Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 B 5 ert að ólöglegum veiðum og svo framvegis. Hífðu strax, eða ég klippi á togvírana. Ef þú getur klippt þetta troll, þá hlýtur þú að vera töframaður, svar- aði ég. Oðinn var um tvær mílur undan og hann kom á fullri ferð. Imyndað- ur þér, við erum að toga og tvö herskip sitt hvorum megin þétt við okkur! Nú hlýtur að verða árekstur, það getur ekki orðið annað en árekstur, hugsaði ég. Herskipið kallaði á Óðin og var- aði hann við því að hann væri á hættulegri árekstrarstefnu og að breski sjóherinn myndi ekki skipta um kúrs. Óðinn sló ekkert af, kom beint á þá! Á síðasta augnabliki snarbeygði herskipið í bak, Óðinn skaust á milli, meðfram bakborðs- hliðinni á okkur og bang! Trollið og tilheyrandi farið. Eg kallaði í bresku herskipin: Endemis aumingjarnir ykkar, þið eruð ekki færir um að stjórna öðru en barnavögnum! íslensku skipherrarnir voru mjög góðir sjómenn. Þeir höfðu betri stjórn á skipum sínum en breski sjóherinn. Herskipin voru stærri og höfðu meiri skotkraft, en þeir höfðu ekki sömu sjómennsku. Þá skorti reynsluna af því að starfa meðfram ströndinni." ísingin var verst Taylor segist oft hafa lent í hon- um kröppum, sérstaklega að vetrar- lagi norður af Horni. „ísingin var verst og oft mátti litlu muna að illa færi.“ Tryggingafélag togaranna í Hull bannaði þeim veiðar við Island yfir verstu vetrarmánuðina. Þegar togaramir fórast í Isafjarðardjúpi 1968 var Taylor að veiðum við Nor- eg vegna bannsins. „Ég var fyrstur að fara á Joseph Conrad frá Hull þennan vetur til íslands þegar bann- inu var aflétt í lok febrúar. Við vor- um með fimm kvikmyndatökumenn frá BBC um borð sem gerðu mynd um veiðiferðina og kölluðu hana Fish is Their Living (Líf þeirra er fiskur). Jack Sultman stjórnaði upp- tökunni. Þessi mynd vann 3. verð- laun í einhverri samkeppni á Ítalíu. Stjórnandinn hafði aldrei komið áður til íslands. Við fórum vestur fyrir Reykjanes, 40-50 mílur undan landi, og það skrýtna var að sjórinn var spegilsléttur. Þegar við hófum veiðar fengum við tvö þúsund kitt (125 tonn) á fjórum dögum. Stór- kostlegt fískirí! Við fórum síðan með kvikmynda- liðið inn til ísafjarðar og sýndum þeim hvar Ross Cleveland fórst og hvar Notts County strandaði. Þeir vildu líka taka myndir á Ísafirði og við stoppuðum þar í 12 tíma. Ég varð hissa á því að venjulega gáfu íslendingar sig ekki á tal við okkur. Við vorum ekki mjög vinsæl- ir! En þegar Joseph Conrad kom inn með kvikmyndaliðið sem veifaði biaðamannaskírteinum sínum þá flykktust stelpurnar að þeim. Eg sagði að í öll þau ár sem ég hefði verið við ísland hefði íslensk stúlka aldrei á mig yrt. Þeir væra því mjög heppnir! Þegar túrinn var hálfnaður lent- um við í slæmum NA-stormi og hafísinn fór að þrengja að okkur. Þetta sést allt í myndinni." Þorði ekki að hífa trollið Taylor segist oft hafa fundið til kvíða og haft áhyggjur þegar veðrið var sem verst. „Þeir sendu gamalt vöruflutningaskip sem hét Miranda okkur til aðstoðar, en hún gekk ekki nema um 10 mílur. Það var aðallega sjúkrahjálp og þess háttar sem hún veitti. Miranda var í sam- vinnu við íslensku Landhelgisgæsl- una. Við á Somerset Maugham höfðum verið að veiðum norðan við Horn í 3-4 daga og höfðum aflað ágætlega. Þá er skyndilega send út viðvörun um NA-storm. Somerset Maugham var einn stærsti síðutogarinn og gekk 15 mílur. Meðan við tókum síðasta halið var veðrið ágætt en skyndilega breyttist það til hins verra, við hífð- um, búlkuðum veiðarfærin og flýtt- um okkur í var undir Grænuhllð, líkt og flestir togararnir. Það var eitt skip að veiðum um 40 mílur undan landi. Skipstjórinn var íri. Það var kominn ofsastormur og frost. Þrátt fyrir að við værum í vari safnaðist ís á skipin, þótt ekki væri það til vandræða. Um klukkan 2 um nóttina kallaði Miranda í okk- ur þar sem við lágum innan um 30 togara. Hann sagði að togarinn væri núna 30 mílur undan og enn að toga. Hvað segirðu? sagði ég undrandi. Enn að toga? - Já, hann þorir ekki að hífa, sagði Miranda. Hann ætlar að reyna að komast nær áður en hann hífir. Við komumst ekki nema 10 mílur á klukkustund. Þú ert á hraðskreið- asta skipinu, viltu fara út og fylgja honum inn? Ég sagði að við þessar aðstæður skipti hraðinn ekki máli. En ég gat ekki neitað þessari beiðni og fór út. Þegar við vorum búnir að sigla í þijá stundarfjórðunga á hálfri ferð var skipið okkar orðið mjög ísað. Ég gat ekki snúið við en kallaði á togarann sem enn var að toga. Hann sagði mér að hann þyrði ekki að láta áhöfnina fara á dekk, það væri of hættulegt. Við vorum þrjá tíma til hans og komið að morgunverði áður en við fundum hann. Skipið okkar var orð- ið kafísað en hann var eins og ijóma- terta! Ég er enn að toga, það era ekki nema 25 mílur í land, sagði írinn. Þú verður að höggva á vírana, sagði ég. Hann gerði það. Skipið hjá honum var mjög illa ísað bak- borðsmegin og ég sigldi upp að honum þeim megin og sagði honum að halda sig eins nálægt mér og hann þyrði. Við sigldum hægt að landi. Þegar við komumst í var voru skipin svo mikið ísuð að ég man ekki annað eins. Ég hafði áhyggjur af okkar skipi, en meiri af hinum togaranum. Miranda kallaði á okkur á 5 mín- útna fresti þar sem hún lá fyrir akkerum í vari. Ég gáði hvort það væri varðskip undir Grænuhlíð, en það var ekki. Annars hefði ég kallað í það og beðið um fylgd, ef eitthvað gerðist. Sem betur fer gerðist ekk- ert þótt bæði skipin væru farin að hallast hættulega mikið í hvort borð þegar þau ultu í risastórum öldum. Ég hafði þó minni áhyggjur af öld- unum en ísingunni. Það tók sólar- hring að höggva ísinn af okkar skipi. Þetta voru óttalegar átta stundir," segir Taylor. Tvennir tímar Þegar Taylor var ungur voru gerðir út um 250 togarar frá Hull. „Um fjórðungur fiskaði í Barents- hafi, við Noreg, Bjarnarey og Sval- barða eða vestur við Labrador pg Grænland. Hinir voru allir við ís- land. Ég fískaði svolítið við Noreg og í Barentshafi en ég kunni best við íslandsmið. Þar fékkst betri físk- ur. Alltaf meiri gæði. Þessi skip sem ég var á komust á íslandsmið á þremur og hálfum sólarhring. Ég þurfti ekki að fara lengra og fékk fínan fisk. Aðrir voru að stíma í fimm sólarhringa hvora leið eða lengra. Yfirleitt fiskaði ég við ísland. Túrarnir til íslands stóðu allt frá 15 og upp í 21 dag, það fór eftir veðri og aflabrögðum. Fiskurinn var allur ísaður um borð. Við ísuðum mjög vel allt sem kom um borð fyrstu þijá eða fjóra dagana. Þeir sem voru í lestinni röðuðu fiskinum í stíurnar og pössuðu að hver fiskur lægi beinn. Kaldur sjórinn umhverf- is Island hjálpaði einnig við að varð- veita gæði aflans.“ Taylor fékk venjulega frí tvo túra á ári. Sex vikna sumarfrí og aftur um jól og áramót þegar hann var orðinn eldri og reyndari. Ungu skip- stjórarnir fengu ekki frí yfir hátíð- arnar heldur urðu að vera á sjónum en þeir eldri fengu frí. Bestu sölurn- ar eru yfirleitt strax eftir nýárið. Sjómannsferlinum lýkur Taylor segist hafa verið búinn að gera sér grein fyrir því að íslands- mið myndu á endanum lokast fyrir breskum toguram. „Ég skildi vel ástæðuna fyrir þorskastríðunum og var búinn að segja yfírmönnum mín- um að tími okkar við ísland væri takmarkaður. Ég sagði þeim að gera ekki miklar áætlanir um framtíðina þegar Perú færði út í 200 mílur. Þeir stóluðu algjörlega á ansjósuna og útlend skip mokuðu henni upp. Um leið og komið var fordæmi sagði ég að það liði ekki á löngu uns það kæmu 200 mílna mörk við ísland, og ég hafði rétt fyrir mér. Þegar íslendingar vora að tala um fískvemd þá stækkuðu þeir möskv- ana í netunum svo litli fískurinn kæmist í gegn. En stærstu hrygning- arsvæðin eru Selvogsbankinn og Eld- eyjarbankinn. Ég held að þeir hefðu átt að banna veiðar þar í þijá mán- uði meðan hrygningin stóð yfír og leyfa fískinum að hrygna. Það var alltaf nóg af físki fyrir vestan sem , ekki var í hrygningu. Það er skyn- samlegt að hafa friðun yfír hrygning- una eins og nú er gert.“ Þegar miðin við Ísland lokuðu hafði skip Taylors þorsk- og ýsu- kvóta við Noreg. Þeir vora sex mánuði að veiða kvótann. Þá fóru þeir að veiða makríl og síld við Bret- landsstrendur. „Öll mín skipstjórn- arár hafði ég aldrei gert mér grein fyrir því að það væri svo mikill fisk- ur við okkar eigin strendur. Makríl- torfurnar í Ermarsundi eru ótrúlega stórar,“ segir Taylor. Taylor var enn á C.S. Forrester. Þeir voru sendir í „gullgrafaraveið- ar“. Þeir máttu fiska upp að þremur mílum, tóku eitt til tvö höl. Þeir lönduðu í verksmiðjuskip sem unnu aflann. Þetta gerðu þeir í þijú ár. Þá var kvótinn skorinn niður, og loks var hann orðinn svo lítill að skipið fiskaði ekki fyrir kostnaði. Skipið var selt til íslands og fékk nafnið Rán. Tayior segir að útgerð- armaðurinn hafi hálfpartinn beðið sig afsökunar á þvf. Þá fór Taylor til J. Marr útgerð- arinnar sem átti frystitogara og ís- fisktogara. Hann tók við frystitog- aranum Cordella og var þar í 5 ár. Þeir voru 6-10 vikur á sjó og komu . með. 600 tonna afla í land úr veiði- ferð. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir Taylor eftir að hafa verið á ísfisk- togara alla ævi. En þetta vandist. „Besta skipið sem ég var nokkru sinni á var Shetland Challenger," segir Taylor. „Ég tók við því nýju 1990. Það var byggt í Noregi og kostaði 30 milljón pund (3,3 millj- arða króna). Eigendurnir voru norskir en skipinu flaggað til Hjalt- lands. Um borð voru tvær vinnslu- línur, önnur fyrir rækju og hin fyrir flakavinnslu. Það var 15 mm stál í byrðingnum og hægt að toga í 2 metra þykkum ís. Venjulega var farin ein ferð á ári í Barentshaf og síðan verið á síld og makríl á bresk- um miðum.“ Bestu árin voru við ísland Richard Taylor hætti til sjós og settist í helgan stein fyrir tveimur árum. Hann flutti þá ásamt konu sinni, Sheiia Mae Elizabeth Taylor, í lítið einbýlishús í nýju hverfi fyrir eftirlaunafólk í Hull. Hann fékk sér bók um garðyrkju og í sumar þurfti frúin aldrei að kaupa grænmeti. Atorkan sem áður skilaði afla úr sjó fer nú í kálmetisrækt. Taylor saknar áranna við íslands- strendur. „Besti tími minn til sjós og bestu fiskimiðin voru við Island. Ég kunni best við mig við Norður- land og sérstaklega norðvesturhorn- ið. Þar var besti fiskurinn. Þorskur- inn var ráðandi á markaðnum í Hull og við vorum á höttunum eftir þorski og ýsu. Þegar við færðum okkur upp að línunni í vondum veð- rum var hægt að halda áfram að físka. Þá vorum við aðallega í kola, en við vildum ekki fá of mikið af honum. Þá hrundi verðið. Ég hef víða fískað en_ veit ekki um nein önnur mið en íslandsmið þar sem hægt er að fá bókstaflega allar tegundir af físki, þorsk, ýsu, rauðsprettu, lúðu. Þetta var alltaf hægt að veiða einhversstaðar við ísland, ef þú vissir hvar átti að leita.“ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur MIL iKUDAGINN 26. nóvember byijaði þriggja kvölda Monrad- sveitakeppni félagsins. 20 sveitir taka þátt og spila þær þijá 10 spila leiki hvert kvöld. Efstu sveitir eftir 3 umferðir: Sv. VÍB 68 Sv. Júlíus Siguijónsson 64 Sv. JensJensson 60 Sv. Radíómiðun 54 Sv. Gylfi Baldursson 52 Sv. Málning 49 Sv._ Halldór Svanbergsson 49 í 4. umferð mætast m.a.: VÍB - Gylfi Baldursson, Júlíus Siguijónsson - Eurocard, Radíómiðun - Jens Jensson. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 26. nóvember var spiiaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefn- um spilum. 19 pör spiluðu 9 umferð- ir með 3 spilum á milli para. Meðal- skor var 216 og efstu pör voru: ' NS Nicolai Þorsteinsson - Sigurður Þorgeirsson 252 Guðmundur Þórðarson - Valdimar Þórðarson 241 Unnar Jóhannesson - Bjöm Svavarsson 240 AV Bjöm Brynjólfsson - Stefán Jónsson 247 Guðm. Sigurbjömsson - Þóroddur Ragnarsson 241 Bjami Bjamason - Guðmundur Þórðarson 235 Bridsfélag SÁA spilar öll þriðju- dagskvöld í Úlfaidanum, 2. hæð, Ármúla 40. Spilaðir eru eins kvölds tölvureiknaðir Mitchell-tvímenn- inegar með forgefnum spilum. Allir spilarar eru velkomnir. Spila- mennska byijar kl. 19.30. Keppnis- stjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 27. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefn- um spilum. 18 pör spiluðu 9 umferð- ir með 3 spilum á milli para. Meðal- skor var 216. Veitt vora rauðvíns- verðlaun fyrir efstu pörin í hvora átt og vora það Ólöf H. Þorsteins- dóttir og Sveinn R. Eiríksson sem unnu þau í NS og Guðlaugur Karls- son og Magnús Oddsson unnu þau í AV. Lokastaðan varð annars þessi: NS Ólöf H. Þorsteinsdóttir - Sveinn R. Eiriksson 258 RúnarEinarsson-IngiAgnarsson 257 Albert Þorsteinsson - Kristófer Magnússon 249 AV Guðlaugur Karlsson - Magnús Oddsson 252 Óskar Þráinsson - Einar Guðmundsson 244 Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson 224 Fimmtudaginn 3., 10. og 17. desember verða spilaðir eins kvölds tölvureiknaðir Mitchell-tvímenning- ar með forgefnum spilum. 3. desem- ber verður rauðvín í fyrstu verðlaun en 10. og 17. desember verður hangikjötslæri í fyrstu verðlaun. Spilamennska byrjar kl. 19.30. Vika um jólin á Kanarí 24. desember frá kr 43.930 Síðrtstu s<eti4» Við bjóðum nú hreint ótrúlegt tilboð til Kanarí um jólin fyrir þá, sem vilja skjótast út í hlýju og sól yfir hátíðirnar og njóta þess besta sem Kanrí hefur að bjóða. Við eigum nokkur sæti í vikuferð þann 24. desember og þú kemur heim á gamlársdag kl. 15.00, beint í áramótaveisluna heima. Frábær gisti- valkostur, Green Sea, með toppþjónustu. Allar stúdíóíbúðir með eldhúsi, baði og svölum. Veitingastaðir, íþróttaaðstaða, tennisvellir, tvær sundlaugar. Beint flug til Kanarí með Boeing 757. Verð kr. 43.930 M.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Green Sea. 2 frí<Ug<ir Verð kr. 49.960 2 í stúdíó, Green Sea, 24. des., 7 nætur. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.