Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 43 I I I I I í I 1 i i I I fl 1 1 § MARGRET BJÖRNSDÓTTIR + Margrét Björnsdóttir fæddist á Litlu- Borg í Þverár- hreppi í Vestur- Húnavatnssýslu 22. mars 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrét- ar voru Andrea Bjarnadóttir og Björn Þórðarson. Margrét var ein ell- efu systkina. Eftirlifandi eig- inmaður Margrétar er Pétur Aðalsteinsson, f. 12.8. 1920. Pétur og Margrét eignuðust fjögur börn. Utför Margrétar fór fram frá Hvammstangakirkju 30. ágúst. Elskuleg vinkona okkar, Margrét Björnsdóttir, hefur kvatt okkur að sinni. Á kveðjustund hrannast upp allar góðu minningarnar um 30 ára skeið. Við kynntumst Margréti, er mað- ur hennar, Pétur Aðalsteinsson, kenndi við barna- og unglingaskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði, vetur- inn 1966-67. Strax tókst góð vin- átta með þeim ágætishjónum og fjölskyldu okkar. Erna Birna naut ekki hvað sízt umhyggju og vænt- umþykju Margrétar. Mörgum stundum eyddi Erna heima hjá henni meðan við hin vorum í skólan- um. Aðdáunarvert var, hve Margrét var umburðarlynd við þetta 6 ára „skott“, sem fékk að hoppa í dívan- inum hennar, skoða dótið í skúffun- um og halda á veskinu fyrir hana, er þær röltu í búðina. Margrét hafði nú líka lúmskt gaman af því að litla skottið gat verið snöggt upp á lag- ið og svarað fyrir sig. En Erna passaði líka upp á það, sem Mar- grét átti. „Ekki snerta þetta, hún Margrét á það,“ sagði hún, ef ein- hver ætlaði að taka eða nota hluti Margrétar, og þá kímdi Margrét og vitnaði oft í þetta gegnum árin. Á hverju sumri heimsóttum við Norðurland, því að marga góða vini áttum við fyrir norðan, auk Mar- grétar og Péturs, allt austur í Aðal- dal. En Erna Birna vildi helst ekki fara lengra en að Stóru-Borg, beið hún oftast þar, þar til við tókum hana í bakaleiðinni. Er við fluttum til Svíþjóðar árið 1981, fannst Margréti ekki annað koma til greina en að við ættum fastan samastað á íslandi. „Annars sjáumst við aldrei," sagði hún. Þau hjón buðu okkur að kaupa skika úr landareign sinni að Stóru-Borg undir sumarhús. Þarna höfum við dvalið á hverju sumri, 2-3 vikur, í nálægð við þessa góðu vini okkar og notið gestrisni þeirra. Á hveiju vori hreinsuðu þau út allar flugurn- ar, er safnast höfðu saman í bú- staðnum og hreinn þvottur beið okkar. Og marga ferðina áttu þau til okkar, og ailtaf komu þau fær- andi hendi. Það voru heimsins bestu kleinur, ástarpungar og partar, saft, sulta að ógleymdu súra slátr- ínu. Gaman var að sjá þessi sam- rýndu hjón koma í bílnum sínum uppi á brekkubrúninni, keik og hnarreist og Margrét með Tátu og seinna Tinnu í fanginu. Táta var grá púðlutík, sem gat sýnt listir og gengið á afturfótunum, og ef ein- hver tók dansspor við Margréti, trylltist hún og reyndi að skakka leikinn. Er Táta féll frá syrgðu þau hjónin hana mjög og þá kom Tinna í hennar stað, svört púðlutík, lífleg og skemmtileg. Hún Margrét var ekki stórvaxin, en stórbrotin var hún og stór í snið- um og stór í verkum sínum, vin- áttu, tryggð, hjálpsemi og gest- risni. Hvað þessi smávaxna, fín- gerða kona gat verið eitilhörð af sér, þó að hún gengi ekki ætíð heil til skógar, dugnaðarforkur, ósér- hlífin og afkastamikil til allra verka, einörð í tali og stundum ekki allra. Já, hún Margrét var sívinnandi, alltaf með eitthvað á pijón- unum, sokka, vettlinga og húfur, sem hlýjað hefur okkur samferða mönnunum. Hún not- aði saumavélina líka óspart og annaðist saumaskap á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga í mörg ár. Margt handtakið á hún líka í fallega, hlýlega húsinu, sem þau Pétur byggðu sér á Hvammstanga. Mikill gestagangur hefur alla tíð verið hjá Margréti og Pétri, bæði á Stóru-Borg og Hvammstanga. Skyldir og vandalausir, vinir og kunningjar hafa notið þeirra höfð- inglegu gestrisni, öllum tekið opn- um örmum og leiddir að hlöðnu veisluborði. Þau hjón ræktuðu ætíð eigin kartöflur. I vor setti Margrét niður í garðinn sinn í seinasta sinn, eflaust orðin sárþjáð. Hún nýtur ekki uppskerunnar — það vissi hún ef til vill — en að gefast upp og skilja við hálfnað verk, var ekki hennar stíll. Er Margrét lá á sjúkrahúsinu í sumar, taldi hún kjarkinn í sitt fólk og uppörvaði það, sjálf var hún sátt. Góða vinkona, vertu kært kvödd, með þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Pétur, kæri vinur, megi Guð styrkja þig og fjölskyldu þína á erfiðri stundu. Guðrún Ág. Guðmundsdóttir, Örn Forberg og fjölskylda. I lífi hvers manns eru stigin spor til gæfu. Þessi spor móta líf manns um alla framtíð og verða hornstein- ar lífsins. Eitt slíkt gæfuspor steig ég níu ára gamall þegar ég vorið 1956 var sendur í sveit að Stóru- Borg í Vestur-Húnavatnssýslu til hjónanna Karls Björnssonar og Margrétar Tryggvadóttur. Ástæðan fyrir því að Stóra-Borg varð fyrir valinu var sú að faðir minn hafði verið í sveit á þessum sama bæ þegar hann var ungur og þekkti því vel til staðhátta og þeirra sem þar bjuggu. Ég hef oft hugsað til þess hversu andi rniirn væri fátæk- ari og skiiningur minn á lífinu tak- markaðri ef ég hefði ekki fengið að njóta þeirra ára sem ég dvaldi hjá þessu yndislega fólki sem ungl- ingur á þroskabraut. Ferðin norður var löng og erfið fyrir ungan snáða sem aldrei hafði ferðast svo langt í rútu og hvað þá farið ríðandi yfir ár og illfærar reið- slóðir um ókunna sveit. Því var langt liðið á kvöld er ég ásamt föð- ur mínum og fylgdarmanni reið í hlaðið á Stóru-Borg. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég í kvöldkyrrðinni virti fyrir mér húsin og umhverfið og þetta stór- fenglega útsýni. Við mér blasti Víði- dalurinn og Hópið með íjallahring- inn að baki sem stórfenglegan ramma úr bláum lit fjarlægðarinn- ar. Fyrir sunnan bæinn gnæfði svo hið tignarlega og sögufræga Borg- arvirki eins og verndari þessa yndis- lega staðar. Það var ekki fyrr en ég hafði dvalið um hríð á Stóru-Borg að ég sá Margréti Björnsdóttur fyrst. Stóra-Borg var á þessum tíma þrí- býli og bjó hún með manni sínum Pétri Aðalsteinssyni og börnum þeirra fjórum, þeim Aðalbjörgu, Birni, Haraldi og Vilhjálmi að ógleymdu barnabarninu henni Fjólu litlu. Fyrstu kynni mín af Margréti voru heldur lítil og í sannleika sagt var ég hálfsmeykur við þessa lág- vöxnu, grönnu konu sem hafði augnaráð arnarins. Henni var fátt óviðkomandi hvort heldur það sem tengdist búskapnum eða uppátækj- um okkar drengjanna. Við Vilhjálm- ur sonur hennar urðum fljótlega miklir mátar þar sem ímyndunarafl okkar og uppátæki áttu samleið. Það kom því fljótlega að því að ég varð að líta undan hvössu augna- ráði Margrétar þegar nauðsynlegt reyndist að skamma okkur Vil- hjálm. Sérstaklega átti þetta við um mig þar sem ég var eldri og átti að hafa „vit“ fyrir okkur. Sem dæmi um uppátæki okkar Villa var að við trúðum af einlægni á tilvist Brunnkarlsins. Hann hélt til í þeim brunnum sem neysluvatn- ið var sótt í og við vissum einnig að brunnurinn í gamla fjósinu væri hans aðalheimkynni. Því ákváðum við félagarnir að dvelja úti í fjósi eina nótt og verða vitni að því þeg- ar Brunnkarlinn léti sjá sig, en það gerði hann þegar allir voru gengnir til náða. Þannig gætum við sannað tilveru hans fyrir vantrúuðu heimil- isfólkinu. Við félagarnir komum okkur því vel fyrir hvor í sinni jöt- t Bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR JÓHANNESSON frá Svínhóli, Hátúni 10A, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. september nk. kl. 13.30. Helgi Jóhannesson, Þóra Þorleifsdóttir, Jón Jóhannesson, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Haraldur Sigfússon, Kristín Jóhannesdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÁGÚSTAR ÓLAFSSONAR, Skipholti 55. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar A-7, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Elfsabet Einarsdóttir, Sverrir Ágústsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Karen Ágústsdóttir, Hanna Rún Ágústsdóttir, Arnar Ágústsson, Nína Ólafsdóttir, Hafsteinn Ólafsson og barnabörn. unni, innan um jórtrandi kýr. Við breiddum yfir okkur gamlar strigadruslur sem við fundum og biðum svo átekta. En svefninn hef- ur eflaust orðið forvitninni yfir- sterkari því við vöknuðum við það að mamma hans Villa stóð yfir okkur. Það var alveg ljóst að henni líkaði ekki þetta uppátæki okkar og ekkert þýddi að bera fyrir sig vísindalegar rannsóknir á tilvist Brunnkarlsins. En strákapörin urðu mörg og uppátækin fastur liður á hveiju sumri hjá okkur félögunum. Það var svo eitt vor að ég var á rölti suður túnið þegar ég tek eftir rollu sem augljóslega er að kalla á afkvæmi sitt. Við nánari gætur sá ég að þarna í djúpum skurði lá svört girnbur nær dauða en lífi. Ég þekkti strax ána og sá að hún var í eigu þeirra á „hinum bænum“. Lambið varð að fá aðhlynningu sem fyrst svo ég hljóp með það til bæja og hugðist hitta einhvern piltanna til að taka við lambinu. Mér til skelf- ingar var bara Margrét ein heima á bænum og sá hún strax hvers- kyns var. Hún sagði mér að koma með lanibið inn í eldhús þar sem hún með ákveðnum og fumlausum handtökum útbjó aðstöðu fyrir lambið í bakarofninum. Mér brá heldur í fyrstu að konan ætlaði bara sí svona að elda lambið hálflif- andi og með uliinni á, en svo rifjað- ist upp fyrir mér saga sem ég hafði lesið um lífgunartilraunir á lömbum í ylvolgum ofnum. Ég man hvað þessi yfirvegun, ró og blíða viðmót gagnvart máttvana lambinu kom mér á óvart. Ég sá allt í einu þessa konu í nýju ljósi. Konan sem ég trúði að hefði þann eina tilgang í lífinu að skamma okkur Villa var nú allt í einu orðin blíð og augun endurspegluðu væntumþykju til handa þeim sem minna mega sín. Með þessar hugsanir í brjósti yfír- gaf ég eldhúsið hennar Margrétar og rölti niður á engjar til að sækja kýrnar. Það var svo eftir hádegi næsta dag að ég fékk þau skilaboð frá Margréti að koma og hitta sig. Ég neita því ekki að ég hef oft verið öruggari með sjálfan mig en þarna sem ég stóð á ganginum og bankaði á innri forstofuhurðina og beið þess sem verða vildi. Innan úr eldhúsinu kallaði Margrét til mín og sagði mér að ganga í bæinn. Hún sat á eldhúskollinum í litríka eldhúsinu sínu með litla svarta gimbur í fanginu, sem ég þekkti frá deginum áður. Nú var yfirbragðið bjartara. Gimbrin gaf frá sér kumr og lét dindilinn ganga ótt og títt meðan hún tottaði pelann sem henni var gefinn. Þetta var falleg sjón og ekki skemmdi fyrir að hafa það á tilfinningunni að ég ætti sjálfur ein- hvern þátt í að þessi litla gimbur var nú á lífi og virtist dafna vel. „Ég ætla að gefa þér gimbrina, Baldvin minn.“ Þessi orð voru sögð af svo mikilli einlægni og hlýju í' minn garð, að frá þeirri stundu hefur Margrét amma átt stóran sess í hjarta mínu. Eftir að ég fullorðnaðist og hætti að vera í „sveit" á Stóru-Borg héld- um við amma góðu sambandi og áttum margar ánægjustundir. Hún varð stærri þáttur í lífi mínu eftir því sem árin liðu og ég kynntist henni betur, kostum hennar og göll- um. Eftir að hún og Pétur fluttust til Hvammstanga var ég tíður gest- ur á heimili þeirra og leit á ömmu sem einn af mínum bestu og traust- ustu vinum. Það voru ekki fá skiptin á þeim fjörutíu árum sem við þekktumst sem ég leitaði til hennar í gleði minni og sorg. Þá var hún alla tíð sú sem sagði meiningu sína hreint út, hvort sem manni líkaði betur eða verr. En alltaf stóð hún með sínum og veitti mér styrk og áræði til að takast á við lífið. Það var því erfitt að geta ekki hjálpað ömmu í þeim erfiðleikum sem veikindi hennar leiddu af sér. Maður verður hjálparvana og ráða- laus þegar maður situr við rúm- stokk þess sem maður elskar og horfir á aðsteðjandi veikindi verða lífinu yfirsterkari. Tíminn í þvotta- húsinu þegar ég, amma og Pétur sátum og tottuðum pípurnar okkar og ræddum málin, er liðinn. Þau mörgu skipti sem ég át mér til óbóta af nýbökuðum ástarpungum í eld- húsinu hjá ömmu tilheyra nú hlýjum minningum sem fylgja mér um ókomna tíð, minningum sem ég vildi ekki vera án þó sorg og söknuður sitji í fyrirrúmi í dag. Ég og fjölskylda mín á Staðar- felli sendum Pétri Aðalsteinssyni, börnum og barnabörnum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðar- kveðjur svo og öllum þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall Mar- grétar. Þá get ég ekki lagt frá mér pennann án þess að minnast á starfsfólk sjúkrahússins á Hvammstanga. Það eru varla til nægilega sterk orð til að lýsa þeirri umhyggju og því fórnfúsa starfi sem þetta fólk lætur öðrum í té á raunastund. Þökk sé ykkur öllum og blessuð sé minning þín, Margrét Björnsdóttir. Baldvin Björnsson. t Hjartans þökk sé öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÞÓRU ÁGÚSTSDÓTTUR frá Stykkishólmi, skrifstofustjóra hjá Búnaðarbanka íslands. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, Ágúst Þórarinsson, H. Ágúst Jóhannesson, Ragnheiður Bachmann Gunnarsdóttir, Guðrún E. Jóhannesdóttir, Jóhannes Halldórsson og barnabörn. f- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÚCINDU ÁRNADÓTTUR, Skinnastöðum, Austur-Húnavatnssýslu. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E, Landspítalanum, og Héraðshæl- isins á Blönduósi. Guð blessi ykkur öll. Alda Þórunn Jónsdóttir, Magnús Eyjólfsson, Árni Vigfússon, Björk Kristófersdóttir, Anna Guðrún Vigfúsdóttir, Kristófer Sverrir Sverrisson, Vignir Filip Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.