Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Alþýðuflokks um gagnrýni Alþýðubandalagsmanna vegna þingflokkasameiningar Ekki tilefni til geðshrær- inga Alþýðubandalags FORMAÐUR Alþýðuflokks segir til- efnislaust að gefa sér það fyrirfram að sameinaður þingflokkur Alþýðu- flokks og Þjóðvaka myndi neyta afls- munar við nefndakjör á Alþingi á kostnað Alþýðubandalags og Kvennalista. „Sér í lagi vegna þess að hinn nýi þingflokkur hefur lýst yfir vilja sínum til að eiga gott samstarf við aðra þingflokka stjórnarandstöðunnar og gerir ráð fyrir að viðræður um það hefjist innan tíðar. Það kemur þá í ljós hvoit nokkur ástæða er til að ætla að samstarf um nefndir og önn- ur mál í þinginu gangi jafn greiðlega og það gerði síðast," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins. Hann benti á að Alþýðubandalagið hefði sjálft óskað formlega eftir slík- um viðræðum og fengið jákvæð svör frá öllum flokkum stjórnarandstöð- unnar. Þá hefði Alþýðubandalagið tekið mjög jákvæða afstöðu til sam- einingar Þjóðvaka og Alþýðuflokks í nýlegri ritstjórnargrein í Vikublaðinu, málgagni flokksins. Þar hefði verið talið skynsamlegt að fækka starfandi stjórnmálaflokkum og heppilegast væri að Þjóðvaki sameinaðist Alþýðu- flokknum sem ekki hefði borið barr sitt síðan Jóhanna hvarf á braut. „Hvað eru mennirnir að kvarta. Þeir hvöttu til þess arna og við tókum þá á orðinu," sagði Jón Baldvin. Kosningabandalag? Á þingflokksfundi Alþýðubanda- lagsins á fimmtudag var rætt um viðbrögð við því ef nýr þingflokkur jafnaðarmanna gerði kröfur um breytingar á skipan í embætti og nefndir þingsins. Haft var eftir ónafn- greindum þingmanni að þá verði leit- að eftir þéttara samstarfi við Kvenna- listann. Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- flokksformaður Kvennalistans, segir að rætt hafi verið óformlega við hina stjórnarandstöðuflokkana um nefndakjör og kvennalistakonum þætti mjög mikilvægt að stjórnarand- staðan nái sameiginlegri niðurstöðu um nefndakjör. Hún sagði að ef nýi þingflokkurinn vildi breyta núverandi jafnvægi í nefnda- og embættaskipan og ef stjórnarandstöðuþingflokkarnir þrír byðu fram sér gæti Kvennalistinn farið illa út úr því. Undir þeim kring- umstæðum gæti flokkurinn styrkt stöðu sína verulega með því að gera kosningabandalag við Alþýðubanda- iagið. Ekki ráðinn til að beita hrossum Mjög hörð gagnrýni hefur komið frá alþýðubandalagsmönnum vegna ráðningar Einars Karls Haraldsson- ar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, til starfa fyrir nýja þingflokkinn. Um þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson að ýmis ummæli for- ustumanna Alþýðubandalagsins um þetta mál væru sérkennileg, ekki síst Steingríms J. Sigfússonar al- þingismanns sem hefði talað um túnið sitt og að verið væri að beita þar hrossum. „Ber að skilja þetta svo að hann líti á kjósendur Alþýðubandalagsins sem búsmala innan girðingar hjá honum? Ég leyfi mér að segja að þetta er óviðurkvæmilegt tal og held að fólk eigi að fá að ráða sér sjálft. Kjarni málsins er að Einar Karl er ekki ráðinn til að beita hrossum í tún Alþýðubandalagsins heldur til þess beinlínis að laða fólk til sam- starfs. Og við höfum ekki gefið al- þýðubandalagsforustunni eitt ein- asta tilefni til þessara geðshræringa. Við höfum ekkert gert á hennar hlut annað en svara henni vinsamlega og virðulega að við séum tilbúnir til viðræðna á málefnalegum grundvelli innan þings og utan,“ sagði Jón Baldvin. Kemur málið lítið við Talsmenn annarra flokka hafa látið sér fátt finnast um sameigin- legan þingflokk Alþýðuflokks og Þjóðvaka og sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra m.a. í Morgunblað- inu í gær að um væri að ræða afkára- legan anga af skrípaleik sem verið hefði í gangi hjá flokkunum. Jón Baldvin sagði að orðbragðið hefði ekki verið mjög forsætisráð- herralegt. Þó hefði hann séð, eins og leiðarahöfundur Vikublaðsins, einn kost við málið, nefnilega fækk- un þingflokka. „Að öðru leyti held ég að honum komi þetta lítið við,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Fundir um sameiningu þingflokka FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins og 39 manna stjórn Þjóðvaka halda fundi í dag þar sem fjallað verður um samkomulag sem náðst hefur á milli þessara flokka um sameiningu þingflokka og stofnun Þingflokks jafnaðarmanna. Flokksstjórn Al- þýðuflokksins kemur saman í Rúg- brauðsgerðinni en stjórn Þjóðvaka heldur fund sinn á Litlu-Brekku. Fundirnir hefjast kl. 10. Hald lagt á amfetamín LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á 15 skammta af amfetamíni og smáræði af hassi við húsleit í fyrrakvöld. Einn maður var hand- tekinn og fannst amfetamín í fór- um hans. í framhaldi af því var gerð hús- leit heima hjá honum þar sem meira fannst af fíkniefnum. Lögreglan var kvödd að íbúð í Hamrahverfi um klukkan tvö í fyrri- nótt þar sem maður ógnaði fjöl- skyldu sinni með hnífi. Lögreglan þurfti að yfirbuga hann með valdi. Opið hús í dag og sunnudag kl. 14-17 að Hamrahlíð 23. V. 6,7 m. Tii sölu þægileg 3ja herb. 74 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Skipti möguleg á stærri eign. Upplýsingar veitir Lilja Þorgeirsdóttir, s. 588-9732 FASTEIGN ER FRAMTÍD r\T\ SIMI 568 77 68 FASTEIGNA £í JMIÐLUN Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, Sverrir Kristjánsson J£ fax 568 7072 lögg. fasteignasali II Pór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari Einbýlí á einni hæð á fallegum útsýnisstað rétt við golfvöll Starengi 110 og 112 Til sölu tvö glæsileg hús í smíðum, 130 fm ásamt 35 fm bílskúr. Gert er ráð fyrir 12 fm sólskála. Húsin eru byggð úr timbri og afar vel skip- ulögð.Við getum sýnt þér samsskonar hús fullbúið. Húsin eru afhent I dag fullfrágengin að utan og einangruð með pússuðum gólfum, hita-, vatns- og rafmagnsheimtaug. Óuppsett eldhúsin- nrétting og allir skápar fylgja. Verð aðeins 9.825 þús. Einnig er hægt að fá húsin lengra komin eftir samkomulagi, allt að fullgerðum. Áhv. 6,3 millj. húsbréf til 25 ára með 5,1% vöxtum. Ath. til greina kemur að taka minni íbúð upp I: Traustur byggingaraðili Sigurður Pálsson. Hrísmóar 13 + bflskúr Laus. Sérlega vönduð og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Miklar og mjög vandaðar innréttingar. Parket og flisar. Áhv. 7 millj. góð lán. Innbyggður bflskúr. Mikið útsýni. Opið í dag frá kl. 13-15 Morgunblaðið/Golli TALSMENN samtaka HlV-jákvæðra á Norðurlöndum kynntu helztu umræðuefni ráðstefnu NordAll á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Matti Jarvela, Finnlandi, Michael Smedeniark, Danmörku, Ann-Christin Skoglund, Sviþjóð, Einar Þór Jónsson, íslandi, og Trond Kirkeby-Garstad, Noregi. Norræn samtök alnæmissmitaðra þinga í Reykjavík Baráttan heldur áfram MISMUNANDI skilgreining heil- brigðisyfirvalda á Norðurlöndum á alnæmi og áhyggjur af ótímabærum yfirlýsingum um að fundizt hefðu lyf sem læknuðu alnæmi voru meðal umræðuefna á áttundu ráðstefnu samtaka HlV-jákvæðra á Norður- löndum, sem fram fór á Hótel Lind í Reykjavík á fimmtudag og föstu- dag. Um 90 fulltrúar samtaka HIV- jákvæðra í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku mættu á ráð- Opið í dag frá kl. 10-14. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. stefnuna, fleiri en nokkru sinni áður hafa safnazt saman á ráðstefnu sem þessa. Þetta er í annað sinn, sem ráðstefna NordAll, eins og samtök HlV-jákvæðra á Norðurlöndum heita, heldur þing sitt á íslandi. Einar Þór Jónsson er forsvars- maður framkvæmdanefndar ráð- stefnunnar. Hann segir að þrátt fyr- ir miklar framfarir í baráttunni við alnæmi undanfarin misseri sé langt í frá að sigur hafi unnizt í barátt- unni við sjúkdóminn. Ný lyf hafi ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 vissulega vakið vonir manna og létt róðurinn fyrir suma, en yfirlýsingar um að með nýjum lyíjameðferðum sé orðið hægt að lækna HlV-smit séu þó með öllu ótímabærar. Brögð hafi verið að því nýverið, að ísienzkir læknar gæfu slíkar yfir- lýsingar, sem Einar Þór segir aðeins til þess failnar að vekja falskar von- ir og geta jafnvel leitt til þess að menn sljóvguðust á verðinum gagn- vart útbreiðslu HlV-veirunnar, ef menn álitu hana ekki lengur ban- væna. Eingöngu skipulagðar for- varnir megni að hefta útbreiðslu al- næmissmits. Fulltrúarnir frá hinum Norður- löndunum taka undir þessar áhyggj- ur Einars Þórs. Mismunandi skilgreining Annað aðaiumræðuefni ráðstefn- unnar var mismunandi skilgreining á stöðu alnæmissmitaðra á Norður- löndum. Á íslandi og í Svíþjóð eru HlV-jákvæðir flokkaðir með fötluð- um og eru sem slíkir aðilar að ör- yrkjabandalagi hvors iands, I Finn- landi, Danmörku og Noregi ekki. Þetta hefur töluverð áhrif á hag HIV- jákvæðra og hin mismunandi skil- greining milli landa hefur einnig í för með sér ýmsa erfiðleika í samvinnu HlV-jákvæðra á Norðurlöndunum. Einar Þór segir það styrkja að- stöðu HlV-jákvæðra til hagsmuna- baráttu töluvert að vera aðilar að þaksamtökum öryrkja, en í löndun- um þremur, þar sem HlV-jákvæðir eru ekki flokkaðir sem fatlaðir, er meðal hinna smituðu hart deilt um hvort stefna beri að því að flokkast líka sem fatlaðir eður ei. Eins og Trond Kirkeby-Garstad, formaður norskra HlV-jákvæðra, bendir á, er meðal félagsmanna hans samtaka mikil andstaða við að teljast til fatl- aðra. Til sýnis og sölu m.a. eigna: Góð eign á útsýnisstað Nýlegt steinhús, ein hæð, um 160 fm, við Vesturvang Hf. Stór og góður bilskúr. Glæsileg ræktuð lóð. Skipti möguleg. Lyftuhús - Vesturborgin - skipti Stór sólrík 4ra herb. íb. á 4. hæð um 120 fm skammt frá KR-heimil- inu. Frábært útsýni. Tvennar svalir. Góð lán. Skipti möguleg. Skammt frá Sjómannaskólanum Sólrík efri hæð 3ja herb. um 70 fm í tvíbhúsi. Gömul innrétting. Rúm- gott herb. og snyrting í kj. Ræktuð lóð með trjám. Vinsæll staður. Sólrík - útsýni - þríbýli - Kóp. Sólrík aðalhæð 3ja herb. tæpir 80 fm í þribhúsi við Hlíðarveg Kóp. Ágæt sameign. Glæsileg ræktuð lóð. Tilboð óskast. Góð rishæð í Hlíðunum - lækkað verð Vel með farin rúmgóð 3ja herb. miklu yngri en húsið. Þak, lagnir o.fl. endurbætt. Langtímalán um kr. 3,8 millj. Gott föndurherb. fylgir. Mjög góðar einstaklingsíbúðir M.a. við: Njálsgötu, Barónsstig, Hraunbæ og Rofabæ. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.