Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 60
Wifldows MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF B69 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(3CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrstu réttirnar Lélegiir árgangur þorsks frá liðnu vori FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins frá þessu ári eru að hann verði undir meðailagi eða lélegur. Skýringin á slakri útkomu hrygningarþorsksins í vor er meðal annars lítill hrygningarstofn og stuttur hrygningartími en hvort tveggja dregur úr líkunum á árang- ursríkri hrygningu og klaki. Seiða- vísitala loðnu er hins vegar ejnhver sú hæsta sem mælzt hefur. Seiðavísitala þorsks er langt und- ir meðallagi og svipuð og vísitala lélegu árganganna 1986 til 1992. Enn fremur eru seiðin mjög smá, , —,,þrátt fyrir hagstætt ástand sjávar. Ekki varð vart við seiðarek yfir til Grænlands. Fyrstu vísbendingar um stærð þorskárgangsins 1996 eru því þær að hann verði undir meðallagi eða lélegur þrátt fyrir að hitastig og ástand sjávar sé í meðallagi. Lítill hrygningarstofn Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræð- ingur segir að það séu nokkrir þætt- ir sem ráði ætíð miklu um hrygning- una og klakið; stærð hrygningar- stofns, hlutfall stórs, gamais fisks í stofninum og sá tími, sem hrygning- in tekur. „Hrygningarstofninn í ár var metinn á 380.000 tonn og hafði hann ekki stækkað milli ára. Það er anzi lítill hrygningarstofn. Þá er samsetning hans óhagstæðari en oftast áður. Það fannst varla í hon- um þorskur eldri en 7 til 8 ára. Eldri fiskurinn er nánast horfinn en hann er mjög mikilvægur fyrir hrygning- una,“ segir Sveinn. Seiðavísitala loðnu er nú með því hæsta sem mælzt hefur. Venjan hefur verið sú að miða ráðgjöf um afla við að um 400.000 tonn af loðnu hrygni árlega. Undanfarin ár hefur leyfilegur afli ekki náðst og mjög mikið af loðnu hefur því hrygnt. „Við áætlum til dæmis að á þessu ári hafi allt að 900.000 tonn af loðnu hrygnt hér við landið og það skiptir mjög miklu,“ segir Sveinn Svein- björnsson. ■ Seiðavísitala þorsks/20 MIKLAR annir eru hjá sauðfjárbændum á haustin. Nú standa yfir göngur víða um land og fjöldi rétta verður næstu daga. Fyrstu „alvöru“ réttirnar voru í gær, þá var réttað í Fossrétt á Síðu. í þá rétt er smalað fé af austurhluta Síðuafréttar, frekar fátt fé enda gengu réttarstörfin fljótt og vel fyrir sig. Réttardagurinn er mikill hátíðisdagur hjá börn- unum. Frændsystkinin Atli Páll Helgason úr Hafnarfirði og Jóna Hulda Pálsdóttir á Fossi fylgdust með afa sínum og pabba, Páli Helgasyni bónda á Fossi, finna hvern dilkinn á fætur öðrum og færa í Fossdilk- inn. Á bak við þau sést Helgi Pálsson, faðir Atla og bróðir Jónu, við sundurdrátt í réttinni. I gærkvöldi kom fjöldi gangna- manna til byggða með stór og smá fjársöfn, meðal annars fjallmenn af mið- og vestur- hluta Síðuafréttar. Þeir ráku myndarlegt safn til Skaftár- réttar við Dalbæ þar sem réttað verður í dag. I dag verður einn- ig réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt og Skarðsrétt í Gönguskörðum. Á morgun verður unnið að réttar- störfum í Hlíðarrétt í Mývatns- sveit, Hraunsrétt í Aðaldal og Reynisstaðarrétt í Skagafirði. Síðan taka hverjar réttirnar við af öðrum fram eftir mánuðin- um. Gangnamenn fara í aðrar göngur og þær þriðju eftir þörfum. Standa þessi störf fram eftir mánuðinum og fram í október. ■ Lækirnir renna saman/4 Allar fannir horfnar úr Esjunni Hefur ekki gerst í rúm 30 ár HLÝINDI síðastliðinn vetur og í sumar hafa gert það að verkum að fannir í Esjunni hafa horfið nánast með öllu en það hefur ekki átt sér stað síðan sumarið 1964. Að sögn Páls Bergþórssonar, fyrr- verandi veðurstofustjóra, var al- gengt að fannir í Esju hyrfu á tíma- bilinu frá 1928 og upp úr 1960, en þar áður kom það vart fyrir. „Þetta er afskaplega sterkur vitnisburður um loftslag. Fyrir 1925 eða svo var kaldara, en svo aftur hlýrra í 40 ár og þá gerðist þetta oft en síðan aldrei þar sem kaldara hefur verið síðan. Nú er þetta á uppleið," sagði Páll. Fönn hefur frá árinu 1964 ætíð setið eftir í Gunnlaugsskarði sem að sögn Páls safnar í sig skafrenn- ingi ofan af Esjunni í norðan- og norðaustanáttum og myndar mik- inn skafl. Þaðan er nú öll fönn horfin, en í fyrradag mátti greina örmjóa snjórák ofan við skarðið. „Góður vetur veldur því að ekki safnast fyrir eins mikill snjór, en meira virði er samt sumarið og þá ekki síst sólskinið sem var nokkuð gott lengi í sumar,“ sagði Páll. Aukning í prentun hjá Odda PRENTUN bóka virðist vera farin að færast inn í landið á nýjan leik, m.a. með breyttu fyrirkomuíagi á prentun jóla- bóka. Hjá Prentsmiðjunni Odda hefur prentun bóka aukist um 20-25% miðað við síðasta ár, ef tekið er mið af þeim verk- efnum sem þegar hafa verið unnin og þeim verkefnum sem framundan eru. ■ 20% aukning/18 Morgunblaðið/RAX Iðnaðarráðherra um viðræðurnar við fulltrúa Columbia Ventures Corporation Bjartsýnin er meii'i en áður FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að eftir fund fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar nú í vikunni í New York með stjórnendum Columbia Ventures Corporation séu menn bjartsýnni en áður á að málið geti gengið upp. Columbia Ventures Corporation hefur hug á að reisa 60 þúsund tonna álver hér á landi, og var á fundinum fyrst og fremst fjallað um rafmagnsverð og orkusöluskilmála auk sköpunar aðstöðu og lagalegrar umgjarðar fjárfestingarinnar. Viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum og munu ákvarðanir um byggingu álversins ráðast af niðurstöðum þeirra viðræðna, en jafnframt þarf hvor aðili um sig að ná viðunandi niðurstöðu í viðræðum varðandi ýmsa þætti sem eru for- senda heildarsamninga. Segir iðn- aðarráðherra að þar sé m.a. um að ræða skattamál, umhverfismál og það hvort hægt sé að afhenda orku á tiþsettum tíma. „Ég held að það sé óhætt að segja að menn hafí færst nær hver öðrum í því að möguleiki sé á því að ljúka málinu. Það er þó langt frá því að það sé orðinn einhver samningur. Niðurstaðan varð sú að verið er að skoða enn frekar þær upplýsingar sem fram komu á fundinum og meta það hvort samningsflötur sé til. Menn ei-u þó það bjartsýnir að þessum viðræðum verður haldið áfram,“ sagði Finnur. Fulltrúar Columbia væntanlegir í næstu viku Líkur eru á því að í næstu viku komi hingað til lands fulltrúar frá Columbia Ventures Corporation til að ræða ýmis tæknileg atriði varð- andi hugsanlegar álversfram- kvæmdir, en engar eiginlegar samningaviðræður munu þá fara fram að sögn iðnaðarráðherra. „Eg lít svo á að menn hafi færst talsvert nær hver öðrum á þessum fundi, en það er ekki hægt á þess- ari stundu að fullyrða á neinn hátt að menn séu komnir það langt í þessu að þeir séu komnir á ein- hvern síðari hiuta samningslotu. Það hefur hins vegar skapast ágæt- is grundvöllur til að halda viðræð- unum áfram, en menn eiga eftir að kanna ýmsa hiuti hér heima og fyrirtækið á eftir að kanna ýmsa hluti sem snúa að því hvort hægt sé að ijúka þessu. Hvort hægt sé að afgreiða orkuna á tilsettum tíma og hvort heilstæður samningur náist,“ sagði Finnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.