Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 1
120 SIÐUR B/C/D/E/F
STOFNAÐ 1913
282. TBL. 84. ÁRG.
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Atlantshafsbandalagið
Ræða aukin
tengsl við
Rússa
London. Reuter.
RÁÐAMENN hjá Atlantshafsbandalag-
inu, NATO, íhuga nú hvort þeir eigi
að bjóða Rússum að gerður verði við
þá sérstakur samningur um öryggis-
mál. Þjóðveijar eru helstu hvatamenn
tillagnanna en samkvæmt þeim yrði
samstarfi NATO og Rússlands skipt í
þrennt eftir eðli viðfangsefnisins.
• NATO tekur ákvörðun en lætur
Rússa vita áður en henni er hrint í
framkvæmd.
• Fulltrúar NATO og Rússlands ráðg-
ast við um sameiginleg hagsmunamál.
• Tekin er sameiginleg ákvörðun
beggja aðila og i þeim tilvikum hefðu
Rússar í reynd neitunarvald.
Breskir embættismenn segja að eftir
sem áður komi ekki til greina að Rúss-
ar fái neitunarvald í tengslum við inn-
göngu nýrra aðildarríkja.
■ Verkefnin næg/6
Bjargið litla
karlinum!
ÍBÚAR Austur-Þýskalands sem var eru
ekki alltaf ánægðir með þær breytingar
sem sameiningin hefur haft í för með
sér. Nýjasta deiluefnið er að yfirvöld
eru byijuð að skipta um merkingar á
götuvitum til að samræmi sé í þeim
efnum. Austur-Þjóðveijar hafa í þrjá
áratugi vanist litlum, grænum karli
með hatt er táknaði að ganga mætti
yfir götuna. Nú er byrjað að nota stíl-
fært og kynlaust tákn eins og annars
staðar í Þýskalandi (og á Islandi) sem
engum getur þótt vænt um. Barátta er
hafin gegn umskiptunum.
Framleiddir eru bolir með mynd litla
karlsins, póstkort og plaköt, rokk-
hljómsveit er búin að semja lag til heið-
urs honum. Stuðningsmenn hafa tekið
alnetið í þjónustu sína, netslóðin er
http://www.interactive.de.
Bent er á að framleiddir hafi verið
5.000 ljós með karlinum á þessu ári,
varla geti verið rétt að fleygja þeim á
haugana áður en karlarnir fái að þjóna
sínu hlutverki.
Reuter
Aurskriða í Japan
BJÖRGUN ARMENN í Nagano-héraði í Japan færa til vörubíl
sem lenti í mikilli aurskriðu nálægt hverasvæði í brattri fjalls-
hlíð við skiðaþorpið Otari í miðhluta landsins. Vitað var með
vissu að sjö fórust í skriðunni á föstudag og átta slösuðust,
þar af einn lífshættulega. Sjö var enn saknað í gær. Fórnarlömb-
in voru flest verkamenn er unnu að viðgerð á vegi. Um 1.400
manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og hundar voru notaðir
við leit að hinum týndu.
Vaxandi stjórnmálaókyrrð í Búrma og flokkar hermanna til taks
Fjöldahandtökum beitt
gegn stúdentum í Rangoon
Rangoon. Reuter.
HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma fullyrti í
gær að búið væri að láta lausa flesta þeirra
264 stjórnarandstæðinga sem handteknir voru
aðfaranótt laugardags eftir mikil mótmæli í
grennd við háskólann. Flestir mótmælendanna
voru stúdentar og beittu hermenn og lögregla
kylfum og háþrýstisprautum slökkviliðs til að
sundra mannsöfnuðinum.
Allt virtist með kyrrum kjörum í Rangoon
í gær. Fæstir íbúanna vissu um atburðina um
morguninn en fjöldi vörubíla með hermönnum
var á hinn bóginn til taks í grennd við helstu
vegamót og samgönguleiðir í grennd við há-
skólann og Tækniskóla Búrma, í um sex kíló-
metra fjarlægð frá miðborginni. Talsmaður
stjórnvalda sagðist gera ráð fyrir að allir yrðu
lausir úr haldi um kvöldið. Enn væri verið að
kanna skilríki hinna handteknu.
Látið var til skarar skríða skömmu fyrir
sólarupprás þegar hópur stúdenta, er sest
hafði við vegamót skammt frá háskólanum,
neitaði að hverfa brott. Lögreglan sagðist að
sögn sjónarvotta ætla að handtaka „pólitíska
undirróðursmenn" úr röðum fólksins.
Vilja fá að stofna samtök
Um 2.000 stúdentar efndu á mánudag til
mestu mótmæla sem herforingjarnir hafa þurft
að beijast við frá haustinu 1988 er friðarverð-
launahafinn Aung San Suu Kyi varð leiðtogi
stjórnarandstöðunnar. Mótmælin voru þá kæfð
í blóði, ári síðar var Suu Kyi sett í stofufang-
elsi sem hún losnaði úr í fyrra. Athafnafrelsi
hennar er þó mjög skert og nýlega réðust
nokkrir menn á hana á fundi en hún siapp
ómeidd. Stjórnarandstaðan telur mennina hafa
verið handbendi stjórnvalda.
Stúdentar krefjast þess að fá að stofna sjálf-
stæð hagsmunasamtök í skólanum og jafn-
framt að um 80 félagar þeirra, sem sitja í
fangelsi, verði látnir lausir en ekki er vitað
hvar þeir eru í haldi. Talsmenn stúdenta segja
að engin bein tengsl séu á milli aðgerða þeirra
og flokks Suu Kyi sem er leyfður að nafninu
til en fær ekki að starfa.
IIASIil
AKOLASKAGA