Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 39
- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 3S * MINIMIIMGAR HORÐUR SÆVAR BJARNASON Er sumarið kom yfir sæinn, og sólskinið ljómaði um bæinn. (T.G.) + Hörður Sævar Bjarnason var fæddur á ísafirði 21, febrúar 1948. Hann fórst með Æsu ÍS-87 hinn 25. júlí síðastliðinn ásamt tengdaföður sínum Sverri Hall- dóri Sigurðssyni. Foreldrar hans voru Bjarni Hálf- dánarson, f. 21. febrúar 1917, d. 5. júní 1983, og Lauf- ey Ágústa Markús- dóttir, f. 3. ágúst 1915, d. 12. janúar 1984. Hörð- ur var annar í röð fimm systk- ina. Þau eru: Markús Sigurgeir, f. 24. febrúar 1947, maki Bára Magnúsdóttir; Hálfdán, f. 28. apríl 1949, d. 13. febrúar 1995, eftirlifandi eiginkona hans er Vigdís Hulda Ólafsdóttir; Jó- hanna Halldóra, f. 16. nóvem- ber 1950, maki Gísli Siguijóns- son; og Svanfríður Guðrún, f. 13. febrúar 1952. Sambýliskona Harðar er Kol- brún Sverrisdóttir, f. 4. maí 1961. Börn Harðar eru: Bjarni, f. 30. ágúst 1965, maki Vigdís Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér, var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Sumt er erfiðara en annað, og að það hvarflaði að mér, að ég ætti eftir að vera í þeim sporum á lífsleiðinni að skrifa eftirmæli um manninn sem ég elskaði og elsku pabba minn, báða á sama tíma, það var eitthvað sem átti ekki að geta gerst. En svona er lífið, fullt af óráðnum gátum. Stundum fer það um mann mjúkum höndum og reiðir svo til höggs, þegar síst er von og höggin svo þung, að erfitt er að standast þau, og aldrei verður neitt sem fyrr. Frá því fyrst ég sá þig, elsku Höddi, þá heillaðist ég af þér. Það sem hreif mig mest var þessi ein- skæra gleði sem skein af þér, þú máttir ekkert aumt sjá og varst ótrúlegur barnakarl. Börnin bók- staflega soguðust að þér. Við hlóg- um líka oft að því þegar við löbbuð- um að blokkinni hjá mömmu og litlu vinir þínir, alveg óskyldir þér, köll- uðu þig afa, mömmu mína ömmu, og ókunnugir skildu ekki alveg hvar ég væri í þessu dæmi. Þegar minn- ingarnar streyma fram þá ber allt að sama brunni, þú varst mér svo dýrmætur. Sumar minninganna ætla ég að geyma fyrir mig eina. í gegnum sambúðina okkar skiptust á skin og skúrir, en alltaf, þó stundum skorti veraldlegan auð, þá áttum við nóg til af ást, og við áttum hvort annað. Mér er minnis- stætt núna um jólin þegar ég lá í rúminu í sex vikur fyrir barnsburð og mátti mig ekki hreyfa, hvað þú varst duglegur að hugsa um okkur öll. Það var sama hvort þurfti að vinna heimilisstörfin eða laga eitt- hvað sem fór úrskeiðis, allt lék í höndum þínum. Nú í vor horfði ég á ykkur feðga, þig og Hörð Sævar, byggja upp litla bátinn sem þið eignuðust, þið voruð svo kappsam- ir, því á flot skyldi hann í sumar og ævintýrin biðu ykkar og hvergi var slegið slöku við smíðina. Ég var stolt af ykkur og gladdist yfir því hvað Hörður gæti lært af þér, svona handlögnum manni. Ég dáðist líka að þeirri þolinmæði sem þú sýndir Sverri litla, sama hvað þú varst þreyttur að koma heim úr vinnu. Þú máttir alltáf vera að því að leika leikinn hans, gáfst honum forskot til að fela sig, svo leitaðir þú út um alla ibúð, kallaðir annað slagið „ég fínn hann hvergi" og sá litli skríkti af kæti undir stofuborði. Sigrún litla fékk ekki að kynnast þér nema í Erlingsdóttir, eiga þau fjögur börn; Erla, f. 9. ágúst 1966, maki Jakob Jónsson, eiga þau þrjú börn; Hörður Albert, f. 15. nóvem- ber 1967, maki Kristín Kristjáns- dóttir, eiga þau tvær dætur; Regína, f. 1. mars 1970 og á hún tvö böm; Kjartan Sævar, f. 6. maí 1974; Sigurveig Björg, f. 13. mars 1975, maki Rögn- valdur Ólafsson, þau eiga eina dóttur; Magnúsina Laufey, f. 26. mars 1976, maki Jóhann Egils- son; Hörður Sævar, f. 23. apríl 1981; Gísli Rúnar, f. 18. nóvem- ber 1983; Sverrir Guðmundur, f. 13. febrúar 1992; og Sigrún Gunndís, f. 2. febrúar 1996. Fóst- urbörn Harðar eru: Hulda Björk Georgsdóttir, Kristjana Bima, Símon Andreas og Martha Lilja Martensbörn. Minningarathöfn um Hörð Sævar fer fram í ísafjarðar- kirkju í dag og hefst hún klukk- an 14. tæpt hálft ár. Samt var hún búin að finna þennan mikla kærleika og þessa miklu ást sem þú hafðir á öllum þínum börnum. Hún var líka komin upp á lag með að vekja þig á frídögum og leyfa mömmu að sofa. Þú varst nú líka ofboðslega montinn að fá loksins stelpu, því Magga „litla“ dóttir þín var þá orð- in tvítug. Ég man þegar ég gekk með Sig- rúnu, þá veltum við því oft fyrir okkur, hvort við fengjum þriðja strákinn eða loksins stelpu. Ég sagðist viss um að þetta yrði strák- ur, og örugglega myndi hann fæð- ast með yfirvaraskegg, því það var þitt aðalsmerki í gegnum árin. Þú aftur á móti hélst því fram að það yrði stelpa sem yrði lítil og frek eins og ég. Svo hlógum við að öllu saman. Elsku vinur, ég óska þess að öll börnin þín ellefu, þó að við eigum þau ekki öll saman, verði búin þeim mannkærleik og þeirri miklu góð- mennsku sem þú hafðir að bera, þessa léttu lund sem gerði lífið fal- legra og þetta dásamlega bros sem var svo mikils virði. Þótt við söfnuð- um ekki veraldlegum auði saman, þá varst þú ríkur maður og varst stoltur af. Þinn auður lá í börnunum þínum, fósturbörnum og barna- börnum, enda kitlaði það þig þegar þú kynntir þig á góðum stundum. Þá sagðir þú oftar en ekki „Höddi barna“ og fólk hváði. Þegar þú kvaddir mig í flýti í símanum, daginn sem þú varst hrifsaður frá okkur þá beið ég þess að þú kæmir heim. Við áttum svo margt ósagt hvort við annað. En ég veit að við hittumst á ný, og þá tekur þú mér opnum örmum. Ég sé þig fyrir mér í nýjum heimum, takast á við ævintýraleg verkefni, því þú varst óhræddur við allt nýtt. Á milli þess sem þú sólar þig, eins og þú gerðir á sólpallinum okkar, því þú elskaðir sólina. Börnin þín ungu, sem þú átt hjá mér, ég gæti þeirra fyrir þig, og kenni þeim að þekkja allar þær góðu minningar sem þú skilur eftir hjá mér. Eldri börnin þín og Gísla Rúnar og þau börn sem þú gekkst í föður- stað, svo og systkini þín og aðra aðstandendur bið ég Guð að styrkja og styðja í gegnum lífið. Ég bið þau að muna að við grátum þig í okkar miklu sorg, en við grátum líka af gleði yfir öllum þeim góðu minning- um sem við eigum um þig. Guð vaki yfir minningu Harðar Bjarnasonar. Kolbrún. Þá kom líka þessi hræðilega frétt. Þú elsku pabbi okkar varst týndur og afí okkar líka. Við vonuðum að þetta væri bara vondur draumur. Við biðum og báðum til Guðs að þið fyndust á lífi og kæmuð aftur heim. En því miður fór það á annan veg. Sumarið í ár var búið að vera svo gott, við fórum öll saman í úti- legu og báturinn okkar átti að fara að verða tilbúinn. Það höfðu ekki allir tiltrú á bátasmíðinni okkar þegar við byijuðum að rífa hann niður. En við hentum gaman að því að þeir vantrúuðu færu á lista yfir þá sem yrði ekki boðið þegar bátur- inn yrði sjósettur. Og listinn lengd- ist, því báturinn var svo sem ekk- ert augnayndi fyrst um sinn. En þú varst fljótur að breyta þeirri mynd, þú nýttir tímann vel og ætt- ir þú frístund þá var öruggt að þú varðir henni í bátnum. Þegar kemur að sjósetningunni þá er víst að fyr- ir utan heiðursgestina Boga og Gulla þá treystum við því að þið afí verðið þar líka. Elsku pabbi. Lifið verður aldrei eins án þín. Þú gafst lífinu lit og komst fram við okkur eins og jafn- ingja þótt við værum ung. Þú varst okkur bæði félagi og besti vinur í senn. Við þökkum fyrir að hafa átt svona góðan pabba. Okkur þykir vænt um þann góða sið sem þú hafðir, þú fórst aldrei á sjóinn nema kveðja fjölskylduna þína með kossi. Við vissum það ekki þá, en kveðju- kossinn hann er okkur dýrmætur nú. Elsku pabbi, takk fyrir að hafa verið þú, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og hvað þú varst okkur góður. Guð geymi þig. Hörður Sævar, Sverrir Guðmundur og Sigrún Gunndís. Elsku bróðir. Ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig, því að orðin virðast svo innantóm. Minningarnar rifjast upp hver á fætur annarri. Mér er í fersku minni þegar mamma var á sjúkrahúsi og pabbi þurfti að fara á sjóinn og Ósk átti að hugsa um okkur. Þá var nágrannakærleikurinn ekki meiri en svo, að það var kært til barna- verndarnefndar. Ég var fjögurra eða fimm ára, svo að þú hefur ver- ið átta eða níu ára. Þegar fólkið kom frá barnaverndarnefnd, varst þú búinn að elda hafragraut og varst að mata mig á grautnum. Þar sem við vorum hrein, höfðum nóg að borða og heimilið var hreint og snyrtilegt, þótti ekki ástæða til að taka okkur. Þarna stóðst þú aðeins átta eða níu ára gamall og komst í veg fyrir að_ okkur systkinunum yrði tvístrað. Ég hef alltaf verið og verð þér ævinlega þakklát fyrir það. Það var alltaf svo mikil glaðværð í kringum þig og að sjálfsögðu gerð- ist ýmislegt spaugilegt, eins og þeg- ar þú festir löppina ofan í mjólkur- brúsanum eða þegar þú varst að leika vélstjóra sem þurfti að gera við vélina I bátnum. Þá skreiðst þú ofan í blaðastólinn og sast þar fast- ur. Nú að sjálfsögðu þurftir þú að athuga hvort það væri hægt að skríða í gegnum göngin í klettinum við fossinn í Blesugrófinni og viti menn, þar sastu líka fastur. Við erum oft búin að hlæja að þessum uppátækjum hjá þér. Þegar foreldr- ar okkar kvöddu þetta líf, ákváðum við systkinin að koma saman á hveiju ári, en því miður gat það ekki orðið eins oft og við hefðum viljað, af ýmsum ástæðum. Mér er ofarlega í minni afmælis- dagurinn þinn í fyrra, þegar við vorum við kistulagninguna hjá Hálfdáni bróður. Þá sagðir þú: „Þetta er svo ótréttlátt, núna þegar hann og Dísa gátu farið að njóta lífsins. Af hveiju gat ég ekki feng- ið að fara í staðinn fyrir hann?“ En nú ert þú líka horfínn héðan. Maðurinn með ljáinn hefur höggvið æði stórt skarð í fjölskylduna og það er svo erfitt nað skilja hver tilgangurinn er með öllu þessu. Þegar þú varst í heimsókn hjá mér í vor, töluðum við um ýmsa framtíðardrauma og þá skildum við ekki hvers vegna okkur fannst að þú mundir kveðja á þennan hátt, þar sem þú varst hættur til sjós og farinn að vinna í landi. Kannski á ég eftir að kaupa mér smá báts- kænu til að leika mér á í ellinni sagðir þú, maður veit aldrei. Við veltum aðeins fyrir okkur hvað það gæti verið sem mundi orsaka þetta slys, en fundum enga skýringu, þar sem við gátum ekki séð að það yrði neitt að veðri. Ég vissi að það varðaði eitthvað ballestina á skip- inu, en þar sem ég veit lítið um báta vildi ég ekki ræða það. Ég vonaði alltaf að þetta væru bara hugarórar í okkur. Við ræddum um hvernig við vild- um hafa okkar jarðarfarir þegar við kveddum þetta líf. Þú vildir láta spila Gleðibankann við þína jarðar- för og ég vona að sú ósk verði uppfyllt. Við vildum að fólk mundi samgleðjast okkur, yfir því að við hefðum lokið okkar ætlunarverki í þessu lífí og væru komin í okkar heimkynni og okkur liði vel. Ég reyni að samgleðjast þér en mér fínnst samt óréttlátt að þú sért horfínn héðan fyrir aldur fram. Þú sagðir mér að þú hefðir hent öllum vísunum og textunum sem þú varst búinn að semja, en vísurn- ar sem þú samdir til mín eru á þessa leið: Vertu óhrædd vina mín þótt vinir hverfi á braut. Handan þessa harmaárs er hamingjunnar skaut. Á fögrum engjum þú finnur frið við fossins ljúfa nið. í bænum þar er bjargvættur sem bömum gefur grið. í náttúrunnar nægtaskógi er nóttin alltaf skær. Burt frá þessu borgariði er birtan hrein og tær. Eftir þessi ótal tár ævin verður hlý. Góðar vættir gefa þér gleðina á ný. (H.S.B.) Þú talaðir um að það væri ekki langt þangað til að þú flyttir suður og vonaðir að þú værir að tala um mánuði frekar en ár. Það er ótrú- legt að núna, aðeins tveimur mán- uðum seinna, sértu horfínn héðan. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum, enda leitaði fólk óspart til þín, því að það vissi að þú mundir aldrei neita, heldur láta sjálfan þig sitja á hakanum. En það voru ekki allir eins fljótir að hlaupa til ef þig vantaði aðstoð, þó lítil væri. Þegar við fórum saman yfir á Suðureyri, aðeins tveimur dögum fyrir slysið þá ræddum við um fyrir- hugaða ferð sem ég og Erla dóttir þín ætluðum að fara I. Þegar við höfðum rætt þetta skamma stund sagðir þú við mig: „Þið megið ekki láta neitt koma í veg fyrir að þið farið í þessa ferð.“ Ég lofaði því að við mundum ekki gera það. Það er svo auðvelt að gefa loforð, en mig óraði ekki fyrir því, að það yrði svona erfitt að standa við þetta loforð. Elsku Höddi, gangi þér vel í þín- um nýju heimkynnum. Megi góður Guð styrkja aðstand- Sérfræðingar í hlóiuasUi'ovliiigiiiii vió »11 la'Uira'i'i blómaverkstæði CWNNA Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 endur í þeirra miklu sorg. Elsku Höddi, hjartans þökk fyrir allt. Þín systir, Svanfríður Guðrún. Enn á ný hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna. Fyrir rúmu ári fylgdum við Hálfdáni bróður til grafar og nú er Höddi tekinn fyrirvaralaust frá okkur. Á fallegum sumardegi gerist þetta hörmulega slys. Þrautreyndir sjómenn, eins og hann og Sverrir tengdafaðir hans, farast um hásumar rétt við land á heimleið. Menn sem hafa farið víða á hafinu í öllum veðrum á misstór^^ um skipum, en alltaf komið heilir heim. Skyldi einhvern undra þótt spurt sé: Hvað gengur almættinu til? Höddi bróðir var fæddur á ísafirði, en ólst upp í Lyngbrekku í Blesugróf í Reykjavík. Það sást snemma að hann var dugmikill og í honum var foringjaefni. Hann leiddi oftar en ekki þann hóp barna sem bjó þar og gilti þá einu hvort um var að ræða skemmtileg uppá- tæki eða að rétta einhveijum hjálp- arhönd. Sjómennskan heillaði hann strax á unga aldri og honum fannst gott að geta ungur farið að vinna til að létta undir með foreldrum sínum^ því fyrir þeim bar hann mikla virð- ingu. Árin liðu og það æxlaðist þannig að við fórum saman út í smábátaútgerð. Fyrsti báturinn í þeirri samvinnu hét Aldey. Höddi var kappsamur og hlífði sér í engu til að geta séð sér og sínum farborða og með árunum stækkuðu bátarnir og þetta var orðin alvöru útgerð hjá okkur með bátunum Margréti og Kristrúnu ÍS-251. Þau voru ófá handtökin sem har^p^i vann í kringum þessar útgerðir, hann var skipstjórinn og liðtækur í öll önnur störf um borð þar á meðal að elda ofan I mannskapinn. Ef eitthvað bilaði þá var ekki hlaup- ið eftir viðgerðarmönnum, heldur lá hann yfir því sjálfur og gerði við hlutinn, því handlagnari og úrræða- betri manni höfum við ekki kynnst. Þegar við fluttum í Pólgötuna á ísafirði, þá voru það ófá handtökin sem hann átti til að gera heimilið okkar fallegra. Það var sama hvort þurfti að laga ljósabúnað, hitalagn- ir eða umbylta herbergjaskipan, það vafðist ekki fyrir honum. Hann beið ekki eftir því að verða beðinn um aðstoð, heldur spurði hvenær við _ ættum að byija á þessu. Þegar við fluttum aftur til Reykjavíkur og hann var ekki til staðar, þá töluðum við um það, ef eitthvað þurfti að laga, þetta væri löngu búið ef Höddi væri hér. Minningarnar eru margar, en það sem okkur þótti vænst um í fari Hödda var þessi einstaka lund, hann var alltaf í góðu skapi, hreif fólk með sér og staðnaði aldrei, því hon- um fannst áskorun í því að takast á við ný verkefni. Nú þegar leiðir skilja, viljum við þakka þér, elsku bróðir og mágur, allt sem þú gerðir fyrir okkur, þú SJÁ NÆSTU SÍÐU HÁALEmS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22. —(h— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitis Apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.