Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Arlegar seiðarannsóknir Hafrannsóknastofnunar
Seiðavísitala þorsks
langt undir meðallagi
FYRSTU vísbendingar um stærð
þorskárgangsins frá þessu ári eru
að hann verði undir meðallagi eða
lélegur. Þessar vísbendingar eru úr
árlegum seiðarannsóknarleiðangri
Hafrannsóknastofnunar, en þar kem-
ur fram að seiðavísitala þorsks er
iangt undir meðaliagi og svipuð og
vísitala lélegu árganganna árin 1986
til 1992. Skýringin á slakri útkomu
hrygningar þorsksins í vor, eru með-
al annars lítill hiygningarstofn og
stuttur hrygningartími, en hvort
tveggja dregur úr líkunum á árang-
ursríkri hrygningu og klaki. Seiða-
vísitala loðnu er hins vegar einhver
sú hæsta sem mælzt hefur.
Seiðaleiðangri Hafrannsókna-
stofnunar lauk í lok ágúst, en mark-
mið hans var að venju að kanna íjölda
og útbreiðslu fiskseiða. Rannsóknirn-
ar voru gerðar á einu skipi og voru
einskorðaðar við hafsvæðið umhverf-
is ísland og vestur um Dohrnbanka.
Veður var hagstætt allan tímann og
hafís ekki til trafala. Leiðangurs-
stjóri var Sveinn Sveinbjörnsson.
Niðurstöður um ástand sjávar og
fjölda og útbreiðslu seiða liggja nú
fyrir í stórum dráttum, en ekki er
búið að vinna að fullu úr gögnunum.
Hiti í meðallagi
Sunnan og vestan íslands var hiti
í meðallagi með mikilli upphitun yfir-
borðslaga. Flæði hlýsjávar vestur og
norður um iand var sterkt, en tunga
af köidum yfirborðssjó frá Austur-
Grænlandsstraumnum lá inn á svæð-
ið út af vestanverðu Norðurlandi,
austur undir Siglunes. Fyrir Austur-
landi var hitastig hátt og upphitun
yfirborðslaga mikil.
Lítið af þorskseiðum,
mikið af loðnu
Seiðavísitala þorsks er langt undir
meðallagi og svipuð og vísitala lélegu
árganganna 1986 til 1992. Ennfrem-
ur eru seiðin mjög smá, þrátt fyrir
hagstætt ástand sjávar. Ekki varð
vart við seiðarek yfír til Grænlands.
Fyrstu vísbendingar um stærð þorsk-
árgangsins 1996 eru því þær að
hann verði undir meðallagi eða léleg-
ur.
Seiðavísitala ýsu er lág og hefur
vísitala af þessari stærð nánast alltaf
gefið árganga undir meðallagi. Enn-
fremur voru seiðin fremur smá.
Fyrstu vísbendingar um stærð ýsu-
árgangsins 1996 benda því til þess
að hann verði undir meðallagi eða
lélegur.
Seiðavístala loðnu 1996 er ein sú
hæsta sem mælzt hefur og sú næst-
hæsta síðan 1975. Loðnuklakið 1996
hefur því tekizt ákaflega vel. Loðnu-
seiðin eru þó í smærra lagi. Um
karfaklakið er lítið hægt að segja
þar sem aðalútbreiðslusvæði seið-
anna í Grænlandshafi og við Austur-
Grænland var ekki kannað. Fjöldi
og útbreiðsla karfaseiða á íslenzka
hafsvæðinu var með meira móti og
stærð þeirra góð.
Eins og oft áður í leiðöngrum þess-
um var mikið um sandsíli, bæði seiði
og ungviði. Þau voru þéttust út af
Norður- og Vesturlandi. Mikið var
um hrognkelsi og steinbítsseiði, en
af öðrum tegundum fannst lítið.
Sterkt samband milli stærðar
árganga og seiðavísitölu
Sveinn Sveinbjörnsson, leiðang-
ursstjóri, segir að erfitt sé að meta
hver framvinda þessa árgangs verði,
en flest bendi til þess að hann verði
undir meðallagi. Venjulega sé sterkt
samband milli árgangsstærðar og
fjölda seiða og ástands þeirra. Nú
sé seiðavísitalan svipuð og fyrir
nokkrum árum, en þá hafi seiðin
verið bæði stærri og betur á sig kom-
in en nú. Því sé rétt að búast ekki
við mjög miklu.
Hvað veldur því að útkoman virð-
ist vera svona slök nú?
„Það eru nokkrir þættir, sem ráða
ætíð miklu um hrygninguna og klak-
ið; stærð hrygningarstofns, hlutfall
stórs, gamals fisks í stofninum og
sá tími, sem hrygningin tekur.
Hrygningarstofninn í ár var metinn
á 380.000 tonn og hafði hann ekki
stækkað milli ára. Það er anzi lítill
hrygningarstofn. Þá er samsetning
hans óhagstæðari en oftast áður. Það
fannst varla í honum þorskur eldri
en 7 til 8 ára. Eldri fiskurinn er
nánast horfinn, en hann er mjög
mikilvægur fyrir hrygninguna. Gamli
fiskurinn gefur af sér stærri og betri
hrogn og mun meira af hrognum en
yngri fiskurinn. Þá tekur hrygningin
hjá honum lengri tíma, en það eykur
líkurnar á góðri útkomu og að kvið-
pokaseiðin lifi af, eftir að þau sleppa
kviðpokanum og þurfa að fara að
nærast upp á eigin spýtur. Miklu
máli skiptir að það eigi sér stað á
sama tíma og rauðátan hrygnir, því
seiðin lifa á henni. Nú komu þessir
þættir allir illa út. Hrygningarstofn-
inn er lítill, eldri fiskinn vantar og
hrygningin tók stuttan tíma. Því er
ljóst að við þurfum að ná að byggja
upp hrygningarstofninn, því án þess
eru mun minni líkur en ella á að
stórir árgangar komi upp.“
900.000 tonn af loðnu
hrygndu í vor
Hvaða skýringar eru á góðri út-
komu hjá loðnunni?
„Utkoman hjá loðnunni er svipuð
og árið 1994 og á þeim árgangi bygg-
ist ráðgjöf okkar um mikla veiði nú.
Því má búast við miklu af loðnu eft-
ir tvö ár. Við fengum reyndar einnig
góðar vísbendingar um að stofninn
verði stór á næsta ári líka.
Venjan hefur verið sú að miða ráð-
gjöf um afla við að um 400.000 tonn
af loðnu hrygni árlega. Undanfarin
ár hefur leyfilegur afli ekki náðst og
mjög mikið af loðnu hefur því hrygnt.
Við áætlum til dæmis að á þessu ári
hafí allt að 900.000 tonn af loðnu
hrygnt hér við landið. Það er því
greinilegt að það eru einhver neðri
mörk, sem hrygningarstofn físka má
ekki fara undir. Gerist það, er greini-
lega erfitt að ná stofninum upp á
ný,“ segir Sveinn Sveinbjömsson.
Rækjuveiðar á Flæmska hattinum
Aherzla lögð á kvóta á
fundi NAFO í næstu viku
FULLTRÚAR íslands á fundi NAFO
munu leggja áherzlu á að rækjuveið-
um á Flæmska hattinum verði stjóm-
að með kvótasetningu en ekkj sókn-
arstýringu eins og nú er gert. A fund-
inum verða ennfremur lögð fram
gögn um rannsóknir íslenzkra veiði-
eftirlitsmanna á rækjumiðunum, sem
Hafrannsóknastofnun hefur unnið
úr. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, segir að jafnframt verði
kappkostað að tryggja íslenzkum
skipum sanngjarnan hlut úr heildar-
veiðinni á Flæmska hattinum.
Fundurinn verður haldinn í Péturs-
Mamma
borg í Rússlandi og hefst hann á
þriðjudag, en fundur vísindanefndar-
innar hefst strax um helgina. Á fund-
inn fara þrír fulltrúar frá sjávarút-
vegsráðuneytinu, þrír frá Hafrann-
sóknastofnun og einn frá LÍÚ, utan-
ríkisráðuneytinu og forsætisráðu-
neytinu. I fyrra var aðeins einn
fluttrúi á fundinum fyrir íslands
hönd. NAFO er fiskveiðinefnd Norð-
vestur-Atlantshafsins og er það með-
al annars hlutverk hennar að stýra
veiðuai á rækjumiðunum á Flæmska
hattinum utan lögsögu Kanada.
Þorsteinn segir að ekki hafi verið
kannað hvaða stefnu aðrar þjóðir
hafi við veiðistjórnun á Flæmska
hattinum, en þó sé vitað að margar
þeirra, sem þarna eigi hagsmuna að
gæta, hafi verið á móti því að kvóta-
stýring yrði tekin upp. „Markmið
okkar er að koma kvótastýringu á
þessar veiðar og reyna svo að tryggja
okkur sanngjarnan hlut af heildinni.
Hver niðurstaðan verður, kemur ein-
faldiega í ljós síðar.
Veiðunum þarf að stjórna
Þorsteinn segir ennfremur að nið-
urstöður af rannsóknum Hafrann-
sóknastofnunar, feli ekki í sér nein
rök fyrir því að veiðar verði alveg
bannaðar á svæðinu, en tillaga þess
efnis kom fram á fundinum í fyrra.
Hins vegar sé alveg ljóst að góða
stjórn verði að hafa á sókninni í
rækjuna, ætli menn sér að stunda
þarna arðbærar veiðar til framtíðar.
(■
Uppbygging heilsugæslu í Bosníu
Otti og tortryggni
heftir starfsemi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞRATT fyrir Dayton-
samkomulagið sem
kveður á um óheftar
samgöngur á fyrrum
stríðandi svæðum í
forðum Júgóslavíu
standa samgöngu- og
samskiptaörðugleikar
í Bosníu endurupp-
bygging heilbrigð-
isþjónustu þar fyrir
þrifum. Þetta kom
fram á blaðamanna-
fundi Alþjóða heil-
brigðismálastofnun-
arinnar, WHO, í
Kaupmannahöfn í
gær.
Það er Jóhanna
Lárusdóttir læknir hjá WHO í Kaup-
mannahöfn, sem sér um skipulagn-
ingu á starfi samtakanna í Bosníu,
en á árunum 1992-1994 starfaði
hún sem svæðisstjóri WHO í Bos-
níu. Þó uppbyggingarstarfið sé
seinlegt og margir séu andlega og
líkamlega illa farnir eftir stríðið
segir hún að miðað við fyrri kynni
af átakasvæðum í Afríku og Asíu
þá standi Bosnía vel að vígi, því
þar sé til vel menntað fólk til að
vinna að uppbyggingunni.
Ftjálsar ferðir fólks eru mikil-
vægur hlekkur í góðri heilbrigðis-
þjónustu og því ákvað WHO að
vekja athygli á því hve mikið vant-
ar upp á að svo sé í Bosníu. Greið-
ar samgöngur eru undirstöðuatriði,
meðal annars til að koma í veg
fyrir tvíverknað og til að koma í
veg fyrir að flytja þurfi sjúklinga
um óþarflega langan veg. Eins og
er kýs fólk heldur að fara 150 kíló-
metra leið með bráð-
veikan sjúkling til að
halda sig innan öruggs )
svæðis í stað þess að
fara tíu kílómetra en
þá yfir á svæði, sem
annað þjóðarbrot ræð-
ur. Þrátt fyrir Dayton-
samkomulagið, sem átti
að tryggja að allir gætu
farið um óhultir, vantar
enn mikið upp á að svo
sé og einn erfiðasti far-
artálmi á hinum fyrrum
stríðandi svæðum tor- |
tryggni íbúanna í garð
hvers annars.
Jóhanna segir að þó
margt hafi mistekist þá
sé útlitið fremur bjart. Árið 1994
lét WHO meta framlag sitt í Bosn-
íu og niðurstaðan var þá að þó
margt hefði farið úrskeiðis hefði
WHO í heild unnið gott starf, sem
aðrir aðilar hefðu ekki getað gert.
Mestu munaði um að stofnunin *
hefði tök á að launa fólk og gæti
því ráðið til starfa vel menntað og
reynt fólk, meðan flest hjálparsam-
tök réðu sjálfboðaliða, sem væru
bæði ungir og reynslulitlir. Jóhanna
segist ekki áður hafa séð jafn gott
skipulag á heilbrigðisþjónustu á
stríðssvæðum og það sé vísast að
miklu leyti WHO að þakka.
í Bosníu er álitið að helmingur
af innviðum heilbrigðiskerfisins hafi
eyðilagst í stríðinu og helmingur |
heilbrigðisstéttanna sé annaðhvort I
flúinn, fluttur eða hafi látist. Áætl-
að er að 5 milljarða Bandaríkjadala
þurfi á næstu árum til að endur-
reisa heilbrigðiskerfið.
Jóhanna
Lárusdóttir
Forsætisráðherra Italíu
Segir Möltu geta ,
reitt sig á
Róm. Reuter.
LAMBERTO Dini, forsætisráðherra
Ítalíu, sagði í gær, að Malta gæti
reitt sig á fullan stuðning Italíu við
umsókn eyríkisins um aðild að Evr-
ópusambandinu (ESB).
Dini lét þessi orð falla eftir fund
með utanríkisráðherra Möltu, Guido
De Marco. De Marco sagði Möltu
vilja gerast aðila að ESB ekki ein-
göngu af efnahagsástæðum, heldur
einnig vegna þess að land hans
væri hernaðarlega mikilvægt fyrir
Evrópu.
„Miðjarðarhafssvæðið, einkum
suðurhluti þess, verður að njóta
athygli á vettvangi alþjóðastjórn-
mála,“ sagði De Marco fréttamönn-
um. „Það mun ekki ríkja stöðug-
leiki í Evrópu, ef ekki er stöðug-
leiki á Miðjarðarhafssvæðinu,"
sagði hann.
Dini sagði að hann hefði rætt
stuðnmg
hvaða stefnu Malta myndi fylgja i
aðildarviðræðunum og tók fram, að
umsókn Möltu væri „betur á veg
komin“ en umsóknir ríkja A-Evr-
ópu, sem einnig bíða ESB-aðildar.
Möltu og Kýpur hefur verið heit- ,
ið því af Evrópusambandinu, að
aðildarumsóknir þeirra verði teknar
til umfjöllunar eigi síðar en hálfu |
ári eftir lok ríkjaráðstefnu ESB,
sem gert er ráð fyrir að ljúki um
mitt næsta ár.
Breytingar hjá ESA
TVEIR nýir framkvæmdastjórar
hafa verið ráðnir til starfa hjá
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í
Brussel og munu þeir hefja störf
í haust. Lilja Viðarsdóttir tekur
við af Helmut Spindler sem yfir-
maður vöruviðskiptasviðs og
Amund Utne tekur við starfi
Jorma Pihlatie sem yfir maður
samkeppnis- og ríkisstyrkjasviðs.
Lilja Viðarsdóttir hefur störf
15. september. I fréttatilkynn-
ingu frá ESA segir að hún hafi
verið skrifstofustjóri íslands-
deildar Alþjóðaverslunarráðsins
á árunum 1983-1988, hafið störf
hjá utanríkisráðuneytinu 1988 og
tekið virkan þátt í samningavið-
ræðunum um Evrópska efna-
hagssvæðið. Fráárinu 1991 hef-
ur hún starfað hjá fastanefnd |
íslands hjá Evrópusambandinu í
Brussel.
Armund Utne tekur við stöðu
sinni 1. október. Hann starfaði
hjá norska fjármálaráðuneytinu
frá 1971-1981 og síðan í sex ár
í höfuðstöðvum EFTA í Genf.
Þá starfaði hann um skeið hjá
norska seðlabankanum en tók
siðan við starfi yfirmanns al-
þjóðaefnahagsmáladeildar fjár-
málaráðuneytisins. Hann tók |
virkan þátt í EES-viðræðunum.