Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR1.DESEMBER1996 B 15 r keyrðum bílinn uppá ferjuna. Þeir töppuðu olíu af tönkum okkar, en eitthvað var 15 lítra brúsinn þeirra í stærra lagi. Nú þurfti ferjumaður- inn báða rafgeymana okkar til að geta startað vélunum. Fúll í skapi reif ég þá úr í steikjandi hitanum og loks komumst við yfir. Með öllu þessu möndii tók það okkur 3 tíma að komst yfir fljótið. Á hinum bakkanum bað ferju- maðurinn um skilnaðargjöf, vegna þess að við værum svo góðir vinir. Ég stillti mig um að berja hann og þvingaði fram bros með neituninni. Við kvöddumst með virktum. Við keyrðum svo áfram til bæjar- ins Ango, eftir mjög góðum vegi og vorum meira að segja bjálka- brýrnar góðar. Seinnipart dags keyrðum við inn í Ango og veifuðum syfjulegum hermönnum við vegar- tálmann, áður en þeir höfðu rænu á að stoppa okkur. Við fengum að tjalda á kaþólsku trúboðsstöðinni í bænum. Þar hitt- um við svartan prest, faðir Pedro. Hann talaði mjög góða ensku, enda hafði hann lært í Evrópu. Hann var ómyrkur í máli þegar talið barst að forseta landsins og taldi hann Mobutu og hyski hans hinn versta glæpalýð. Hann var svartsýnn á að ástandið ætti eftir að skána á næstu árum. Hann sagði að eini votturinn af skynsemi og reglu í þessu stjórn- lausa landi væri hinar fáu trúboðs- stöðvar í norðurhlutanum. Ástæða þess að vegurinn væri svona góður, sem við keyrðum á fyrr um daginn, væri sú að trúboðsstöðin héldi hon- um við. Ljón og villímenn Við kvöddum faðir Pedro í býtið næsta morgun. Við ætluðum að láta hann hafa 10 dollara framlag fyrir gistinguna, en það er siður ef ferðamenn tjalda á trúboðsstöðum. Hann brást hinn versti við og kvaðst vera kristinn og tæki ekki peninga fyrir að hýsa bræður sína. Við keyrðum í átt að smábænum Api. Vegurinn var þokkalega góður, en mikið var um bjálkabrýr á leiðinni og voru sumar þeirra töluvert vara- samar. Við komum að stað þar sem ljón var í veginum, í bókstaflegri merkingu. Stór ljónynja reis á fætur og öskraði að okkur. Hún rölti síðan í rólegheitum á undan bílnum, eina 100 m, áður en hún öskraði fyrirli- tega að okkur og hvarf á milli trjánna. Tveimur mínútum seinna mætt- um við hálfnöktum manni með spjót og sðkum þess að líklega myndu leiðir hans og ljónsins skerast, stönsuðum við til að vara hann við. Hann hopaði þegar ég steig út úr bflnum, greinilega var hann ekki vanur hvítu fólki. Ég benti í áttina sem við höfðum komið úr og kall- aði ljón á Swahili, f rönsku og ensku. Hann hristi höfuðið skilningssljór. Ég benti aftur, gretti mig í framan og rak upp þetta ógurlega ljónsösk- ur. Manngreyið tók til fótanna dauðskelkaður. Það síðasta sem við sáum til hans, var að hann hljóp í átt til ljónsins, en við héldum áfram í átt til Api. Hrikaleg ferja Við komum að Api og Uele fljót- inu (í annað sinn) um hádegi í steikjandi hita. Lítil handdregin flekaferja var til að flytja bílinn yfir. Ég taldi tunnurnar sem héldu henni á floti. Þær voru fáar og flest- ar hálffullar af vatni. En það var ekki um annað að ræða en láta slag standa. Við sömdum við ferjumann- inn og sættist hann á að taka okk- ur yfir fyrir 10 dollara, í tveim ferð- um, fyrst bílinn, svo dótið. Við tæmdum allt af bílnum í þrúgandi hitanum á meðan árflugurnar gerðu harða hrið að holdi okkar. Þessi hungruðu kvikindi bera með sér árblindu og eru hinir mestu vargar. Greinilegt var að þorpsbúar höfðu ekki farið varhluta af ágangi árflugnanna, því að þeir voru alsett- ir kaunum. Mikið var um að fólk hefði stór kýli á hálsinum, en það hafði verið áberandi sjón eftir að í EINU þorpanna sem við f órum um. Stoltur veiðimaður hefur breitt snákaskinn á jörðina til þerris. VIÐ urðum að tæma bflninn áður en farið var yfir fljótið á þessum tuiniufleka sem samt var hann við það að sökkva undan þunganum. ÞESSI bjálkabrú var ansi viðsjárverð, og sumir bjálkarnir orðnir allmorknir. GLAÐSINN A þorpsbúar í einu þorpanna sem við gistum í. við komum til Norður-Zaire. Von- leysi skein úr augum hvers manns, en lélegt fæði, óhreint vatn og skor- dýr höfðu dregið lífsþróttinn úr þessu fólki. Ég keyrði bílinn uppá flekann. Hann sporðreistist næstum. Með þolinmæði náðum við að koma Subbanum á miðja ferjuna sem maraði í hálfu kafi. Ég sá að ferju- maðurinn var áhyggjufullur. Fimm manns drógu ferjuna af stað yfir fljótið. Nokkrum metrum neðar voru flúðir. Það sem var á milli mín og þeirra voru 10 hendur sem héldu um reip- ið. Misstu þær takið, var allt búið. Á miðju fljótinu var svitinn farinn að boga af dráttarmönnunum og ég var kominn með niðurgang. Þeg- ar við vorum komin yfir faðmaði ferjumaðurinn mig og ég mátti vart á milli sjá hvor var ánægðari að hafa fast land undir fótum, ég eða hann. Hjá góðu í'ólki og vondu Við gistum í þorpi, stutt frá fljót- inu, þar sem við fengum góðar móttökur. Við suðum pasta handa þorpsbúum og buðum þeim öllum uppá te og gaman var að sjá hversu þeir nutu þessara fátæklegu veit- inga. Klukkan 7 næsta morgun kvöddum við þetta yndislega fólk og héldum áfram. Vegurinn var ekki sem verstur, en mikið var af bjálkabrúm á leið- inni og þurftu sumar þeirra lagfær- ingar við, áður en hægt var að fara yfir þær. Einnig var mikið um að gildir bambusstönglar héngju yfir veginn og þurfti að höggva þá nið- ur áður en hægt var að halda áfram. Tré hafði fallið niður yfir veginn. Innfæddur maður hjó það niður fyrir okkur og við gáfum honum bol sem hann þáði með þökkum. Við komum að stóru tré sem hafði fallið yfir veginn og tók það okkur 2 tíma að höggva það og fjarlægja með spilinu. Við komum til bæjarins Bondo kl. 11 að kvðldi og tjölduðum á kaþólskri trúboðsstöð. Morguninn eftir gerðu krakkar bæjarins harða hríð að okkur og þegar þeim þótti sýnt að við myndum ekki gefa þeim neitt, fóru þau að kasta grjóti að okkur. Við forðuðum okkur á braut með grjótregnið byljandi á bílnum. Við fundum norska trúboðsstöð í bænum og hér var okkur tekið opnum örmum. Við fengum hús út af fyrir okkur og komumst í lang- þráða sturtu. Við ákváðum að stoppa í tvo daga og safna kröftum fyrir síðasta áfangann, en 200 km voru eftir að landamærum Mið-Afr- íku-lýðveldisins. Bondo - Ndu Við hittum namibískan ferðalang í Bondo. Hann hafði verið 6 vikur að koma sér frá Aru og hafði hann ferðast á reiðhjólum, eintrjáningum og bílum, auk þess sem hann hafði gengið tugi kílómetra. Ákveðið var að hann slægist í för með okkur. Fyrstu 50 km frá Bondo þurftum við að fara yfir 26 bjálkabrýr. Tvær voru ónýtar og þurftum við að krækja fyrir þær með látum. Framdrifsloka brotnaði og vorum við nú aðeins á afturdrifinu. Ein brúin var sérstaklega slæm, við náðum aðeins að koma 'A af dekkj- unum á bjálkana. Auk þess voru bjálkarnir mjög hálir og eitt spól hefði þýtt að við misstum bílinn í ána. Það tók okkur 1 klukkustund að spila bílinn yfir brúna í myrkrinu og var það mest taugastrekkjandi klukkutími ferðalagsins. Á þremur dögum brutumst við til landamærabæjarins Ndu, með því að spila bílinn hálfa leiðina. Andri djöflaðist með skófluna, Birna stjórnaði spilinu og farþeginn okkar, Michael, hljóp fram og til baka með spilvírinn, tóg og blökk. Segja má að hann hafí unnið fyrir farinu sínu. Það sem gerði þetta líka erfiðara var að við vorum öll klædd í síðbuxur og síðerma skyrt- ur í hitanum, vegna ágangs ár- flugnanna. Á 27. degi komum við til Ndu og þóttumst hafa sigrað. Hinum megin við Ubangui fljótið var C.A.R. eða Miðafríku-lýðveldið. En Zaire var ekki búið að segja sitt síðasta orð. Stóru strákarnir í Ndu Skrifstofa útlendingaeftirlitsins var lokuð þegar við komum til Ndu og þurftum við að tjalda í bænum. Morgunínn eftir mættum víð hjá embættismönnunum og sáum 'þá að skrifstofur þeirra voru 3. Ein hjá útlendingaeftirlitinu, þar sem við misstum 40 dollara, önnur hjá tollinum sem tók 20 dollara fyrir sitt ómak og á skrifstofu „sam- gönguráðuneytisins" var niðurlæg- ing okkar fullkomnuð með 100 dollara „vegatolli", en hann þurft- um við að greiða til að fá aðgang að ferjunni yfir Ubangui fljótið. Eftir þessar hremmingar fórum við til að hafa tal af kapteini mótor- ferjunnar sem gengur yfir fljótið. Samið var um 30 dollara og 5 lítra af olíu. Þegar kafteinninn var að færa til ferjuna svo að við gætum keyrt upp á hana tókst ekki betur til en svo, að hann braut af henni aðra aðkeyrslusliskjuna. Hann drap á ferjunni, rétti mér 30 dollarana og olíuna og sagði, því miður, við verðum að láta gera við þetta á mánudaginn. Þegar við gengum á hann kom upp úr kafinu að við áttum að borga fyrir viðgerðina ca. 100 dollara, 60 dollara skuld ferju- mannsins við viðgerðarmanninn og 30 dollara fyrir farið. Við reyndum að þrefa við hann en hann sagðist ekki mega vera að þessu og gekk á braut, fullviss þess að hann væri með okkur í vasanum. .Þetta var laugardagur sem þýddi að við þyrftum að bíða tvo daga í Zaire auk þess sem við þyrftum að borga tæpa.200 dollara til að kom- ast yfir fljótið. Við fengum far með eintrjánungi yfir til Mið-Afríku-lýð- veldisins til að athuga mótleik í stöðunni. Á eintrjáningum yfir Ubanqui Við náðum tali af fiskimönnum í Bangassou (landamærabær Mið- Afríku-lýðveldisins) og sögðust þeir geta flutt bílinn yfir á eintrjáning- um. Við sömdum um verð við höfð- ingjann og sættumst við á 60 doll- ara. Hann sagði að þeir þyrftu hálf- an dag til að undirbúa sig og ákveð- ið var_ að þeir mættu morguninn eftir. í býtið næsta morgun voru þeir mættir með 5 eintrjáninga sem þeir höfðu reyrt saman og lagt 4 planka þversum yfir þá. Við vorum mætt með bílinn í flæðarmálið og leist okkur ekki meira en svo á far- artæktö en of seint var að hopa núna. Eg keyrði bílinn uppá ein- trjáningana sem vögguðu ískyggi- lega, en flutu þó vel. Tuttugu ræð- arar ýttu frá og réru okkur syngj- andi út í strauminn. Þegar ég sá að f arkosturinn flaut auðveldlega tók ég þátt í söng ræð- aranna og veifaði glaðlega til fýlds ferjumannsins sem stóð á strönd- inni og horfði á hvar 200 dollurun- um hans var róið á braut með söng og trumbuslætti. 30 mínútum seinna vorum við stödd í Mið-Afr- íku-lýðveldinu. Við kvöddum ræðar- ana og hlóðum bílinn, en áður en við keyrðum af stað litum við í hinsta sinn yfir til Zaire. Á 4 vikum höfðum við brotist í gegn á miðjum regntímanum. Við höfðum lent í allt að óyfirstíganleg- um erfiðleikum en með því að allir lögðu sitt lóð á vogarskálina höfð- um við náð að sigrast á þeim öllum. Við höfðum séð innstu myrkur frumskógarins og mannlegrar eymdar en við höfðum einnig farið yfir fögur héruð sem líkja má við paradís á jörð og við höfðum kynnst fólki sem bauð okkur að neyta með sér af því litla sem það átti. Zaire hafði haft áhrif á okkur líkt og á Joseph Conrad forðum og þó að mig skorti snilli til að koma því frá mér á prenti, líkt og hann gerði, er víst að Zaire mun aldrei líða okkur úr minni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.