Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vi IÐ VORUM að fiska út af suðausturlandinu og skipið næstum orðið fullt. Við vorum fyrir utan landhelgismörkin og þar var nógur fískur," segir Richard Taylor og rifj- ar upp þegar hann var tekinn á togaranum C.S. Forester 19. júlí 1974. Það voru ein síðustu viðskipti Taylors við íslensku Landhelgis- gæsluna og þurfti átta föst fali- byssuskot til að stöðva hann í það skiptið. „Ég var búinn að standa í 36 tíma og orðinn mjög þreyttur þarna milli klukkan 3 og 4 um nóttina. Ég kallaði stýrimanninn upp í brú og sýndi honum á kortinu hvernig við toguðum. Ég sagði honum að toga þar til dýptarmælirinn sýndi ákveðið dýpi og þá skyldi hann beygja í stjór frá línunni og fara aftur á stefn- una. Ég bað hann að vekja mig klukkan 7 um morguninn, þá ætluðum við að hífa og fara heim. Það var ekki pláss fyrir meiri fisk. Stýrimaðurinn var líka þreyttur. í staðinn fyrir að beygja í stjór frá línunni beygði hann mjög hægt í öfuga stefnu. Varðskipið var þarna. Ég hafði séð það dag- inn áður. Það hefði verið al- gjört brjálæði að fara inn fyr- ir," segir Taylor og hristir höfuðið. Stýrimaðurinn vakti Taylor af værum svefni um klukkan 6 og Taylor leit á úrið. „Hún er ekki orðin sjö, sagði ég, hvað er að? Landhelgisgæslan er að kalla á okkur, þeir eru að kalla, sagði stýrimaðurinn. Líttu á radarinn, hvað ertu langt frá Kambanesi? spurði ég. Við erum 33 mflur frá, sagði hann. Þrjátíu og þrjár, við eigum að vera þrjátíu og fimm, sagði ég." Taylor segir að lítið hafi verið hægt að gera - með varðskipið næstum á síð- unnni. Hann hugsaði með sér að það væri búið að taka hann fjórum eða fimm sinnum í landhelgi við ísland. „Ég var alveg viss um að nú fengi ég fimm ára fangelsi. Til reyna að bjarga mér Jét ég höggva á vírana og setti á fulla ferð. Ég ætlaði að reyna að komast inn í færeysku lögsöguna, þar gætu þeir ekki tekið mig," segir Taylor. „Auðvitað eltu þeir mig og fóru að skjóta púðurskotum. Ég reyndi að stíma fyrir þá og þeir fyrir mig." Eltingaleikurinn stóð lengi dags. Samkvæmt fregnum Morgunblaðsins af þessum atburði var allt reynt til að stöðva togarann með góðu. Talað var við útgerð skipsins í Hull sem reyndi árangurs- laust að hafa samband við togarann til að tala um fyrir skipstjóranum. Eins talaði skipstjóri breska eftirlits- skipsins Hausa fýrir daufum eyrum. „Síðdegis kallaði skipherrann í mig og sagði mér að láta alla áhöfn- ina fara fram á skipið," segir Tayl- or. „Ég vil ekki gera það, Taylor, en nú verð ég að skjóta föstum skot- um," sagði skipherrann. Hann hafði fengið fyrirmæli frá Reykjavík um að stöðva mig, hvað sem það kost- aði." Eftir að fjögur laus skot höfðu engu breytt var hlaðið með föstum skotum. Áttunda fallbyssukúlan lenti í vélarrúmi togarans kl. 16.40 og stöðvaðist þá skipið eftir tíu tíma eftirför um 120 sjómílur frá landi. „Þeir stoppuðu mig áður en ég komst yfir í færeysku lögsöguna og færðu skipið til Seyðisfjarðar," segir Taylor. „Við vorum fundnir sekir og dæmdir. Ég var viss um að mín biði fimm ára fangelsi, en lögmaður minn sagði að svo langt væri liðið frá síðasta dómi yfir mér að þetta yrðj meðhöndlað sem fyrsta brot. Ég varð feginn og hugsaði að þótt ég fengi fjögurra mánaða fangelsisdóm, þá væri það ekki svo slæmt." Taylor var dæmd- ur í 30 daga fangelsi og 1,2 milljóna króna sekt. Hann áfrýjaði til Hæstaréttar. „Eftir réttarhöldin sagði fyrsti stýrimaður varðskipsins við mig: Við vissum að þú varst ekki í brúnni. Við sigldum alveg upp að ykkur og tókum ljósmynd af stýrimanninum steinsofandi í brúarglugganum! Ég spurði hvort dómarinn hefði vitað af þessu. Já, hann vissi það, var svarið. Þeir voru mjög hreinskilnir og heiðarlegir (varðskipsmenn). Þessi stýrimaður gaf mér nafn sitt og heimilisfang og bað mig um að Brezkur togaraskipstjóri kærður fyrir likamsáras- útgerðarinnar (Hellyers Brothers) sem hét Othello. Ég fór tvo túra^ á honum og þá byrjuðu ævintýrin! Ég var tekinn í landhelgi og færður til Reykjavíkur." Togarinn Othello var kolakyntur og ekki nema tveir slíkir eftir í Hull í mars 1961 þegar Richard Taylor kastaði trollinu sunnan við Eldey. „Ég vissi hvar landhelgis- línan var, en siglingatækin voru ekki mjög góð, ratsjáin alltaf að bila, og ég hafði á tilfinningunni gagni," segir Ta- ylor og flettir bókunum. Hann sló upp á árinu 1961 og las um a Loch Melfort og í kasti við íslensk þegar hann var lenti öðru sinni lög á því ári. 20. nóvember 1961. Hóf veiðar NNA af Kögri, togaði í átt að sex íslenskum togurum sem voru þar að veiðum. Við fengum 350 kitt (tæp 22 tonn) á 38 tímum, mest þorjk. Höfðum legið fyrir akkeri í fjóra sólarhringa vegna brælu þegar talstöðin sprakk. Skruppum til Isa- fjarðar að láta gera við. Meðan við lágum þar voru ég og tveir aðrir 5 liieiii*"* Morgunblaðió/Ól.KM/Guðm MCHARD Taylor, eða Dick Taylor eins og hann var nefndur, geymir enn gömlu dagbækurnar frá skipsljórnarár- unum við ísland. Par færði hann upplýsingar um veiðislóðir, festur, veður og aflabrögð. Á veggnum eru myndir af skipum sem hann stýrði. Minni myndin er af Taylor frá því hann kom hingað til lands í janúar 1966 til þess að afplána fangelsisdÓm vegna landhelgisbrots á togaranum Peter Scott við Grímsey. skrifa sér. Hann sagðist ekki bera neinn kala til okkar," segir Taylor og dregur upp miða með nafni Frið- geirs heitins Ölgeirssonar. „Ég hafði haft mikið álit á varðskipsmönnum fram að þessu en þetta jók álit mitt á þeim," bætir Taylor við. Sextán ára til sjós „Ég var sextán ára þegar ég byrjaði til sjós," segir Taylor. „Pabbi var togarasjómaður alla sína ævi. Við erum átta bræðurnir, þrír fóru á kaupskipaflotann og enduðu allir sem skipstjórar. Sá elsti er kominn á eftirlaun, hinir eru enn á sjó. Við hinir urðum allir fískimenn. Við eig- um eina systur og hún fór líka á sjóinn, hún var þerna á úthafstogur- um og giftist síðar togaraskipstjóra. Af ellefu í fjölskyldunni vorum við tíu á sjó, mamma ein heima. Við erum öll á lífi systkinin," segir Tayl- or. Sjálfur á Taylor tvo syni og dótt- ur. Annar sonur hans var liðlétting- ur á dekki á C.S Forester þegar skotið var á togarann eins og fyrr greinir. Taylor segir að stráknum hafi þótt eltingaleikurinn spennandi. Tekinn fyrst á Othello „Ég var 26 ára gamall þegar ég varð fyrst skipstjóri á togaranum Brutusi og leysti af tvo túra. Þá fékk ég mitt eigið skip, elsta skip að ég væri kominn býsna nálægt línunni," segir Taylor. „Það er best að ég fari utar hugsaði ég með mér þegar varðskipið kom. Þeir fóru með okkur til Reykjavíkur og vegna þess að við vorum rétt fyrir innan fengum við litla sekt. Skip- herrann tók mig um borð í varð- skipið og sýndi mér á kortinu hvernig þeir höfðu fylgst með okk- ur. Hann sagði: Við förum með þig inn, kannski lætur dómarinn þig sleppa. Jæja, hann sagði að ég væri sekur og sektaði mig. Skip- herrarnir hjá Landhelgisgæslunni voru alltaf mjög sanngjarnir við mig. Ef þeir sögðu: Þú ert fyrir innan, þá var það nokkuð öruggt." Dæmdur fyrir árás Taylor stendur upp og sækir tvær af dagbókunum sem hann færði á sjómannsárunum. Bækurnar eru í stóru broti, orðnar snjáðar og límt yfir kjölinn. Rithöndin er falleg og auðlæsileg. Mest er skrifað um veð- urfar og aflabrögð, fyrst rúmuðust tvær til þrjár veiðiferðir á síðu. Seinna fékk hver veiðiferð heila síðu. Innan um textann eru dregin upp kort. Þekkja má íslensk örnefni á annesjum og fjöllum, dregnar lín- ur úr þeim og merktar inn fjarlægð- ir. Þar sem línurnar skerast var góð bleyða eða festa sem þurfti að var- ast. „Þetta kemur engum lengur að úr áhöfninni handteknir fyrir meinta árás á lögreglumann. Við vorum dæmdir til tveggja mánaða fangels- isvistar og annar skipstjóri sendur eftir skipinu... Taylor segist aldrei hafa getað sætt sig við niðurstöðu þessa máls. Félagar hans tveir, Robert Celay og Raymond Manning, hafi verið dæmdir saklausir. „Við vorum bún- ir að liggja inni í sólarhring og skipið var ferðbúið. Ég var í brúnni ásamt stýrimanninum og við sáum upp eftir götunni þar sem var lítið kaffihús. Nokkrir úr áhöfninni höfðu farið þangað að að fá sér .þennan íslenska bjór (pilsner), sem við vorum vanir að kalla „lauk- vatn". Ég hringdi í Einar Jóhannsson lóðs og lét hann vita að við værum tilbúnir að fara. Ég sagði að það væru strákar frá okkur á kaffihús- inu og bað hann að láta þá vita. Þar sem ég er að tala við Einar horfi ég upp að kaffihúsinu og sé að íslenskur unglingur kemur fljúgandi út um gluggann. Nú er eitthvað á seyði, hugsaði ég. Ég hljóp frá skipinu, nokkur hundruð metra að kaffihúsinu. Bátsmaður- inn minn var þar og afturgálga- maðurinn, þeir voru víst alls fjórir talsins. Hvað er á seyði? spurði ég. Eig- andi kaffihússins talaði ágætis ensku og hann sagði: Þetta er ekki þeim að kenna, skipper. Þessi ung- lingar voru að abbast upp á þá og þessi stóri þarna, - hann benti á bátsmanninn - bara henti honum út! Unglingurinn hafði ekkert meitt sig. Eg sagði við eigandann: Hringdu í hr. Karlsson, umboðs- mann okkar, hann mun borga fyrir skemmdirnar. Við siglum núna! Þeir Celay og Manning urðu eft- ir til að hreinsa upp glerbrotin. Eigandinn sagði að þetta væri óþarfi, þeir skyldu bara fara. Þá kemur allt í einu stórvaxinn lög- regluþjónn og spyr hvað sé á seyði. Ég sagði að það hefði verið þarna smábrok. Þá talaði hann á íslensku við eiganda kaffihússins. Ég fann viskílykt af lögreglu- þjóninum þegar hann stóð nálægt mér og hugsaði með mér að þetta gæti orðið vandamál. Nú förum við til skips, við erum að fara, sagði ég- Nei, þið farið ekki neitt, sagði lögregluþjónninn og mundaði kylfuna. Þessir tveir geta þó farið, sagði ég, þeir hafa ekki gert neitt. Láttu mig um að ákveða það, sagði lögreglumaðurinn og potaði kylfunni í rifín á mér. Ég hugsaði með mér að það væri eins gott að fara varlega, því þótt maðurinn væri ekki fullur var hann und- ir áhrifum. Má ég nota símann og hringja í hr. Karlsson, um- boðsmann okkar? spurði ég. Þá rak hann kylfuna í eyrað á mér og sagði, ég ræð því hvað þú gerir. Nú missti ég stjórn á skapi mínu, gaf honum einn vel úti- látinn og hann datt í snjóinn. Þá hlupum við um borð og ég sagði við vélstjórann: Við bíð- um ekki eftir lóðsinum. Ég rata út! Því miður, sagði vélstjórinn, það tekur 10 mínútur að setja í gang. Gömul kona hafði fylgst með þessu og hringt í lögregl- una. Áður en við vissum var lögreglan komin um borð. Hún fór með okkur þrjá - og ég vorkenndi félögum mín- um," segir Taytor. Dómur var kveðinn upp 3. desember, á afmælisdegi Ta- ylors. Þeir félagar voru dæmdir í tveggja mánaða fangelsi hver og til að greiða lögreglumanninum 5 þúsund króna skaðabætur. Að dóm- inum uppkveðnum voru skipsfélagarnir þrír sendir suður til að taka út refsingu sína. Háskaflug og náðun Taylor er ferðalagið í fangelsið minnisstætt. Hann segir að tveir lögreglumenn hafi fylgt föngunum suður. „Veðriðvar mjög slæmt og flug- brautin á ísafirði hál. Mér var alveg sama en ég sá að báðir rannsóknar- lögreglumennirnir fölnuðu, þeir voru mjög órólegir. Flugmaður tal- aði mjög góða ensku, eftir þriðju flugtakstilraunina sagði hann: Við verðum að reyna aftur á morgun. Þetta er ekki nógu gott. Fer ég þá á hótel með þessum tveimur herramönnum? spurði ég. Nei, þú ferð aftur í steininn! Daginn eftir var veðrið svolítið betra og við komumst á loft. Þegar vélin hækkaði flugið yfir ísafjörð og flaug yfír Dýrafjörð, Patreksfjörð og þessa staði var mikil ókyrrð. Vélin datt niður og lögreglumönn- unum stóð ekki á sama. Þeir settu mig í handjárn og ég sagði, ef vélin hrapar þá tek ég ykkur með mér. Þá tóku þeir járnin af," sagði Tayl- or og dæsti: „Þessir gömlu góðu dagar." Félagarnir voru síðan náðaðir af Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta íslands, hálfum mánuði síðar og látnir laus- ir af Litla-Hrauni þann 15. desem- ber. Þeir komust heim í tíma til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.