Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR IBIO SIGURGANGA Djöflaeyj- unnar eftir Friðrik Þór Frið- riksson er með ólíkindum. Hún er orðin mest sótta ís- lenska bíómyndin síðan í ár- daga kvikmyndavorsins. Nú hafa vel yfír 60.000 manns séð myndina í Reykjavík og úti á landi og stefnir í að hún fái jafnvel meiri aðsókn en megasmellur sumarsins, „In- dependence Day". Yrði það saga til næsta bæjar ef ís- lensku framleiðslunni tækist að slá hana út í miðasölunni. Aðsókin á Djöflaeyjuna er mjög ánægjuleg sérstaklega í ljósi þess að aðsókn á góðar íslenskar myndir var orðin leiðinlega lítil. Myndir fá ekki aðsókn eins og þessa nema þær höfði til allra aldurshópa og það gerir Djöflaeyjan. Hún hefur greinilega fallið mjög í kram áhorfenda enda var hvergi til sparað að gera hana sem besta úr garði og sögur Einars Kárasonar um braggafólkið eru greinilega vel kynntar með þjóðinni. MÞÝSKI leikstjórínn Wim Wenders hefur undanfarið unnið að gerð kvikmyndar í Los Angeles. Með aðalhlut- verkin fara Bill Pullman og Andie MacDowell en mynd- in heitir „The End of Vio- lence" eða Lok ofbeldisins. MFormaður dómnefndar næstu kvikmyndahátíðar í Cannes verður Isabelle Adj- ani. I heiðursnefnd hátíðar- innar verða leikstjórar eins og Woody Allen, Miche- langelo Antonioni, Ingmar Bergrnan, Bertolucci, Coppola, Kubrick, Spiel- berg, téður Wenders og Billy gamli Wilder. MBreski leikarinn Alan Rickman kvikmyndar nú Vetrargestinn í Skotlandi eða „The Winter Guest". Með aðalhlutverkin fara mæðgurnar Emma Thom- son og Phyllida Law en myndin segir af fjölskyldu- málum í litlu samfélagi í Skotlandi. Austen hittir ímark KVIKMYNDAHÚSIN hafa nú sýnt þær myndir allar á einu ári sem að undanförnu hafa verið gerðar eftir sögum Jane Austen og ríkissjónvarpið sýndi kannski þá bestu í haust, Hroka og hleypidóma. Hinar myndirnar eru Emma, Fortölur og fullvissa og loks Vonir og væntingar sem kom hingað fyrst í kvikmyndahúsin. Bíómyndirn- ar þrjár hafa notið góðrar aðsóknar og jafnvel frábærrar sem er um hugsunarefni nú á tímum met- söluspennutrylla og sálar- lausra ofbeldismynda. Það er líka umhugsun- arefni af hverju kvik- myndagerðarmenn hafa nú undir lok tuttugustu aldar- innar fundið hjá sér þörf til ið kvik- ~^>^ ; , l eftir Arnold Indriðason mynda í svo mikl- um mæli sögur sem Jane Austen skrifaði á öndverðri þeirri nítjándu. Líklega er ekki hægt að fínna neitt fjarlægara nútíma afþrey- ingarmyndunum en Aust- enmyndir. Eða hvað? Hitta þær ekki í mark af því fáar myndir tala betur til nú- tímamannsins? Jane Austen virðist eiga erindi á öllum tímum af því hún segir sög- ur sem eru sífellt að endur- taka sig. Þetta eru sögur úr tilhugalífínu sem einatt er verið að kvikmynda og við sjáum í amerískum ungl- ingagamanmyndum eins og „Clueless" og sjónvarps- þáttum eins og „Melrose Place". Þær eru Jane Aust- en sögur nútímans, að vísu hallærislegar flestar en fyr- irmyndin er augljós. Og persónurnar í sögum Austen, sem vaknað hafa svo ljóslifandi á hvíta tjald- inu, eru til á öllum tímum; sakleysingjar sem auðvelt er að særa, uppskafningar sem auðvelt er að hlæja að, prúðmenni og snobbarar og skíthælar. Jafnvel stétta- AUSTENHETJA; Paltrow sem Emma í einni af myndunum sem gerðar hafa verið eftir sög- um Jane Austen. munurinn í sögunum skilar sér til okkar, skiptingin í þá sem hafa og þá sem hafa ekki auraráð og hugsa sér giftingu fyrst og fremst sem fjárhagslegt bókhalds- dæmi. Kvikmyndagerðar- mönnunum hefur tekist furðulega vel að koma þess- um þáttum sagnanna til skila einmitt svo þeir tali til nútímans og gætt þess að spilla ekki niður snjöllum húmor Austen. Þannig hafa sögurnar í raun allt sem góðar kvik- myndir þurfa á að halda og ástina að auki. Annað er það að góðar sögur eru vandfundnar í endur- vinnsluheimi kvikmynd- anna og góð hlutverk, fyrir leikkonur sérstaklega, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Þegar þær komast í tæri við persónulýsingar Austen komast þær í feitt. Emma Thompson og Gwy- neth Paltrow eru tvær leik- konur sem fundið hafa sér hlutverk við hæfi í Austen- sögunum. Leikstjórar leit- ast við að skapa andrúms- loft veraldar sem var í sið- um og hefðum í samskipt- um kynjanna og ekki síst veikri stöðu konunnar og tekst frábærlega vel upp í öllum tilvikum af því þeir hafa verið trúir bókunum. Bókmenntalegar myndir hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu og líklega má þakka það samstarfi James Ivory og Ismail Merchant. Austenmyndirn- ar koma í framhaldi af því. Við sjáum að leikstjórar gera hvað þeir geta til að pakka Shakespeare í neyt- endavænar umbúðir og lúta stundum lágt að mati Sha- kespearefræðinganna. Rík- harður III er gerður að nútímalegum spennutrylli í þeirri von að bíóliðið nenni á hann. Sögur Austen þurfa enga sérmeðferð. Því að- eins að þær séu kvikmynd- aðar nákvæmlega eins og þær voru skrifaðar hitta þær í mark. Dagur sjakalans endurgerður ENDURGERÐUM í Hollywood fer fremur fjölgandi 11 en hitt og hefur sú nýjasta vakið talsverða at- m hygli. Universal kvikmyndaverið hefur ráðist í endurgerð spennumyndarinnar Dags sjakalans frá 1973 og fer Bruce Willis með hlutverk leigu- morðingjans sem Edward Fox lék áður. Leikstjóri er Bretinn Michael Caton-Jones en eins og mörgum er kunnugt segir mynd- in frá tilraun til að ráða Charles de Gaulle forseta Frakklands af dögum (hvaða de Gaulle? gæti einhver spurt). Michael Lonsdale fór með hlutverk franska lög- regluforingjans sem eltist við leigu- morðingjann en það hlutverk hefur fall- ið Richard Gere í skaut í endurgerð- inni. Og í stað þess að vera franskur lögregluforingi eins og fyrrum er hann írskur byssumaður í nýju myndinni. Diana Venora fer með aðalkvenhlutverkið. Liam Neeson hafnaði boði um að leika Sjakalann. Sean Connery einnig. Það gerði Gere reyndar líka en leist vel á hlutverk Irans. Myndin verður í sumar- myndaslagnum 1997. EFTIRSOTT; Deneuve og Auteuil í „Les Voleurs". Deneuve í tveimur myndum FRANSKA leikkonan Catherine Deneuve hefur í nógu að snúast en hún hefur nýlega leikið í tveimur athyglis- verðum frönskum mynd- um. Önnur heitir Glæpa- maður verður til og er eft- ir Raul Ruiz og byggist að einhverju leyti á atburðum sem gerðust í Vín í lok síð- ustu aldar. Hin myndin heitir „Les Voleurs" og er eftir André Téchiné. Glæpamaðurinn segir af freudískum barnasálfræð- ingi sem telur sig hafa fundið glæpahneigð í fimm ára gömlum frænda sínum en samkvæmt kenningunni hefur persónugerðin full- mótast við fimm ára aldur og eftir það verður ekki snúið til baka. Sálfræðing- urinn ákveður að fylgjast með drengnum í gegnum árin og vita hvað úr honum verður þar til hann að lok- um drýgir hinn „lang- þráða" glæp. Aðrir leikarar í myndinni eru Michel Piccoli og Bernadette Lafont en mót- leikari Deneuve í „Les Vol- eurs" er hinn kunni og bráðflinki Daniel Auteuil. SÝND á næstunni; úr „Lone Star" eða Einstirni. 8.000 hafa séð Fatafelluna Alls höfðu um 8000 manns séð Fatafell- una í Regnboganum og víð- ar eftir síðustu sýningar- helgi. Þá sáu rúm 2000 manns Hetjudáð í Regnboganum og Laugarásbíói um síð- ustu helgi, 2000 höfðu séð Saklausa fegurð og um 4000 Emmu. Næstu myndir Regn- bogans eru m.a. Einstirni eða „Lone Star", sem var á Kvikmyndahátíð Reykja- víkur, jólamyndin „Jingle All the Way" með Schwarzenegger, sem einnig verður í Laugarás- bíói og líklega Borgarbíói á Akureyri, teiknimyndin Svanaprinsessan kemur svo með íslensku tali ásamt hátíðarmyndinni „Smoke". í byrjun janúar frumsýn- ir bíóið „Basquiat", sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir, og nokkru síðar tryllinn „Extreme Measur- es" með Gene Hackman og Hugh Grant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.