Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vanguard, þeir fóru um borð og bókuðu hann. Svo kallar varðskipið á mig í talstöðinni og segir: James Barrie, þú hefur verið að fiska fyrir innan. Nei, nei, ekki ég, sagði ég. Á eftir kom hann til mín og sagði að ég yrði að fylgja honum til ísa- fjarðar. Þeir- sögðust hafa fylgst með okkur lengi. Og þeir voru að segja satt." Réttarhöld voru yfir skipstjórun- um á ísafirði. Annan morguninn þar inni varð Taylor undrandi þegar honum voru afhent skipsskjölin. Dómarinn sagði að honum væri frjálst að fara, ekki vegna þess að hann væri saklaus heldur yrði mála- rekstri ekki haldið áfram af tækni- legum ástæðum. Það skorti á að togaranum hefði verið veitt samfelld eftirför. „Ég var heppinn þarna, en ég man alltaf það sem skipherrann sagði við mig utan við réttar- salinn: Taylor, við gleymum þér ekki - og þeir stóðu við það." Þekktari en Elísabet Taylor „Það gerðist nokkuð skemmtilegt á Akureyri og ég held að blöðin hafi ekki þefað það uppi," segir Taylor og rifj'ar upp þegar hann var staðinn að ólöglegum veiðum við Grímsey í lok janúar 1965. Hann fór þá einn túr á togar- anum Peter Scott. „Við vor- um að fiska við Grímsey og eins og venjulega, alveg við landhelgismörkin. Þegar ég reyndi aðeins nær landi var betra fiskirí og þetta var allt í þessu fína. Við rótfiskuðum. Þá fór ég að slaka svolítið á og ég sá ekki varðskipið sem kom upp að eynni hinum megin frá. Allt í einu skaust það fyrir eyna og náði mér. Ég var bara rétt fyrir innan, en nógu langt samt og þeir fóru með mig til Akureyrar." Samkvæmt frétt Morgun- blaðsins 2. febrúar 1965 hlaut Taylor óvenju þungan dóm fyrir brot sitt, 350 þúsund króna sekt og 45 daga varð- hald. Auk þess var afli og veiðarfæri gerð upptæk. Frá þessu var skýrt í útvarpi og öllum blöðum og nafn Taylors á hvers manns vörum. „Umboðsmaður bresku togaranna, Jón Egilsson, kvaddi mig þegar við vorum að fara og sagðist verða að segja mér sögu. Það var kennslukona á Akureyri sem kenndi að mig minnir tuttugu og þremur 10-12 ára börn- um. Hún spurði nemendur sína hvort þeir vissu hver Elísabet Taylor væri og það voru ekki nema tvö börn sem þekktu þessa frægu kvik- myndastjörnu. En þegar hún spurði hvort þau þekktu Ric- hard Taylor þá vissi 21 nem- andi hver togaraskipstjórinn frá Hull var," segir Taylor og er augljóslega skemmt. Hundur á Litla-Hrauni Högni Torfason, fréttarit- ari Morgunblaðsins á ísafirði, átti blaðaviðtal við Taylor í september 1964. Þar segir meðal annars: „Mestalla sjó- mennsku sína hefur Taylor stundað við íslandsstrendur og hann skilur orðið talsvert í íslenzku, enda hefur hann fengið tækifæri til að dvelja um hríð í landinu og lætur vel af kynnum sínum við íslend- inga." Þessi „tækifæri til dvalar" hér á landi voru líklega ekki mjög kærkomin, því gesturinn þurfti að dvelja á bakvið lás og slá. Taylor er ýmislegt minnisstætt frá dvölinni á Eyrarbakka, eins og hann nefnir fangelsið að Litla- Hrauni. „Þegar ég var á Eyrarbakka fann ég að ég þyrfti að læra svolítið af íslenskum orðum. Maðurinn í næsta klefa við mig sagði: Þú verður sett- ur í vinnuflokk, en verkstjórinn heit- Taka toga ir Hundur (Tayl- or ber „nafnið" fram á skýrri ís- lensku). Þú skalt passa þig á hon- um. Þegar ég mætti fyrst til vinnu var verkstjórinn með stórt prik. Hann ávarpaði mig og sagði Taylor? Ókey, Hundur, svaraði ég. Þá potaði hann prikinu í mig," segir Taylor og hlær. Verkstjórinn reynd- ist síðan óvenju viðskotaillur við togaraskipstjórann. „Eftir svolítinn tíma kom maður frá breska sendiráðinu að hitta okk- ur. Hann hafði verið í flughernum og var lengi á Islandi. Hann spurði hvort ekki væri allt í lagi. Jú, við vildum ekkert vera að kvarta. Svo segist ég halda að verkstjóranum sé eitthvað illa við mig. Ég viti ekki hvers vegna, þetta sé eitthvað per- Mali Taylors skipstjóra vísaö frá dómi á ísafiröiJ ifco fnnriimir -jJL^m """ '""'"^-•tifiTfWmTlim "' ,,,m •"•*'^00^ meðan hann var á Litla-Hrauni. Er eitthvað til í því? „Á Eyrarbakka var eini frítíminn síðdegis á laugardögum. Sumir fangarnir voru vanir að renna sér á skautum og voru býsna sleipir í þeirri íþrótt. Ég var hissa á því hvað þeir voru góðir. Þegar við höfð- um verið þarna í viku var ég spurð- ur hvort ég léki knattspyrnu. Ja, ég sagðist hafa spilað fótbolta í skóla, en ég væri ekki lengur ungur og sprækur. Okkur vantar markmann, sögðu þeir. Ég er nú ekki sérlega góður í marki, svaraði ég. Okkur vantar markmann, farðu í markið, þú verð- ur að gera eitthvað! fangelsi. En þetta bara fylgdi starfinu. Hvers vegna eru hinir skip- stjórarnir ekki í fangelsi? spurði hún. Það er vegna þess að þeir hafa ekki kjark, sagði ég. Þess vegna þéna ég meira en þeir, þess vegna færð þú öll þessí nýju föt og nýja bíla. Haltu þá áfram, láttu tékkana halda áfram að koma, sagði hún þá," segir Taylor og hlær. Vinátta við Einar lóðs „Ég var nú ekki alltaf fyrir innan mörkin," heldur Taylor áfram. „Það var yfírleitt alltaf betra fiskirí utar þar sem við kölluðum djúpbankana, en þegar veðrið var vont færði mað- ur sig nær landi. Ég ætlaði mér ekki að vera slæmur maður og hefði aldrei gert neitt öðrum til miska, en "V«Vv •^ «3í W ' ^*^ "^ - »»w' - • £*-. *^^&£~$ Morgunblaðiö/Guðni/Ól.K.M. TAYLOR er nú sestur í helgan stein og beitir kröftunum í garðinum. Þar sér hann um grænmetisdeildina en frúin er í blómunum. Á yngri árum var Dick Taylor í hópi fengsælustu togaraskipstjóra í Hull. Hann hlaut oft verð- laun fyrir veiðar á fjarlægum fiskimiðum og var valinn til forystu í félagsskap togaraskipstjóra. Minni myndin er tekin 1966 í Reykjavík. sónulegt, því hann sé ágætur við hina. Mér hefði verið sagt að hann hafi verið fluttur hingað úr öðru fangelsi fyrir morð. Ég vonaði bara að hann dræpi mig ekki. Þú þarft að tala við Hundur, sagði ég við sendiráðsmanninn. Hundur, spurði sendiráðsmaður- inn. Það getur ekki verið að hann heiti það. Þú verður að segja mér hans rétta nafn! Hann sagði mér hvað hundur þýð- ir og ég skildi hvers vegna verkstjór- anum var í nöp við mig. Sendiráðs- maðurinn talaði við „Hundur" og þetta varð allt í lagi," segir Taylor. Sú saga gekk að Richard Taylor hefði lært að leika knattspyrnu Ég man ekki við hverja við vorum að spila, ég held að það hafi verið lið frá Stokkseyri. Ég fór í markið, en eftir nokkur ár í brúnni var að- eins farið að hægja á mér. í fyrri hálfleik var búið að skora hjá mér sjö mörk! Fyrirliðinn kom til mín og spurði hvort ég spilaði einhverja aðra stöðu en markið. Nei, ég hætti nú, sagði ég. Þú verður að spila, sagði hann. Þú mátt bæta við tveggja mánaða fangelsi, en ég er hættur að spila, sagði ég. Svona gerðist þetta. Konan mín, Elizabeth, 61 börnin okkar þrjú upp. Ég var svo mikið að heiman. Hún var ekki ánægð þegar ég var í ofanálag dæmdur í það var eitthvað - þessi spenna að kíkja aðeins inn fyrir. Það gat verið leiðinlegt að vera lengi að veiðum og þetta setti aðeins spennu í leik- inn. Maður þurfti sífellt að tipla á tánum, þetta var eins og leikur katt- arins að músinni. Varðskipin lágu í leyni í fjörðunum og læddust svo mjög hægt út, maður gat fylgst með þeim á radarnum. Líkt og rándýrin í frumskóginum tóku þau allt í einu á sprett og komu," segir Taylor. „Þegar ég var á Somerseth Maug- ham og Joseph Conrad kom ég aldr- ei nálægt landhelgismörkunum. Þetta voru stór skip og báru mikinn afla. Við vorum að leita að þorski og ufsa. Það var alltaf meiri fiskur á því sem við kölluðum djúpbank- ana. Við fórum aldrei uppað nema til að ná í kola. Holin urðu aldrei stór en gæðin voru mikil. Þetta var auðveldara fyrir litlu skipin en þau stóru. Það var sjaldan að maður sá íslenska togara við landhelgislínuna. Þeir vildu stóru hölin úti { djúpun- um." Richard Taylor segir að þeim Ein- ari Jóhannssyni lóðs á ísafirði hafi orðið vel til vina. Sú vinátta hafi enst meðan báðir lifðu. „Eg kunni vel við að fiska út af Vestfjörðum ogeí eitthvað bilaði fór maður inn til ísafjarðar. Þar voru bæði viðgerð- armenn og eins hægt að kaupa kost. Á þessum árum var bjór bannaður á Islandi. Ég var vanur að færa Einari kassa af góðum bjór úr birgð- um skipsins og hann gaf mér rækj- ur í staðinn. Bestu rækjur í heimi koma úr Bolungarvík! Ég hef smakkað rækju frá Austur- Grænlandi sem á að vera best, en hún jafnast ekki á við rækj- una úr Bolungarvík. Það var ekki minna um vert að Einar gaf mér heilmiklar upplýsingar. Hann hafði sjálf- ur verið togaraskipstjóri og fylgdist vel með. Hann setti bara eitt skilyrði, ég mátti aldrei segja öðrum breskum skipstjórum frá því sem hann sagði mér. Ég græddi mikið á þessum upplýsingum. Það gat verið slappt fískirí og bresku togaraskipstjórarnir voru að spyrja hvort einhver hefði séð íslensku skipin, það vissi eng- inn hvar þau héldu sig. Þá var ég vanur að stíma í burtu og fór í Víkurál eða á Dornbanka og fékk mikinn afla." Dáðist að varðskipsmönnum Þrátt fyrir að vera ítrekað gómaður í landhelgi og færður til hafnar af Landhelgisgæsl- unni segir Taylor að sér hafi alltaf verið hlýtt til varðskips- manna og þeir átt aðdáun hans, jafnvel í þorskastríðun- um. Þessi aðdáun vaknaði þeg- ar hann var ungur piltur á togara í janúar 1955. Það kom mikið óveður, togarinn Egill rauði strandaði undir Teistin- um og tveir togarar frá Hull fórust með allri áhöfn. „Við lágum undir Ritnum í vondu veðri og mikilli ísingu. Lorella og Roderigo frá Hull fórust norðan við Horn. Það var línu- veiðari frá Aberdeen sem átti í erfiðleikum úti í hafi og varð- skip fór til hjálpar og fylgdi honum inn. Þegar varðskipið kom aftur þá var það einn ís- klumpur og í mikilli hættu. Ég dáði þá fyrir þetta. Þeir unnu stórkostlegt starf, stór- kostlegt," segir Taylor með aðdáun. „Þeir á varðskipunum voru góðir sjómenn, en ég vissi ekki hversu góðir fyrr en í síðasta þorskastríðinu að þeir klipptu á alla togvírana. Kapteinarnir á bresku herskipunum vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hvílík sjómennska! Eínu sinni vorum við á hægu stími á C.S. Forester og þeir á herskipinu voru að hvetja okkur til að láta fara, ég held það hafi verið Yaeger. Mér datt ekki í hug að bleyta trollið og sagði að það þýddi ekki neitt, þeir myndu ná okkur. Kap- teinn á herskipi, sem ég man ekki hvað heitir, sagði nei, ekki í þetta sinn. Þú ert á stærsta togaranum. Eitt af skipum okkar mun sigla þétt við þig bakborðsmegin og ann- að þétt á stjórnborða. Það er útilok- að að þeir geti klippt á trollið. Jæja, allt í lagi, hugsaði ég og lét fara. Það var hvort sem er ekki mikið fiskirí. Freigáturnar komu mjög nálægt, alveg þétt upp að mér. Ég togaði á fjögurra hnúta hraða og hugsaði að ég næði þó að minnsta kosti einu hali. Óðinn hringsólaði þarna í kring- um okkur. Hann kallaði í mig: Þú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.