Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA „Hróarskelduhátíðin" var ekki haldin í Hróarskeldu held- ur í Randers, hátíðin gekk illa og fótboltamaðurinn Rene Moller sem stóð fyrir henni gafst upp vegna þess að hann sá ekki fram á að geta grætt á rokkhátíðum. Nýtt fólk tók við og árið eftir var hátíð- in haldin í Hróarskeldu með hjálp Hróarskeldusjóðsins sem er fjár- öflunarsjóður til styrktar börnum og ungmennum um allan heim. Á hátíðina 1971 mættu um 10.000 og hlustuðu á Gasolin, Delta Blues Band, Dr. Dopo Jam o.fl. Síðan þá hefur hún aukist að umfangi með hveiju árinu þar til hún náði hámarki 1995, allir 90.000 mið- arnir seldust upp og var hún þá fyrir nokkru orðin stærsta tónlist- arhátíð N-Evrópu. Hróarskelduhátíðin Þrátt fyrir að tónleikahaldar- arnir hafi reynt að fylgjast með og blandað nýrri og sígildri rokk- tónlist saman, var hátíðin lengi eitt af fáum athvörfum eftirlegu- hippanna sem áttu erfiða daga á níunda áratugnum og einkenndist helst af þeim. Þetta hefur hinsveg- ar breyst á allra síðustu árum, yngra fólk í öðrum hugleiðingum streymir á hátíðina og ótrúleg endurnýjun hefur átt sér stað í tónlistinni, „Jim Morrison lifír“ og „Ást, friður og hass“ sést á æ færri tjöldum, kannski sem betur fer. Hátíðin hefur sloppið við tísku- eiturlyfin sem hafa fylgt tónlist tíunda áratugarins, hassreykurinn var þó enn til staðar í ár eins og síðustu tuttugu og sex ár, Cypress Hill liðar voru hæstánægðir með það og einnig sást til David Bowie á sviðinu með heimavafða sígar- ettu. Lögreglan á svæðinu lagði hald á fleiri tugi kílóa af kannabis- efnum en óverulegt magn af þeim sterkari. Af tónleikatjöldunum var mest nýbreytnin í DJ tjaldinu hvar mátti heyra plötusnúða og hljóm- sveitir hvaðanæva sem spiluðu tripp hopp, hipp hopp og skerandi teknótónlist af öllum gerðum. Sviðin sem voru sjö í ár voru mis- stór, það stærsta, appelsínugula sviðið, rúmar 50.000 manns og það minnsta, áðurnefnt DJ tjald aðeins 700. Þónokkur söknuðurvar í heimstjaldinu sem hefur undan- farin ár haldið uppi stemningu frá þriðja heiminum en vantaði í ár. 2.000.000 lítra af bjór og Þvageftirlitið Undirbúningurinn við að halda tæplega hundrað þúsund manna hátíð er auðvitað gífurlegur og þrátt fyrir margra ára reynslu af hátíðarhaldi er alltaf eitthvað sem má bæta, endalausar biðraðir í síma, dularfull matargerðarlist á sölubásunum og svo auðvitað hlandlyktin sem á heitum dögum verður svo til óbærileg. Gestirnir hafa það nefnilega fyrir sið að kasta af sér vatni í næsta runna eða girðingu til að sleppa við biðr- aðirnar á klósettin sem eru mun lengri en þær í símana. Og þótt klósettin séu fjölmörg, eru ófáir lítrarnir af bjór sem þurfa að kom- ast í gegn um hátíðargesti, þjóðar- drykkur Dana er óspart drukkinn á Hróarskeldu. Eini stuðningsaðili hátíðarinnar, Carlsberg bjórverk- smiðjan, sendi um 2.000.000 lítra af bjór í tönkum og flöskum fyrir hátíðina. Lítið sást samt af tómum flöskum á svæðinu vegna þess að mikil peningur er í að safna og selja flöskur og glös. Ófáir gestir lifðu á því að safna og selja flösk- ur, svo og mátti sjá heilu fjölskyld- uraar komnar til að græða pening á sama hátt. Sjálfboðaliðar í hreinsunarstörfum hreinsuðu hins * vegar upp ruslið sem safnaðist og höfðu vart við. Það er margt áhugavert að gerast á hátíðinni annað en tónlist þó að hún sé auðvitað alltaf í fyrirrúmi, ferða- leikhópar ferðuðust um svæðið auk þess sem umhverfislistaverk- um hafði verið komið fyrir á víð og dreif um svæðið, þar á meðal Helsta rokkhátíð Evrópu ár hvert er Hróarskelduhátíðin. Gísli Amason var í hópi tuga íslenskra ungmenna sem sóttu hátíðina í ár, en Islendingar hafa jafnan fjölmennt til Hróarskeldu að bera augum allt það helsta í rokki og poppi. MARGT ber fyrir augu á hátíðinni ekki síður en fyrir eyru. Langlíf en ekki hrnm ÍSLENDINGAR fjölmenntu á Hróarskelduhátíðina eins og yfirleitt og sjá mátti á sameiginlegri auglýsingatöflu. maui sja luuugu oxvaxm Dresx skólabörn sem settust niður og borðuðu nestið sitt, tvær miðaldra konur keyrandi um í stofunni sinni að drekka te, tölvukirkjugarð og 30 rauða og gula sófa. Það sem vakti samt mesta athygli var Þvageftirlitið sem sigldi um grasið á daufgulu skipi með sjónauka og fylgdist með því að enginn vökv- aði flatir svæði“. merktar „þvaglaust ÁLÍKA margir komu að sjá þau Björk og Bowie, vel yfir 50.000 manns. Aftur Björk Ár hvert kemst stór hluti há- tíðargesta í þá vonlausu aðstööu að þurfa að velja á milli tveggja, ef ekki fleiri hljómsveita sem þeir gjarna vildu sjá en spila á sama tíma á mismunandi stöðum. Auð- vitað er reynt að raða svipaðri tónlist saman í tjöld en engu að síður þá getur það gert hvern mann sturlaðan að grúfa sig ofan í tónleikadagskrána tímunum saman til að komast að því hvern- ig maður á að sjá Skunk Anansie og Slayer klukkan hálfþijú, kíló- metra frá hvor annarri. í ár voru hljómsveitirnar á annað hundrað og því ekki möguleiki að fylgjast með öllu sem var að gerast. Fyrsta nafnið á auglýsinga- spjöldum hátíðarinnar __________ var Björk Guðmunds- dóttir, þrítug eins barns móðir í sambúð, búsett í London, sem kom fram á Hróarskelduhátíðinni í íjórða skiptið, þar á “““““ eftir kom svo David Bowie sem er eldri og giftur, þetta sýnir á óvefengjanlegan hátt stöðu Bjark- ar í dag, álíka margir komu að sjá þau Björk og Bowie, vel yfir 50.000 manns og báðir tónleikarn- ir mjög vel heppnaðir. Tónleikar Bjarkar mega þó teljast betur heppnaðir vegna framúrskarandi hljóms og vegna þess að þeir voru seinna að kvöldi en Bowie tónleik- arnir, kolsvart myrkur var yfír tónleikasvæðinu svo ekkert sást nema sviðið. Björk byijaði á lögum af Debut, lék svo blöndu af „göml- um“ og nýjum lögum og var jafn vel tekið af áhorfendum allan tím- ann, með andakt. Kom það grein- arhöfundi mjög á óvart hvað áhorfendur einbeittu sér að tónlist- inni, mun minna heyrðist í þeim en á öðrum tónleikum þó þeir hafi bætt það upp milli laga. _______ Það var undarleg til- finning að horfa á hana úr mannþrönginni vegna þess að hún kom manni_ ekki fyrir sjónir sem Islendingur, hún var Björk. Klukkan níu á sunnudagskvöld kom fram síðasti listamaður hátíð- arinnar, David Bowie, og þrátt fyrir að stór hluti tónleikagesta hafi verið farinn þá voru síst færri á hans tónleikum en Bjarkar. Bowie er með ótrúlega góða tón- listarmenn með sér og spilaði af miklum krafti og þétt, en það dró talsvert niður tónleikana lélegur hljómur og leiðinlegur gítarleikur. David Bowie spilaði líkt og Björk, Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af kannabis. blöndu af gömlum og nýjum lög- um. Mikill orðrómur heyrðist þess efnis að Iggy Pop myndi troða upp sem gestur og margir biðu spennt- ir þegar lagið Heroes fór að hljóma um svæðið en ekkert varð af komu gamla pönkarans, sem spilaði svo á Midtfyns hátíðinni viku seinna. Fljúgandi bjórflöskur Aðrir og heldur umtalaðri pönk- arar léku hins vegar á föstudags- kvöldið og mörgum hefur eflaust fundist þeir sviknir þegar Sex Pist- ols gengu inn á sviðið, fertugir menn og John Lydon í náttfötum. Tónleikar þeirra enduðu fjórum lögum seinna eftir að áhorfendur höfðu kastað bjórflöskum í átt að hljómsveitinni. Það má spyija sig þeirrar spurningar hvort þeir sem köstuðu flöskunum hafi verið í miklum pönkham eða að reyna að losna við hljómsveitina af sviðinu. Nick Cave var upp á sitt besta enda er hann mun kraftmeiri á tónleikum en á plötu, góð sviðs- framkoma og hljómsveit á bakvið gerðu margt en það sem gerði samt tónleikana ógleymanlega var þegar Polly Harvey steig á svið og söng bailöðuna um Henry Lee með Nick Cave. Þeim er greinilega vel til vina, héldu utan um hvort annað hálft lagið og sungu mjög samstillt, þess utan er bassaleikari hljómsveitarinnar bróðir Polly Harvey. Af öðrum hápunktum hátíðarinnar má nefna Cypress Hill sem milli þess að lofa og prísa hassið í Kristjaníu sungu af mikl- um móð og virtust ekkert hafa misst við það að annar aðalrapp- ari sveitarinnar hafði nýlega yfir- gefið þá. Black Grape, sem höfðu einnig misst meðlim, dansandi apótekið Bez héldu frábæra tón- leika og sýndu mun meiri tilþrif en Happy Mondays gerðu yfirleitt á tónleikum, sérstaklega er búbæt- ir að rapparanum Psycho sem fyll- ir skarð Bez. Alanis Morrisette lék á sunnu- dag og stóð sig með prýði en fæst- ir gátu þó notið tónleikanna sem skyldi vegna þess að eitthvað á fjórða tug þúsunda áhorfenda voru _________ komnir til að sjá tónleik- ana á græna sviðinu sem aðeins var gert fyr- ir um 8.000 manna íjolda, mikill troðningur og pirringur skapaðist á " meðan fólk reyndi að troðast framar til að betja goðið sitt augum. Mexíkaninn E1 Vez vakti svo á sunnudagsmorgun Hróarskeldubúa af þynnkunni með gömlum Elvis slögurum með text- um á við Go Zapata og You ain’t nothing but a Chiuhuahua við mikinn fögnuð viðstaddra. Af minni nöfnum sem komu á óvart er helst að nefna The Fall með Mark E. Smith í fararbroddi, finnsku jazz, hipp hopp, rokk- hljómsveitina Rinneradio og reggae, hipp hopp sveitirnar Asian Dub Foundation og Audio Active. Alls ekki gallalaus Hróarskelduhátíðin er alls ekki gallalaus frekar en aðrar tón- listarhátíðir, lyktin er oft vond, veðrið var mjög leiðinlegt í ár, kalt og hráslagalegt og 90.000 _________ manns geta aldrei allir verið ánægðir í einu svo alltaf kemur eitthvað upp á, en tónlistin er góð og tuttugu og sex ára reynsla hefur gert það að verkum að skipulagning er að flestu leyti til fyrirmyndar, hátíðin verður ekki stærri að sniðum en það er víst að hún heldur áfram að þróast og breytast á meðan hún er við lýði. Allt árið er hópur fólks að vinna að næstu hátíð hörðum höndum og hún verður vafalaust ekki síðri en Hróarskelduhátíðin 1996. Tónlistaráhugainönnum er alls óhætt að byija að safna fyrir farmiða til Danmerkur og miða á hátíðina. Carlsberg sendi um 2.000.000 lítra af bjór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.