Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 12
12 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ODOR KILL lykteyðír barr- og ferskjui RUÐUHREINSIR með sítrónuiim. Beint á bflinn úr tank. C0KE1/21.+LE0 WCrúllur ®QOt3*3*<>> meira en bensín BILSKURSHURÐIR DpLJ-i.....} :Z!.D;.........ÍO LDOD ISVAL-BOKGA FHF. HÓF DABAKKA 9. 11? RLYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 INNAN VEGGJA HEIMILISINS UNG hjón í Hafnarfírði afréðu að láta hanna hús sitt upp á nýtt. HÉR sést eldhúsið eftir breytinguna. Búið er að fjarlægja vegg og opna inn í borðstofuna. Kreppan hefur eyðilagt n FINNUR Fróðason innanhússarki- tekt er búinn að vera í faginu miklu lengur en hann kærir sig um að muna, eða frá 1968, og segir allt ganga í dag. „Það sem mér finnst kannski skemmtilegast núna er að það eru svo margir tískustraumar ráðandi í einu. Hér áður fyrr teikn- aði maður kannski sama eldhúsið tuttugu sinnum og notaði sömu viðartegundina margsinnis," segir hann. - Um hvað snýst þitt starf? „Það getur falið í sér allt mögu- legt, val á litum, gardínum, inn- réttingum í eldhús og bað og jafn- vel á húsgögnum fyrir einstakl- inga, eða hönnun á stórum vinnu- stað, spítala, skóla, skipi og allt þar á milli. - Hvaða munur er á innanhúss- hönnun eftir þjóðum? „Á Norðurlöndum er það að hugsa um heimilið almennara en annars staðar. Sunnar í Evrópu, Bandaríkjunum og Bretlandi er það fólk úr efri hluta þjóðfélags- stigans sem lætur hanna hjá sér húsnæðið en almenningur síður. Á Norðurlöndum tíðkast þetta í nán- ast öllum stéttum." - Hvemig velur þú til dæmis m „Ég reyni að átta mig á því hvað fólkið á af hlutum og hvernig stíl það hefur því ég er ekki að vinna fyrir sjálfan mig. Ég reyni þó að setja minn stimpil á það sem ég er að gera en þetta er samverk- andi. Oft næst bestur árangur með viðskiptavini sem hefur skoðun á hlutunum og á eitthvað sem hann vill nota og ganga útfrá. Ég hef þá tækifæri til þess að segja: Því miður, þetta er ekki stíll sem ég get unnið með." - Kemurþað fyrir að þú hafnir viðskiptavini vegna ágreinings um smekk? „Ég segi það aldrei beint, heldur reyni að finna einhverja aðra af- sökun. Maður getur ekki sagt við fólk: Þú ert svo hrikalega ósmekk- legur að ég bara get ekki unnið fyrir þig." - Sérðu það á kúnnanum hvort hann hefurgóðan smekk eða ekki? „Nei, það er ekki hægt. Ég hef fengið fólk hingað inn og hugsað: Guð minn góður en þegar heim er komið hefur það síðan reynst hið smekklegasta. Síðan hef ég fengið Morgunbladið/Halldór FINNUR Fróðason viðskiptavini sem eru þrælsmart á yfirborðinu en kannski ferlega ósmekklegir heima hjá sér." - Hvað er það ljótasta sem þú sérð? „Það fer mest í taugarnar á mér þegar ungt fólk er að búa til um- gjörð heima hjá sér í líkingu við það sem var heima hjá ömmu og afa. Það er oft tímaskekkja í heim- ili yngri krakkanna. Öðru gildir um fólk á miðjum aldri, sem hefur sankað a.ð sér ýmsum hlutum í gegnum tíðina, eða að því hafa áskotnast erfðagripir, sem það kannski langar alls ekkert mikið að eiga en hafa tilfinningalegt gildi. Annað hvort er yngra fólkið Opið í dag frá kl. 13-17 Verðfrákr. 198.9Ó0stgr. Suðurlandsbraut 54, sími 568 2866 alveg með á nótunum, eða það vill gamla stílinn, pluss-sófasett og þess háttar. Kannski finnst fólki það stöðutákn." - Hvernig hefur fagið þróast síðan þú byrjaðir? „Það má eiginlega segja að í raun og veru hafi það ekki þróast neitt voðalega mikið heldur meira gengið í hringi. Það sem hefur kannski breyst örlítið er innflutn- ingsvaran. Ef við tökum eldhúsin sem dæmi hefur sáralítið breyst. Það koma kannski nýjar viðarteg- undir eða að byrjað er að nota stein á borðplöturnar en grundvallar- hugsunin er sú sama. Niðurröðunin er óbreytt og þetta eldhús sem við þekkjum í dag er sama eldhúsið og kom fram á sjónarsviðið á bygg- ingarsýningu í Berlín árið 1932. Þá fóru konur betri borgaranna út á vinnumarkaðinn og húshjálpin hætti að búa inni á heimilinu." - Er þá ekkert hægt að gera betur? „Auðvitað má alltaf bæta um betur en fólk er afskaplega íhalds- samt, sérstaklega með eldhús. Við fáum oft rýmið upp í hendurnar frá arkitektinum, sem teiknar ákveðinn kassa og því er ekki um marga möguleika að ræða. Ég sakna skandinavísku, frönsku eða bresku línunnar þar sem við erum með alrými og losnum við þennan blessaða borðkrók, sem ég hef aldrei skilið, og sameinum eldhús og borðstofu. Þjóðverjar eru mjög sterkir í eldhússhönnun og því koma ákveðnar stefnur þaðan. Loks eru aðrir dálítið engilsaxneskir í smekk og undir áhrifum frá breska sveita- setursstílnum. Breska blóma- mynstrið hefur náð einhverri fót- festu hér en það sem fólk áttar sig kannski ekki á er, að það er erfitt að yfirfæra breskan smekk á íslenskar íbúðir og einbýlishús þar sem lofthæðin er 2,50 og gluggarnir allt öðruvísi. Umbúnað- urinn er allur annar." - Hvaða annmarka sérðu á þfnu fagi nú, ef einhverja? „Aðalbreytingin í dag er hversu Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Parfœr&u gjöfina •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.