Morgunblaðið - 06.10.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 06.10.1996, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Persónur og pólitík; úr mynd von Trotta. Loforð von T rotta ÞÝSKI leikstjórinn Mar- grét von Trotta var gestur hér á síðustu Kvik- myndahátíð Listahátíðar en hún er einn af þekktustu leik- stjórum Þjóðveija. Nýjasta myndin hennar heitir Lo- forðið og er með Meret Beck- er í aðalhlutverki. Von Trotta fjallar um þær breytingar sem urðu í Austur og Vestur- Þýskaiandi á ár- unum frá byggingu Berlín- armúrsins á öndverðum sjö- unda áratugnum og til þess að hann var rifinn árið 1989. Árið 1961 flýr söguhetjan vesturyfir frá A-Þýskalandi og skilur kærastann sinn eft- ir. Hann gerist vísindamaður en hún tískuhönnuður og þau hittast tvisvar stuttlega á tímabilinu. Von Trotta notar heimildarmyndir frá upp- reisninni í Prag og niðurrifi Berlínarmúrsins til að segja pólitíska sögu sína en hefur samkvæmt einni gagnrýni í Bretlandi ekki haft erindi sem erfiði. Myndin er undar- lega hol, segir þar. jr jt æt IBIO Blossi/810551 eftir Júlíus Kemp verður ekki frumsýnd á þessu ári heldur því næsta og þá um haustið. Það þýðir að aðeins tvær íslenskar bíómyndir eru frumsýndar á þessu ári, Draumadísir eftir Ásdísi Thorodd- sen og Djöflaeyja Frið- riks Þórs Friðriksson- ar. Mikil viðbrigði eru það frá síðasta ári þeg- ar frumsýndar voru sjö íslenskar bíómyndir, þ.á m. Á koldum klaka, Benjamín dúfa og Tár úr steini. Það vakti athygli að engin þessara mynda hiaut verulega góða aðsókn miðað við am- eríska metsölumynda- flóðið. Nú hefur Djöflaeyjan verið frumsýnd og verður spennandi að sjá hvemig íslendingar taka henni. Hún hefur alla burði til að slá í gegn. A kvikmynda- hátíö KVIKMYNDAHÁTÍÐ Reykjavíkur verður haldin í nokkrum kvikmynda- húsum í Reykjavík dagana 24. okt. til 3. nóv. og er hún arftaki Kvik- myndahátíðar Listahátíðar, sem ekki er lengur meðal vor. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun studd af ríki og borg og mun ætlunin að halda hana árlega, en sem kunnugt er var Kvikmyndahátíðin fyrri á tveggja ára fresti. í stjórn nýju hátíðarinnar sitja m.a. kvikmyndaleikstjórarnir Frið- rik Þór Friðriksson og Júlíus Kemp, en framkvæmdastjóri er Guðrún Edda Jóhannesdóttir. eftir Amald Indriðoson Amilli 40 og 50 mynd- ir verða sýndar á há- tíðinni frá öllum heimshornum en úrvalið er ekki alveg komið á hreint þegar þetta er skrif- að svo flest sem hér kemur fram er byggt á áætlun- um. Kvik- mynda- húsin sem þátt taka í hátíðinni eru Regnboginn, Háskólabíó og Sambíóin. Meðal mynda sem sýndar verða á vegum Regnbogans má nefna „Stealing Beauty" eftir Bertolucci, „Looking for Richard", Shakespeare- mynd A1 Pacinos, „Basquait", sem Siguijón Sighvatsson framleiðir og er með David Bowie ásamt öðrum stórmennum, Emma, eftir sögu Jane Austen með Gwyneth Paltrow, Óþelló með Kennth Branagh, Kansas eftir Robert Altman og hollenska óskarsverð- launamyndin Antónía. Meðal mynda sem Há- skólabíó sýnir má nefna „Dead Man“ eftir Jim Jar- . rnusch og „Shanghai Triad“ eftir Zhang Yimou, sem hugsanlega verður gestur á hátíðinni. Og í Sambíóunum yrðu m.a. Ríkharður III með Ian McKellen og „Persuasi- ons“, einnig eftir sögu Jane Austen. Urval mynda sem Kvikmyndahátíðin hyggst flytja inn er einnig hið kræsileg- asta. Meðal mynda- sem hún hefur í far- vatninu má nefna „Bre- aking the Waves“ eftir Lars von Trier, „The Neon Bible“ eftir Ter- ence Davies, „The Sex Life of the Belgians“, sem mögulega getur orð- ið hneykslunarhella há- tíðarinnar og „Condition Red“ og „Worthless" eftir Mika Kaurismaki, sem verður gestur hátíðarinnar. Þá má nefna í myndir eins og „Holy Week“ eftir And- ; reiWajda,„„The Bandit Queen“ eftir Shek- har Kapur, tvær nýjar myndir Hal Hart- leys („Flirt“, „Amateur"), sem verður gest- ur hátíðarinnar, „Ulysse’s Gase“ eftir Theo A.ngelopoulus, „The White Balloon" frá íran, „L-America“ frá Ítalíu og Bleika hús- ið, einnig frá Italíu. Flestar eru myndirnar mjög nýlegar og sumar koma frá fjarlægum menningarsvæð- ' um eins og Japan, Mexíkó, Tyrklandi, Ind- landi, Slóveníu og Ástralíu. Þá mun Wim Wenders eiga fulltrúa á hátíðinni, Lissabonsögur. Einnig verður sérstök norsk kvikmyndahátíð 'í tengslum við Reykjavíkurhátíðina og- verða þar myndir eins og Kristín Lafr- ^ anzdóttir eftir Liv Ullman, Egg eftir Bent Hamer og Dauðaósk eftir Marius Holst. Kvikmyndaá- hugamenn hljóta áð taka hátíðinni fagn- ; andi. Úrvalið lofar góðu og fagna ber því ? sérstaklega að ráðist | skuli í áframhaldandi I kvikmyndahátíðahald eftir nokkurt hlé. Svona hátíð einu sinni á ári er tilhlökkunar- efni. HÁTÍÐARMYND; Paltrow í Emmu, sem byggð er á sögu Jane Austen, verður hugs- anlega á hátíðinni. fÓLK MÞýski leikstjórinn Wolf- gang Petersen er leikstjóri nýjustu spennumyndar Harrison Fords, „Air Force One“. Hún er gerð eftir metsölubók Tom Clancy. MAIlir vilja leika í myndum Woody Allens, enda eru þær yfirfullar af góðum leikurum. Hann hefur lokið við söngleikjamyndina með Goldie Hawn og Julia Ro- berts en næsta mynd hans, sem ekki hefur fengið nafn ennþá, verður með Robin Williams og Demi Moore í aðalhlutverkum, en með önnur hlutverk fara Amy Irving, Judy Davis og Kirstie Alley. MBelgíska buffið Jean- Claude van Damme ryður frá sér hasarmyndum sem aldrei fyrr. Bráðlega hefjast tökur á Nýlendunni eða „The Colony" en Mickey Rourke leikur á móti hon- um í henni. MBreski leikhúsmaðurinn og leikstjórinn Kenneth Branagh hefur lokið við stórmynd sína Hamlet og hefur tekið að sér hlutverk í bíómynd sem heitir Systur Shakespeares. Það furðu- iega er að myndin hefur ekkert að gera með skáldið góða eða skyldmenni hans. Attunda TTUNDA myndin flokki „Star Trek“- mynda er ein af haustmynd- unum í Bandaríkjunum. Hún heitir „First Contact" eða Fyrstu kynni og Trekkar bíða hennar með óþreyju. Sam- kvæmt þjóðtrú þeirra eru myndir með sléttri tölu í ser- íunni bestar. Allt iiðið úr fyrri „Star Trek“-myndunum er nú horf- ið, þ.m.t. William Shatner og Leonard Nimoy. Ný kynslóð undir forystu Patrick Stew- art hefur tekið við stjórn geimskipsins, en aukaleikar- ar í áttundu myndinni eru m.a. James Cromwell (svína- hirðirinn í Vaska grísnum Badda) og Alfre Woodard. Leikstjóri er einn af leik- urunum í seríunni, Jonathan Frakes, og hann segist halda fast í þá hefð góðmennsku og samhugar sem guðfaðir Trekka, Gene Roddenberry, hélt á lofti fyrir 30 árum. ,,„í ljósi þess sem er að ger- ast í heiminum í dag erum við heppin ef 24. öldin verð- ur eins og Roddenberry sá fyrir sér,“ er haft eftir Frak- es. trekkamyndin í ENN ný trekkamynd; úr Fyrstu kynnum. 21.000 hofðu seð Storm ALLS höfðu um 21.000 manns séð spennu- tryllinn Stonn í Háskóla- bíói og Sambíóunum eftir síðustu heigi. Þá höfðu tæp 10.000 séð gamantryllinn Fargó í Háskólabíói, tæp 5.000 Hunangsflugurnar og 4.500 Jerúsalem eftir Bille August. Um þessa helgi byijaði „The Arrival" með Charlie Sheen í Háskólabíói en næstu myndir þar eru m.a. „The Nutty Profess- or“ með Eddie Murphy og „The Substitute" með Tom Berenger. Kvik- myndahátíð í Reykjavík verður í Háskólabíói í lok mánaðarins en eftir hana koma myndir eins og „Dragonheart“ og Gosi og „Jack“, sem einnig verður í Sambíóunum. SÝND á næstunni; úr „Dragonheart".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.