Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 B 23 ATVIN NUA UGL ÝSINGA R Atvinna óskast Sænskur maður, búsettur á íslandi síðan 1991, óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Hefur þekkingu á húsgagnaiðnaði. Hefur unnið fyrir SÞ við flutningastjórn/ meirapróf + ADR-IS. Áhugasamir leggi inn fyrirspurnir á af- greiðslu Mbl., merktar: „L - 2705“ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI FSÍ óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í lausar stöður á legudeildum (bráðadeild og öldrunardeild) sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 16. september nk. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að afla sér upplýsinga um starfsaðstöðu og kjör. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri eða hjúkrunardeildarstjóri bráðadeildar í síma 456 4500. FSÍ er nýtt sjúkrahús, mjög vel búiö tækjum, með fyrsta flokks vinnu- aðstöðu. Spítalinn þjónar norðanverðum Vestfjörðum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyf- lækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysa- og áfallahjálpar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförn- um árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfs- fólki, nýjum og góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnuaðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn FSÍ eru rúmlega 100 talsins. Hárný, Kópavogi Óska eftir hárgreiðslusveini til starfa sem allra fyrst. Allar nánari upplýsingar í símum 554 6422 og 564 1380. Þórdís Helgadóttir, núverandi Islandsmeistari í hárgreiðslu. Sálfræðingur Sálfræðingur óskast til starfa hjá Seltjarnar- nesbæ í hálft starf. Starfssviðið er innan grunnskóla og leikskóla ásamt verkefnum sem tengjast félagsmálaskrifstofu. í starfinu er lögð megináhersla á greiningarvinnu, ráð- gjöf og úrvinnslu í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Reynsla af sálfræðiathugunum og vinnu með börnum nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri, Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austur- strönd 2, sími 561 2100. Umsóknarfrestur er til 12. september nk. Umsóknir sendist undirrituðum. Félagsmálastjóri Seltjarnarnesbæjar. TÖLVUmíÐLUn Tölvumiðlun er 10 ára hugbúnaðarfyrirtæki, sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð og þjónustu tengdum hugbúnaði. Meginverkefni eru sala og þjónusta á H-Launum, launakerfi Tölvumiðlunar, sem er í notkun hjá um 300 aðilum innanlands þ.á.m. flestum sjúkrahúsum, sveitaféiögum og skólum landsins, stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum s.s. Eimskip, Samskip, Skeljungi, Olís, Nóatúnsverslunum og Bergdal ehf. Jafnframt er Tölvumiðlun eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki í gerð hugbúnaðar fyrir heilbrigðisgeirann og hefur náð góðum árangri í útflutningi á slíkum kerfum. MARKAÐSSTJÓRI MARKAÐSSTJÓRI mun hafa umsjón með skipulagningu markaðssetningar á H-Launum og TM Störfum, launabókhaldi og starfsmannakerfi Tölvumiðlunar. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi haldbæra þekkingu og reynslu af sölu- og markaðs- málum. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum auk hæfni og vilja til að ná árangri í starfi. Þ J ÓNU STUFULLTRÚI ÞJÓNUSTUFULLTRÚI mun annast þjónustu, uppsetningu og kennslu við notendur H-Launa og Starfsmannakerfis Tölvumiðlunar. Þjónustan er að mestu unnin í gegnum síma og í gegnum mótald. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með haldbæra þekkingu og reynslu af þjónustu við PC-hugbúnað. Kostur er reynsla af notkun H-Launa eða annarra launakerfa. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. HUGBÚNAÐARMAÐUR HUGBÚNAÐARMAÐUR mun annast forritun og viðhald á kerfum Tölvumiðlunar. Tækniumhverfi fyrirtækisins er Windows og aðallega er forritað í Delphi, Visual Basic og C++. Einnig er unnið með alla helstu gagnagrunna s.s. Oracle, Informix, Sybase og SQL server. HÆFNISKRÖFUR eru góð hæfni í forritun hvort sem er vegna nárns eða reynslu. Þekking á ofangreindum forritunarmálum er æskileg. UMSÓKNARFRESTUR vegna ofangreindra starfa er til og með 9. september n.k. Ráðningar verða sem allra fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum um ofangreind störf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðubiöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kI.10-13. Starfsráðningar ehf Mörkimi 3-108 Reykjavik Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 ST RA Guðný Harðardóttir Starfskraftur óskast allan daginn í verslun okkar á Ingólfstorgi. Upplýsingar í síma 551 6350 kl. 11.00-14.00 virka daga. Dairy Queen. KÓPAVOGSBÆR Tveir stuðningsfulltrúar óskast nú þegar í 50% starf hvor við sér- deild einhverfra í Digranesskóla, Kópavogi. Upplýsingar veita skólastjóri eða Sigrún Hjartardóttir, sími 554 0290 eða 554 0269. Staða hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðin á Vopnafirði óskar að ráða hjúkrunarforstjóra til afleysingastarfa í 12 til 14 mánuði frá og með 15. nóv. 1996. Gott starf í góðu umhverfi. Flutningsstyrkur í boði og fleiri fríðindi. Nánari upplýsingar veita: Adda Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri, vs. 473-1225, hs. 473-1108, og Emil Sigurjónsson, rekstrarstjóri, vs. 473-1225, hs. 473-1478. Heilsugæslustöð Ólafsvíkur- læknishéraðs Hjúkrunarfræðingur óskast frá og með 1. október 1996, eða eftir nánara samkomu- lagi, í 100% starf. Ljósmóðurmenntun æskileg en ekki skilyrði. Fjölbreytt starf og mjög góð starfsaðstaða. Góð íbúð og leikskólavist, hvoru tveggja í næsta nágrenni stöðvarinnar. Umsóknarfrestur er til 20. september 1996. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri eða rekstrarstjóri í síma 436 1000. Danmörk kallar ísland Bakaranemar óskast Miðlungsstór brauðgerð óskar eftir ungu og hressu fólki, sem hefur áhuga á að læra bakaraiðn. Bakarastarfið er skapandi starf með gamlar hefðir og góða framtíðarmöguleika fyrir þá sem leggja sig fram. Síðustu 7 ár höfum við haft 5 íslenska nema og höfum af þeim góða reynslu. Það eru góðir möguleikar á að spjara sig fjárhags- lega, því að fólk sem kemur frá íslandi til Danmerkur til náms, á rétt á skattafríkorti. Námsfólk getur fengið húsnæði á stúdenta- görðum eða á almennum leigumarkaði. Meðan á samningstíma stendur þarf neminn að fara í bóklegt nám í iðnskóla og á þeim tíma heldur hann grunnlaunum. Áhugasamir geta skrifað eða faxað til okkar. Sendið upplýsingar um ykkur og hversvegna þið gætuð hugsað ykkur að fara í þetta nám. Einnig skuluð þið senda spurningar ef ein- hverjar eru. Taffelbay’s konditorier, Standvejen 213, 2900 Hellerup, Danmörku, faxOO 45 3940 4010.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.