Morgunblaðið - 06.10.1996, Page 8

Morgunblaðið - 06.10.1996, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reiknað menning- argengi lækkar MENNING er það orð sem gjarnan tútnar út á þessum árstíma, enda allir að eftir Elínu Pálmadóttur kynna þá menningarrétti sem framreiða á nýhafínn skamm- degisvetur. Ekki að furða því fjölbreytileikinn og magnið er ótrúlega mikið með vorri þjóð af því sem nefnist menning. Auðvitað er af hinu góða að sem mest sé fram borið, enda haft fyrir satt að góð list nái ekki að þróast nema nóg sé af meðal- mennskunni og áhuga á henni í áburð til að mynda jarðveg fyrir það besta að spretta upp af. Líklega er þetta eitthvað í áttina við hina umdeildu lúpínu, sem af dugnaði myndar jarðveg fyrir viðkvæmari íslenskan gróður. Gott svo langt sem það nær. En varla dugar áburðurinn einn ef ekki eru neinar rætur. Kemur í hugann grúkka eftir Piet Hein (þýdd af ABS): Sú alfyrsta minning sem mér hefur geymst er eitt sem ég mundi að mér hafði gleymst. Og hvað kemur það svo menn- ingunni við? Hlýtur rótfestan ekki að liggja í menningararf- inum? í fyrri viku tóku Islend- ingar í fyrsta sinn þátt í degi menning- ararfs Evrópu- ráðsins, sem æ fleiri þjóðir álfunnar gera að sínum. Og byrjuðu á rétt- um stað, þangað sem ein styrkasta rótin hlýtur að teygja sig, með ráðstefnu í Þjóðminja- safninu til að skoða varðveislu þjóðminja, gera upp hvar við erum stödd í því efni og hvert framhaldið verður. Eftir allgóða úttekt var lögð fram stefnumörkun Þjóð- minjasafns íslands fram yfir aldamót og að nýju stjórnskipu- lagi. Blasti við í úttektum dap- urlega bágborið húsnæði og öll aðstaða. Augljóst að ekki er hægt að varðveita og rækta þjóðminjar með nútímatækni án verulegra, skjótra umbóta, hvað þá eftir að tækninni hefur enn undið fram. Annars mun- um við geyma það eitt sem okkur hefur gleymst. Og í þokkabót varla hægt að finna það sem þó kann einhvers stað- ar að vera til. Ekki er þó gott í efni hjá fátækum og smáum. Okkur tókst þó á áratugum að koma bókmenntaarfinum í brúklegt horf í Þjóðarbókhlöðu. En ný tækni til geymslu og aðgengis þjóðminja bíður bara ekki leng- ur. Sverrir Kristinsson, for- maður Minja og sögu, félags velunnara safnsins, kom inn á þetta. Sverrir stendur með báða fætur á jörðinni, er bæði glúrinn fasteignasali og ódrep- andi unnandi menningarverð- mæta okkar. Enda dijúgur hjálparsveitarmaður í menn- ingargeiranum, hefur fundið ráð til að gefa út fallegar mikil- vægar bækur og til að bjarga til landsins einstökum fornum munum. Hann telur safn eins og Þjóðminjasafn íslands kjöl- festu í íslensku þjóðlífi og þjóð- in þurfi nýtt og glæsilegt Þjóð- minjasafn sem uppfylli nútíma- þarfir og nútímakröfur. Útekt hans á menningarlegu „gengi“ okkar þótti mér býsna forvitnileg, ekki síst í ljósi þokukennds belgings þess sem stöðugt hljómar hjá okkur í hátíðaræðum: Sverrir sagði: „Á síðustu 10-15 árum hafa bankar og aðrar lána- stofnanir í landinu samkvæmt opinberum upplýsingum tapað a.m.k. 80 þúsund milljónum króna vegna ýmiss konar fjár- festinga. Margar ástæður búa að baki og hér verður enginn dómur kveðinn upp í þessum málum, en nýtt og glæsilegt þjóðminjasafn hefði sannarlega verið skynsamleg og góð fjár- festing og skilað öruggum arði. Á síðustu misserum hefur verð bóka og listaverka lækkað og kaupendum góða bóka fækkað en frá ársbyijun síð- asta árs og til þessa dags hefur gengi skráðra hlutabréfa í ís- lenskum fyrirtækum hækkað um 50.000.000.000, - ég end- urtek fimmtíu þúsund milljónir. E.t.v. er þó að rofa til. Það þarf a.m.k. að snúa þessari þróun í þá átt að hið menning- arlega gengi hækki einnig í víðtækum skilningi. Við sjáum nú fram á bjarta daga efna- hagslífsins en þjóðin verður samt fátækari ef gengi menn- ingarinnar lækkar og fellur á sama tíma.“ En það eru fleiri rótarsprotar íslenskrar menningar sem ekki ná festu til að soga upp og veita til íslenskrar menningar úr rituðum heimildum. Það er Þjóðskjalasafnið, sem fékk að vísu húsnæði í gömlu Mjólkur- stöðinni, en nær ekkert sem við á að éta annað en geymslurnar. Það þarf líka að nútímavæða til að flæðið geti orðið óhindrað til íslenskra menningarstrauma. Þjóðskjalasafnið fékk þó lestr- arsalinn í gamla Safnahúsinu eftir að Landsbókasafnið fór í Þjóðarbókhlöðuna og því mun skárra að leita þar í gömlum gögnum. En nú er að sjá af fréttum að jafnvel það verði af fræðifólki tekið þar sem gera eigi gamla Safnahúsið að sýn- ingarhúsi, sem er góð frétt, ef það verður ekki á kostnað rann- sókna á því sem sýna ber. Og að þjóðararfurinn verður að- gengilegri almenningi. En eitt er mér óskiljanlegt ef við erum að tala um gildi þjóðararfsins. Því í ósköpunum þarf að taka nafnið af þessari menningar- byggingu okkar, einni þeirri merkustu sem við eigum, og gefa henni belgingslegra nafn „þjóðmenningarhús": Af hveiju má það ekki áfram heita Safna- húsið, þó svo að í því verði sýn- ingar á þjóðararfinum úr söfn- um okkar? Þessi merka bygging er friðuð. í mínum huga er nafn- ið Safnahúsið hluti af þeirri frið- un, engu síður en nöfn stór- skáida þjóðarinnar utan á bygg- ingunni. Nafnið ætti engu síður að varðveita. MANIMLIFSSTRAUMAR TÆKNI/Far þab fyrir innsœi eba heppnif Öld liðin fiú upp- götrnn geislavirkmnnar ÁRIÐ 1896 í febrúar uppgötvaði franski eðlisfræðingurinn Antoine-Henri Becqurel geislavwknina, - að því er virðist fyrir tilviljun. Það er skammt stórra högga á milli hvað varðar eðlisfræðiuppgötvanir á síðustu árum aldarinnar sem leið. Árið áður hafði Þjóðveijinn Röntgen fundið dular- fulla geisla sem smugu í gegnum mannshold og voru er tímar liðu nefnd- ir eftir honum. Árið 1897 tókst að sýna fram á tilveru rafeindarinnar. Oll þessi þróun er forsenda þeirra risaframfara er eðlisfræðin tók á fyrstu áratugum þessarar aldar, sem varð aftur frumforsenda þeirrar tækni er gerir okkur kleift að lifa á þann veg nú í heiminum sem raun ber vitni: Um 1902-5 koma Max Planck og Albert Einstein með fyrstu undirstöðu skammtafræðinnar og Englendingurinn J.J. Thompson skýrði út byggingu frumeindarinnar skömmu seinna. Þetta er þeim mun eftirtektarverðara sem það var furðu útbreidd skoðun skömmu fyrr, að allt sem skipti máli innan eðlisfræðinnar hefði þegar verið uppgötvað. Aflfræði Newtons sem var orðin alda gömul skýrði allt, og aðeins væri um að ræða að beita henni á æ flóknari fyrirbrigði. Þannig væru framundan tímar stöðnunar. En öðru var nær. Geislar Röntgens urðu að nokkru til að flýta fyrir rann- sóknum Becquerels. Fyrir áhrif þeirrar uppgötvunar tók hann að skoða hvort röntgengeislar gætu ■■■hi komið frá kristöll- um. Hann mun þegar hafa haft einhverja hug- mynd um sérstaka útgeislunarhæfi- leika úransam- banda, en grunaði ekki hvers kyns var, að geislunin eftir Egil Egilsson kæmi frá kjama þess efnis, heldur tengdi hana efnasambandinu, þ.e. kristallinum sjálfum. Hann rann- sakaði fyrirbrigðið eftirljómun (fos- foresens), setti úrankristalla í sólar- ljós og athugaði hvort þeir svertu ljósnæma filmu, sem þeir gerðu vitaskuld. Heppni vísindanna fólst í grámyglu miðsvetrarloftslagsins í París. Eftir allmarga sólarlausa daga varð hann að skipta um film- ur, en framkallaði þær af rælni, eða hvað? Hann varð meira en lítið undrandi er hann sá að geislun kom frá úrankristöllum þótt þeir hefðu ekki verið „örvaðir" með sólarljósi. Mönnum hefur verið ráðgáta af hveiju Becquerel framkallaði filmur sem áttu samkvæmt til- gátu hans ekki að geta orðið fyrir geislun. Hefði hann ekki gert það, hefði orðið töf á uppgötvuninni sem nam árum. Þetta atvik er eitt hið frægasta í vísindasögunni, þar sem lán í óláni virðist ráða úrslitum. Smám saman komst Henri að því að því að geislunin væri innri eiginleiki efnisins og óháð örvun ljóss utan frá, og að hún væri tengd frumefninu Úrani, en ekki kristalln- um sem það myndaði með öðrum efnum. Becquerel var þó lengi að átta sig á að ekki væri um að ræða röntgen- geisla, heldur annars konar fyrir- brigði. Það voru landi hans og hálf- landi, Marie og Pierre Curie, sem áttu mestan þátt í að komast að því hvað væri um að ræða, sem sé það sem við köllum nú alfa-, beta- og gammageisla. Saman fengu þau Antoine-Henri Becquerel FILMA úr fórum Becquerels. Sjá má skugga eftir málm- kross á neðri hlutanum. þijú Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1903. Becquerel komst þó fyrstur manna að því að þessir geislar væru skaðvaldur, því að hann er fyrstur manna í ver- öldinni til að fá bruna- sár af völdum geisla- virkni. Það varð þó ekki tilefni nægrar varfæmi meðal vísindamanna, því að margir hafa látið lífið af hennar völdum áður en menn lærðu að bera næga virðingu fyrir fyrirbrigðinu. Framhald þessarar sögu er mönnum meira og minna kunnugt. Afleiðingarnar urðu margvíslegar. Fyrst er kjarn- orkan, enda þótt fræðilegt framlag Einsteins og fleiri yrði þar einnig nauðsynlegt. Notkunarsvið geisla- virkni er afar vítt og nægir að nefna læknisfræðina sem dæmi, en stuðst er við geislavirkni við mælingar í náttúruvísindum almennt. ÞIÓDLÍFSÞANKARGVr/// ekki skjólbetri kjólar dugabf Perhisaumur ogpallíettur UM DAGINN var ég í kvennahópi þar sem talið barst að barnadansi. Flestar voru konurnar sammála um að það væri bæði skemmtilegt og gagnlegt fyrir börn að læra að dansa en sumar settu spurningarmerki við vissa þætti sem snerta keppnisdansa. Ekki síst var klæðaburður ungra telpna sem æfa og keppa í samkvæmisdönsum óspart gagnrýndur. „Mér fínnst óviðkunnanlegt að sjá litlar stelpur klæddar upp eins og vafasamar konur á kjötkveðjuhátíð í Rio de Janero," sagði ein. Önnur sagði: „Ég er sammála, böm eiga að fá að vera börn, það á ekki að láta litlar stúlk- ur klæðast kjólum, flegnum í bak og fyrir með klaufum upp í nára, og jafnvel meira og minna úr gagnsæum efnum, þetta er óviðfelldið, ekki síst á tímum þegar sífellt er verið að brýna fyrir fólki að gæta barna sinna fyrir hvers kyns öfuguggum, við lítum ekki á börn sem kynverur og það ætti ekki að klæða þau upp sem slíkar." Nokkru seinna sá ég sjónvarps- þátt um keppni í samkvæm- isdönsum barna og rifjuðust upp fyrir mér ummæli þessara kvenna, og þau voru hreint ekki út í hött. Þarna liðu litlar telpur um gólfið í kjólum sem full- orðnar konur gætu varla látið sjá sig í á almanna færi ef þær vilja halda sig innan velsæm- ismarka. Þarf þetta að vera svona? Ég hugsaði í það minnsta með mér að fyrr mætti nú aldeilis gagn gera. Ætli það komi niður á dansleikninni ef stelpurnar eru í einhveiju skjólbetra? Látleysi er líka stundum áhrifameira en skrautið. Mér varð hugsað til orða einnar konunnar úr kvennahópnum sem n eftir Guórúnu Guðlougsdótfur vitnað var til fyrr. „Þrátt fyrir að kjólarnir séu svona efnislitlir þá eru þeir hroðalega dýrir, enda allir í perlusaumi og pallíettum og Guð má vita hvað. Eg heyrði um kjól sem kostaði notaður yfir hundrað þúsund krónur og mamman sem keypti hann fyrir ellefu ára dóttur sína þóttist hafa verið mjög heppin. Það eru nefnilega mömmurnar sem standa fyrir þessu, ég skil ekki svona konur.“ Ég skil hins vegar vel „svona konur“, að því leyti að þær vilja gera vel við sínar dætur, það er hins vegar umhugsunarefni hvort þetta er að „gera vel“ við litla stúlku. Það er nú ekki bara það að það sé sum- um þymir í augum að klæða telpur upp eins og fullorðnar konur af vafa- samara tagi, heldur er hitt að það er ekki gott að ýta undir það við- horf að útlitið skipti megin máli. Líklega væri affarasælast að leggja höfuðáhersluna á að viðkomandi stúlkur dansi af sem mestri list, en „skrautið" mæti afgangi. Nógu lengi voru konur aldar upp í þeirri trú að mestu máli skipti að líta vel út, þá kæmi allt annað af sjálfu sér. Þetta er ekki svo. Það skiptir mestu máli fyrir konur að fá menntun svo þær geti unnið vel fyrir sér og sínum. Mjög margar konur þurfa einhvem tíma á lífsleiðinni að beijast einar áfram og þá er menntun, mannkost- ir og sjálfsagi betra veganesti en ofuráhersla á ytra útlit. Ér er ekki að segja að konur eigi ekki að hugsa um útlit sitt, ég er að segja að sú umhugsun eigi ekki að skipa fyrsta sæti. Hin ytri feg- urð fölnar oft fljótt og svo þver- sagnakennt sem það hljómar þá endist hún líklega betur ef lögð er megináhersla á að fegra sinn innri mann, það er stundum sagt að feg- urðin komi innan frá. Við þekkjum öll að þeir em fallegir í okkar aug- um sem okkur þykir vænt um. Mannkostir em líklegri en annað til að vekja kærleika. Konur sem mér þótti vænt um þegar ég var lítil stúlka sýndu þetta í verki og sögðu mér það sumar líka. Ég hef hvorki gleymt orðum þeirra né gjörðum og er með þessum skrifum að reyna að koma á framfæri þeirra skoðunum, sem ég hef ítrekað sann- reynt að standa vel fyrir sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.