Morgunblaðið - 08.12.1996, Qupperneq 26
/
26 SUNNUDAGUR S. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Sambíóin og Háskólabíó sýna nýjustu mynd Francis Ford
Coppolas, Jack, en í henni leikur stórleikarinn Robin Williams tíu ára strák sem
eldist líkamlega fjórum sinnum hraðar en andlega.
Mis-
tækur
meistari
FRANCIS Ford Coppola hefur jafnan verið talinn
til helstu kvikmyndaleikstjóra Bandaríkjanna síð-
ustu áratugina. Myndirnar um Guðföðurinn eru senni-
iega þær kvikmyndir sem haldið hafa nafni Francis
Ford Coppola hvað hæst á lofti, en alls hefur Coppola
leikstýrt rúmlega tuttugu myndum frá því hann leik-
stýrði fyrstu myndinni sinni árið 1962. Auk þess hefur
hann framleitt fjölda annarra mynda og skrifað hand-
rit að myndum sem aðrir hafa leikstýrt. Á meðal þeirra
mynda sem Coppola hefur gert er að fmna nokkur meist-
araverk sem hlotið hafa mikla aðsókn, en jafnframt mynd-
ir sem hafa kolfallið og ýtt undir þá ímynd að Coppola s
æði mistækur og að ekki sé alltaf á hann að treysta.
Undanfarin tíu ár hefur heldur hallað undan fæti hjá
Coppola og hefur hann aðeins leikstýrt fimm myndum á
þessu tímabili, auk þess sem hann vinnur að gerð þeirrar
sjöttu um þessar mundir. Er það myndin The Rainma-
ker, sem gerð er eftir sögu Johns Grishams. Reyndar
hafa fæstar mynda Coppola frá því hann gerði Ápoc-
alypse Now árið 1979 gert það sérlega gott hvað að-
sókn snertir. Þar á meðal eru myndirnar One From
the Heart, The Outsiders, Rumble Fish, The Cotton
Club og Gardens of Stone. Hann fékk hins
tækifæri til að snúa blaðinu við þegar hann
far sæmilegs gengis The Godfather: Part III
40 milljónir dollara til að gera kvikmynd eftir
vinsælli skáldsögu Brams Stokers um Drakúla
greifa, sem líkleg þótti til að höfða til
Sú von hans rættist því þrátt fyrir
gagnrýni sem myndin hlaut í byijun skilaði
hún geysimiklum hagnaði. Síðan þett-
a gerðist árið 1992 hefur Copp-
ola ekki leikstýrt mynd þar til
hann gerði Jack, en hann hefur
hins vegar framleitt nokkrar mynd
ir á þessu tímabili. Meðal
þeirra eru Mary Shelley’s
Frankenstein, The Secret Garden
og Don Juan DeMarco.
Francis Ford Coppola fæddist í
Detroit 7. apríl árið 1939, en hann
ólst hins vegar upp i New York.
Hann lauk námi í kvikmyndagerð
frá Kalifomíuháskóla og árið 1962
gerði hann fyrstu mynd sína í fullri
lengd, The Playgirls and the
Bellboy. Árið 1970 stofnaði hann
fýrirtækið American Zoetrope
ásamt Georg Lucas og fýrsta mynd-
in sem Coppola framleiddi var THX-
1138, en það var einmitt frumraun
Lucas sem ieikstjóra. Coppola fram-
leiddi einnig American Graffiti, sem
Lucas leikstýrði, og var hún tilnefnd
til fimm óskarsverðlauna. Það var
síðan árið 1972 sem Coppola gerði
Guðföðurinn, sem varð ein tekju-
hæsta kvikmynd sem þá hafði verið
gerð, og hlaut hún Óskarsverðlaun-
in sem besta mynd ársins. Tveimur
árum seinna var annar hluti Guð-
föðurins sýndur og sópaði hún að
sér verðlaunum, en Coppola fékk
þá Óskarsverðlaunin sem besti leik-
stjóri, framleiðandi og handritshöf-
undur, og sama ár gerði hann The
Conversation. Apocalypse Now, hið
epíska verk um Víetnamstríðið, leit
svo dagsins ljós árið 1979, og var
Coppola tilnefndur til óskarsverð-
launa sem framleiðandi,
leikstjóri og handritshöf-
undur. Næstu myndir
hans voru sem fyrr segir
heldur rislágar fyrir utan
þriðju myndarinnar um
Guðföðurinn, sem hann
hlaut enn eina tilnefningu
til Óskarsverðlaunanna
fyrir, og gerðu þær lítið
til að halda nafni Coppol-
as á lofti sem kvikmynda-
gerðarmanns i fremstu
röð. Drakúla varpaði þó
ljóma á nafn hans á nýjan
leik og Jack hefur notið
vinsælda frá því myndin var frum-
sýnd í ágúst síðastliðnum.
ROBIN Williams
hóf feril sinn
sem skemmti-
kraftur í nætur-
klúbbum og hef-
ur hann gjarnan verið
kallaður grínisti af guðs
náð. I næturklúbbunum þró-
aði hann sennilega fágæta
hæfileika sína til að leika af fingr-
um fram, en sagt er að hann njóti
sín best þegar hann er ekki rígbundinn
af því sem lagt er upp með í handriti,
heldur sé gefið svigrúm til að breyta og
bæta að eigin smekk. Oft á tíðum verður
þetta með fyrirvaralausum uppákomum
sem koma samleikurum hans jafnt og
leikstjóra í opna skjöldu.
þáttunum Happy Days, sem aft-
ur varð þess valdandi að skapað-
ir voru sjónvarpsþættirnir Mork
and Mindy í kringum Williams.
Um svipað leyti hófst ferill hans
sem kvikmyndaleikari.
Fyrsta myndin sem hann lék
í hét Popeye og í kjölfar hennar
komu The World According to
Garp, The Survivors, Moscow
on the Hudson og svo Good
Morning, Vietnam, en fyrir þá
síðastnefndu var hann í fyrsta
skipti tilnefndur til Óskarsverð-
launa. Upp frá því hefur hann
einbeitt sér að kvikmyndaleik
og leikið í úrvalsmyndum á borð
við Dead Poet’s Society og The
Grínisti af guðs náð
Williams hefur leikið í tugum kvikmynda
á löngum ferli sínum og meðal þeirra nýlegri
má nefna myndirnar Aladdin, þar sem hann
ljáði andanum rödd sína, Mrs. Doubtfire, Jum-
anji og The Birdcage. Hann hefur einnig
unnið til Grammy-verðlauna fyrir tvær hljóm-
plötur (Reality - What a Concept og Robin
Williams Live atthe Met), leikið í hinni vin-
sælu sjónvarpsþáttaröð Mork and Mindy, leik-
ið í fjölmörgum leikritum og skemmt með
svokölluðu uppistandi (stand up). Hann fædd-
ist í Chicago í Bandaríkjunum og stundaði
leiklistarnám við Julliard-skólann í New York
undir leiðsögn Johns Houseman. Uppistands-
ferill hans hófst í San Francisco og var fljót-
lega viðurkenndur sem einn besti gamanieik-
ari Bandaríkjanna. Hann fékk hlutverk í sjón-
varpsþáttum á borð við The Richard Pryor
Show, The Great American
Laugh-Off og Laugh-In.
Frammistaða hans í þessum
þáttum varð þess valdandi að
hann fékk hlutverk í sjónvarps-
Fisher King, en hann hlaut Ósk-
arstilnefningar fyrir þær báðar.
Einnig hefur hann leikið í mynd-
unum Hook undir leiksljórn
Stevens Spielbergs, Toys eftir
Barry Levinson og Awakenings,
en í henni Iék hann á móti Ro-
bert De Niro. Williams hefur
verið sérstaklega iðinn við kol-
ann síðustu misserin og á þessu
ári hefur hann leikið í sex mynd-
um og unnið að gerð þriggja til
viðbótar sem frumsýndar verða
á næsta ári. Auk þess að leika
í Jack og Birdcage, sem frum-
sýnd var fyrr á árinu, lék hann
í The Secret Agent, sem gerð
er eftir sögu Josephs Conrads,
Hamlet undir leikstjórn Kenn-
eths Branaghs og Father’s Day,
og loks léði hann rödd sína í
teiknimyndina um Aladdin og
konung þjófanna.
Ungur
í anda
DRAUMUR hins tíu ára gamla Jacks um að ganga í
skóla með jafnöldrum sínum rætist að lokum.
J ACK er haldinn sjúkdómi sem veldur því að líkami hans
eldist fjórum sinnum hraðar en eðlilegt er.
JACK er einskonar dæmisaga
um fallvaltleika lífsins, en í
myndinni er heimurinn séður með
augum tíu ára drengs (Robin
Williams), sem fæðst hefur með
þeim ósköpum að líkami hans
eldist fjórum sinnum hraðar en
venjulgt er. Jack lifir í heimi
barnsins þó hann sé hnepptur í
líkama fullorðins manns. Foreldr-
ar hans, þau Brian (Brian Kerw-
in) og Karen (Diane Lane), hafa
lengst af haldið honum fjarri
umheiminum, og hefur hann not-
ið kennslu og leiðsagnar einka-
kennarans hr. Woodruffs (Bill
Cosby). En Jack vill lifa lífinu á
sama hátt og öll eðlileg börn og
hann dreymir um það að fá að
ganga í skóla með jafnöldrum
sínum. Að lokum fer svo að ósk-
ir hans rætast og hann tekst á
við mesta ævintýri lífs síns,
nefnilega að byija í fimmta bekk
í grunnskólanum.
Leikstjóri Jack er Francis Ford
Coppola og er myndin harla ólík
þeim viðfangsefnum sem hann
hefur tekið sér fyrir hendur hing-
að til. Hann segir að verkefnið
hafi boðið upp á ýmsa möguleika
og kannski ekki síst þann að fá
að starfa með Robin Williams,
en það hafi hann lengi langað til
að gera. Þeir voru þó alls ekki
ókunnugir áður en gerð myndar-
innar hófst, því vinátta þeirra
nær langt aftur í tímann og eiga
þeir saman veitingastaðinn
Rubicon í San Francisco ásamt
Robert De Niro. Coppola hreifst
líka af verkefninu af persónuleg-
um ástæðum sem tengjast barn-
æsku hans, því níu ára gamall
veiktist hann af lömunarveiki og
þurfti að vera rúmliggjandi í eitt
ár. „Mig hungraði í að leika mér
við aðra krakka, og þegar ég las
handritið að Jack þá snart það
mig að hann átti.einmitt við sama
vandamál að stríða,” segir Copp-
ola.
Robin Williams segir söguna
um Jack einnig vekja upp minn-
ingar um hans eigin barnæsku.
Foreldrar hans voru lengi á far-
aldsfæti og því þurfti hann oft
að skipta um skóla. „Ég minnist
þess að hafa verið beittur ofríki,
og strákar hrintu mér gjaman
til og frá,“ segir hann. „Handrit-
ið vakti bæði upp góðar minning-
ar og sársaukafullar minningar
um að vera útundan og vinalaus,
og síðan að ná tengslum við aðra
hægt og með erfiðleikum."
I