Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 B 37 PÍL AGRÍMARNIR safnast til kvöldmessu á torginu fyrir framan kirkjuna á klettinum ÖRTRÖÐ við kranana með vatninu úr lindinni helgu. að líta þöglan vitnisburð um suma þá sem eiga að hafa náð bata eft- ir heimsókn: undir loft í hellis- skúta hafa verið hengdir nokkrir tugir hækna sem skildar hafa ver- ið eftir. Undir þessum skúta er mikil þvaga við nokkra vatnskrana á fægðu látúnsröri: þar rennur vígða vatnið úr kraftaverkalind Bernadettu í brúsa fólksins. Sumir taka sér lítra eða tvo að dreypa á, meðan aðrir eru stórtækari og fylla nokkra 50 lítra brúsa og aka brott á vögnum. Fyrir innan kranana er annar skúti og löng röð hlykkjast inn í hann. Þetta er að- alhelgidómurinn; hellirinn þar sem María mey birtist Bemadettu í fyrsta skipti. Uppi veggnum er lík- neski af Maríu í fullri líkamsstærð, misstór kerti loga á þar til gerðum vögnum, og grindur stjórna að- komunni og straumnum framhjá hinum helga stað. Gestir eru and- aktugir, krossa sig, fara með bæn- ir, og á hellulagðri stéttinni kijúpa unglingar og nokkrar nunnur og fara með bænir. 18 vitranir Bernadettu Það var 11. febrúar árið 1858 sem Bemadetta Soubirous átti leið þarna hjá ásamt tveimur yngri stúlkum. Hún var fjórtán ára göm- ul, ein af átta börnum fátæks malara, og var hvorki læs né skrif- andi. Hún leit inn í skútann og sá þessa dömu standa þar fimm metra uppi í veggnum. Hinar stúlkurnar sáu ekki neitt. Þetta var í fyrsta skiptið af átján sem Bernadetta sá þessa sýn. Hún endurtók sig oft næstu dagana en síðasta vitrunin varð 16. júlí það sama ár. Atburð- irnir spurðust fljót- lega út og fjöldi fólks tók að fylgja stúlkunni daglega að skútanum. Hún var þó sú eina sem sá eitthvað. Að sögn Bernad- ettu þagði daman suma dagana. í öðrum tilvikum bað hún stúlkuna að gera sér greiða eins og að sjá til þess að kapella yrði byggð á staðnum, eða hún bað hana um að koma til skila svo undarlegum guðfræðileg- um boðum að þau gerðu staðar- prestinn ringlaðan þegar hún bar honum þau. Níunda sýnin var mik- ilfenglegust. Daman bauð Bernad- ettu að kijúpa og krafsa í jörðina. Sem stúlkan gerði og fyrir framan lýðinn sem fylgdi henni við hvert fótmál, opnaðist jörðin og vatn spratt upp. í mánaðarlegri skýrslu til París- ar sagði sýslumaðurinn að í febr- HÓPUR altarissveina fær komu sína til Lourdes staðfesta með Ijósmynd. Fjórar og hólf milljón manna heimsækir hellisskúta Bernadettu órlega. úar þetta ár hefði ekkert merki- legt gerst. Hann bætti þó við: „Engu að síður verð ég að segja yður frá svolitlu er hefur skapað þónokkurn óróa í Lourdes og ná- grenni. Tólf ára stúlka sem virðist haldin ofskynjunum og dástjarfa, telur sín vera vitjað af hinni heil- ögu .Jómfrú _ dag hvern í skúta nokkrum.“ í skýrslunni kemur fram að bæjaryfirvöld hafi haft áhyggjur af almannafriði, því auk hinnar svokölluðu kraftaverka- lindar, þá hafi fólk verið að kasta frá sér hækjum og stíga upp af hjólastólum, og krabbameinskýli voru sögð hjaðna. Áætlað var að 4000 manns heimsæktu skútann þá daglega, svipaður fjöldi og bjó í Lourdes. Biskup svæðisins lagði engan trúnað á þessar sögusagnir en sendi engu að síður hóp sérfræð- inga á staðinn. En eftir rannsókn sem tók fjögur ár neyddist hann til að draga þá ályktun að engin skýring væri á þeim fyrirbærum sem hefðu átt sér stað og væru enn að gerast; þau væru yfirnátt- úruleg. Var þá samstundis ráðist í byggingu kapellunnar sem da- man hafði beðið um og með tíman- um varð að kirkjunni sem stendur þar í dag og getur hýst 30.000 manns á sérstökum hátíðisdögum. Milljónir í skútann Og nú er verið að byggja nýja kirkju, að þessu sinni hinumegin við ána, gegnt skútanum með Maríulíkneskinu. Fjárins til allrar þessarar mannvirkjagerðar er afl- að með fijálsum framlögum, auk kertasölu og fyrirbæna sem greitt er fyrir. Ungur maður sem gaf sig á tal við mig þarna undir klettinum sagði að í raun væri ekkert ókeyp- is í Lourdes nema kraftaverka- vatnið í krönunum og aðgangur að böðunum sem eru skammt þar frá og fýllt sama vatninu. Og hann bætti við að það væri eðlilegt að páfinn og aðrir tignarmenn í ka- þólskunni heimsæktu staðinn jafn reglulega og raun er á, þetta er jú næst vinsælasti viðkomustaður kaþólskra á trúarferðum - fleiri sækja Rómarborg heim - og að auki mikil tekjulind fyrir kirkjuna. Þessi gífurlegi straumur píla- gríma og messuglaðra ferða- manna hafði svo sannarlega vakið forvitni mína og mér tókst að hafa uppi á nokkrum athyglisverðum staðreyndum. Yfir sumartímann renna 35.000 bílar daglega inn í Lourdes og á lestarstöðinni geta 22 lestir verið samtímis. íbúar í Lourdes árið um kring eru 18.000 en hótelherbergin 17.000 - fyrir utan Parísarborg er hvergi meira framboð af hótelum í gjörvöllu Frakklandi. Og á meðan flestallar kirkjudeildir í Evrópu kvarta yfir minnkandi messusókn og dvínandi trúhneigð, þá barma klerkarnir í Lourdes sér ekki: fjórar og hálf milljón manna heimsækir hellis- skúta Bernadettu árlega og fer fjölgandi. Ef litið er í handbækur ferðamanna reynast engin af hót- elum eða veitingahúsum bæjarins vera „fjögurra stjörnu", enda erf- itt að halda uppi slíkri þjónustu á stað sem tæmist og lokar yfir vetr- artímann. En fólkinu sem kemur er sama. Það kemur vegna trúar sinnar og sumir hafa safnað fyrir fargjaldinu árum saman. „Kraftaverkastöð" Það getur reynst erfitt fyrir ís- lending að skilja þennan trúarhita - þessa trú á bænheyrslu, teikn og kraftaverk sem birtist í fari fólksins sem kemur til Lourdes. Þó hafa íslendingar farið þangað til að biðjast fyrir. Mig minnir að ég hafí einhverntíman lesið um hóp ungliða úr kaþólsku kirkjunni íslensku sem hafi farið til Lour- des. Frægari er þó ferð sú sem Halldór Laxness fór árið 1923, rúmlega tvítugur, og segir frá í Dagar hjá munkum. Jón Sveinsson, Nonni, sendi Hall- dór til Lourdes og í bréfí frá þeim tíma segir hann: „Lour- des er undarlegasti staður sem ég hef komið á og get ég ekki óhrærður um hann talað.“ Síðar skrifaði hann þessa frásögn: „Mér er enn í minni að Nonni og hans menn í jesúíta- reglunni ætluðu mér að leggja sérstakan skerf til mála í þessari heimsfrægu krafta- verkastöð. Kraftaverkið sem ég átti að hafa milligöngu um snerti sál aldraðrar og mildrar dömu í mikl- um efnum og var til heimilis í París. Hún þjáðist af krabba- meini. Nonni hafði sagt henni að ég hefði það sem trúmenn nefndu óflekkaða skírnarnáð, en það mun þýða að viðkomandi hafi ekki drýgt neina umtalsverða synd frá því að hann var skírður. Slíkir menn voru sagðir fágætir og bæn- ir þeirra áhrifamiklar. Ég átti að kaupa kerti í Lour- des og láta það loga undir lestri saltara frammifyrir mynd heilagr- ar Maríu meyjar í kraftaverkahell- inum þar sem hún hafði vitrast saklausri smalastúlku átján sinn- um árið 1858. Ég gerði eins og fyrir var lagt, en fregnaði síðar að kraftaverkið hefði ekki geingið upp. Blessuð daman dó. [...] Mistökin í kraftaverkastöðinni Lourdes urðu ekki til þess að afmá áhuga minn á kaþólsku eða krist- múnkum og andlegri glímu þeirra í trúmálum. Öðru nær.“ Ég get tekið undir með Halldóri og sagt að Lourdes sé einn undar- legasti staður sem ég hef komið á - sjötíu ár hafa litlu breytt. Mannlífíð þetta litríkt og svo margt að skoða að síðustu nautin voru löngu hlaupin inn í nautaats- hringinn í Pamplóna þegar ég loksins kom þangað. En áður en ég yfirgaf Lourdes spurðist ég fyrir um gröf Bemadettu og þá kom í ljós að dýrlingurinn hvílir ekki þar heldur er til sýnis í gler- kistu í klaustrinu Nevers einhvers staðar í Frakklandi miðju. Hún gerðist nunna þar 22 ára gömul og lést 13 árum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.