Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KENNSÍA Jólanámskeið Heimilisiðnaðarskólans, Laufásvegi 2, Reykjavík. Aðeins þessi tvö námskeið þriðjudagana 3. og 10. desember kl. 18.30-22.30. Tröiladeig - kransagerð - jólaföndur. Kennarar: Valgerður, Dóra og Helga Pálína. Skráning í síma 551 7800 kl. 10.00-15.00. Heimilisiðnaðarskólinn. Foreldrar grunnskóla- barna Tilvalið námskeið í stærðfræði fyrir nemend- ur í 10. bekk grunnskóla Reykjavíkur og ná- grennis. Markmiðið er að námskeiðið verði fram á vor og áhersla lögð á samræmt próf í stærðfræði. Leiðbeinandi á námskeiðinu hefur kennt stærðfræði við grunnskóla og hefur því reynslu á þessu sviði. Nánari upplýsingar í síma 561 8887 eftir kl. 19. Iðnskólinn í Hafnarflrði Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarfjörður Sími 555 1490 Fax 565 1494 Innritun á vorönn Innritun á vorönn stendur yfir til 10. des. Innritað er á eftirtaldar brautir: Nám fyrir samningsbundna iðnnema. Grunndeildir: Framhaldsdeildir: 4. önn hársnyríing málmiðna rafiðna 4. önn rafeindavirkja tréiðna byggingariðna Hönnunarbraut Tækniteiknun Fornám Meistaraskóli Námskeiðahald í: Trefjaplasttækni Tölvuteikningu AutoCAD Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf eru veittar á skrifstofu skólans daglega frá kl. 8.30 - 16.30. Skólameistari YMiSLEGT Dreifingaraðili Traust fyrirtæki í matvælaframleiðslu, stað- sett á Reykjavíkursvæðinu, óskar eftir dreif- ingaraðila úti á landi. Um er að ræða vin- sæla vöru sem tilheyrir flestum matvæla- verslunum landsins. Heildsöluvelta hjá fyrir- tækinu er um 170 milljónir á ári. Aðeins fjársterkir aðilar með öflugt dreifi- og sölukerfi koma til greina. Lysthafendur leggi nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „D - 4422", fyrir 7. desember. Hesthús Fáks við Bústaðaveg til leigu Hestamannafélagið Fákur býður hesthús sín við Bústaðaveg til leigu frá og með 1. des. að telja. Um er að ræða 7 hús með 25-30 hestplássum í hverju þeirra. Hægt er að fá keypt hey, spón og mokstur skv. nánara samkomulagi. Lysthafendur hafi samband við fram- kvæmdastjóra á skrifstofu félagsins í síma 567 2166 á milli kl. 13 og 17 virka daga. Hestamannafélagið Fákur. AUGLYSINGAR TILKYNNINGAR Dansdama óskast 12 ára efnilegur dansherra, 152 sm á hæð, óskar eftir dansdömu strax. Dansar nú í 12-13 ára A. Upplýsingar í síma 564 3664. Réttindi raflagnahönnuða Þann 29.nóvember sl. var birt reglugerð nr. 610/1996 um löggildingu rafiðnfræðinga, rafvirkjameistara og rafvirkja sem raflagna- hönnuða. Reglugerðinni er ætlað að tryggja réttidi þeirra, sem starfað hafa við raflagna- hönnun, en hafa ekki haft til þess löggildingu. Reglugerðin tekur til rafiðnfræðinga, raf- virkjameistara og rafvirkja sem höfðu á tíma- bilinu 1. janúar 1992 til 1. janúar 1996 feng- ið sambykki opinberra aðila fyrir raflagnaupp- dráttum eða störfuðu þann 1. janúar 1996 við raflagnahönnun undir umsjón og eftirliti annarra, án þess að hafa í eigin nafni fengið samþykki opinberra aðila fyrir raflagnaupp- dráttum. Sækja skal um löggildingu til umhverfisráðu- neytisins fyrir 1. janúar 1997, en að öðrum kosti fellur rétturinn niður. Nánari upplýsingar veitir umhverfisráðuneyt- ið í síma 560 9600. Umh verfisráðuneytið. P Karlar og fæðingarorlof Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir körlum, sem starfa hjá Reykjavíkurborg og eiga von á barni, til að taka þátt í verkefn- inu „Karlar og fæðingarorlof." Um er að ræða tilraunaverkefni, sem ráðist er í með tilstyrk Evrópusambandsins, og er markmið- ið m.a. að kanna hvaða fyrirkomulag á fæð- ingarorlofi hentar körlum og áhrif þess á tengsl þeirra við barn sitt og verkaskiptingu foreldra. Verkefnið varir frá janúar 1997 til apríl 1998. Þátttakendur verða að eignast barn á fyrstu sjö mánuðum ársins 1997. Fæðingarorlof feðranna mun vara í samtals 3 mánuði og halda feðurnir fullum launum með sambærilegum hætti og konur, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, gera í fæðingar- orlofi. Nokkur skilyrði fylgja þátttöku íverkefninu. Réttur móður til fæðingarorlofs skerðist ekki, en móðirin þarf að vera á vinnumarkaði og áforma að snúa aftur til vinna eftir að orlofi hennar lýkur. Faðir þarf að taka u.þ.b. þriðj- ung orlofsins í kringum fæðingu barns, þriðj- ung þegar móðir er komin aftur til vinnu og þriðjung á annan hátt, t.d. í hlutastarfi á móti móðurinni. Gert er ráð fyrir virkri þáttöku þeirra sem valdir verða. Fylgst verður með fjölskyldunum á meðan á verkefninu stendur, m.a. með viðtölum, og verða feðurnir beðnir að halda dagbók- arbrot. Viðtöl verða einnig tekin við yfir- menn og vinnufélaga. Að auki er áformað að gera sjónvarpsþátt um nokkrar fjöl- skyldnanna. Jafnréttisnefnd hvetur karla á öllum aldri og úr sem flestum starfsgreinum til að sækja um, og gildir einu hvort þeir eiga von á fyrsta barni eða eiga önnur fyrir. Umsóknir sem tilgreini aldur, starf, vinnu- stað, áætlaðan fæðingartíma barns og fjöl- skylduaðstæður sendist til Hildar Jónsdótt- ur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík, fyrir 16. desember nk. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. Hluthafaf undur í Meitlin- um hf., Þorlákshöfn Áður boðaður hluthafafundur verður haldinn í Meitlinum hf., Hafnarskeiði 6, Þorlákshöfn, í kaffistofu starfsmanna þann 7. desember nk. kl. 14.00, en ekki í veitingahúsinu Dugg- unni eins og áður var auglýst. HÚSNÆÐIÓSKAST 4ra herb. íbúð óskast 3ja manna fjölskyldu bráðvantar íbúð strax, helst á svæði 104. Langtímaleiga. Reglusemi og öryggar greiðslur. Meðmæli og tryggingar ef óskað er. Upplýsingar í síma 553-8746. íbúð eða hús óskast á leigu Fimm manna fjölskyldu vantar íbúð, rað- eða einbýlishús á leigu í eitt ár, frá 10. jan. 1997. Reyklaust og snyrtilegt heimili. Frekari upplýsingar veita Tryggvi og Sigríður í síma 562 5464 eða vinnusíma 568 4120. Húsnæði óskast Ung, reglusöm og reyklaus hjón með góða atvinnu óska eftir að taka á leigu rúmgott einbýlishús eða raðhús á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Skilvísum greiðslum og snyrtilegri umgengni heitið. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „Jl - 1". LÖGMENN AUSTURSTRÆTI Leiguhúsnæði Skrifstofu okkar hefur verið falið, fyrir hönd viðskiptavinar okkar, að leita að 4ra her- bergja leiguíbúð í Reykjavík. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 562 6969 á skrifstofutíma. ATVINNUHUSNÆÐI Til leigu Atvinnuhúsnæði til leigu í Smiðsbúð, Garðabæ: 2x100 fm neðri hæð með inn- keyrsludyrum, einnig ca. 160 fm á annari hæð. Einnig í Kópavogi ca. 50 fm verslunarhúsnæði. Upplýsingar í síma 554 4663. Verslunarhúsnæði Til sölu 102 fm verslunarhúsnæði, helming- urinn í kjallara, í verslunarmiðstöð. Þarna er hægt að hafa fjölbreytilega starf- semi, t.d. sælgætisverslun, fiskbúð, ísbúð eða pizzustað. Laus strax. Skuldlaus eign. Góð fjárfesting. Fasteignasalan Suðurveri, Stigahlíð 45-47, sími 581 2040, fax 581 4755. ^ 33 Sf% Atvinnuhúsnæði Til leigu er skrifstofuhúsnæði við Langholts- veg. Um er að ræða sérhæðir 140 fm og 120 fm. Auk þess er um að ræða smærri einingar. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins alla virka daga milli kl. 13.00 og 15.00 í síma 55 33 500. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.