Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR1.DESEMBER1996 B 13 DÆGURTONLIST að stæla einhverja bandaríska rappara og „væla um að löggan sé alltaf að bögga mann, vegna þess að hún er ekkert að því", segir hann og bætir við að þeim hafi tekist að þróa eigin stíl í hljóð- verinu. „Það er frá nógu að segja í íslenskum veruleika og við erum ekkert að gera að gamni okkar þó við séum léttir í lund," segir Sölvi, „okkur er full alvara með tónlist- inni og ég fullyrði að platan okkar er bara upphafið að mikilli bylgju af íslensku rappi." Á disknum eru fimm lög, enda er hann hugsaður sem smáskífa til að kynna sveitina, breiðskífa komi út í vor. „Við erum að gera fullt og semja fullt," segir Sölvi. „Sem stendur erum við að bæta lögum á tónleikadagskrána og tök- um því rólega þó við séum ekkert að halda okkur til hlés," en þó þeir félagar hafi troðið upp tvíveg- is á undanförnum dögum hyggjast þeir ekki koma fram aftur fyrr en á útgáfutónleikum um miðjan mánuðinn og þá með hæfilega langa dagskrá. Eins og rakið er er þorri texta þeirra Quarashi-manna á ensku, en íslenska er notuð í einu lagi. „Við stefnum að því að rappa meira á íslensku á næstu plötu," segir Steinar, og bætir við að hann hafi samið nokkuð af íslensku rappi, en það sé svo erfitt því málið sé svo „kantað". „Það verða einhver íslensk lög á stóru plöt- unni, því við viljum gjarna rappa á íslensku, en það þarf að leggja meiri vinnu í það." FOLK ¦FFRÍRskemmstu kom út sóló- skífa Stefáns Hilmarssonar, Eins - og er... þar sem kveður nokkuð við annan tón. Annað kvöld heldur Stef- án útgáfutónleika í Borgarleikhús- inu. A dagskránni verður efni af Eins og er... í bland við eldri lög sem Stefán hefur sungið á undanförnum árum í nokkuð breyttum útsetning- um. Stefáni til fulltingis verða þeir Fríðrik Sturluson bassaleikari, sem jafnframt er hljómsveitarstjóri, Ást- valdur Traustason píanóleikari, Máni Svavarsson hljómborðsleikari, JóelPálsson saxófónleikari, Eyjólf- ur Krístjánsson kassagítarleikari og Jóhann HJöríeifsson trymbill og slagverksleikari. Þetta verða einu tónleikar Stefáns að þessu sinni. Sérstakir gestir kvöldsins verða sig- urvegarar úr „Skrekk", hæfileika- keppni grunnskólanna, sem fram fór á dögunum. ¦ VALGEIR Sveinsson kvaddi sér hljóð með sinni fyrstu breiðskífu fyrr í haust og hefur undirbúið út- gáfutónleika af kappi síðan. Tónleik- arnir verða í Þjóðleikhúskjallaran- um 11. desember næstkomandi. Ymsir koma Valgeiri til aðstoðar og þá sömu og aðstoðuðu hann við gerð disksins; Asgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Björgvin Gíslason og Arnar Guðjónsson. Einnig troða upp Þorsteinn Langer og Þórður Gunnarsson. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Gaman Birgir Örn „Bibbi Barti" Thoroddsen í brimsveiflu. Alvaran yf irstigin BRIMTÓNLIST er mörgum hugleik- in, ekki síst á síðustu misserum þeg- ar menn haf a óspart leitað f anga aftur í tímann, þegar hljómar og hljóð héldust í hendur við vagg og veltu, til brimtónlistar sjöunda ára- tugarins. Hljómsveitin Brim hefur látið á sér kræla undanfarna mánuði og sendi frá sér breiðskífuna Haf- meyjar og hanastél í liðinni viku. Birgir Örn Thoroddsen hug- myndafræðingur Brims segir að upphafið megi rekja til kenn- araverkfallsins í febrúar á síðasta ári. Foreldrar hans hafi verið erlend- is og hann ekki gert annað en hlusta á brimrokk og éta hamborgara. „Ég hringdi síðan í strákana og spurði hvort þeir væru ekki til í að vera í hljómsveitinni Brim, við fengum okkur hamborgara og kýldum á æfinu og þá varð Brim til." Birgir segir að Brim sé einskonar hliðar- spor hjá honum og félögunum einn- ig, hans aðalhljómsveit sé Curver, og tveir séu í hljómsveitinni Maus. Ekki vill Birgir gefa upp nöfn ann- arra hljómsveitarmeðlima, segir að þeir félagar komi yfíleitt fram undir dulnefnum; Danni Beat lemur trommur, Kapteinn Skeggi leikur á bassa og Óli Raki leikur á hljómborð, hristur og hryngítar, en sjálfur heitir hann Bibbi Barti innan sveitarinnar. „Þeir eru ekki eins heillaðir af brim- tónlist en ég," segir Birgir, „en allir höfum við gaman af því að vera að fást við eitthvað nýtt og öðruvísi. Upphaflega átti þetta reyndar bara að vera tómstundagaman, en þegar það kviknaði sú hugmynd að taka upp plötu kom meiri alvara í þetta og það tók okkur smá tíma að yfir- stíga þá alvöru." Birgir segir að á Hafmeyjum og hanastéli sé að finna ýmisleg lög sem hann samdi í bland við erlend uppá- haldslög. „Ég valdi sjö lög úr 24 brimlögum sem ég samdi áður en sveitin varð til og eftir að við byrjuð- um æfmgar, en trommuleikari sveit- arinnar, Danni Beat, á líka eitt lag." Birgir segir að þessu til viðbótar séu átta lög eftir hinar og þessar brim- sveitir, en ekki er nema eitt lag sung- ið „og það á íslensku, vegir Liggja til allra átta sem Heiða syngur. Reyndar lánaði Hallbjörn Hjartarson rödd í einu lagi, en gítarinn í því lagi var einmitt tekinn upp í Kántríbæ á Skagaströnd," segir Birgir. BARNA MYNDATÖKUR FYRIRJÓLIN BARNA ^FJÖLSKYLDU LJÓSMYNDIR sími 588 7644 Armúla 38 Handsmíðaðir silfurskartgripir Tl'ábæjt uerð a& úriml. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 Losnaðu við fituna úr fæðurtni! Fat Binder er 100% náttúrulegt fæðubótarefni sem binst við fitu í meltingarveginum og hindrar að líkaminn nýti sér hana. Fitan sem bannig er bundin skilst út úr líkamanum en meltist ekki og bú grennist. ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótekið Skeifon, Reykjovík. Laugoíies Apétek, Reykjovík. Apotek Norðurbæjar, Hof naif iroi Austufbæjar Apótek, Reykjovík. Árbæ jar Apöiek, Reykjovík. Borgnr Apótek, Reykjavfk. Borgomes Apótek, Borgar nesi. Breiðhoits Apótek, Reykjovik. Deigfan, Reykjovík. Egilss tooo Apotek, Lgilsstöðum. Gar öcbæjor Apótek, Gorðobæ. Gnrðs Apótek, Reykjovfk. Grofmvoas Apótek, Reykjavik. Hofnar Apótek, Hötn Homofirði. Hofnorfjorðor Apótek, Hofnorfirði. Hogkaup Lyfjobúð, Reykjovík. Hraunbergs Apótek, Reykjovtk. Heilsubomið, Akureyii. Heiísuvol, Reykjovik. Húsavfkur Apótek, Húsavfk. logólfsApótek, Reykjovík. Kópovogs Apótek, Kópnvogi. Louaovegs Apótek, Reykjovík- Lyfja hf., Reykjovfk. Mosfells Apðtek, MosfelEsbæ. Nes Apótek, Reykjovík. Patreks ApóTek, Pafreksfirði. Reykjovikur Apótek, Reykjovlk, Skipholts A()6tek, Reykiovík. Sigluf joruor Apótek, Sigluf irði. Stjömu Apótek, Akureyti. Styrkuf, Selfossi. Slykkishólms Apðtek, StyUtísh. Túp og Fjör, Egðsstooum. Vesturbæ jor Apótek, Reykjavfk. Worlif Goss, Reykjovfk. Æfingastuaeo, Njorðvik. ÖHrus Apötek, Hverogerði. £) pharmanu™enis~ ÞREKRAUN EHF. FELLSMÚLA 24, SÍMI: 553 OOOO Ivlassísk fegurd og notagildi sameinast í þessmn einstöku skriffærum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.