Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 B 9 og hún fékkst ekki í gang aftur. Okkur rak nú út frá landinu og það verður úr að við setjum upp dálítil horn af segli til að sigla undan. En við höfðum enga útsýn því sjóndeild- arhringurinn var lokaður af rokgeyf- unni. Eg tók það ráð að tína út sem- entspokana til að létta bátinn, en það tókst ekki betur en svo að það var lítið annað en bréfið, sem fór út, því pokarnir voru orðnir svo blautir. Sementið var því eftir í bátn- um og reyndum við að moka því út með austurtroginu og höndunum. Ég tók líka staurana, sem mynduðu dálítið háfermi, en eigandanum féll það ekki og kippti inn þeim sem sem hann náði til, þegar þeir runnu aftur með síðunni. Hann lagði þá svo ofan á stelpuna sína þar sem hún hnipr- aði sig saman í skutnum. Við sigld- um nú áfram með seglbleðilinn og stóðum í linnulausum austri til að halda okkur ofansjávar. Skyndilega fengum við á okkur stórsjó og vildi þá farþeginn að við beittum upp í báruna. Eg benti honum á að það hefði enga þýðingu, við værum bara með lítið seglhorn og báturinn myndi fara flatur undir ölduna. Svo við renndum undan en sáum þá í botn og vissum að við hefðum yerið að fara yfir Flangagrunnið. Á þessu seglhorni komumst við svo áfram og þegar við eygðum land, vorum við rétt fyrir framan Akurtraðir. Þar köstuðum við út dreka og kom þar svo að bátur, sem hjálpaði okkur upp. Systir okkar fór ríðandi frá Búð- um inn í Grundarfjörð til að ná síma- sambandi til að reyna að fá báta til að leita okkar. Bátur, sem hét Örn, var á snurvoð þarna skammt fyrir utan Melrakkaey, en þar var skap- legt veður. Þessi snörpu rok ná sjald- an langt út, aðeins rétt út fyrir fjörð- inn. Um borð í Erni var fullorðinn maður, sem Halldór hét. Hann sagði að það næðí ekki nokkurri átt að vera ef til vill að stefna í tvísýnu við að leita að tveimur bölvuðum strákfíflum. Það væri miklu dýrara að missa fjögurra manna skipshöfn. Hann var fljótur að reikna það dæmi, gamli maðurinnn. Ég held að þetta hafí nú mátt kallast háskaferðalag, en þó fann ég ekki til neins ótta og þóttist viss um að við kæmumst heilu og höldnu undan rokinu. Prestssonur og ölkær Reykvíkingur Mér er minnisstæð ferðin, þegar við sóttum Þorstein til Reykjavíkur, en það var fyrsti stóri báturinn, sem ég var skipstjóri á. Þá var erfitt að manna fiskibáta, en ég var búinn að fá tvo menn auk okkar bræðra, svo við vorum fjórir á. Þar að auki hafði Halldór, sonur séra Jósefs á Setbergi, beðið um far heim og var hann fimmti maðurinn. Einhvern veginn hafði mér borizt til eyrna að annar skipverjinn, sem ég fékk í Reykjavík, væri talsvert ölkær, svo þegar við vorum allir komnir um borð í bátinn með farangur, vildi ég strax láta úr höfn. Nú höfðu veður- skeytin boðað norðaustan storm og snjókomu, svo útlitið var ekki hag- stætt. En í Reykjavík var þó enn hið blíðasta veður og ýfulaust sunn- an við flóann. Engin veðrabrigði voru sjáanleg, en komið nær kvöldi. Ég segi við strákana að sjálfsagt sé að fara, við munum áreiðanlega komast norður undir Nesið áður en veðrið versni. Norður á miðjan Faxaflóa er sama blíðviðrið og engin breyting sjáanleg. Ég segi þá við tvo strákana, prests- soninn og annan Reykvíkinginn, að nú skuli þeir standa vakt næstu þrjá tímana, þá verðum við komnir lan- gleiðina yfir Flóann og í hlé við Nesið. En ég var rétt sofnaður, þeg- ar reykvíski skipverjinn kemur niður með miklu írafári og segir að ég verði að koma upp strax, það sé komið vitlaust veður. Ég hélt það gæti ekki verið, báturinn haggaðist ekki. Hann sagði það væri alveg sama, skollið yæri á öskurok og stór- hríðarbylur. Ég yrði að koma strax, það væri ábyrgðarlaust að láta hann og helvítis prestssoninn vera tvo á vakt í þessu veðri. Ég beið þá ekki boðanna og hrað- aði mér upp. Þetta reyndist rétt vera, það var komið hvítskafningsrok og norðan dimmviðri. Við vorum norðan til við miðjan Flóa og það tók 18 tíma að komast upp undir Nesið. Við lentum þar undir Búðahraun og lágum þar í vitlausu veðri í einn sólarhring. Þá lægði storminn dálítið svo við léttum og héldum áfram fyr- ir Jökul. Hásetinn minn úr Reykja- vík, sem frekar mundi hafa kosið að sitja heima yfir ölkollunni en standa í þessum stórræðum, hafði á orði að það væri hryllilegt að vera að berjast áfram á svona smáskel á sama tíma og fjöldi stórra síldar- skipa lægi í landvari sunnan undir vegna veðurs. Okkur miðaði áfram, en hægt að vísu. Þá gerðist það ein- kennilega atvik, að til Grundarfjarð- ar og Stykkishólms barst sú frétt að frá Sandi hefði séztbátur á sigl- ingu inn með Nesinu. í Ólafsvík töldu menn sig líka hafa séð bátinn, en þá hafði gengið dimmt él yfir og eftir það sást hann ekki meir. Litlu seinna var farið að reka á land ýmislegt, sem menn töldu að vera mundi brak úr bát. Þessi frétt olli miklum óróa hér heima og nærri lá að menn yrðu undrandi, þegar okkur bar að landi og ekkert reyndist að. Við hrepptum að vísu versta veður, en hvorki farviður né bátur hafði orðið fyrir skemmdum. Systir mín, sem var búsett í Stykkishólmi, var þess fullviss að við værum ekki leng- ur ofansjávar. Sjór upp í hné í bestikkinu Ekki get ég sagt að ég hafí lent í háska. Maður lenti þó oft í mjög vondum veðrum og tvísýnu í miklum brotum, en ekki þeim háska, sem telja mætti til lífshættu. Menn harðna við hverja raun. Þegar ég var á Grundfírðingi nýjum 1957, vorum við að draga línu. Við vorum einskipa á sjó, sóttum kannski eitt- hvað fastar en vera bar. Við vorum að andæfa við baujuna, þegar bauju- maðurinn kallar og segir mér að koma, það hafi komið brot á bátinn og brotið hann. Báturinn hafði ekki hreyfst mikið svo ég var ekkert að flýta mér, en þegar ég stökk fram úr var sjór í bestikkinu upp undir hné og það bunaði niður í káetuna að aftanverðu. Vélstjórinn hafði ver- ið fljótur upp, því öll lunningin öðrum megin hafði brotnað og opnast niður með styttunum og þar bunaði sjórinn niður í kojuna hans. Við settum all- ar dælur í gang og handdældum líka. Allar stytturnar og lunningin stjórn- borðsmegin voru farnar á um fjög- urra metra svæði meðfram stýris- húskappa. Við drifum í því að taka segl og negla það yfir styttubrotin, tókum allt smjörlíki og smjör, sem við áttum til og mökuðum í þetta og reyndum að loka þessu eins og hægt var, þannig að dælurnar hefðu við. Svo strengdum við þrjá kaðla í skarðið. Síðan drógum við alla línuna og fiskuðum svona venjulega. Á meðan kom aldrei sá sjór á bátinn að það skipti máli. Síðan var ætlunin að panta við- gerð inni í Stykkishólmi, en þegar við ætluðum að keyra þangað inn gekk ekkert því dælurnar höfðu þá ekki við. Ég ákvað því að hætta við og setti á lens fyrir Jökul, því þá lak mikið minna. Við pöntuðum svo við- gerð í Slippnum í Reykjavík og ég sagði þeim að ég vildi fá þetta gert á einum sólarhring. Það væri ekki meiri vinna en það. Þeir hefðu teikn- ingu af bátnum og gætu smíðað all- ar stytturnar og haft þær tilbúnar til að reka í. Þeir voru á því að þetta væri hægt. Bjóðin voru tekin í land og ég lét beita línuna í Reykjavík og Ingvar Vilhjálmsson tók fiskinn. Eftir 18 tíma var viðgerð lokið og við tókum bjóðin og keyrðum vestur undir Jökul og lögðum þar. Þá var veðrið ekki gengið betur nið- ur en svo, að það var enginn bátur á sjó. Við fengum því einn aukaróð- ur út úr þessu. Mér þótti viðgerðin ganga vel fyrir sig og við notuðum tímann vel. Svona var þetta, vitleys- an var svo mikil að maður gat ekki stoppað. í þessu tilfelli hefði kannski einhver aldrei farið í baujuna eða skorið á línu eftir að brotið kom. Mér fannst miklu betra að draga línuna til að fá kjark í strákana og líta bara á þetta sem éinstaka báru, sem það reyndar var. Þetta var bara einn hnútur, en þeir eru sumir svo sterkir að sjórinn lemst eins og grjót á bátana. • Bókarheiti Soffí, 199 bls. Höfundur Hjörtur Gíslason. Útgefandi Hörpuútgáfan. Leiðbeinandi verð kr. 3280. Innrásin á Mars Verður sjálfbær þróun innan lífhjúps Jarðar ein af niðurstöðunum af yfírtökuMars? Einar Þorsteinn veltir þessu fyrir í Veraldarvafstri sínu. FÁTT hefur nú nýverið vak- ið meiri opinbera tjáningu meðal fulltrúa kerfisins bæði af andlegum og veraldleg- um toga en ályktanir dregnar af loftsteini sem fannst á ísbreið- unni á Suðurskautslandinu fyrir einum sextán árum. Ekki minni jarðverja-leiðtogi en Clinton forseti lét það eftir vís- indunum og NASA, geimferða- hernaðar-stofnun Bandaríkj- anna, að taka að sér að tilkynna um þann möguleika, að líf hafi verið á Mars fyrir þremur og hálfum milljarði ára. Og skyndi- lega er samfélag vitsmunavera á Jörðinni hoppandi á öðrum fæti, þegar svo augljós hlutur og að líf fylgi efni, sé jafnvel hluti af því fyrirbæri, fær stuðn- ing, þótt jafnlélegur sé og grjót- ið frá Mars. í hraðri spólun alls þess sem síðan hefur fyllt vísinda- og hugmyndfræði dálka jarðar- fjölmiðlanna er einkum tvennt sem er þess virði að stilla aftur yfir á - spilun -: Það eru þá fyrst hugleiðingar andlegra kennimanna um trúarleg áhrif þessa. Sérstaklega spurningin um hvaða trúarbrögð fylgi þá hugsanlegu vitsmunalífi annars staðar? Með öðrum orðum: Hver eru hin raunverulegu alheims- trúarbrögð, ef nokkur? Hitt er svo sú einfalda en jarðar-miðlæga skoðun að úr því að svona mikil umferð loftsteina er greinilega á milli reikistjarn- anna geti annar „lífsvæddur" loftsteinn fyrst hafa farið frá Jörðu til Mars. Kveikt þar líf, sem barst síðan aftur hingað? Og við erum þá aftur lent þægi- lega á okkar gamla góða núll- reit í matador-spili tilverunnar. Á þeim reit sem kirkjuvaldið í Róm sællar minningar gerði reyndar Jörðina að miðpunkti alheims og samdi við sólina um að snúast umhverfis þá miðju, a.m.k. í hugum skjólstæðinga þeirrar sérkennilegu valdastofn- unar! í Newsweek 23. september 96 er smellin grein um: Nýlend- una á Himni, þ.e.a.s. Mars. Þar er rætt um „neðanjarðar"-hóp áhugamanna um jarðarvæðingu reikistjörnunnar Mars. En það þýðir einmitt að gera lífsskilyrð- in á henni smátt og smátt sam- bærileg við þau hér hjá okkur, í þeim tilgangi að menn flytji þangað alfarnir. Ekki er víst hvernig umhverfis- og náttúru- verndarfólk muni bregðast við slíkum umhverfisröskunum? En ef til vill er verndunar-hug- myndafræði okkar einungis FRA Mars bundið við egóistísk „heima-hjá- mér" sjónarmið? Hvað sem hugsanlegum ný- skýringum á þessum viðhorfum öllum líður þá kemur hugtakið sjálfbær þróun uppúr kafinu í þessum umræddu nýlenduskrif- um. Og það á þann hátt að við gætum hugsanlega þurft að jarð- arvæða Jörðina sjálfa, þ.e.a.s. til baka til þess jafnvægisstigs sem hún var á áður, t.d. fyrir iðnbylt- inguna á átjándu öld. Þarna er sem sé lagt til að lífhjúpur Mars verði eins konar tilrauna-„reitur" sem við gætum notfært okkur til þess að kanna hvernig á að koma á sjálfbærri þróun hér hjá okkur! En þar sem slík framkvæmd tæki um 300 ár á Mars er nú reyndar fremur ólíklegt að það færi sameiginlegu mannkyni Jarðar og Mars vel úr hendi. Nema menn hugsi sér fram- kvæmdina á eftirfarandi hátt: Fyrst verði Mars jarðarvæddur án mistakanna sem hér hafa þegar verið gerð. Topparnir flytji síðan þangað (það er jú svo dýrt að fara í slík ferðalög) rétt áður en lífhjúpurinn hér er ónýtur. Þá verði líflaus Jörðin hvfld í nokkur ár, svona eins og akur sem hefur fengið of mikið að til- búnum áburði! En eftir það byrj- að á að jarðarvæða Jörðina frá núlli, byggt á reynslu Marsbú- anna (Homo Mars-Sapiens) sem héti þá reyndar líklega að mar- svæða Jörðina!!! En ekki er höfundur nýlendu- hugmyndarinnar raunar á því máli að sjálfbær þróun sé neitt gamanmál sem er vissulega hár- rétt viðhorf. Vonandi fyrirgefur hann notkunina á því tilefni nýrra viðmiðana sem hér býðst og afhjúpar í leiðinni innstu gerð okkar manneskjanna af mis- kunnarleysi.- En hér gefst vissulega einnig tilefni til þess að ræða um hvað hin þekktu en óskiljanlegu orð SJALFBÆR ÞROUN snúast í raun. Því ekki er víst að lesandinn geri sér neina grein fyrir því hve vítt þetta hugtak er? Höfundurinn segir: „Tilvera mannkynsins á Jörðinni er að sjálfsögðu einnig langtímaverk- efni og það er þýðingarmikið að muna hvers vegna svo er. Fólk mun einnig sem nú lifa hér eftir 500 ár og það verða allt skyld- menni okkar. Þessi fjarlægu börn okkar eiga skilið að fá afhenta lífræna Jörð sem þau þurfa einn- ig á sinn hátt að fara gætilega með. Vegna þeirra þurfum við að gera áætlun um sjálfbært líf hér á Jörðinni." En hvað þýðir þá sjálfbært líf? Það þýðir ekki bara flokkun á rusli eða gerð safnhauga. Eða einhver vandamál landbúnaðar eða sjávarútvegs. Það tengist ÖLLUM gerðum okkar innan líf- hjúps Jarðarinnar. Einkum þeim sem snerta notkun á nútíma- tækni. Þar sem að jafnvel ein- földustu framkvæmdir okkar eins og til dæmis að aka bíl, hafa hver fyrir sig lítil áhrif. En ef þær eru endurteknar nógu oft og af nógu miklum mannfjölda geta allar þær mörgu sundurieitu og að því er virðist saklausu framkvæmdir orðið mannkyninu að fjörtjóni. Og það er engin ein „pilla" eða einföld tæknilausn megnug þess að breyta þessu ástandi, því miður. Eitt augljóst dæmi er ófrjó- semin. Það er orðið ljóst að nokk- ur efni í kringum okkur eða sem við tökum inn og teljum skað- laus, geta hægt og hægt, til dæmis á 100 árum, gert mann- kynið allt ófrjósamt. Þá er stutt í lokin. Þetta getur litið ótrúlega út í ljósi offjölgunar mannkyns, en stutt er öfganna á milli. Okkur er því skylt að kynna okkur þessi mál. Já, gera þau að sjálfsögðu kennsluefni í skól- um okkar. Hér er áríðandi mál á ferðinni, líka fyrir valdakerfi íslensks þjóðfélags. Hvenær megum við vænta þess konar forgangs- eða „gælu- verkefna"? Blað allra landsmanna! -kjarnimálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.