Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 E 13 INNAN VEGGJA HEIMILISINS SVIPMYNDIR af stofu og baðherbergi. GANGURINN hefur tekið al- gerum stakkaskiptum frá því sem hér sést. margar íbúðir í blokkum eða rað- húsum eru fullbúnar þegar þeim er skilað, sem ekki er mjög gott fyrir okkar stétt. Þetta kemur auð- vitað verðinu niður en þýðir að við erum komin út í þetta Evróblokk- ar-fyrirkomulag þar sem allt er. eins og minni möguleikar fyrir fólk að leika sér svolítið. Mér finnst þetta synd því það stöðvar þróun- ina og ég hefði viljað að stærri byggingaraðilar væru í farar- broddi, þróuðu eitthvað nýtt og kæmu með aðrar lausnir og ný byggingarform. Ég sá sýningu í Danmörku í tengslum við menning- arborgina sem hét „Búið í borg". Þar voru sýndar nokkur þúsund íbúðir í nýju hverfí í Kaupmanna- höfn þar sem bólaði á nýjum gerð- um og nýrri hugsun. Þessa hef ég saknað hér í tengslum við hönnun- ar- og byggingardaga en bygging- ardagar hér eru ekkert annað en söludagar fyrir byggingariðnað- inn." - Hvernig er hönnun hér frá- brugðin? „Efnisvalið hjá okkur er hlýlegra en sunnar í álfunni þar sem lofthit- inn kallar á kaldari liti. Fólk kynd- ir til dæmis herbergi sem málað er rautt eða appelsínugult minna en blátt herbergi. Við þurfum aðra liti hér og margir sem hafa málað með bláu að sumri til vakna upp við vondan draum í janúar. Ef ALLIR þröskuldar voru teknir af gólfum þar sem í húsinu býr fjölfatlað barn. maður vill hafa svalt í svefnher- bergi er allt í lagi að mála það blátt en öðru gegnir til dæmis um stofu. Þetta fer síðan líka eftir tísku og hvítu tímabilin vara alltaf miklu lengur er þau skrautlegu. Jarðlitir eru dálítið í tísku núna, gulur, rauð- ur litur og þessi gamli flösku- græni, ekki síst á innréttingum, því hann er svo dimmur." - Hvað með brúna litinn? „Það er langt síðan hann var í tísku, kannski 15-20 ár, og kaffi- brúnir, hraunaðir veggir voru út um allt. Guði sé lof að það er búið. Núna felst grófa áferðin meira í steypu-brútalisma sem gilti í nokk- ur ár. Fólk skildi húsin eftir ópúss- uð og mótaförin áttu að sjást. Þetta hentar voðalega fáum auk þess sem ekki er gott fyrir húsin að vera ópússuð vegna rakadrægni. Hins vegar er þetta í sjálfu sér mjög flott og ef fólk vill yfirfæra þennan stíl á heimili þarf húsnæðið að vera mjög stórt og hátt til lofts, til dæm- is með tveggja hæða glugga í stof- unni. Síðan má nota gamalt skatt- hol og persneskt teppi til að gera hlýlegra." - Hvaða litur er uppáhalds Htur- inn þinn? „I raun og veru er hvítt í mestu uppáhaldi hjá mér. Maður verður leiður á hinu og hlutir eins og málverk njóta sín langbest á mjög ljósum grunni. En þegar ég vel liti á herbergi hjá fólki tek ég mið af þeim hlutum sem það á. Maður lendir eiginlega aldrei í því að fá alveg nýtt hús og fara með kúnnanum út að kaupa húsgögn. Það hefur kannski gerst tvisvar eða þrisvar en hættan er sú að innbúið verði örlítið sterílt og stemmningin meira eins og í hús- gagnaverslun. Það vantar per- sónulega hluti og þá þróun sem verður þegar dóti er safnað í mörg ár. Annars er til umboð fyrir allan fjandann hér en það sem er til á lager er kannski dálítið einhæft." - Hvað er efst á baugi núna? „Það er ekkert nýtt undir sól- inni. Byltingar verða mjög sjaldan og þá helst í kringum nýja tækni eða nýtt efni, samanber plastið sem kom fram á sjöunda áratugn- um. Þá var það nýtt að geta steypt húsgögn úr plasti og allir voru í því að teikna plasthúsgögn. Þetta var mjög frjótt tímabil. Núna er meira um hægfara þróun að ræða og alls engin bylting. Náttúruvæni stíllinn er talsvert áberandi og kemur fram á ýmsan hátt. Nátt- úrulínan byrjaði í gólfefnum fyrir fimm til sex árum. Þá varð aftur- hvarf til linoleum-dúks og parket- ið byrjaði að vera olíuborið, svo dæmi séu tekin. Þjóðfélagsum- ræðan hefur mikil áhrif á hönnun almennt, hvort um er að ræða iðnhönnun eða innanhússhönnun. Innanhússhönnun er 90% handverk og 10% list og listin verður alltaf fyrir áhrifum af umræðunni. Þegar náttúruvernd og endurvinnsla kem- ur til umræðu sýnir það sig í hönn- uninni, þótt stundum sé um plat að ræða. - Veistu hvað þú ert búinn að vera með marga kúnna frá því þú byrjaðir? „Nei, guð minn góður. Núna er ég að vinna við verk númer 728 en ég byrjaði ekki að númera verk- efnin fyrr en ég var búinn að starfa í 5-6 ár. Það segir heldur ekki allt því sumt er minni háttar og annað getur tekið hálft ár. Ég hef því ekki hugmynd." - Koma einhverjir aftur? „Sem betur fer gera einhverjir það og það hefur komið fyrir að ég hafi teiknað fyrir sama fólkið, jafnvel þrisvar. Maður fylgir því frá fyrstu íbúðinni í stóra einbýlishúsið og þaðan aftur í blokk þegar fjöl- skyldan minnkar aftur." - Hvað fer mest í taugamar á þér? „Það sem kreppan hefur eyðilagt mest er gæðaskyn okkar á öllum sviðum. Það er alltaf verið að leita tilboða og pína niður verð en í raun er verið að bera saman epli og app- elsínur. Verkkunnáttan hefur því farið niður á við. Ég held að við verðum mörg ár að jafna okkur á þessu. Þetta gildir til dæmis um smíði innréttinga og þú sérð ekki það sama í dag og fyrir tíu árum hvað varðar frágang því margir eru orðnir samdauna þessari sparn- aðarhugsun. Kúnninn veit oft ekki betur. Menn gera lág tilboð til þess að fá verkin en skila síðan mis- jafnri vinnu og þetta gildir jafnvel í sérsmíðuðum íbúðum. Þess vegna finnst mér frábært að fá til mín fólk sem strýkur hendinni bakvið og undir kanta og segir: Nei, þetta er ekki í lagi." Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogl-siml 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14. SEVERIN CAFE CAPRICE kqffivélin sýður vatniðjyrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Tllboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. REYKJAVlKURSVÆDI: Byggt og búið, Rafha, Suðurlandsbraut, H.G. Guðjónsson, Suðurveri. Húsasmiðjan, Skútuvogi, Glóoy, Ármúla 19, Rafbúðln, Áltaskeidi 31, Halnart., Miðvangur, Hafnarfiroi. SUÐURNES: Staðafoll hf. Keflavík, Samkaup, Keflavik, Rafborg, Grindavik. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trésmiðjan ^ Akur, Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfiröi, Versl. E 0J Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi, Skandi hf., Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, £ Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsgangaloftið fsafirði, Straumur hf., fsafirði, Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavfk. „q NORÐURLAND: Kf. Hrúlflrðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blonduðsl, Kf. O Skagftröinga, Sauðarkroki, KEA, Akureyri, og útibú á Norðurtandi, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. Langnesinga, •Q Þórshðfn. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðínga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egllsstoðum, ^ Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðariirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogl, Kf. 3 A-Skafttelinga, Höfn, SUBURLAND: Kf. Arnesinga, Vik, Kf. Rangæinga, Hvolsvelll, Kf. Rangæinga, Ruðalæk, Versl. Mosfeil, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Arnesinga, Seffossi. Einar Farestvelt & Co. hff. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. 7e#ca "-t Heildarbreldd 80 cm - 111 i\r\í}5\ Þvottavél og þurrkari. 'Ti-Bíii l<niroin^iÞ rnrn^ Báðar vélar geta unniö samtímis. Samstæða kr. 69.900 stgr. j -» »¦ Þurrkari Tekur4,5kgafþvotti. Veltir fram og aftur. Tvöföld hitaeinangrun. Forritanlegur tfmastillir. Topphlaoin/Hámarksending. Þvottavél 800 snúninga vinda tekur 5 kg af þvotti. 18 þvottakerfi. Stiglaus hitastilling. Sérstakt ullarþvottakerfi. Stiglaus vinda 400- 1000 sn. TopphlaSin, 2 öxlar vio vindu sem tryggja hámarksendingu. 600 stgr. j 2 ára ábyrgð áTEKA heimilistækjum 1000 sn. Verslun fyrír alla kr. 47.700 stgr. j Þvottavél til innbyggingar 1000 snúninga vinda tekur 5 kg af þvotti 18 þvottakerfi. Pvottavél og sambyggQur þurrkari. Þvottavél tekur 5 kg af þvotti 1200 snúninga vinda, 14 þvottakerfi.Stilling fyrir samfelldan þvott og þurrkun. Þvottavél 1000 snúninga vinda tekur 5 kg af þvotti. 18 þvottakerfi. Stiglaus hitastilling. Stiglaus vinda 400-1000 sn. Rafmagnsvatns- öryggi. Sérstakt ullarþvottakerfi. Topphlaoin. 2 öxlar við vindu sem tryggja hámarksendingu. H 85 B 40 D 60 cm. Síöumúla 34 (Fellsmúlamegin). S. 588 7332. OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18. LAUGARD. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.