Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vikan 1/12 - 7/12 ► SOPHIA Hansen hitti dætur sínar tvær í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár. Tyrkneska lögreglan hyggst reyna að tryggja að umgengnisréttur Sophiu verði virtur framvegis. ► NÝTT „punktakerfi" verður tekið upp á næsta ári til að reyna að fækka umferðarlagabrotum, eink- um hjá yngri ökumönnum. Punktum ökumanna fækkar við hvert umferðarlagabrot og missi þeir alla punktana tapa þeir jafnframt ökurétt- indum í þrjá mánuði. ► NÓVEMBER síðastliðinn var bæði sá kaldasti og sól- ríkasti í Reykjavík frá því mælingar hófust í höfuð- borginni. ► NÝ KÖNNUN verður gerð á frákasti afla hjá fiskiskipum. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segir of mikið um að fiski sé hent. ► RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir að lögfræðingar innheimtudeiidar Tollstjór- ans í Reykjavík séu bæði launþegar og verktakar, en þeir fá sérstaklega greitt fyrir vörzlusviptingar og fjámám; ► DAVÍÐ Oddsson forsæt- isráðherra segir að breyt- ingar á Lánasjóði islenzkra námsmanna muni hafa i för með sér samtimagreiðslur í einhverri mynd og lækkun á endurgreiðsluhlutfalli námslána. Kaupa bréf í ÚA fyrir 1.205 milljónir SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur keypt 13% hlut Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa fyrir 660 millj- ónir króna. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Burðaráss, eignarhaldsfélags Eim- skipafélagsins, keypt 11,3% hlut Kaupfélags Eyfirðinga í félaginu fyrir 545 milljónir. Akureyrar- bær á áfram 20% í UA. Barnaníðingur hand- tekinn á Akureyri MAÐUR á sextugsaldri er í haldi lög- reglu á Akureyri, en hann hefur játað að hafa misnotað litlar stúlkur kynferð- islega, tekið myndir af þeim og miðlað til annarra með aðstoð alnetsins. Mað- urinn hefur áður verið grunaður um kynferðisbrot gegn ungum börnum. Stefna í fíkniefna- málum samþykkt RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt heildstæða áætlun í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvömum, sem felur m.a. í sér að stofnað verði sérstakt áfengis- og vlmuvamaráð, fjármunir til forvarna auknir, tollgæzla og löggæzla efld og stutt við ungmenni í áhættuhópum. Þá verður lögð áherzla á alþjóðlegt sam- starf gegn fíkniefnum, neyzlu þeirra og sölu. Jafnaðarmenn stærstir? NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir þingflokk jafnaðarmanna, sýnir að sameinað framboð núverandi stjóm- arandstöðuflokka myndi fá 39,5% at- kvæða í þingkosningum. Framsóknar- flokkur fengi 23% og Sjálfstæðisflokk- ur 37,5% miðað við þær forsendur að aðeins þessir þrír listar yrðu í framboði. Albright nýr utanríkisráðherra BILL Clinton Bandaríkjaforseti til- nefndi á föstudag sendiherra Banda- ríkjann hjá Sameinuðu þjóðunum, Mad- eleine Albright, I embætti utanríkis- ráðherra en Warren Christopher hyggst láta af störfum. Al- bright, sem er 59 ára og fædd í Prag, verð- ur fyrsta konan til að gegna þessu vald- amikla embætti í sögu landsins. For- setinn tilnefndi einn- ig repúblikanann William Cohen í emb- Madeleine Albright ætti vamarmálaráðherra en repúblikani hefur ekki fyrr verið í stjóm Clintons. Viðbrögð við mannaráðningum Clint- ons voru yfirleitt mjög jákvæð, kvenna- hreyfíngar fögnuðu sérstaklega frama Albright og helstu leiðtogar repúblik- ana lýstu einnig ánægju sinni. Milosevic hopar SLOBODAN Milosevic, forseti Serbíu, lét á fimmtudag undan kröfu stjórnar- andstæðinga og var hæstarétti falið að kanna kjörgögn til að hæg> yrði að skera úr um það hvort stjómarandstað- an hefði hreppt meirihluta í Belgrad og fleiri borgum I sveitarstjómarkosn- ingum nýverið. Einnig hét forsetinn námsmönnum og lífeyrisþegum bætt- um kjörum og vék nokkrum embættis- mönnum frá störfum. Hundruð þús- unda manna hafa undanfarna daga andmælt stjóminni á götum Belgrad en stjómvöld svöruðu m.a. með því að loka útvarpsstöð sem hlynnt er stjóm- arandstæðingum. ► UM 300 lögreglumenn á Italíu réðust á föstudags- morgun inn í húsakynni Antonio Di Pietros, fyrrver- andi rannsóknardómara, sem frægur varð fyrir að fletta ofan af spillingu og stjórnmála- og efnahagslífi. Saksóknarar fyrirskipuðu aðgerðina vegna ásakana á hendur Di Pietro um laga- brot við spillingarrannsókn- ir hans. Þ- RÁÐSTEFNU um frið i Bosníu lauk í London á fimmtudag og voru leiðtog- ar deiluaðila varaðir við þvi að landið fengi ekki efna- hagsaðstoð i framtíðinni nema staðið yrði að öllu leyti við Dayton-friðar- samningana. Samþykkt var að efla striðsglæpadómstól- inn í Haag. ► ÖRYGGISGÆSLA var stórefld í Frakklandi í vik- unni vegna sprengjutilræðis sem varð tveim að bana í París á þriðjudag auk þess sem 88 særðust. Talið er að alsfrskir hryðjuverkamenn hafi verið að verki. RÁÐSTEFNU Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, ÖSE, lauk í Lissabon á þriðjudag með yfírlýsingu um að stefnt skyldi að friði og samvinnu á næstu öld. Rússar ítrekuðu á ráðstefn- unni andúð sína á stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs. ► EINN af þingmönnum Ihaldsflokksins breska sagði skilið við þingflokkinn á föstudag og hefur ríkis- stjórn Johns Majors ekki lengur meirihluta í neðri deildinni. Talið er að sljórn- in geti reitt sig á stuðning norður-írskra sambands- sinna fram að kosningum næsta vor. FRETTIR Halldór Ásgrímsson um deilur um túlkun EES-samningsins Öryggisákvæði aðeins beitt í stórmálum DEILAN um túlkun öryggisákvæðis samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið kom enn upp á yfirborð- ið á fundi EES-ráðsins í Brussel á föstudag, en í því sitja utanríkisráð- herrar aðildarríkja Evrópusam- bandsins og EFTA. Ráðherrar EFTA-ríkjanna ítrekuðu mótmæli sín við því að ESB beitti ákvæðunum til að setja lágmarksverð á norskan lax í fyrra. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir að málið sýni að ísland geti ekki beitt öryggis- ákvæðinu nema í mjög stórum mál- um. Fyrir réttu ári setti Evrópusam- bandið lágmarksverð á norskan og íslenzkan lax á Evrópumarkaðnum, með tilvísun til öryggisákvæðanna í 112. grein EES-samningsins, en þar segir að komi upp „alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfíslegir erfiðleikar í sérstök- um atvinnugreinum eða á sérstök- um svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi,“ geti samningsaðili grip- ið til „viðeigandi ráðstafana“. ESB telur að þetta hafi átt við vegna meints undirboðs Norðmanna á markaði fyrir eidislax. EFTA-ríkin telja hins vegar að öryggisákvæðin eigi ekki við um þá bókun EES- samningsins, sem fjallar um við- skipti með sjávarafurðir. íslending- ar hafa óttazt fordæmisgildi þessar- ar túlkunar ESB. „Það kynni að skaða okkur í sambandi við ýmsar fisktegundir, til dæmis þorsk, yrði þessu beitt aftur með sama hætti,“ segir Halldór. „Við höfum þó á til- finningunni, þrátt fyrir yfirlýsingar ESB, að sambandið sé hikandi við að beita þessu ákvæði aftur.“ Öryggisákvæðið í 112. grein var upphaflega sett í samninginn að kröfu EFTA-ríkjanna, m.a. vegna ótta íslendinga við búferlaflutninga útlendinga til landsins og fjárfest- ingar þeirra hér. „Það öfugsnúna í málinu er að við báðum um þetta öryggisákvæði, en ekki ESB. Fram að þessu hefur það fyrst og fremst beinzt gegn okkur, sem er alvar- legt, þótt það hafi ekki komið niður á íslenzkum hagsmunum," segir Halldór. „Þetta sýnir hvað það væri erfitt fyrir okkur að beita öryggis- ákvæðinu nema í meiriháttar mál- um. Við teljum að það sé rangt að beita því í minniháttar máli eins og þessu og eingöngu eigi að beita því í mjög stórum málum.“ Meiri áhrif á ákvarðanatöku Halldór segir að fundurinn hafi að öðru leyti gengið mjög vel. Þetta hafi verið síðasti fundurinn í for- mennskutíð íslands I EES og ánægjulegt hafi verið að utanríkis- ráðherrar allra ESB-ríkjanna fímmtán hafi sótt hann, en slíkt hafí ekki gerzt áður í sögu EES. „Þetta sýnir að okkur hefur tekizt að koma meiri alvöru í þessi póli- tísku samskipti, sem við höfum lagt mikla áherzlu á,“ segir hann. Halldór segist telja að ísland hafí, fyrir hönd EFTA-ríkjanna í EES, náð verulegum árangri á árinu, sem er að ljúka. „Við höfum komizt að í fleiri nefndum ESB og getum tek- ið meiri þátt í ákvarðanatöku en áður var.“ SUNDLAUGIN í Grafarvogi verður byggð við íþróttamiðstöðina Dalhúsi 2. ÁÆTLAÐ er að sundlaug Grafarvogsbúa verði tilbúin í byijun árs 1998. Sundlaug byggð í Grafarvogi FYRSTA skóflustungan að sund- laug I Grafarvogi verður tekin um miðjan desember og er áætl- að að taka hana í notkun byrjun árs 1998. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina er áætlaður 375 milljónir króna og var tilboði Valar hf. í jarðvinnu tekið, sam- kvæmt upplýsingum frá bygg- ingadeild borgarverkfræðings. Stærð sundlaugarinnar með böðum, búningsklefum, af- greiðslu og göngugötu er 1.533 fermetrar án kjallara, leiðslu- ganga og vaktturns. Laugarker- in verða tvö, það er 25 metra útilaug fyrir almenning og 12,5 metra innikennslulaug. Á úti- svæði verða pottar, stór nudd- pottur og vaðlaug. Arkitektar eru Guðmundur Þór Pálsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Forseti íslands heimsótti Coldwater Samkeppni verði ekki of grimm HR. plafur Ragnar Grímsson for- seti íslands og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heimsóttu á föstu- dag aðalstöðvar Coldwater Sea- food skammt frá New York í Bandaríkjunum. Ólafur Ragnar segir að fróðlegt hafi verið að kynnast þeim vandamálum sem við er að glíma á bandarískum matvælamarkaði. ólafur sagði að íslendingar þurftu að huga að því hvernig þeir tryggðu það að íslenskar sjávarafurðir yrðu áfram samkeppnisfærar á þessum mikil- væga markaði. „Auðvitað getur það verið gott að við keppum á þessum markaði, en við þurfum að passa okkur að keppa ekki svo grimmt að það komi niður á mark- aðsstöðu okkar í heild.“ Harðnandi samkeppni Ólafur segir að sér hafi komið á óvart hversu mikil samkeppnin er á markaðnum. „Hún virðist hafa farið mjög harðnandi á síð- ustu 12-18 mánuðum og það þarf meiri kraft og skipulag og atorku til að tryggja hlutdeild okkar. Ég held að það sé með fleiri á íslandi eins og mig að ég taldi að markað- ur okkar fyrir sjávarafurðir vestra væri orðinn svo rótgróinn að fátt gæti haggað honum, en mér sýn- ist á þeim upplýsingum sem við höfum fengið hér að það sé fyrst og fremst atorka sölukerfísins og hin daglega glíma sem tryggir það að við höldum okkar hlutdeild. Það er greinilega vaxandi sókn frá öðrum matvælum og öðrum fram- leiðendum á sjávarafurðum, til dæmis frá þorski sem Bandaríkja- menn veiða sjálfir." Heimsókn fors^tahjónanna til Bandaríkjanna lýkur í dag. Slitu við- skiptum við Meistarann > í i i i STJÓRNENDUR Hagkaups og Fjarðarkaups hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Meistarann. Guðrún Bjömsdóttir, framkvæmda- stjóri Meistarans, telur ástæðuna vera þá að Meistarinn hefur opnað eigin verslanir með kjötvörur. Meistarinn opnaði á föstudag þrjár verslanir, en þær em staðsett- ar í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Hagkaup sagði upp viðskiptum við Meistarann í síðustu viku og Fjarðarkaup gerði það sama á föstudag og óskaði eftir að kjötvör- ur Meistarans yrðu fjarlægðar úr versluninni. Guðrún sagði að Meist- arinn hefði átt í viðskiptum við þessar verslanir í mörg ár. „Ég tel að þeir hafi tekið þessa ákvörðun í kjölfarið á því að við fómm út í smásölu. Við erum að reyna að komast nær markaðnum og fækka milliliðum um einn. Ég tel að þetta séu þeirra viðbrögð við samkeppninni,“ sagði Guðrún. ! I I t I 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.