Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAEDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 25 I • -••• , að til þeir týndust í burtu, einn í einu.“ Besti nýi varnarmaðurinn AÍSLANDI er ekki leikinn fótbolti held- ur knattspyrna, þetta segi ég stundum við vini mína til að stríða þeim,“ segir Orvar Geir Friðriksson. Hann veit hvað hann syngur því hann lék amerískan fótbolta á síðastliðnu ári í Bandaríkjunum þeg- ar hann var þar sem skiptinemi á vegum AFS í New - York fylki. Lið hans Clyde-Savannah sem heitir eftir samnefndum „high school" náði þeim ágæta árangi-i að verða fylkismeistari í sinni deild. Amerískur fótbolti er lítt þekktur á íslandi en er geysivinsæll í Banda- ríkjunum. Þó sást víst til nokkurra náunga æfa íþróttina í Hljómskála- garðinum um skeið siðan hefur ekk- ert til þeirra frést. Orvar Geir seg- ist hafa æft ameríska fótboltann að- eins í þrjár vikur áður en keppnis- tímabilið hófst og hefði því þurft að leggja hart að sér við æfingarnar. Ekki síst vegna þess að hann var í slæmu líkamlegu ástandi til að stunda svo erfiða íþrótt sem amer- íski fótboltinn er. Svo hófst alvaran. „Fyrir hvern leik var búið að ákveða og teikna upp leikkerfið sem leika átti eftir. Vikan á undan hverjum leik fór í að æfa leikkerfið. Brugðið var frá leikkerfinu ef þurfa þótti, en því stjórnaði aðstoðarþjálf- arinn sem fylgdist með leiknum efst í stúkunni og hafði því góða yfirsýn yfir völlinn. Hann var með tal- stöð og var í beinu sambandi við aðalþjálfar- ann, sem kallaði á strák í liðinu sem sagði okkur hvað við áttum að gera,“ út- skýrir Örvar Geir. Fékk að prúfa fleiri stöður Örvar Geir, sem er stór og stæðilegur íslendingur, fékk í upphafí stöðu hægri tæklara, „Right Tackle". Tæklarinn stillir sér upp fyrir framan sóknarvegg andstæðing- anna og reynir sitt ýtrasta til að stöðva leikstjórnand- ann og leikmanninn sem hleypur með boltann. „Ég lék oftast þessa stöðu sem mér fannst skemmtilegust. Ég fékk að prófa fleiri stöður því stundum var ég sá sem ruddi brautina í gegnum varnarvegg mótherjanna þegar stutt var í snertimarkið. Þriðja staðan sem ég hafði var að sparka boltanum eins langt aftur völlinn og hægt var eftir að liðið haí'ði skorað snertimarkið." Viku fyrir fyrsta leikinn sem hann Hann lét lang- þráðan draum rætast og lék am- erískan fótbolta í lékufenf lGÍkmenn1i,;nir -------------------- i hendurnar bækling Bandaríkjunum á með yfír tuttugu íeik- ----------—--------- kerfum, sem leikmönn- síðasthðnu an. Hildur Einars- dóttir ræðir við Orvar Geir Fið- riksson MR-ing. um bar að læra utan að. Leikkerfin höfðu verið skrifuð upp af njósnara Clyde-Savannah sem sáu andstæðingana spila æfingaleik helgina áður. Sagði Örvar Geir þetta fullkomlega lög- legt, svona gengi þetta bara fyrir sig. Fyrsti leikurinn er honum eftir- minnilegur: „Áðui’ en leikurinn hófst safnaðist liðið saman í bún- ingsklefanum. Menn settu á sig brynjurnar, festu púða á olnboga og smeygðu Morgunblaðið/Ái*ni Sæberg“ Örvar Geir Friðriksson í búningi Clyde-Savannah liðsins. treyjunni yfir, hlífar voru einnig settar á læri og hné. Ég fann að hjartað var byrjað að slá örar. Þjálf- ararnir sögðu nokkur hvatningar- orð. Allir krupu á hné og báðu til síns Guðs. Við settum upp í okkur munnstykkin og brugðum hjálmin- um yfir höfuðið. Síðan opnuðust dyrnar og við gengum út á flóð- ^ lýstan völlinn ásamt mótherjun- um, Bishop Cearney. Stemmn- ingin var mikil hjá þeim þrjú inn. Ég var sendur inn á þegar þrjár mínútur vora eftir af fyrsta leikhluta en hver og einn leikhluti stendur í fimmtán mínútur. Ég verð að viðurkenna að fátt er eins ógn- vekjandi og að horfast í augun við þúsund áhorfendur voru komnir til að fylgjast með leikn- um. Hljómsveitin spilaði, klappstýr- urnar skræktu og sj ónvarpsvélarnar suðuðu. Við mynd- uðum hring á vellin- um og gerðum upphit- unaræfingar. Eftir það vorum við sendir að snertimarki okkar og hver pg einn kynntur fyrir áhorfendum. Ég var kynntur sem íslendingurinn O.G. Fridriksson. Eftir það var leik- inn þjóðsöngur Bandaríkjanna. Að honum loknum leiddumst við út á miðjan völlinn þar sem kastað var upp á hvort liðið ætti að hefja leik- andstæðinginn þar sem maður situr á hækjum sínum og skynjar að hann mun gera allt sem hann getur til að stöðva mann . . . Ég stóð upp og hljóp í áttina til hans. Ég vissi varla hvað ég var að gera og allt í einu var ég dottinn í jörðina neðst í tíu manna hrúgu þvi á einhvern óskiljanlegan hátt hafði ég komist inn í sendingu andstæðinganna og hafði varið hana þannig að boltinn féll á jörðina við hlið mér, þess vegna fékk ég alla hrúguna ofan á mig. Leikhhlé var tekið og mér var klappað lof í lófa vegna frammi- stöðu minnar." Blaðamaður spyr hvernig honum hafi liðið með allt þetta lið ofan á sér. „Svolítið óþægilega, en þetta er bara hluti af leiknum," segir hann og yppir öxlum kæruleysislega. „Ég varð bara að bíða þolinmóður þang- Eftir þetta léku Öraar Geir og fé- lagar hans í Clyde-Savannah hvern leikinn á fætur öðram og sigruðu eins og ekkert væri. Það var siður að í lok venjulegs leiktímabils væri haldinn dansleikur sem kallaðist heimkoma eða „Homecoming". Þar var valinn verðmætasti leik- maður tímabilsins. Var Örvar Geir sæmdur heitinu besti nýi varnar- leikmaðurinn. Það er ekki úr vegi í þessu samhengi að spyrja Örvar Geir hvort það sé rétt að strákarnir í ameríska fótboltanum njóti ein- stakrar kvenhylli vegna þess hve þeir era stæðilegir og harðir af sér. Hann vill sem minnst gera úr því og segir: „Þetta er ekki eins og sýnt er í bíómyndunum. Flestir af strákun- um sem era í liðinu eru ekkert sér- staklega stórir, þ.e.a.s. þeir sem hlaupa með boltann. En margir af bestu námsmönnunum voru í liðinu. Fylgst er vel með námi okkar, ef við slógum slöku við fengum við ekki að keppa.“ Þegar kom að deildar- keppninni endurtók sagan sig, Clyde-Savannah ljðið sigi-aði í deild- inni. En aðeins fimm dögum fyrir fyrsta leikinn í fylkiskeppninni gerðist leiðinlegt atvik. „í matsal skólans brutust út áflog milli hvítra og svartra. Það urðu víst einhver leiðindi út af stelpu og hvítur strák- ur kallaði svartan „nigger". Svörtu strákarnir hófu að þjarma að hinum hvíta. í Bandaríkjunum er þetta einfalt, svartir standa saman á móti hvítum og öfugt. Fleiri blönduðust í slaginn og úr þessu varð uppþot, stólum var fleygt, borð mölvuð og kennarar barðir niður. Ég blandað- ist einnig í slagsmálin því verið var að berja vini mína, m.a. þjálfarann minn. Lögreglan skarst í leikinn og fjórtán manns voru handteknir. Þetta var ömur- legt artik. Það var boðað til fundar í lok dagsins þar sem rædd voru sam- skipti kynþáttanna og leiðir til að bæta þau. Þrátt fyrir at- burðinn var æfing þennan dag en hvít- ir og svartir æfðu sitt í hvoru lagi.“ Svo við föram hratt yfir sögu gekk liði Órvai's Geirs vel í fylkiskeppninni og lék til úrslita við lið sem hét Elba Lancers frá Albany, höfuðborg New York fylkis. „Leik- urinn fór fram í íþróttahöll atvinnu- mannaliðsins Buffalo Bills í Buffalo-borg í New York fylki. Ég þori að skjóta á að áhorf- endafjöldinn hafi verið um tólf þús- und manns. Liðin voru heldur ójöfn því að engin tak- mörk eru fyrir leik- mannafjölda í lið- um. Okkar lið sam- anstóð af 28 leik- mönnum þar sem nokkrir lykilmenn yngri flokkanna vora færðir upp í okkar flokk en í liði Elba vora rúmlega sextíu strák- ar. En við stóðum saman og lékum betur en nokkru sinni fyrr. Leikn- um lauk með sigiá okkar, 39-14. Ég get ekki lýst tilfinningunni sem gagntók mig eftir sigurinn, svo vel leið mér. Sjónvarpsvélarnar um- kringdu okkur og ég upplifði mig sem stjörnu. Á leiðinni heim höfðu bæjarbúar í Clyde-Savannah raðað bílunum sínum meðfram veginum fyrir utan bæinn, kveiktu á háu ljós- unum og þöndu flauturnar okkur til heiðurs. Gerður var sjónvarpsþáttur um okkur sem var sýndur víða. Þessi reynsla í ameríska fótboltan- um var stórkostleg og ekki lík neinu sem ég hafði áður lifað og ég mun ekki gleyma þessu svo lengi sem ég lifi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.