Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fundinn skipsstiginn af Pourqoui pas? Nú sextíu árum eftir harmleikinn við Mýrar þegar franska skipið Pourqoui pas? fórst og með því heimskautafarinn dr. "■T^ ANNSÓKNASKIPIÐ franska Pourquoi pas? fórst við Mýrar 16. sept- ember 1936 og með því hinn frægi heimskautafari dr. Jean Babtiste Charcot. M starfaði hér hjá franska ræðismanninum ungur mað- ur að nafni Henri Voillery, sem kom hingað 1934 og átti eftir að vera fulltrúi Frakka á íslandi i 24 ár, fyrst sem fulltrúi, þá ræðismaður, síðan fulltrúi Frjálsra Frakka í London á stríðsárum og loks sendiherra til 1959. Hann bjó í sendiherrabústaðn- um á Skálholtsstíg 6, sem Frakkar keyptu 1912. Núverandi ambassador Frakka á íslandi, M. Robert Cantoni og Be- atrice kona hans hafa nú aðsetur í þessu húsi, sem gert var upp fyrir nokkrum árum, en heldur öllum sín- um gömlu einkennum. Eftir að þau komu hingað spurði ofangreindur blaðamaður frú Beatrice í kvöldverð- arboði hvort hún hefði nokkuð orðið vör við draugagang í húsinu. Og sagði henni sögu Voillerys sendi- herra. Hann var Bourgogne-búi og skemmtilegur karl, sem alltaf var að segja sögur, svo ekki var alltaf ljóst hvort hann var bara að gera grín. Þegar Henri Voillery sagði að draugagangur væri í húsinu, gaf hann gjaman þá skýringu að skips- stiginn af Pourquoi pas?, sem Go- nidec stýrimaður bjargaðist á, lægi enn uppi á háaloftinu. Frú Voillery sagði þá alls óvíst að þar væru drukknaðir sjómenn á ferli, sendi- herra hefði þann óvana að opna dyr beggja megin á ganginum uppi á svefnherbergishæðinni svo rokið btési í gegn og brakaði í öllum viðum í þessu gamla timburhúsi. Þar gengi sendiherrann fram og aftur og and- aði að sér fersku lofti, en hún yrði að kúra undir sæng. Þótt ekki hefði Beatrice Cantoni orðið drauga vör, þótti þetta skemmtileg saga og ekki ómerkari en sagan af draugnum í breskum hallardraugastíl sem flaug út um heiminn frá Höfða. Nú kom að því að gera við bílskúr- inn við húsið og rýma drasl þar. Þá kemur í ljós gamall skipsstigi og frú Beatrice minnist sögunnar um draugaganginn. í veislu dró sendi- herrann viðkomandi blaða- og sögu- mann út í bílskúr þar sem stiginn lá. Hann vildi hafa allan vara á, því ekki hafí verið gengið úr skugga um að þetta sé rétti stiginn, en hann hafði sýnt hann sjómanni, sem taldi þetta geta verið skipsstiga frá þeim tíma. Charcot og menn hans allir utan einn, Eugene Gonidec, lítur út fyrír að skipsstig- inn sem þessi eini bjargaðist á, sé fundinn í franska sendiráðsbústaðnum í Reykjavík, Sendiherrann vill hafa allan vara á, en Elín Pálmadóttir, sem kom að þessum fundi, færir rök fyrir því að svo sé. Þegar stiginn í bílskúrnum er bor- inn saman við mynd, sem tekin var á strandstað 1936 af stiganum sem Gonidec bjargaðist á og til er í sjó- minjasafninu „Musée de la Marine“ í París, þá má sjá að þessir tveir skipsstigar eru alveg eins. Rimlamir eru fimm í báðum og haldið saman af þrettán böndum, svo sem sjá má af meðfylgjandi myndum, þeirri frá 1936 og hinni sem ljósmyndari Morg- unblaðsins tók fyrir fáum dögum við franska sendiherrabústaðinn. Gott ef ekki má greina nagla á sömu stöð- um. Við þetta má bæta að Voillery sendiherra, sem hafði gaman af að segja draugasöguna, hafði verið hér þegar þessi hörmulegi atburður varð og sjálfsagt með Zarzeki ræðismanni stússað í kring um það sem gera þurfti í sambandi við minningarat- höfnina, eina eftirlifandi sjómanninn sem gekk á eftir kistunum og annað sem tilheyrði skipsflakinu. Þegar hann sagði að stiginn af Pourqoui pas? lægi uppi á háaloftinu á sendi- herrabústaðnum, er ekki ástæða til að halda annað en að hann vissi að þetta væri einmitt sá stigi. M. Henri Voillery var mikill íslandsvinur og ekki síðri ættjarðarvinur heimalands síns. Eftir fall Frakklands tilkynnti hann íslensku ríkisstjóminni í júní 1941 að hann hefði slitið sambandi við Vichystjómina og gengið í lið með Fijálsum Frökkum og var skip- aður fulltrúi þeirra hér. Sagt var að Voillery hefði strax á fyrsta morgni verið fyrstur erlendra sendifulltrúa Frakka til að ganga í lið með de Gaulle, sem spurði hann eftir stríð hvaða sendiherrastöðu hann vildi. En Voillery á að hafa sagt að ef þeir vildu eitthvað fyrir sig gera þá kysi hann að fá að vera sendiherra á íslandi það sem hann ætti eftir í utanríkisþjónustunni. Hann hætti 1958 og flutti heim til Bourgogne, þar sem hann lést 1971. Ríghélt sér í stigann í birtingu á miðvikudagsmorgni, morguninn eftir að Pourquoi pas? fórst á skerinu Hnokka urðu menn á Álftanesi og í Straumsfirði varir við skipsstrandið og gengu strax á fjörur. Svo mikið særok var og öldu- rót að vart sáust nema siglutré skips- ins. Kristján Þórólfsson í Straums- firði sá hvar landgöngustiginn flaut skammt frá landi þar sem eru klett- ar en mjó vík milli klettanna. Maður lá í sjónum undir landgöngustiganum að mestu og hélt með hægri hendi um stigann, en með þeirri vinstri hélt hann undir hnakka sér. Hefur stiginn bjargað lífi hans og varið hann fyrir höggum af öldum og grjóti og miðað við að síðari tíma rannsókn- ir hafa sýnt fram á að mestu skipti að kaldur sjórinn leiki ekki um hnakkann og nái að kæla hann, hef- Morgunblaðið/Kristinn SKIPSSTIGINN sem nýlega fannst í bílskúrnum við Franska sendiráðsbústaðinn. Ambassador Frakka Robert Cantoni og Beatrice kona hans við stigann. Rimlarnir og böndin eru alveg eins og á gömlu myndinni af stiganum í fjörunni. Það er skips- stiginn sem Gonidec stýrimaður, eini maðurinn sem af komst, bjargaðist á í land. Myndin hér til hliðar var tekin í fjörunni við Straumsfjörð 1936. ur sú staðreynd að hann hélt svona krampataki um hnakkann sennilega hjálpað tii að hann komst af. Þegar hann kenndi grunns sleppti hann takinu og skolaði aldan honum í land. Var honum hjálpað heim, þar sem heimafólk veitti honum aðhlynningu. Ámi Óla blaðamaður á Morgun- blaðinu hafði strax haldið að bænum Straumsfirði, þar sem líkin sem fund- in voru iágu í röð á túninu, dr. Charc- ot í miðjum hópi „drengjanna sinna“, eins og hann kallaði þessa ungu vís- indamenn sína og skipverja í síðustu orðunum sem Gonidec heyrði til hans í brúnni eftir að bátarnir voru brotn- ir og gefin hafði verið út skipun um að hver skyldi bjarga sér sem best hann gæti. Búið var að veita eina skipveijanum sem af komst, 3. stýri- manninum Gonidec frá Bretagne, fyrstu aðhlynningu. Ámi Óla birtir í viðtali frásögn hans af því hvernig slysið bar að og hvernig hann komst á skipsstigann og bjargaðist. Klukkan sex síðdegis á þriðjudag vom þeir komnir vestur fyrir Garð- skaga þegar skollið var á ofsarok svo skipið hafði sig lítið á móti veðrinu. Var ákveðið að snúa við. Gonidec 3. stýrimaður átti vakt frá miðnætti til kl. 4. Allan tímann frá klukkan sex og til morguns voru þeir í brúnni dr. Charcot og Conniat skipstjóri, sem var annar Bretóni. Um klukkan 3 sáu þeir í sortanum vita sem þeir voru ekki klárir á. Eftir vaktina kl. 4 varð Gonidec ekki svefnsamt og kom aftur upp á stjórnpall kl. 5. Hann var sendur niður eftir sjókorti, en í þann mund sem hann 15 mínút- um síðar kom upp steytti skipið á skeri, enda sáu þeir þá af stjórnpall- inum að þeir vom komnir inn í mik- inn skeijagarð. Leki kom að skipinu og vélin stöðvaðist. Ætluðu skipverj- ar að fara að nota dælurnar en þær gengu ekki. Voru þá undin upp segl, stórsegl og fokka. En nú sentist skip- ið í öldurótinu svo að segja af einu skerinu á annað, uns það rakst á hið síðasta með meira afli en nokkm sinni fyrr. Þá brotnaði framstefni þess mjög, svo sýnt var að ferð þess yrði ekki lengri. Þá höfðu allir skip- veijar fengið björgunarbelti eða bjarghringa og sumir höfðu flotholt á handleggnum. Vom björgunarbát- ar leystir, en þeir brotnuðu strax, hvolfdi eða sukku. Fram að þessu hafði Gonidec ver- ið í brúnni með skipstjóra og dr. Charcot. Er hann sá hvernig komið var og skipstjórinn hafði gefið sína síðustu skipun, fór dr. Charcot nið- ur, sótti mávinn Ritu sem hafði kom- ið særður um borð og hann hafði í búri til að veija hann fyrir kettinum, og sleppti honum svo að hann gæti fengið frelsi þegar skipveijar væm komnir í heljargreipar. Gonidec stýrimaður ætlaði fyrst í stóra bátinn, en hann brotnaði. Þá komst hann við þriðja mann í eina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.