Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 8

Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 8
8 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GALLAR kvótakerfisins virðast miklu alvarlegri en stjórnvöld vilja vera láta... Framkvæmdastj óri VSI vill ræða nýjar leiðir í fiskvinnslunni Föst laun hækkuð á kostnað bónussins ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að náist samningar um fyrirtækjasamn- inga í fiskvinnslunni sé sennilegt að í slíkum samningum verði sam- ið um að hækka föst laun fisk- vinnslufólks á kostnað bónus- greiðslna. Hann segir jafnframt að VSÍ sé reiðubúið til að ræða við stéttarfélögin um að styrkja stöðu trúnaðarmanna. „Ef samkomulag næst um fyrir- tækjaþátt kjarasamninga þá sé ég fyrir mér að það gefi t.d. fisk- vinnslunni færi á að byggja launa- kerfi upp með öðrum hætti en gert er í þessu hefðbundna launa- kerfi. Það má hugsa sér að ýmis fiskvinnslufyrirtæki sæju sér hag í að blanda saman samkomulagi um aukinn sveigjanleika í vinnu- tíma og að færa á milli bónus- greiðslna og fastakaupsins. Þetta eru hins vegar hlutir sem fólkið á vinnustöðunum verður að taka ákvörðun um, annars verður aldrei friður um það.“ Staða trúnaðar- manna styrkt Þórarinn sagðist ekki geta spáð hvaða breytingar yrðu í fiskvinnsl- unni ef þessi leið yrði farin. „Breytingarnar verða náttúrlega mismunandi eftir fyrirtækjum. Við teljum það einmitt mikilvægt að fyrirtækin fari að þróa mismun- andi lausnir. Við getum hins vegar séð fyrir okkur að stærri hluti launa fiskvinnslufólks komi frá fastakaupinu á kostnað bónus- greiðslna og það haldi því kaupi þegar lítið er að gera í fiskvinnsl- unni.“ Þórarinn sagði að ekki væri ljóst hvort samkomulag næðist við Verkamannasambandið um ein- hvers konar fyrirtækjasamninga. Hann sagði að VSÍ hefði lýst sig reiðubúið til viðræðna við viðsemj- endur sína um stöðu trúnaðar- manna og réttindi þeirra. „Það er engin spurning að trúnaðarmenn hljóta að leika lykilhlutverk í sam- skiptum á vinnustöðunum. Það er þess vegna ekki síður hagsmuna- mál vinnuveitenda heldur en stétt- arfélaganna að staða þeirra sé viðunandi og þeir séu sem best starfi sínu vaxnir.“ Forsetinn fær viður- kenningu Á HÁDEGISVERÐARFUNDI sem haldinn var í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir helgi var Olafi Ragnari Grímssyni, for- seta íslands, veitt sérstök viður- kenning fyrir störf sín í þágu alþjóðlegu þing- mannasamtak- anna, Parlia- mentarians for Global Action. „Fundurinn var sóttur af þingmönnum frá ýms- um þjóðlöndum og sendiherrum hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Ólaf- ur. „Þeir voru svo elskulegir að veita mér viðurkenningu fyrir störf mín á þessum vettvangi á síðustu árum.“ Ólafur Ragnar var formaður og síðar forseti samtakanna á árun- um 1984-1990 en hefur síðan setið í stjórn þeirra. 13-18 Jólasveinar konia í heímsókn kl. 13,13:45 og 16:45 KRINGMN frá nwrgni til hvöld.s 200 ár frá vígslu Dómkirkjunnar Hýsti slökkvilið og söfn bæjarins Þórir Stephensen TVÖ hundruð ár voru liðin 30. október síð- astiiðinn frá því Dómkirkjan í Reykjavík var vígð. Af þessu tilefni kom út Saga Dómkirkjunnar í tveimur bindum eftir séra Þóri Stephensen, staðar- haldara í Viðéy, sem var dómkirkjuprestur 1971 til 1989. í bókinni er bygging- arsaga kirkjunnar rakin og safnaðarstarfið og greint frá ýmsum munum sem hafa verið í eigu kirkjunnar og trúmáladeilum sem henni hafa tengst. í bókinni eru á fjórða hundrað mynda og margar þeirra hafa ekki áður birst á prenti. í bók séra Þóris kemur fram að Dómkirkjan var níu ár í smíðum. Biskups- stóllinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur 1785 og var þá gerð úttekt á Jóns kirkju postula í Vík sem stóð í Aðal- stræti. Hún þótti of lítil og var í fyrstu ráðgert að byggja kirkju utan um Víkurkirkju og notast við hana meðan á framkvæmdum stæði. Landlæknir stöðvaði hins vegar framkvæmdirnar því við ætlaðan byggingarstað höfðu ný- lega verið grafnir bólusóttarsjúkl- ingar. Þess vegna var ákveðið að reisa Dómkirkjuna milli Austur- vallar og Tjarnarinnar. Hvernig kom til að þú fórst að rita sögu Dómkirkjunnar? „Ég er fæddur með mikinn söguáhuga og strax og ég fór að starfa í kirkjunni fór ég að halda til haga öllu sem ég fann. Ég var líka iðinn við að spyija séra Jón Auðuns, sem hafði verið dóm- kirkjuprestur frá 1945 og þekkti séra Bjarna Jónsson vígslubiskup og gamla kirkjuvörðinn, Árna Árnason. Þarna fékk ég upplýs- ingar um ýmsa kirkjugripi og fleira sem ég hefði ekki náð með neinu öðru móti. Eftir að ég hætti sem dómkirkjuprestur og gerðist staðarhaldari í Viðey fóru sóknar- nefnd og prestar Dómkirkjunnar að íhuga að láta skrifa sögu Dóm- kirkjunnar. Þeir leituðu til mín með verkið og ég ákvað að slá til. Ég hef notað mínar frístundir í ritstörfin undanfarin fjögur ár.“ Hvað er hægt að segja um sjálfa smíði kirkjunnar? „Þetta eru tvær kirkjur. Sú fyrri er eftir danskan arkitekt að nafni Kirkerup sem var þekktast- ur fyrir að teikna hernaðarmann- virki og lystihús. Winstrup heitir sá er teiknaði seinni kirkjuna og er hann fyrsti arkitektinn sem kemur til Islands til þess að sjá hvar húsið á að standa sem hann er að teikna. Þegar fyrri kirkjan var byggð var enginn steinsmiður sendur til landsins til að byija með, einvörð- ungu múrarar og smið- ir. Múrararnir kunnu ekki að höggva stein og þess vegna gekk verkið mjög hægt.“ Hvaða breytingar gerði Wins- trup á kirkjunni? „Winstrup lagði til að byggt yrði við báða enda kirkjunnar, kórstúka öðru megin og forkirkja hinum megin. Upp af henni vildi hann hafa steinturn en rentukam- merið danska samþykkti það ekki af sparnaðarástæðum. Það varð úr að byggð var forkirkja og timb- urtum upp af þakinu, sá turn sem er á kirkjunni í dag. Þetta var fyrsta byggingin á Isiandi sem var pússuð með sementi og það furðulega er að Winstrup iagði fyrir að íslensk: sandurinn yrði ► Þórir Stephensen er fædd- ur 1931. Hann lauk kandidats- prófi í guðfræði frá HÍ 1954 og stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði í Þýskalandi 1964-1965. Hann varð aðstoðarprestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1971 og dómkirkjuprestur 1973-1989. Hann hefur verið staðarhaldari í Viðey frá 1989. Hann hefur starfað mik- ið að félagsmálum og eftir hann liggja ýmis rit trúarlegs og sagnfræðilegs eðlis. Kona hans er Dagbjört G. Stephen- sen og eiga þau þrjú börn. þveginn áður en hann yrði notað- ur í múrlímið. Danskur sandur var notaður í pússninguna. Engu að síður vildi hún -springa og lárétta regnið okkar lamdi sig inn í múr- steininn. Einnig urðu skemmdir á kirkjunni innanfrá því hún var ekki upphituð fyrr en 1879.“ Var nauðsynlegt að stækka kirkjuna? „Já, hún var orðin alltof lítil. Þegar Latínuskólinn var fluttur frá Bessastöðum og tók til starfa í Reykjavík 1846 bættust við allt að því sextíu manns sem höfðu kirkjugönguskyldu annan hvern sunnudag. Nemendurnir áttu frá- tekin sæti í kirkjunni, tvo fremstu bekkina á svölunum beggja meg- in. Þeim var raðað niður á bekk- ina eftir kunnáttu í skólanum þannig að öllum var ljóst hver stóð sig best í skólanum og hver var lakastur. Biskup og stiftamt- maður höfðu einnig sínar sérstöku stúku í kirkjunni og einnig áttu gömlu fjölskyldurnar í bænum frátekin sæti. Kirkjan þjónaði miklu meiru en guðs- þjónustunni. 1819 var byggt nýtt skrúðhús og líkhús við kirkjuna. 1827 var farið að nota líkhúsið sem geymslu fyrir brunadæluna og fötur og annað sem tilheyrði slökkviliðinu. Þarna var því fyrsta slökkvistöð Reykjavíkur þar til 1886. Á lofti kirkjunnar voru einnig þrjú helstu söfn bæjarins, þ.e. Landsbóka- safnið, sem þá hét Stiftbókasafn, Þjóðskjalasafnið, sem þá hét Landsskjalasafnið, og Þjóðminja- safnið, sem þá hét Forngripasafn. Hið íslenska bókmenntafélag var einnig uppi á lofti kirkjunnar allt tii 1962. Þá var kirkjuloftinu breytt í lítið safnaðarheimili. Loks er saga safnaðarins vel rakin, sagt frá barna- og æsku- lýðsstarfi og ekki síst frá miklu tónlistarlífi sem hefur haft varan- leg áhrif á íslenska menningu.“ Áttu frátekin sæti í kirkjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.