Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hekla Travel opnar skrifstofu á Islandi FERÐASKRIFSTOFAN Hekla Trav- el í Kaupmannahöfn, Malmö og Gautaborg ætlar að opna skrifstofur á Islandi og hefja rekstur í mars á næsta ári. Júlíus Pálsson, framkvæmdastjóri Hekla Travel, segir að skrifstofan selji um 4.500 ferðir til íslands á ári. „Það var full þörf á að veita okkar ferðalöngum einhveija þjón- ustu hér á landi, hafa hér einhvern stað sem þeir gætu leitað til varð- andi ýmis konar þjónustu og uppiýs- ingar um ferðir og annað á Islandi," segir Júiíus. Ferðaskrifstofan Hekla Travel var stofnuð árið 1989, en frá árinu 1992 hefur Júlíus rekið félagið einn. Velta þess er um 340 miiljónir króna á ári en fyrirtækið er, að sögn Júlíusar, með góða markaðshlutdeild í íslandsferðum, bæði í Danmörku og Svíþjóð. „Það er mikill áhugi fyrir ferðum hingað til lands víða á meginlandi Evrópu sem ekkert sér annað en steinsteypu hefur mikinn áhuga fyrir að ferðast um í hreinni náttúm og þá er ísland góður kostur,“ segir Júlíus. „Markaðurinn er sífellt að stækka og er í gríðarlegum vexti.“ Júlíus segir að í huga margra sé ekki um að ræða að ferðast annað- hvort til íslands eða t.d. Spánar, aðal- ferðin væri í mörgum tilvikum til ís- lands en fólk færi svo aftur í hefð- bundna Spánarferð að auki. Vinnustundir kennar- ans lagðar á börnin? Umboðsmaður barna skoðar erindi frá Mývetningum UMBOÐSMAÐUR bama hefur til skoðunar erindi frá svokallaðri „fimm manna nefnd“ sem kosin er af íbúum sunnan og vestan Mývatns til að standa vörð um hagsmuni íbúa þess svæðis í skólamálum. Deilur um skólahald í Mývatns- sveit hafa staðið í á þriðja ár, en þær snúast um hvort kenna eigi öllum nemendum á einum stað í Reykjahlíð eða hvort reka eigi skólasel í Skútu- staðaskóla, en það er vilji íbúa suður- hluta sveitarinnar sem benda á að álag á börnin vegna aksturs sé of mikið og óþarft þar sem í leiðinni sé ekið fram hjá fullbúnu skólahúsnæði. Bent er á í bréfí til umboðsmanns barna að ekki sé lengur um að ræða grundvöll fyrir rekstri einkaskóla eft- ir flutning grunnskólans yfir til sveit- arfélaganna þar sem innheimta þurfi kennaralaun með skólagjöldum til viðbótar öðrum kostnaði. Samkvæmt reglugerð frá 1975 um rekstrarkostnað grunnskóla má dag- leg samanlögð aksturleið nemenda ekki fara fram úr 60 kílómetrum né aksturstími við venjulegar aðstæður vera lengri en 90 mínútur að jafnaði. í núgildandi lögum og reglugerðum eru engin slík ákvæði „og sveitar- stjórnum því heimilt að skipuleggja skólaakstur að vild. Þessu getum við alls ekki unað eins og háttar í okkar sveitarfélagi," segir í bréf Mývetning- anna til umboðsmanns barna. Fara þeir fram á að því verði svar- að hvort réttlætanlegt sé að aka grunnskólanemum allt frá 6 ára aldri allt að 70 kílómetra á dag fram hjá skólahúsnæði á Skútustöðum. Kíló- metratalan segi þó ekki alla söguna, því tíminn í akstrinum fari eftir að- stæðum hveiju sinni. Spara fyrir sveitarsjóð „Enginn andmælir því að með rekstri skólasels eykst vinna kenn- ara sem nemur u.þ.b. einni kennara- stöðu eða um tæpar 2.000 vinnu- stundir, en það er jafn ljóst að þess- ar 2.000 vinnustundir leggjast á þau börn sem lengst eiga leið í skólann í Reykjahlíð. Þessar 2.000 vinnu- stundir eru því sjálfboðaliðavinna sem börn á aldrinum 6-12 ára eiga að axla til að spara fyrir sveitar- sjóð,“ segir í bréfinu og er umboðs- maður inntur álits á því hvort það sé réttlætanlegt. Atvinnumálanefnd Akureyrar Styrkir til atvmnuþróunar á Akureyri Atvinnumálanefnd Akureyrar mun tvisvar á ári veita styrki til þróunar atvinnulífs á Akueyri. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki. Heildarupphæð til ráðstöfunar nú er 1.200.000 kr. en áætlað er að veita allt að 6 styrki að þessu sinni. Styrkimir eru ætlaður einstaklingum sem vinna að atvinnu- skapandi verkefnum eða hafa hug á að stofna til eigin rekstrar. Einnig minni fyrirtækjum sem vilja efla þann rekstur sem fyrir er. Leitast skal við að verkefnin stuðli að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu eða upp- byggingu í atvinnumálum Akureyrarbæjar. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrk- upphæð er 400.000 kr. og greiðist styrkurinn samkvæmt framgangi verkefnisins. Atvinnumálaskrifstofa Akureyrarbæjar hefur umsjón með styrkveitingunni og liggja eyðublöð frammi á skrifstofunni á Strandgötu 29, sími 462 1701. Umsóknarfrestur er til 23. september 1996. Morgunblaðið/Kristján P.E. Larsen ráðuneytisstjóri, Peter Grenvald Samuelsen ráð- herra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Birgir Þorgilsson formaður Ferðamálaráðs við undirritun samnings um samstarf íslands og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden ferðakaupstefnan Samningar um sam- starf í ferðaþjón- ustu undirritaðir SAMNINGUR milli Flugleiða, Græn- landsflugs og ferðamálaráðs Græn- lands um samstarf félaganna var undirritaður í gær í tengslum við ferðakaupstefnu Vestnorden sem nú stendur yfir á Akureyri. Páll Halldórsson forstöðumaður innanlandsdeildar Flugleiða sagði að í kjölfarið yrði framboð ferða til og frá Grænlandþ aukið um helming næsta sumar. Ástæðan væri m.a. sú að þá hefjast siglingar skemmti- ferðaskips með suðurströnd Græn- lands og væri fyrirhugað að auka framboð ferða í tengslum við það. Fyrirtækin þrjú hafa gert með sér samkomulag um að kynna þennan ferðamöguleika. „Þessi þijú fyrirtæki ætla að taka saman höndum í því skyni að auka ferðamannastraum til Græniands. Við lítum á það sem ákveðna fjárfestingu að taka þátt í að byggja þetta upp,“ sagði Páll. Ætlunin er að fljúga Fokker vélum Flugleiða Ijórum sinnum í viku og einu sinni með flugvél Grænlands- flugs en með því næst einnig tenging við Færeyjar. Ráðherrar ferðamála á íslandi og Grænlandi, Halldór Blöndal og Peter Gronvold Samuelsen, undirrituðu einnig samning um samstarf land- anna á sviði ferðamála. Hann er til þriggja ára og tekur gildi 1. janúar á næsta ári, en um er að ræða fram- hald á samningi sem í gildi hefur verið síðustu þijú ár. Meðal annars munu löndin eiga með sér samstarf um markaðamál á alþjóðavettvangi, þau munu nýta reynslu hvors annars og m.a. skiptast á nemum í ferða- þjónustu í því skyni og þá munu þau einnig bjóða ferðalöngum að lengja ferðir sínar með viðkomu í samstarfs- landinu. „ * ^ ^ . MorgunDlaöiö/Kristjan JULIUS Pálsson, framkvæmdastjóri Hekla Travel, á ferðakaup- stefnunni Vestnorden á Akureyri í gær. w MALVERKAUPPBOD ISIALLANUM sunnudaginn 8. september kl. 20.30. Verkin sýnd í Mánasal Sjallans í dag, laugardag, og á morgun kl. 14-18. Listhúsið Þing BÖRG VI'ð INGÓLFSTORG SÍMl 552 4211 rm n ja n buðin Hólabraut 13 Eyjafjarðarsvæðið Greinilegt svigrúm til að auka þjónustu GÓÐUR árangur hefur náðst í iðnaði og matvælaframleiðslu á Eyjaíjarð- arsvæðinu en það er greinilega svig- rúm til að auka þjónustu. Það að auka þjónustu á svæðinu er mikið hagkvæmnisatriði fyrir byggðarlagið og einn aðal- áhrifaþátturinn á byggðaþróun. Ennfremur er íjármunum beint inn á svæðið, at- vinna sköpuð og um leið fjölgar íbúum,“ segir Magnús Þór Ás- geirsson, stjórn- málafræðinemi við Háskóla íslands. Magnús Þór er að leggja lokahönd á skýrslu sem hann hefur gert í fram- haldi af úttekt á þjónustustigi og vinnumarkaði á Eyjaflarðarsvæðinu, boríð saman við höfuðborgarsvæðið. Hér er um nýsköpunarverkefni að ræða sem unnið er fyrir Iðnþróunar- félag EyjaQarðar, með styrk frá ný- sköpunarsjóði námsmanna. „Það hef- ur verið talað um að þjónustan bygg- ist upp í kjölfar aukins fólksfjölda en hugmyndin er frekar að reyna að snúa þessu við í einhvem tíma, auka þjónustuna markvisst til þess að laða Magnús Þór Asgeirsson. að fólk og íjármagn." Magnús Þór hefur unnið við þetta verkefni í allt sumar en í júli var gerð viðhorfskönnun á Eyjaíjarðar- svæðinu, þar sem 400 manna slembi- úrtak úr þjóðskrá var spurt Ijöl- margra spurninga. Hann segir það skipta miklu máli fyrir íbúa svæðisins að auka þjónustuna. „Þetta félagslega mat er líka að breytast, fyrir 20 árum hefði verið nóg að hafa vinnu en það er ekki nóg í dag og fólk vill hafa alla þjónustu við hendina. Og það að hafa alla þjónustu við hendina skilar sér inn í fyrirtækin með ánægðara starfsfólki." Tilkoma Háskólans á Akureyri er farin að hafa áhrif á menntunarstig á svæðinu að sögn Magnúsar Þórs og hann segir að einnig hafi orðið töluverð hugarfarsbreyting hjá fólki, sé miðað við fyrri kannanir á þessu sviði. „Fyrir þremur árum lagði fólk meiri áherlsu á iðnað og stóriðju en nú eru það matvælaframleiðsla, versl- un og þjónusta sem eru aðaláherslu- þættirnir." Magnús Þór segir að helsti veikleik- inn á Eyjafjarðarsvæðinu varðandi þjónustuna sé skortur á markaðs- starfi og kynningu. Það séu margir að reyna ýmsa hluti en það sé ekki nógu vel kynnt og fólk viti ekki hvert það á að leita eftir þjónustunni. 1 könnuninni var fólk spurt m.a. um það hvað helst vantaði á svæðið varð- andi þjónustuna. Yfir 30% aðspurðra nefndu einhver atriði en alls voru yfir 40 atriði nefnd. Meðal þess sem fólki finnst vanta er keilusalur, flöl- nota risasalur og fleiri sjónvarps- stöðvar. Sambærileg þjónusta „Víða erlendis eru það tveir þjón- ustukjamar sem keppa og það má segja að hér á landi sé éinhver vísir að slíku. Hlutföllin eru þó þannig milli Eyjafjarðarsvæðisins og höfuð- borgarsvæðisins að það er kannski ekki beint um samkeppni að ræða milli svæðanna. Við ættum samt að geta boðið upp á sambærilega þjón- ustu hér, þótt hún sé smærri í snið- um. Það sem fólk hefur verið að sækja á höfuðborgarsvæðið síðustu ár er þjónusta og það er ekki útlit fyrir annað en straumurinn liggi áfram þangað þrátt fyrir að þar sé hvað mest atvinnuleysi," segir Magn- ús Þór Mamma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.