Morgunblaðið - 06.10.1996, Page 5

Morgunblaðið - 06.10.1996, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 B 5 ferðuðust norður til Akureyrar í leit að Karólínu spákonu. Sigur- veig Jónsdóttir fór með hlutverk hennar í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Djöflaeyjan rís. „Þannig að ég var búin að móta hana fyrir norðan," segir Sigur- veig. „Og þótt vinnan í bíómynd sé allt önnur, handritið allt annað og leikmátinn annar er grunnurinn sá sami. Það var mjög góður andi í hópnum en oft var þetta erfítt. Oft var galið veður og oft var þetta kuldaverk. Tekið var í hvaða veðri sem var jafnt á degi sem nóttu. Stundum byrjuðum við klukkan sex að deginum og kom- um heim uppúr átta morguninn eftir. En þetta var engin þræla- vinna. Allt var þetta úthugsað og skipulagt. Allir voru svo ljúfir og elskulegir og manni leið vel og þá sprettur eitthvað, kemur eitthvað gott útúr manni. í mínum huga er Karólína bláfátæk kona sem ól upp barnabörn sín og barðist eins og ljón til að hafa í sig og á. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Hún notaði alls konar að- ferðir til að komast af og hún sá ekki sólina fyrir Badda sínum. Ég tók þá stefnu að allt sem Karólína gerði væri í raun og veru gert vegna þess að hún varð að duga eða drepast til að sjá fyrir þessu heimili. Ég las bækurnar spjald- anna á milli og hef heyrt að Karó- lína hafi verið til í Reykjavík en ég er ekki að leika þessa konu sem talað er um að hafí verið til heldur þessa sem skáldið býr til. Þetta er bara mín Karólína." Fjárfest í kvikmyndatækjum Staða Friðriks Þórs í íslenskri kvikmyndagerð hefur orðið mjög sterk á síðastliðnum árum. Það er ekki gerð svo bíómynd að fyrir- tæki hans, íslenska kvikmynda- samsteypan, sé ekki meðframleið- andi; Tár úr steini, Benjamín dúfa, Draumadísir o.fl. Börn náttúrunn- ar var byrjunin. Velgengni hennar gaf tækifæri til að fjárfesta í kvik- myndatækjum sem áður höfðu ekki verið til hér á landi en verið leigð erlendis. „Þegar ég var ung- ur var ég alltafað leita að einhveij- um sem vildi taka áhættu með kvikmyndum mínum. Ég labhaði á milli manna og bað þá að taka þátt í til dæmis Börnum náttúr- unnar; ef þeir settu tíu milljónir í hana fengju þeir fyrstu tíu milljón- irnar af innkomunni. Það vantaði yfirleitt um tíu milljónir. Enginn þorði að taka áhættu á neinum af mínum myndum svo eftir að á svo sína uppreisn þegar hann gerir eitthvað með sitt líf, lærir eitthvað." Systir bræðranna er Dolií og hennar maður heitir Grettir. „Það gildir það sama um Gretti og Tomma að hann er bara vinnudýr en minni sanda og sæva en Tommi. Hann er maður sem fer með löndum. Ég hélt alltaf mest uppá Gretti. Fólk upplifir Dollí sem neikvæðustu persónuna í bókunum, en það var ekki ætlun- in. Ég hafði alltaf simpatí með þessari persónu og mér finnst Halldóra Geirharðsdóttir koma henni mjög vel til skila í mynd- inni. Hún er stödd í þeirri ógæfu að sjá og upplifa í návígi og fjar- lægð einhverja draumaveröld sem tengist Ameríku en er föst í allt öðrum veruleika. Hún er móðir og eiginkona í bragga- hverfi í Rcykjavík og það gerir hana ofsalega frústreraða." Móðir Badda og dóttir Karól- ínu heitir Gógó. „Hún kemur lít- ið við sögu en er mikill örlaga- valdur. Hún býr í Ameríku og vegna hennar og gjafanna frá henni verður Karólínufólkið svo- lítill aðall í braggahverfinu. Þau höfðu hotline til himnaríkis með því að þekkja einhvern í Amer- íku.“ HRINGURINN „Proktíkal jók en nær þessari hugmynd þegor maður kom sem strókur tieim ór sveitinni og hitto fólkið sem býr í jressum ljésum.“ ROKK I REYKJAVIK SKYTTURNAR „Gerð fyrír engan pening; minni pening en Veggfóður. Held hón höfði konnski meiro til ungs fólks í dog en þegar hún vor gerð. Ég held hún hafi ollo burði tif oð verðo ku!tmynd.“ „Mér finnst hún mjög merkileg heimildormynd sem við gerðum fyrir litlo peninga og ón allro styrkjo. Held hún hofi verið nouðsynleg fyrir TiTTrfTffT. stno. „Mynd sem hefur því miður hefur aldrei verið sýnd erlendis þv» Kvikmyndosjóður hefur oldrei sett krónu í gerð hennorné sett pening í text- un hennor. hess vegno er hún ekki komin um heimsbyggðina. Nóði oð fonga þoð skemmtilego fyrirbrigði sem kúrekar norðursins eru." „Sannoði að það vor hægt að gero þessor myndir uppúr íslenskum hversdogsleiko og gera hann óhugoverðon fyrir heimsbyggðina. Stendur mér næst af því oð við Siggo Hogalin urðum . vinir og hún er ekki lengur ó meðöl okkor, þó að Gísli Holldórsson beri myndino uppi." „Sú mynd sem ég heid mest uppó. í henni et ég oð fjollo um mino eigin æsku. Leikoromir eru allir Ijóslifondi eftirmyndir fólks sem mótoði mig.“ Jkro Kristinssyni tókst oð fongo svo oft töfra- stundir sem gera myndina ósomt leik Nogase og Gíslo Holldórssonar óhugaverða fyrir fólk með ólíkosto bokgrunn. hoð eru biðraðir ó hano í Ástralíu. Furðumynd. Það er ekkert sem stend- ut i vegi fyrir henni. Hún er eins og torfaeru- tröll. Við breythim endinum ó myndinni sem hefur konnski orðið til þess oð hún fór í þessa • frægðarför." DJÖFLAEYJAN „Mossiv mynd. Efnismesto myndin sem við höfom gert. bað sem höfðortilstærri óhorfendo- hóps i henni en hinor myndirnar er oð ollir geta fundið eitthvað til oð samsoma sig við." ég eignaðist pening með Börnum náttúrunnar fjárfesti ég í hljóð- veri, sem var einn af veikustu hlekkjunum íframleiðslu á íslensk- um bíómyndum. Smám saman keyptum við fleiri hluti, Ijósa- pakka, klippitölvu, myndavél. Það er fyrst núna sem við höfum verið að tæknivæða íslenska kvik- myndagerð. Þetta höfum við lagt fram í flestar þær myndir sem við höfum verið þátttakendur í gegn ágóðahlut. í öllum tilfellum höfum við tapað á þessu. Þetta hefur verið hrein góðgerðarstarfsemi. Ef Djöflaeyjan gengur eins vel og við vonum að hún gangi þá er komið fyrirtæki sem getur tekið þessum skakkaföllum. Við höfum mætt vanþakklæti og misskiln- ingi. Ég hef kosið að vinna þetta á einhvers konar vinagrundvelli en reynsla mín er þannig að ég ætla í framtíðinni að vera miklu vandlátari á vini mína. “ Guðmundur Ólafsson er gjör- kunnugur Gretti sem hann lék einnig í Djöflaeyjan rís. „Svo ég þekkti kauða nokkuð áður. Það eru að sumu leyti lagðar aðrar áherslur á hann í bíómyndinni. í leikgerðinni var hann hluti af hinni vinnandi stétt ásamt Tomma en við verðum ekki mikið vör við það í kvikmyndinni. Þar kynnumst við meira því hvernig hann tengist málefnum innan fjölskyldunnar. Þetta er voða skemmtilegur kar- akter og ég hafði gaman af að rifja upp kynni mín við hann. Umhverfíð var alveg frábært. Leikmyndin var glæsileg og hjálp- aði manni að komast í karakter- inn. Við lékum í þessum bröggum og það gaf stemmningu sem ég vona að skili sér í leiknum. Grett- ir er tengdasonurinn á heimilinu. Hann býr með Dollí og er svolítið minnimáttar, frekar skotspónn háðs og gríns. Hann kemur utan af landi þótt það komi ekki fram í bíómyndinni en það er einmitt mjög skemmtileg lýsing í sögunni þegar hann snýr aftur í sveitina ásamt konunni sinni og er orðinn allt annar maður, brattari og hrók- ur alls fagnaðar.“ Samvinna Friðriks Þórs og Ein- ars við handritsgerðina var með mestu ágætum að sögn leikstjór- ans. Samstarf þeirra hófst í gamla daga á því að Friðrik Þór hannaði fyrstu kápuna á Þar sem Djöfla- eyjan rís og gerði sjónvarpsauglýs- ingu um bókina. Þeir töluðu alla tíð um hana sem kvikmynd. Þeir fengu menn til að lesa handritið yfir á ýmsum stigum undir lokin, t.d. Sveinbjörn I. Baldvinsson og Kirsten Rask í Danmörku. „Smám saman náðum við að sveigja hand- ritið að lögmálum kvikmyndarinn- ar. Það er hægt að sjá þessa mynd frá mörgum sjónarhornum. Út frá Tomma sem heldur öllu saman og er þungamiðja myndarinnar. Ut frá Badda sem er á leið til glötun- ar. Út frá baráttu bræðranna Badda og Danna. Það sem við reyndum að gera var að setja fjöl- skylduna í aðalhlutverk. “ Þægilegt að hafa heim skáldsögunnar „Ég byrjaði á því að lesa bæk- urnar. Það er ekki verra þegar maður er kominn með handrit í hendurnar að vera með skáldsögu á bak við sem maður getur teygt sig í,“ segir Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur Gijóna. „Það er oft ekki mikið í handritinu sem hjálp- ar manni að fínna karakterinn. Maður þarf að gera það sjálfur með Ieikstjóranum. Þess vegna er þægilegt að hafa þennan heim skáldsögunnar. Það er auðveldara að vera á tökustað, maður verður mjög afslappaður og þar var af- slappað andrúmsloft, enginn verk- kvíði hjá neinum. Gijóni er strákur sem elst upp við ömurlegar að- stæður. Pabbinn er dáinn ogmam- man er að reyna að vinna fyrir fjölskyldunni. Fjölskylduaðstæð- urnar eru mjög grimmar og fólk verður hálfklikkað undir slíkum kringumstæðum. Gijóni býr í Þór- gunnarbragga sem var mjög kald- ur og óhuggulegur en leikmyndin hjálpaði mikið að byggja karakter- inn. Ég hef ekki unnið með Frið- riki Þór áður. Það var ósköp nota- legt. Hann talar þegar honum mislíkar eitthvað, annars lætur hann mann í friði, sem er mjög gott. Hann leyfír manni að prófa hvað sem er. Þarna myndaðist mjög góð og notaleg stemmning en líka rosalega hráslagaleg og kuldaleg. Það var kalt í veðri og braggarnir voru kaldir og um- hverfið hráslagalegt en fólkið var hlýtt og gott.“ Djöflaeyjan er fímmta leikna bíó- mynd Friðriks Þórs í fullri lengd og markar að ýmsu leyti kaflaskil. Hún er dýrasta myndin sem hann hefur gert og sú fyrsta þar sem reist er sérstök leikmynd og hún látin leika stórt hlutverk í mynd- inni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðaláherslan er á leikarahópinn og persónugalleríið. En eitt er óbreytt. Hann vill vinna með sama fólkinu og hefur myndað um sig eins kon- Grjóni f næsta bragga býr Þórgunnur með sonum sínum, Grjóna og Didda. „Hún er kannski fulltrúi þeirrar algeru eymdar sem fólk í braggahverfi bjó oft við. Fólk sem hrökklaðist þangað fátækt og heilsulaust með börn. Hún er ekkja sem þarf að þræla allan daginn í kalsa fiskiðjunnar og börnunum er strítt í skóla fyrir braggafýluna. Hún er svona kona sem ég las um, ég man ekki hvar, sem sat uppi alla nóttina við að sauma nýja skólatösku handa stráknum sínum en hann kom svo heim úr skólanum með hana í tætlum af því honum var strítt á henni.“ Synir hennar eru Gijóni og Diddi. „Þeir eru aldir upp í fá- tækt og eymd. Diddi guggnar á lífinu en Gijóni snýsttil varnar og verður stoltur glæpamaður. Hann rís upp og skorar þjóðfé- lagið á hólm, sterkastur og mest- ur en alltaf utangarðs. Það er ein setning sem lýsir honum vel og ég heyrði fyllibyttu segja, sem ég kjaftaði við og hafði oft setið inni. Þetta var 1984, þegar ég var að skrifa Gulleyjuna. Hann kvartaði yfir framkomu lögregl- unnar í sinn garð og sagði reið- ur: Eins og ég sé einhver snúru- þjófur. Honum fannst hann vera eitthvað merkilegra en það. Gijóni segir þetta í myndinni: Heldur þú að ég ætli alltaf að vera einhver snúruþjófur?" Hreggviður í þriðja bragganum býr Hreggviður með fjölskyldu sinni. „Hreggviður er svona íslenskur kraftamaður sem alltaf virðast vera til. Eftir því sem hlutfall krafta gildir meira á móti tækni og fimi eigum við meiri séns í íþróttum. Hann er hrímþurs sem ræður ekki við afl sitt. Þegar bækurnar komu út var annar hver maður með það á hreinu að hann væri Gunnar Huseby. Hann var einn af þessum mönn- um með takmarkalausa krafta sem farnast illa í einkalífinu og verða drykkjunni að bráð. En hann er ekki kveikjan nema að litlu leyti. Ég heyrði um annan mann sem setti falskt heimsmet á Melavelli, ég held í kringlu- kasti, og þar kviknaði hugmynd- in að kúluvarparanum. Þess vegna er ósanngjarnt að líkja honum við Gunnar, afrek hans voru aldrei neitt fals.“ Eiginkona Hreggviðs er Gréta. „Hún er fyrrverandi dægurlaga- ar fjölskyldu samstarfsmanna með mönnum eins og Ara Kristinssyni, kvimyndatökumanni, Árna Páli Jóhannssyni leikmyndahönnuði, Kjartani Kjartanssyni sem sér um hljóðið, að ógleymdum Gísla Hall- dórssyni leikara. Slíkt skapar gott andrúmsloft á tökustað. „Það er númer eitt að leikurum og tæknil- iði líði vel, “ segir Friðrik Þór um andann sem hann reynir að skapa við tökur. „Ef því líður illa sést það á vinnunni. í þessari mynd var ég umkringdur þvílíku úrvalsfólki að ekkert gat farið úrskeiðis. Það er líka ákveðið öryggi í því að vita að við erum að vinna að einhverju sem á eftir að virka. Það vita allir sem vinna að myndinni að við erum að gera eitthvað sem á eftir að lifa. Það myndar góðan móral. Og þótt vinnuálag og aðstæður skapi streitu eru þetta allt vinir manns. Ég þekki ekkert annað en dimmu og kulda við tökur með þessu fólki. Þetta er orðið eins og fjölskylda sem hittist í fjölskylduveislum og jólaboðum þegar við förum í tökur. “ „Friðrik hafði aldrei séð mig leika,“ segir Halldóra Geirharðs- dóttir sem fer með hlutverk Doll- íar, systur Badda og Danna. „Við sátum saman í nefnd sem valdi besta tónlistarmyndband ársins 1994 og hann hringdi í mig og ég fór í prufu. Það var eins og að mæta í leikhús að koma inn í leikmyndina. Dollí er skemmtilega klikkuð og það var gaman að fá að leika hana í bíómynd. Hún er ekki einlitur karakter. Hún er kona sem flýtti sér að verða fullorðin og tók fyrsta manninum sem hún sá en er orðin súr og beisk langt um aidur fram. Lífshlaup hennar er eins og margra annarra kvenna sem verða óléttar snemma.“ Saga Jónsdóttir, sem leikur Gógó, var ráðin í hlutverkið eftir að leikstjórinn sá hana í Barpar og hún hefur reynslu af braggabú- skap. „Það vill svo til að ég átti heima í bragga á Akureyri í eitt ár og þegar ég kom inn í bragga Karólínu úti á Seltjarnarnesi og sá innbúið og eldhúsið fannst mér þeim hafa tekist mjög vel að ná þeirn tíðaranda sem var.“ „Ég mundi hafa gaman af að sjá þetta sem sjónvarpsþætti núna eftir að bíómyndin hefur verið gerð, “ segir Friðrik Þór aðspurður um hvort eitthvert framhald yrði. „Höfundinum ogleikurunum hefur tekist að búa til persónur sem ég held að þjóðin vildi alveg heyra meira af. Þetta er náma sem enda- laust er hægt að krukka í. “ söngkona í bókunum en það færðist yfir á Þórgunni í bíó- myndinni. Gréta er lítil kona sem býr með þessu ógurlega stór- menni og hefur enga burði til að ráðskast með það á neinn hátt. Ég held mikið uppá setn- ingu í myndinni sem lýsir henni vel. Þau koma inn i sóðalegan braggann, sem er í algerri niður- niðslu og hún lítur í kringum sig upptendruð af hrifningu og seg- ir: Loksins fáum við hús til þess að búa í.“ Dóttir Heggviðs er Hveragerð- ur. „Hún er falleg og fíngerð stúlka sem allir strákar líta til og það er plús fyrir Badda, sem giftist henni í myndinni, að hún er fámál; kellingar hafa ráðskast með hann allt hans líf. Hvera- gerður segir hins vegar afar fátt en hefur blik í auga og hugsar sitt.“ Að auki eru minni hlutverk eins og Maggi bjútí, krimmi sem dæmdur er í fangelsi fyrir að brjótast inn í fiskbúð, og Lúí Lúí, vasaþjófur sem fer að sýna vasalistir sínar á sviði. „Skari skrípó leikur hann og það er eins og rullan hafi verið skrifuð með hann í huga. Það er enn einn vitnisburður um geníalítet Frið- riks að fá Skara í hlutverkið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.