóraenda. Góð að-
staða.
Miðvikudagur 24. júlí
kl. 20.00
Hellaferð í Bláfjallahella.
Skemmtileg ferð fyrir unga sem
aldna. Hafið með Ijós og húfu.
Farið verður í nokkra af helstu
hellunum. Verð 1.000 kr, frftt f.
börn með fullorðnum. Brottför
frá BSÍ, austanmegin og Mörk-
inni 6.
Munið söguslóðir á Grænlandi
6. - 13. ágúst. Örfá sæti í þessa
einu Grænlandsferð sumars-
ins. Hagstætt verð. Upplýs-
ingablað á skrifstofu.
Ferðafélag islands.