Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska THATS RIDICI/LOUS! "U I A6REE..UNLE5S TOU STOP TO THINK ABOUT IT.. "'ð' Hvernig getur hundur unnið litasamkppni? Það er fárán- legt! Ég er sammála.. nema maður staldri við og íhugi það... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Stopp Svar við grein Rögnu Engilbertsdóttur Frá Hrund og Sunnu: RAGNA Engilbertsdóttir ritar grein í Morgunblaðið þann 3. des- ember 1996, Ólæti á hæfileika- keppni. í greininni erum við Hag- skælingar sagðir barnalegir og leiðinlegir. Kannski erum við það, en þá eru nemendur Árbæjarskóla nú ekki hótinu betri. í fyrra unnum við þessa keppni og komum með góðu hugarfari á hana í þetta sinnið. Við skemmtum okkur vel og hvöttum okkar fólk óspart. Þeg- ar nemendur Árbæjarskóla hins vegar stigu á svið og byrjuðu að sýna atriðið sitt urðum við ansi reið og eins og Ragna komst svo skemmtilega að orði: „Allt varð vitlaust og við sökuðum þau um þjófnað og öskruðum: „Stolið, stol- ið“. Við kölluðum „stolið, stolið", en við höfðum rétt á því! Atriði Árbæjarskóla var nánast alveg eins og vinningsatriðið okkar frá í fyrra og getur hver og einn gert það upp við sig hvort hann sé ekki sammála okkur í því máli. Enda sagði Ragna í grein sinni: „Eins og stelpurnar höfðu lagt hart að sér við undirbúning atriðisins" en sagði ekki við gerð atriðisins. Kannski veit hún upp á sig sökina eftir allt saman! I bréfinu talar Ragna líka um mannasiði. Við ætlum þess vegna hér með að biðj- ast afsökunar á okkar hlut máls- ins. Hins vegar ber það ekki vott um góða mannasiði Árbæjarskóla að stela fyrst atriðinu okkar, ákveða svo að það hafi verið við sem köstuðum flöskum á sviðið, sem er tómur uppspuni. Það segj- um við því í fyrsta lagi sátum við í efri stúkunni svo að það bæri þá vott um ótrúlega líkamshreysti okkar Hagskælingja ef við gætum kastað þessum flöskum „sem voru ekki einu sinni tómar“ alla leið inn á sviðið. í öðru lagi höfðum við engar flöskur. Bara dósir, því um morguninn fengum við dósir á kennarastofunni og útbjuggum okkar hristur úr því. Einnig sagði hún að aðrir skólar hefðu hagað sér betur en við en hún gerir sér bara ekki grein fyrir því hvað við erum mörg, og þess vegna mjög eðlilegt að vel hafí heyrst í okkar fólki. Er hún öfundsjúk, eða hvað? En það var ekki búið. Hún ásak- aði okkur líka um að hafa verið með frammíköll í atriði annarra skóla en í skólanum þennan um- rædda dag var okkur sagt að dreg- ið væri niður fyrir slæma hegðun svo að við pössuðum öll hvert annað vel í þessu sambandi. Að lokum viljum við, því að hún sagði okkur vera barnaleg, segja að okkur finnst ekki mjög þroskað af Rögnu, þó að við förum augljós- lega mjög í taugarnar á henni, að skella bara á okkur allri skuld- inni og hlaupa svo með þennan óhróður í víðlesnasta blað lands- ins. Nú höfum við leiðrétt okkar hlut málsins og vonum að Ragna sjái að sér og breyti áliti sínu á okkur Hagskælingum. Árbæjarskóii. Til hamingju með 2. sætið í Skrekk. Með kveðju. Fyrir hönd Hagskælinga, HRUND og SUNNA, 10. bekk í Hagaskóla. Var þetta grín hjá Einari? Frá Gísla Júlíussyni: ATHUGASEMD vegna greinar Einars Þorsteins í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. nóvember sl. um vatn sem orkugjafa. Ég hef oft fylgst með skrifum Einars Þorsteins í Morgunblaðinu og oftar en ekki með áhuga, þar sem skrifin hafa oftast verið áhuga- verð. En í skrifum sínum í Morgun- blaðinu 17. nóvember finnst mér hann ganga heldur langt í einföldun máia, nema að þetta sé grín. Grein hans um vatn sem orkugjafa er hreinlega út í hött. Það sem þarna er á ferðinni er vinnsla vetnis með raforku. Hann felur það atriði með því að minn- ast rétt aðeins á rafgeymi, eins og hann sé algert aukaatriði, en hann er, að sjálfsögðu, aðalatriðið. Vinnsla vetnis er mjög kostnaðar- söm og orkukrefjandi, en að sjálf- sögðu má nota það á sprengivélar, en ekki án tapa, eins og sagt er með 100% nýtni. Notkun vetnis í sprengivélar er háð þeim takmörk- unum, sem Carnot-lögmálið setur, alveg eins og annað eldsneyti, nema notuð séu orkuhlöð (power cells), sem gefa frá sér rafmagn. En þá er alveg eins hægt að nota rafmagnið beint frá rafgeymum. Farartæki, sem ganga fyrir raf- orku, eru í hraðri framþróun og verður þess ekki langt að bíða, að þau verði talin sjálfsögð. íslensk raforkufyrirtæki ættu að verða fyrirmynd og fá sér rafbíla til að markaðsetja framleiðsluvöru sína, eins og önnur fyrirtæki, þ.e. hina hreinu íslensku raforku. GÍSLIJÚLÍUSSON, verkfræðingur, Akraseli 17, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.