Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 17
J- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 B 17 upp úr og virðist skítkalt. Kemur það heim og saman við þá kenningu að útselskópar fari ekki í vatn fyrstu vikurnar á meðan þeir bera loðinn feld fæðingarháranna. Nú liggur fyrir að ná í nýmeti af fiski, síld og annað góðgæti. Við töluðum við þá í Húsdýragarðinum í Reykjavík, en þeir hafa einnig verið með útsels- kóp sem móðir afrækti. Þeir gáfu honum mjólk og fiskstöppu og líklega er komið að þeim matseðli hjá Kobba, því hann er hættur að svolgra mjólkina eins og hann gerði þegar hann átti til að svolgra tvo pela í rykk.“ Dúfan heldur að hún sé trúlofuð hundinum ferð á eftir mannskapnum, alltaf að leita að pelanum sínum, og slíkur var hraðinn á krílinu að hann hélt nánast í við gangandi mann og þegar hann fór ýmist upp eða niður sveilbunk- ana notaði hann klærnar á framhreyfunum til þess að hafa stjórn á ferðinni og koma sér áfram eins og honum þóknaðist. Það var stór- kostlegt að sjá hvernig útselskópurinn elti mannskapinn. „Hann sækir mjög í fólk,“ sagði Denni, „elt- ir mann á röndum og ekki síður heimilishund- ana, finnst þeir eitthvað spennandi. Hann sefur í kassa á verkstæðinu hjá mér á nóttinni, en á daginn set ég hann út í snjóinn fyrir utan og þar unir hann glaður hag sínum og sýnir ýms- ar hundakúnstir. Stundum lætur hann eins og spor- hundur, stingur hausnum á fullu ofan í sandinn, ekki síst ef fótspor eru í snjónum. Hugsanlega teng- ist það eitthvað lyktarskini hans, en selir hafa mjög næmt lyktarskyn. Þegar hann er svangur þá baular hann mikið, gefur frá sér hljóð sem minnir á kálfs- baul, einhverskonar gói frekar en gelt í hundi. Kobbi sefur mikið, en fer í gang um leið og hann verður var við mann, þá blossar upp í honum matarástin. Næsta skref er að fá hann til að éta fisk, kenna honum það, en ef hann þrífst hjá mér í vetur ætla ég að reyna að venja hann við sjóinn í vor þegar maður fer að sigla á hjólabát- unum. Þannig gæti hann hugsanlega vanist æti við bátinn og haldið tryggð við staðinn, en hinn möguleikinn er að hann fari ftjáls ferða sinna um víðáttur hafsins og leiti til annarra „í eðli sínu er útselskópurinn auðvitað villidýr og rándýr og því þarf að passa upp á hann með tilliti til krakkanna, því þau eru auðvitað hrifin af honum. Þetta er orðinn hálfgerður dýra- garður hjá okkur, því auk útsels- kópsins erum við með tvo hunda, kanínu, dúfu og önd á lóðinni heima hjá okkur. Kobbi er að vísu ekki kominn í það samkvæmi ennþá, en hver veit. Allt hefur sinn gang og það er skemmtilegt í morgunkaffinu þegar kanínan kemur á tilsettum tíma að eldhús- glugganum og dúfan einnig og bæði vilja fá sinn bita. Dúfan er búin að búa hjá okkur á þriðja ár, kom úr Húsdýragarðinum ásamt hópi af dúfum í einhverskonar kappflugi eða boðflugi. Um þær mundir kom heilmikið af fuglafóðri undan snjónum og dúfnahópurinn dvaldi hér í vikutíma við allsnægtir og svo fóru þær allar nema þessi eina. Hún er merkt ________________ og með símanúmer og ég hringdi í eigandann og spurði hann hvort ég ætti jHytí ekki að senda fuglinn. Hann sagði að ég mætti eiga hana ef ég vildi, hún væri ekki nógu góð fyrir sig ef hún skilaði sér ekki aftur. Og svona gerast ævin- lÍHPy. * týrin. Hún tók ástfóstri % v'ð Depil og skríður oft inn í kofa til hans. í vor þegar hana vantaði maka þá sá hún ekkert nema hundinn og hún var mjög skemmti- leg við hann í vor og sum- ar. Tyliti sér á hann í tíma og ótíma og snurfusaði hann í bak og fyrir, auga- brúnimar, inni í eyrunum eins og þær gera hver við aðra, dúfurnar. Depill lét þetta yfir sig ganga og dúfan má hreinlega ekki af honum sjá. Ef Depill fer af heimilinu eltir hún hann og ef hann fer í sveitina er hún alveg ómöguleg. Hún fer i kofann hjá hon- um á nóttinni og kúrir hjá honum, oft á prikinu en ég hef séð hana kúra alveg hjá honum þegar kaldast KOBBI á útkíkkinu undir stýri á jeppanum. BARNASKARINN með Kobba útselskóp, hundinum, önd- inni og kanínunni. Dúfan brá sér frá. i sinn á fjörukambi Víkur í Mýrdal, Öndin vildi einnig taka *■*« upp þann sið að skríða inn til Depiis og kúra hjá hon- um, en ef hún fer inn er það segin saga að hann skríður út, finnst hún eitt- hvað ekki samboðin sér nema að hann sé svona trygglyndur við dúfuna. Hins vegar er öndin miklu ágengari en dúfan og vill troða sér á fullri ferð þang- að sem hlýjan er mest. Dúfan fer varlegar að hon- um og er ástúðlegri." Þannig gengur nú lífíð fyrir sig í Mýrdalnum þar sem náttúrustemmningin er svo rík og samband fólksins ---------------- við náttúruna er svo einlægt og sterkt að jafnvel útselir vilja ólmir í mannheima að minnsta kosti á meðan pelinn er spenvolgur. Kobbi axlaði sig áfram í snjónum og frostið beit ekkert á hann þótt hrikti í mönnum. Hann söng sönginn sinn, mjólkurmelódíuna. Fyrst þegar hann fannst gaf hann frá sér allskonar tilbrigði af hljóðum, líklega vegna þess að hann var hræddur, en nú er að heyra sem hann sé aðeins að reka á eftir þeim sem næst- ur kemur með pelann hans, spenvolgan með rjómablandi og lýsi og hann leikur á als oddi. ÞEGAR heimamenn horfðu til hafs, hélt Kobbi til lands á fullri ferð. og við setjum svolítið lýsi út í venjulega mjólk og stundum ijóma líka, því urtumjólkin er miklu feitari eða um helmingur fita. Hann hefur þó ekki tekið mikið til sín, mest um einn lítra á dag.“ Matarástin er sterk Við fórum með Kobba fram á sandfjörurnar undan Vík í Mýrdal og í snjóbunkum á grasböl- um ofan fjörunnar flengdist Kobbi um á fullri átta. Það kemur bara í ljós. Vonandi verður honum ekki hætta búin af skotmönnum og maður mun reyna að leggja honum gott orð. Kobbi gerir engan mannamun. Hann hefur umgengist æði marga og það er sama hver gefur honum að borða. Ekkert truflar hann við þá iðju. Krakkarnir í grunnskólanum hafa komið og fengið að gefa honum. Þá hef ég farið nokkrum sinnum með hann í ána og leyft honum að synda, en hann hefur verið fljótur »11 kennir Kobba útsei að hjóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.