Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 B 3 halda jól með fjölskyldum sínum og voru því fegnir. Rekinn frá Hellyers-bræðrum Richard Taylor var kallaður á teppið hjá forstjóra útgerðarinnar þegar hann kom heim úr þessari för. „Forstjórinn var öskureiður yfir því að ég sló lögreglumanninn," segir Taylor. „Hvílík skömm! hróp- aði hann; Þú færð aldrei aftur vinnu í Hull! Ég hafði þungar áhyggjur þegar ég kom út af skrifstofunni og gekk niður marmaratröppurnar. Þar beið eftir mér maður og spurði hvort ég væri Richard Taylor. Ég svaraði því játandi. Hann sagði að yfirmaður sinn, Michael Burton, vildi hitta mig. Ég víssi að Burton var forstjóri Newington Trawlers útgerðarinnar. Ég sagðist mundi panta hjá honum viðtalstíma. Nei, hann vill hitta þig núna, svar- aði maðurinn. Þegar ég kom á skrifstofu New- ington sagðist Burton vita að ég væri hættur hjá Hellyers bræðrum. Við viljum ráða þig, okkur vantar einhvern sem kraftur er í! sagði hann. Ég var hjá þessari útgerð í 20 ár og sá aldrei eftir því. Mér gekk mjög vel. Hellyers-bræður reyndu tvisvar að fá mig aftur á þessum 20 árum, en ég kærði mig ekki um það." Öll skip Newington félagsins hétu eftir rithöfundum, til dæmis James Barrie, Peter Scott, Sommerseth Maugham, Hammond Innes, C.S. Forester og Conan Doyle. Taylor var boðið að velja á milli tveggja skipa. „Ég valdi Conan Doyle og var á honum í ár en var aldrei tekinn í landhelgi. Ég var stundum hissa á því að ég slapp vegna þess að ratsjá- in var alltaf að bila. Ég var mikið útaf Horni, en aðeins farinn að vitk- ast og öðlast reynslu. Ég vissi að 55 faðma dýptarlínan var rétt utan við landhelgismörkin útaf Horni og allt að Jökulfjörðum, ef maður fór ekki grynnra þá var allt í lagi þótt ratsjáin væri biluð. Varðskipin komu oft upp að mér og við kölluðumst á. Taylor, þú ert mjög nálægt lín- unni, sögðu þeir. Ég veit það, en ég er ekki fyrir innan, svaraði ég. Við fylgjumst með þér, svóruðu þeir. Já, verið þið sælir!" Stóðst ekki mátið Eftir ár á Conan Doyle fékk Tayl- or stærra skip, James Barrie, og var á því í þrjú ár. Hann rifjaði upp nokkur ævintýri á því skipi. Það fyrsta frá því er togarinn Northern Spray frá Grimsby strandaði undir Grænuhlíð í ísafjarðardjúpi í lok október 1963. „Við vorum að búa okkur undir að leggjast um hálfa mílu undan Ritnum, ég vildi ekki kasta akkerum heldur láta reka," segir Taylor. „Northern Spray var um hálfa mílu fyrir framan okkur. Skipstjórinn var að tala við annan Grimsby-togara í talstöðinni. Ég reyndi að ná athygli hans og komast inn í samtalið því hann var að reka upp á sker. Það tókst ekki og hann strandaði. Ég kallaði í hann og sagðist vera rétt fyrir aftan hann. Ef þú lætur áhöfnina fara í bátana þá reka þeir yfir til okkar, sagði ég. Meðan ég var að tala kallaði Landhelgis- gæslan í mig og sagðist vera á Isafirði og á leiðinni til okkar á fullri ferð. Þeir tóku áhöfnina um borð og fóru með hana til Isafjarðar. Eg kallaði í varðskipið og sagði að það yrði flóð eftir 6 tíma. Það væri eng- inn eftir um borð og ég vildi fá að bjarga skipinu og eiga það, þótt það væri orðið gamalt. Ef skipið myndi sökkva, þá færi það hvort eð er. Skipherrann sagði mér að láta það vera, varðskipið ætlaði að bjarga togaranum. Þeir reyndu það í birtingu en togarinn fór ekki á flot. Ég vissi að þeir myndu ekki aftur reyna að draga hann á flot fyrr en á flóðinu sem var um kl. 23 þetta kvöld. Klukkan var að verða fjögur og byrjað að dimma, veðrið var að ganga nið- ur. Þar eð Landhelgisgæslan vildi ekki leyfa mér að bjarga togaranum ákvað ég að fara á veiðar. Þegar ég nálgaðist landhelgismörkin sá ég þessar fínu lóðningar. Ég hugsaði að fyrst varðskipið væri bundið við togarann, tilbúið að toga í hann eftir fimm tíma, skyldi ég láta troll- ið fara þarna innan við mörkin. Þótt þeir sæju mig í radarnum gætu þeir ekkert gert. Eg fékk mjög gott halaf ýsu og kola. Á flóðinu toguðu þeir í togarann á skerinu, en honum varð ekki Hjó af sér vörpuna og sigldi til hafs lsafirfii, 15. nóv. imarirnnna út a{ Stirja laustlorlrm t>& 15 «i<5mliu íyrir inn«: T_(6k|iyrlr mlCngttl í easrkviJUU. »«!*¦<'' bjargað. Þetta endaði þvi 1-0 fyrir mig gegn Landhelgisgæslunni," segir Taylor og hlær. Taylor var tekinn tyisvar í land- helgi á James Barrie. í fyrra skiptið um miðjan nóvember 1963 út af Stiga. Varðskipið Þór kom að togar- anum að veiðum. Togaramenn hjuggu á togvírana og þurfti varð- skipið að skjóta þremur lausum skotum áður en togarinn stöðvaðist. Taylor hlaut tveggja mánaða varð- hald, þar sem um ítrekað brot var að ræða, og 300 þúsund króna sekt. Á heimleiðinni sigldu þeir á James Barrie suður fyrir land og þóttu það undur og stórmerki að sjá Surtsey risna úr hafi þar sem áður var hyl- djúpt haf. Tekinn og sleppt Það var í september 1964 að varðskipið Óðinn kom að togurunum James Barrie og Wyre Vanguard innan landhelgi út af Barða. „Skipstjórinn á Wire Vanguard var bara ungur drengur. Þetta var fyrsta ferð hans sem skipstjóri," segir Taylor. „Við höfðum dansað á Iínunni, vorum að veiða kola. Gælu- nafnið mitt var „Old Fox" (gamli refur) og ég kallaði hann Billy litla. Ég sagði Billy að þegar ég fiskaði þarna áður hafi verið mjög góð veiði 11 mílur undan landi, en hann yrði að fara mjög varlega. Billy litli var á undan að kasta svo hann var nær landi. Þegar ég kastaði var ég fyrir utan hann en samt rétt skriðinn yfír línuna. Þá sá ég Óðinn koma öslandi og ég kallaði í Billy: Þetta er Crusty - það var gælunafn okkar á Landhelg- isgæslunni. „Crusty Chris" notuðum við um Eirík gamla Kristófersson. Billy sagðist ekkert sjá í radarnum, en við vorum með mjög góðan radar og ég beygði undan. Varðskipið fór beint að Wyre

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.