Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 11

Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 11 Alm. grunnnám Starfsnám minna Bóklegt framhald Verklegt framhald Sérsk. á háskólast. fj’^% Menntun karla og kvenna 1 30,0% Tekjur á vinnustund Skipting háskóla- eftir menntahópum manna á atvinnugr. rmms 582 kr. § !' I Konur 462 kr. t* BAnámmm° BS nám Kariar með háskólamenntun: 105% 17,6% 10,5/0 Konurmeð 5,3% háskólamenntun: 3,5% 20,3% MA, MSc., Dr.ffgfi 6,3% 20 30 40 50 Hásk.m. alls 2,1% Landbún. 3*4SMr3W Hásk.m. konur 1,2% ! 0,7% } 1,4% I Fiskveiðar Fiskvinnsla Byggingariðnaður Alm. iðnaður 0,8% 1,4% I 0,2 % I 2,4% J 4,3%M 0,4% 1 3,7% 6,5% Hfi 0,8% i Verslunog 31^A.. þjónusta fínna sér vettvang úti í atvinnulíf- inu og búa til eitthvað nýtt þar.“ Einsleitt námsframboð í Háskóla Islands Stefán segir að það sama eigi við á háskólastiginu þar sem sam- anlagt um helmingur nemenda sé í heimspekideild og félagsvísinda- deild. Aherslan sé alltof mikil á bóknám, sem vísi mönnum hvorki í átt að viðfangsefnum atvinnulífs- ins í nægilega miklum mæli né að atvinnutengdu námi. „Eg er svolítill landráðamaður að því leyti að ég er partur af þessu,“ heldur hann áfram og hlær við. „Ég hef samt þá skoðun að alltof lítið sé lagt upp úr þessu. Við erum með of einsleitt námsframboð. Við gætum verið að gera miklu meira, til dæmis á sviði félagsvísinda. I öðrum löndum er öflugt nám sem kallað er atvinnulífsfræði hvers konar. Þar er fjallað um vinnu- markað, nýsköpun í atvinnulífi, atvinnuþróun, stjórnun, samskipti og skipulag á vinnustöðum. Auð- vitað er eitthvað um þetta hér en alltof lítið.“ Sjálfur er hann aðeins byijaður að koma á svona námi en segir að hvergi sé til peningur eða pláss. „Maður verður að gera það með því að taka frá einhveiju öðru. Það fær maður ekki, því allir halda fast í sitt,“ segir hann. „Menn sitja í svolitlu öngstræti. Það virðist ekki vera auðvelt að koma á nýjum námsbrautum né leggja niður ónýtar, gamlar námsbrautir. Menn eru of íhaldssamir og ég held að stjórnendur í menntakerfinu séu ekki nógu áhugasamir um at- vinnulífið." Stefán segir frá því að Guð- mundur Magnússon háskólarektor hafi á sínum tíma hafið máls á því að háskólinn ætti að gagnast atvinnulífínu meira en verið hefði. „Þetta var mjög óvinsælt þá og margir innan háskólans fyrtust við, litu þessa hugmynd hornauga, gagnrýndu og kvörtuðu undan henni. Þeir sögðu að háskólinn ætti að vera sjálfstæður og það væri ekki hlutverk hans að þjóna atvinnulífi, né sækja peninga til hagsmunaaðila heldur ætti hann að rannsaka og fræða óháður hagsmunaöflum. Hins vegar hefur tíðarandinn alls staðar verið að færast í þessa átt, þannig að nú er til dæmis ekki auðvelt fyrir háskólamenn að hafa það sjónar- mið að skólinn eigi ekki að sinna þörfum atvinnulífsins.“ Þjálfunin skiptir mestu máli, ekki námsgreinin Hann segir hins vegar að í seinni tíð hafi komið fram gagn- rýni á þau sjónarmið sem haldið hafí verið fram lengi, meðal ann- ars af Michael Porter, prófessor við viðskiptaháskólann í Harvard, að það sé hin hagnýta menntun sem gagnist atvinnulífinu öðru jöfnu betur. Þá sé annars vegar litið til iðnnáms og starfstengds náms á framhaldsskólastigi og hins vegar tækni- og raungreina- nám á háskólastigi. Þessar nýju gagnrýnisraddir segja að ekki sé aðalatriðið hvort menn séu verk- fræðingar eða viðskiptafræðingar eða jafnvel heimspekingar eða fé- lagsvísindamenn heldur sé það hitt hvers eðlis þjálfunin er og hvaða eiginleikar hafi verið þjálf- aðir sérstaklega upp. Stefán vitnar í Robert Reich sem er nú atvinnumálaráðherra í Bandaríkjunum en var áður há- skólakennari og hefur skrifað mik- ið um nýsköpun og breytingar í atvinnulífinu. Boðskapur hans er sá að aðalatriðið sé aginn í mennt- uninni, þjálfunin og kröfurnar en ekki nákvæmlega hvaða mennta- grein menn eru í. Hins vegar legg- ur hann mikla áherslu á að mennt- unin þurfi eftir sem áður að bein- ast að viðfangsefnum atvinnulífs- ins. Hún þurfi að laða nemendur að atvinnulífinu, vekja áhuga þeirra á því og að í rannsóknum og námi sé fengist við viðfangs- efni atvinnulífsins. Þrátt fyrir að tengsl háskólans við atvinnulífið hafi aukist á und- anförnum árum eru þau samt of lítil að mati Stefáns. „Það er ekki algengt að menn úr atvinnulífinu segi beinlínis að þá vanti fólk með ákveðna tegund náms eða hæfni. Ég held ekki að atvinnulífið frem- ur en skólakerfið hafi nægilegan skilning á nytsemd menntunarinn- ar. Hugsanlega er þarna um sam- spil að ræða, að menntunin hafi ekki verið nógu gagnleg og því hafi atvinnulífið kannski ekki haft sömu ástæðu og ætla mætti til að leita eftir henni.“ Vilja fyrirtæki leggja fé í MA-nám? Aðspurður hvort hann telji að fyrirtæki væru tilbúin að leggja fé með einhveijum hætti til háskól- ans með það í huga að menntunin gagnist atvinnulífinu sérstaklega svarar hann að þetta sé sjónarmið sem hafi verið vaxandi í nágranna- löndunum. „Allir háskólar á Vest- urlöndum kvarta yfír of litlu fjár- magni, svo það er ekkert sérís- lenskt. Vegna þessa hefur orðið vaxtarbroddur sem felst í því að reyna að fá fýrirtæki og samtök til þess að fjármagna framhalds- nám í háskólanum, t.d. á MA- stigi, sem gagnast atvinnulífinu á einhveijum sérstökum sviðum.“ Stefán segir að námið hafi að vísu tilhneigingu til að verða þjón- ustutengt með slíkri fjármögnun, þannig fylgi því bæði kostir og gallar. Honum finnst vel koma til greina að setja saman MA-nám hér á landi sem hafi hagnýta skír- skotun til atvinnulífsins og verði fjármagnað af því. „Nema ef við getum fengið að leggja niður gagnslausar deildir hér í háskólan- um eins og tannlæknadeild," segir hann og kímir. „Margir tannlækn- ar hafa áhuga á því að hætt verði að kenna það nám hér einfaldlega vegna þess að tannlæknar eru orðnir of margir í landinu. Þetta er þar að auki dýrt nám og mér finnst það vel koma til álita án þess að ég sé í nokkrum fjandskap við tannlækna. Það er auðvitað ekkert vinsælt að leggja svoleiðis til og einhveijir mundu segja að leggja ætti niður þá grein sem ég kenni. Það má athuga það líka,“ segir hann. Eftir nokkrar umræður um hag- nýti einstakra greina og gengi háskólans sprettur fram sú hug- mynd hvort ekki sé hægt að koma upp nýsköpunarsjóði, sem atvinnu- lífið greiði eitthvert prósentuhlut- fall til í örfá ár og yrði nýtt til að efla starfstengda menntun á háskólastigi. „Sem átaksverkefni gæti það komið til greina. í öllu falli þarf að auka fjölbreytni þessa námsframboðs og þá sérstaklega í átt að atvinnulífmu. Það er stórt mál fyrir þróun menntakerfísins og nýsköpun í þjóðfélaginu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.