Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR Ávexti og grænmeti í nestisboxið Fyrsta skólavikan er á enda og bömin búin að fara með nesti í skólann í nokkra daga. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir kannaði hvemig útbúa má hollt og gott nesti. LAUFEY Steingrímsdóttir er forstöðumaður Manneldisráðs. Hún segir að miða þurfi nestið við lengd skóladagsins og hvaða tíma dags börnin eru í skólanum. „Sum börn eru í skólanum það stutt að nestið er millibiti milli morgunverðar og hádegisverðar. í öðrum tilvikum kemur nestið eins og máltíð og þá skiptir miklu máli að vanda vel til þess. Fyrir það fyrsta er nauðsynlegt að börnin taki með sér nesti í skólann. Flest taka með sér gróft brauð með áleggi og drykk. Þar fyrir utan viljum við hvetja börn og foreldra til að hafa oftar með grænmeti og ávexti í nestisboxinu. Undirstaðan að hollu fæði er ijölbreytileiki og þennan fæðuflokk vantar sérstaklega hjá bömum og unglingum.“ Hálfur tómatur á dag afskaplega lítið Laufey segir að i könnun sem gerð var á mataræði skólafólks hafi komið í ljós að neysla á græn- meti er vægast sagt afskaplega lít- il. „Neyslan samsvarar hálfum tóm- ati á dag og það er ótrúlega lítið og minna magn en fullorðnir borða. - Hveija telur þú skýringuna vera? „Hluti hennar kann að vera að oft er verið að matreiða grænmeti á hátt sem höfðar ekki til barna. Þegar heim kemur úr skólanum er síðan nærtækast að grípa til morg- unverðarkorns eða fá sér brauð- sneið og þá gleymist grænmetið. Þar að auki er lítið af grænmeti í skyndifæði sem börn og unglingar borða gjaman." Morgunblaðið/Kristinn SUMIR segja að brauðið í nestisboxinu bragðist miklu betur ef það er smurt að morgni á meðan það er fros- ið. Brauðið verður þá eins og nýbakað þegar bömin fara að borða það. DREKKI börnin ekki mjólk í skólanum er mun ódýrara að koma með safa á brúsa í stað þess að kaupa litlar fernur auk þess sem það er líka vist- vænna. Hún segir að af þessum sökum vilji forsvarsmenn hjá Manneldis- ráði eindregið benda foreldrum á að setja með í nestisboxið þennan fæðuflokk sem gæti til dæmis verið gulrót, gúrku-, eða rófubiti eða ein- hver ávöxtur. „Sé barnið stutt í skólanum og borði þar millibita milli morgunverðar og hádegisverð- ar getur ávöxtur nægt.“ Margir kennarar með vatnskönnu í stofunni Svo virðist sem forráðamenn ýmissa skóla hafi tekið upp á því að biðja börnin að koma með glas í skólann til að þau geti drukkið vatn með nestinu sínu og ef þorsti sækir að t.d. eftir frímínútur. Síðan er hægt að kaupa nýmjólk, stundum léttmjólk, kókómjólk og djús í litlum fernum í skólanum. Laufey segir einkar ánægjulegt að kennarar séu farnir að hvetja börnin til að koma með glas í skól- ann þannig að þau geti fengið sér vatn ef þau eru þyrst. „Þar sem reynsla er komin á að hafa vatn á boðstólum í kennslustofum kemur glöggt fram að börnin sækja í að fá sér vatnssopa t.d. þegar komið er inn úr frímínútum." Laufey segir að boðið sé upp á nýmjólk í flestum skólum og létt- mjólk sé víða á boðstólum líka. „Léttmjólkin hentar flestum skóia- börnum frekar vegna þess að hún er minna feit en jafn kalkrík og nýmjólkin. Það má hinsvegar benda á að sum börn eru það grönn að þeim veitir ekki af nýmjólkinni en jafnframt undirstrika að léttmjólkin inniheld- ur sama magn af kalki og nýmjólk- in.“ - Er ekki miklu vinsælla að fá sér kókómjólk eða safa? „Jú, það er alveg satt og erfitt að sporna við því en auðvitað er eðlilegast að börn drekki mjólk dags daglega og kókómjólkin sé frekar til tilbreytingar. Mjólkin hefur hins- vegar ekki alltaf verið nægilega köld í skólanum og börnin því neit- að að drekka hana þessvegna. Sendi foreldrar börnin með safa- brúsa í skólann þá er hægur leikur að þynna safana töluvert. Sumar mjólkurafurðir mjög feitar - Sumir skólar selja jógúrtmiða og það er töluvert algengt að börn taki engjaþykkni, hrísmjólk eða þykkmjólk með sér sem nesti. Eru þessar mjólkurafurðir hollt nesti? „Sumar mjólkurafurðir eru feitar eins og um ís væri að ræða og aðr- ar tegundir mjög sykraðar. Engja- þykkni er dæmi um slíka vöru sem er bæði mjög feit og sæt. Ég tel æskilegt að sykurinn væri minni og að minnsta kosti meira úrval af sykurminni valkostum. En sykur sem berst í fæðuna á þennan hátt er ekki mikill miðað við sykur í sætindum og gosi. Hitt er annað mál að það er svolítið furðulegt að hægt sé að kalla hinar ýmsu mjólk- urafurðir skóla-hitt og skóla-þetta. Margir hafa talið að fyrirtæki ættu að fá leyfi til slíkra fullyrðinga. Jógúrt er hinsvegar ágæt sem nesti ef dagarnir eru langir og þá með brauði, drykk og ekki síst græn- meti og ávöxtum." Reyniber eru ekki bara fyrir fugla UM ÞESSAR mundir bíða rauðir reynibeijaklasarnir eftir að vera tíndir í görðum víða um bæ en fram að þessu hafa það aðallega verið fuglar sem hafa notið góðs af þeim. Berin má hinsvegar nota bæði i hlaup, edik og til víngerðar og einn- ig til skreytinga. Uffe Balslev blómaskreytinga- maður segist alltaf nota reyniber í skreytingar og hann hefur þann hátt á að velta þeim úr kertavaxi til að þau haldi sér vel. Þekur reyniber með vaxi „Ég finn til gömul hálfbrunnin kerti eins og hvít eða rauð og set þau í pott með vatni. Þegar vatnið er komið í um 60 gráðu hita flýtur vaxið ofan á vatninu. Þá tek ég reynibeijaklasa og dýfi þeim i vatn- ið í gegnum vaxið. Vaxið þarf að þekja berin alveg. Að þessu búnu dýfi ég klasanum í kalt vatn og þá eru berin tilbúin til geymslu fram að jólum. Berin geta haldið sér al- veg í um það bil þijú ár með þess- um hætti og þess má geta að þessi aðferð hentar einnig við önnur ber og vínber koma sérstaklega vel út með þessari aðferð. Reyniberin eru aðeins viðkvæm fyrst eftir þessa meðferð en síðan má meðhöndla þau eins og vill. Frysta berin fyrir meðhöndlun Reyniberin eru afskaplega beisk og römm á bragðið og til að þau Á LEIKSKÓLUM í Svíþjóð er algengt að bömin búi tii háls- festar úr reyniberjum og þræði þá berin upp á tvinna. YFIR árið er verið að safna glerkrukkum. Hlaup er best að setja í litlar krukkur því talið er að þá stífni hlaupið betur. Krukkurnar á að þvo úr mjög heitu vatni og margir setja þær á háa hitastillingu í uppþvottavél. Sumir nota einnig rotvarnarefni en ekki er það nauðsynlegt ef um lítið magn er að ræða og góða kalda geymslu. komi vel út í hlaupi þarf að frysta þau fyrir notkun. Með því minnkar remmubragðið. Berin innihalda náttúrulegt hleypiefni þannig að óþarfi er að nota sérstakt hleypi- efni. Bæði Danir og Svíar nota reyniberin í hlaup og ýmsum þar þykir reynibeijahlaup ómissandi með villibráð. Reynibeijaedik er líka vinsælt og þá er það notað í salöt eða til að marínera í kjöt. Nokkrar uppskriftir af reyni- beijahlaupi og ediki voru nýlega í norska blaðinu Familien og danska blaðinu Hendes verdén og þær fljóta hér með fyrir þá sem vilja prófa. Reyniberjahlaup 1 lítri þiðin reyniber 4 súr epli _____________4 dl vatn___________ tæplega 1 dl sykur á hvern dl af saft 1 tsk. sítrónusýra ef vill Skolið reyniber og epli. Skerið eplið í litla bita og setjið í pott ásamt reynibeijum og bætið í vatninu. Látið suðuna koma hægt upp og látið sjóða í 15-20 mínútur undir loki. Setjið síðan berin og eplin í bóm- ullargrisju og pressið safann í pott. Látið suðuna koma upp aftur, hrær- ið síðan stöðugt í á meðan sykrinum er bætt saman við. Fjarlægið skán- ina með sigtispaða og látið sjóða í um 20 mínútur. Til að ganga úr skugga um að hlaupið sé tilbúið nota svíar eftirfar- andi ráð. Þeir taka nokkra dropa af hlaupinu úr pottinum og láta á disk. Eftir nokkrar mínútur prófa þeir að taka þá með skeið upp af diskinum. Ef droparnir krumpast saman er hlaupið tilbúið annars þarf að sjóða það aðeins lengur. Ef fólk er enn óöruggt um að hlaup- ið stífni má hræra í sítrónusýru ef vill. Hellið hlaupinu síðan á krukkur sem búið er að skola úr sjóðandi vatni. Sumir nota rotvarnarefni en það þarf einungis ef um mikið magn er að ræða sem geymast á lengi og geymslan er ekki köld. Reyniberjaedik Um 5 dl fóst úr þessari uppskrift 5 dl hvítvínsedik 2-3 klasar af reyniberjum 2 greinar ferskt rósmarín eða 1 tsk. þurrkað rósmarín Skolið reyniberin og hristið vel af þeim vatnið. Setjið berin í flösku og bætið við hvítvínsediki og rós- maríni. Látið flöskuna standa í björtum glugga í að minnsta kosti 2 vikur þannig að edikið nái að samlagast. Geymið síðan á köldum stað eftir að búið er að opna flösk- una. Reyniberjahlaup ___________1 kg reyniber_________ ___________I kg súr epli_________ ___________'h litri vatn_________ 1 kg sykur ó hvern lítra af saft Eplin eru skorin í báta og stein- amir ljarlægðir. Eplin og reyniberin sem búið er að frysta eru látin í pott með vatni og suðan látin koma upp. Sjóðið við vægan hita í hálf- tíma. Hellið í bómullargrisju og Iátið standa til næsta dags. Það á ekki að kreista ávextina heldur gefa saf- anum tíma til að renna í gegnum sigtið yfír nótt. Safinn settur í pott o g fyrir hvern lítra af safa fara sam- an við 800 grömm til kíló af sykri. Látið sjóða við vægan hita í hálf- tíma. Prófið með teskeið hvort hlaupið er tilbúið. Setjið nokkra dropa á kaldan disk og athugið hvort saftin stífnar. Fleytið froðuna af og hellið á krukkur. Lokið þeim strax.B roSSSÖtum? Leikmannaskóli þjóökirkjunnar 1996-1997 ^ Wetramamskeið * 60 stundir • Kr. 5.000 *Kennslustaður: Háskóli íslands (íamla tesíamentið Dr. Gunnlaugur A. Jónsson miövikudaga 11.09-2.10. kl. 20-22, stofu 7 Helgisiöir og Þjónusta leikmannsins Sálgæsla táknmál kirkjunnar í kirkjunni Sr. Sigfinnur Þorleifsson Sr. Karl Sigurbjörnsson Halla Jónsdóttir, deildarstjóri laugardaginn * 3.2. miðvikudaga 15.01-5.02. laugardaginn 5.10. kl. 10-16, stofu 7 Nýja testamentið Gunnar Jóh. Gunnarsson, lektor miövikudaga 16.10-6.11. kl. 20-22, stofu 7 Kirkjusaga Dr. Hjalti Hugason miövikudaga 19.02-12.03. kl. 20-22, stofu 7 Siöfræði Dr. Björn Björnsson miðvikudaga 13.11-4.12. kl. 20-22, stofu 7 luther og guðfræði hans Or. Siourjón Árni Eyjóllssofl mánudaoa ÍB.09-7.1Ð kl2ft—22 r Frá Evu til Maríu moðuí Gurís' Di.Mik Gutounrísdótlii iiJviIíáaii 19.02—12JJ3. t 1119-22 Starí með öldniðum Sigiúfi Gísiaddllii ■MuHIM.Ii. i ttá-a -J Jiámskeið um krístniboð og hjálparstarí' Si. Kjadaa Jonssnn og Jónas Mssoii. Iiamkvst. máftudasa 17.2-10.3. 1 kl. 29-22 J ' Johsbók Si. Siglínnui Poileifsson mívikuðagj 16.19-611 kl.18-20 J Davíðssálmar ' Sr. Halldór Gróndal miðvikudaga 15.1-5.2. M.18-2D J Kótossubréfið Gunnai Jóh. Gunnaissoa iekloi ■iMndagi 19.3—16.4 t kl 1Í-20 J ' Nýtniaislefnui ' Si. Þóihallui Nenisign mánuúaoa 20.1-10.2. 1 kl. 20-22 J Opinbeiun Jáhannesai ' Si. Aini Beigui Siguihjöinsson mánudaga 17.3—14.4. H.2H2 Trúfrædi Dr. Einar Sigurbjörnsson miövikudaga 19.03-16.04 kl. 20-22, stofu 7 tnnritun ii síma 562 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.