Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 41

Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Kjarkmaður Kolbeinn í Dal Athugasemdir við greinina „Síðasti bærinn í dalnum“ Frá Kolbeini Sigurbjörnssyni: SUNNUDAGINN 24. nóvember birtist í Morgunblaðinu grein undir nafninu „Síðasti bærinn í Dainum". Þar viðhefur Kjartan nokkur Helga- son slík ummæli um langafa undir- ritaðs að ekki verður hjá komist að gera við þau athugasemdir og mælst er til þess að þær verði birt- ar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í þeirri von að þær komi fyrir sjón- ir sem flestra þeirra sem kunna að hafa lesið greinina sem merkt var sem viðtal Rúnars Vignis Helgason- ar við Kjartan Helgason. Afkomendur Kolbeins Jakobs- sonar eru að vísu orðnir ýmsu van- ir hvað varðar sögur af Kolbeini í Dal, en hafa fram til þessa lítt hirt um að gera við þær athugasemdir. En nú þegar vegið er að mannorði og æru látins manns verður ekki þagað lengur. Svo virðist sem meitluð ummæli Magnúsar sýslumanns Torfasonar er hann réttaði yfir Kolbeini, á þá lund að kjarkmaður væri Kolbeinn í Dal, hafi orðið svo fieyg við Djúp að hver sögumaðurinn á fætur öðr- um, allt fram á þennan dag, hefur talið sér skylt að barna söguna þar til fjöðrin var orðin að minnsta kosti fimm hænum. Svo langt hefur sögu- burðurinn gengið að ein útgáfan var prentuð í árbók Ferðafélags íslands, riti þar sem yfirleitt er vandað til heimilda. En nú tekur steininn úr. Sagan er í meðförum Kjartans Helgasonar og skrásetjara hans orðin á þá lund að Kolbeinn hafi verið „kallaður fyrir sýslumann út af þessum um- svifum sínum, en sór af sér kvenna- farið. Þá varð sýslumanni að orði: Kjarkmaður Kolbeinn í Dal.“ Það er einkennilegur kjarkur að sverja af sér hlutina! Sögumaðurinn Kjartan Helgason og skrásetjari Rúnar Helgi Vignis- son setja fram í þessari blaðagrein getsakir um að „Kolbeinn hafí losað sig úr klípunni með því að láta vinnumenn sína gangast við lausa- leikskrógunum." Ég held að öllum sögum af Kol- beini, hversu vitlausar sem þær annars eru, beri saman um að hann hafí hiklaust og einarðlega gengist við þeim bömum sem hann átti. Þær umsagnir sem viðhafðar eru í títtnefndu greinarkorni eru því í einu orði sagt: Rógburður. Mér finnst raunar að nóg sé komið af söguburði um langafa minn, og held að menn við Djúp sem annars staðar ættu að fara að leggja af skáldskapinn, og sjá sóma sinn í því ef þeir á annað borð finna hjá sér hvöt til að segja eða skrá af honum sögur, að þeir gæti þess að rétt og satt sé sagt frá en láti ekki frá sér fara órök- studda sleggjudóma og Gróusögur á borð við þær sem bornar voru fyrir lesendur í greininni „Síðasti bærinn í dalnum“. KOLBEINN SIGURBJÖRNSSON, Lerkilundi 16, Akureyri. Um „hvítar fyllingar“ Frá Hannesi Ríkarðssyni: TILEFNI þess, að ég rita þessar línur, eru þær ótal spurningar sem ég hef verið spurður um þetta efni. Mér væri heldur ekki á móti skapi, ef umræða á vitrænu plani hæfist um þetta mál og önnur sem varða tannlækningar. I gangi eru margar tröllasögur um þennan geira heil- brigðiskerfisins. Það er deginum ljósari, að allir vilja „eðlilegar" hvítar tennur, einn- ig þær viðgerðu. Síðustu árin hefur umræða um silfurfýllir.gar verið hávær. 99% af þeirri umræðu hefur verið á „Greenpeace-nótum" eða eins og um trúmál væri að ræða. Ekki ætla ég að rekja alla þá vit- leysu, sem þar hefur verið rædd og rituð, hér. Frekar vil ég benda á möguleikana sem fyrir hendi eru í dag og hvað þeir, um það bil, kosta. Ollum almenningi er ljóst, að hvítar plastfyllingar hafa verið not- aðar í framtennur með góðum ár- angri síðustu árin. Þegar ekki er lengur hald fyrir fyllingar er smíðuð postulínskróna. Krónur þessar eru oftast gerðar úr málmkjarna sem þakinn er postulínshúð. Málmlausar krónur eru að ryðja sér til rúms. Vandamálið liggur í meðhöndlun jaxla og þá sérstaklega bakjaxla. I dag er almennt notast við þrár gerðir hvítra fyllingarefna. Tvær þeirra, plastfyllingarefnin og gler- jónaefnin eru mótaðar í tönninni af tannlækni („blandað á staðn- um“). Þriðja efnið er postulínið. Postulínsfyllingar eru gerðar í samvinnu við tannsmið og er þar um sömu fyrirhöfn að ræða og hjá krónunum. Gæði postulínsfyllinga hafa aukist á undanförnum árum en verðið hefur ekki lækkað. Þær kosta í dag á bilinu 30-45.000 kr. Hægt er að gera við alla stórar skemmdir með postulínsfyllingum. Gleijónaefnið er nýjast. Það hefur þann eiginleika að gefa frá sér flú- or. Því skemmist síður meðfram fyllingum af þessu tagi. Gallinn er bara sá, að slitstyrkurinn og brot- styrkurinn er ekki nógur. Því er þetta efni mest notað í tannhálsa og sem undirfylling, auk þess er það mjög oft upplagt í barnatenn- ur. Plastfyllingarnar hafa tekið stórstígum framförum en ekki nóg- um samt. Vinnsla þeirra er vanda- söm. Ekki er lengur deilt um notk- un þeirra í litlum holum í bitflötum fram- og bakjaxla, en þegar fyll- ingin fer að ná yfir brúnir tann- anna þá fara lærðir að deila. Deil- an magnast, því innra sem komið er í tannröðinni. Hér segja sumir bara silfur eða postulín, aðrir nota aldrei silfur og hinir vega og meta eftir nefinu. Plast- og glerjónafyll- ingar kosta frá 3-11.000 kr. og fer það eftir staðsetningu og um- fangi. Ljóst er að frá sjónarhóli tannanna fylgja færri vandamál silfrinu. Útlit þess og neikvæð umræða hafa gert það að upp- sprettu alls ills hjá sumum. Jafnvel hafa sumir læknar stungið upp á að bora út allt silfrið þegar þeim hefur tekist illa upp við sjúkdóms- greininguna. Ég hef engan hitt enn, sem hlotið hfur bata af slíkri meðferð. Plastfyllingarnar eru fal- legar framan af og stundum lengi, en að meðaltali endist silfrið leng- ur. Mun fleira fólk hefur ofnæmi fyrir plastefnunum en silfrinu. Geri fólk sér grein fyrir annmörk- um platsfyllinganna og sætti sig við að þurfa að endurnýja þær oft- ar en gamla silfrið er fátt sem mælir gegn notkun plastsins. Að lokum skal ítrekað, að stærð og staðsetning holunnar ræður úr- slitum um val á meðferð tannarinn- ar. HANNES RÍKARÐSSON, Kjarrvegi 1, Reykjavík. Lofgjörð fáfræðinnar Frá Vilhelm Sigmundssyni: Á LIÐNUM misserum hafa birst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins pistlar eftir Einar Þorstein Ásgeirs- son, hönnuð. Hafa þessir pistlar verið hin- besta skemmtan og er ljóst að þar er á ferð einn mesti háðfugl þjóðarinnar. Er það von mín að orð þessi megi verða til þess að sem flestir fái að njóta hinnar yfirgripsmiklu þekkingar og djúpu visku sem Einar Þorsteinn, hönnuður, augljóslega býr yfir, en umfram allt hins leiftrandi húmors og þeirrar stórkostlegu gamansemi sem einkennir skrif hans. Hér væri hægur vandi að nefna mýmörg dæmi, en grein hans 17. nóvember sl. um „vatnsbílinn“ kemur fýrst í hugann, enda sýnir Einar þar ber- lega undraverðan skilning á ýms- um þeim náttúrulögmálum sem misvitrir vísindamenn hafa í fá- visku sinni talið sig þekkja út í æsar; má þar til dæmis nefna lög- málið um varðveislu orkunnar og annað lögmál varmafræðinnar. Ekki einasta eru pistlar Einars ritaðir á svo frábærri íslensku að hugsanlega fer það fram hjá les- endum að efni þeirra er þýtt beint úr erlendum málum án þess að gagnrýnin rökhugsun hafí komið þar nærri, heldur tekst Einari svo snilldarlega upp í stíl og framsetn- ingu að það er jafnvel möguleiki að fáfróðir lesendur Morgunblaðs- ins, eins virtasta dagblaðs lands- ins, láti blekkjast af gríninu og haldi að hér sé rætt um hluti eins og orkuvinnslu bílvéla úr vatni eða grunneðli lífvera af skynsemi og þekkingu. Hér kemur einmitt ber- lega í ljós færni Einars sem grín- ista: Velflestir lesendur láta gabba sig og telja að hér sé um hlutina rætt í fullri alvöru meðan aðeins örfáir skilja húmorinn og hlæja með Einari að hinum auðtrúa og fáfróða almúga; vita sem er að sögur um eilífðarvélar hafa löng- um þótt trúlegar, svo dæmi sé tekið. Aðalbrandarinn er þó sá að sjálft Morgunblaðið lætur hafa sig að fífli og féþúfu. Það er vissulega algeng sjón að sjá athygliþurfandi og auðtrúa ein- staklinga með of mikinn frítíma setja saman - að því er virðist gripnar úr lausu lofti - „nýjar uppgötvanir" og „kenningar" í stórkostlegu þekkingarleysi um bæði grunneðli vísinda og grund- vallarþekkingu nútímans. Þetta eru gjarnan augljós fyrirbæri sem mörgum kynslóðum þröngsýnna vísindamanna hefur yfírsést þrátt fyrir að viðkomandi tilraunir megi jafnan gera með einföldustu tækj- um og eldhúsáhöldum. En svo er aldeilis ekki háttað með Einar Þorstein, hönnuð. Þeir sem fylgst hafa með skrif- um Einars skilja mætavel hvað hér er átt við, því fáar fræðigrein- ar nútímavísinda hafa sloppið við beitt háð hans; sér í lagi er snilld hvernig Einari tekst að ýja að dularfullum samsærum og hinum velþekkta blekkingarvef vísinda- manna sem teygir sig um öll skúmaskot nútíma þekkingar. Þeir sem skilja ekki gamansemi Einars halda að hann sé að skrifa um málefni sem hann veit ekkert um og þykir ef til vill sem skrif hans séu svo óhugnanlega úr tengslum við raunveruleikann að helst mjnni á ævintýr Munchausens. Jafnvel hafa manna á meðal vaknað upp spurningar um hvað þessi skrif Einars séu að gera á síðum jafn ábyrgs prentmiðils og Morgun- blaðsins, sem ætla mætti að hefði ákveðnum skyldum að gegna gagnvart lesendum sínum á þann veg að þar birtist ekki hvaða vit- leysa sem furðufuglum útí bæ dettur í hug að senda blaðinu. Sumir geta ómögulega skilið hvað ritstjórn Morgunblaðsins gengur til, að kveðja skynsemina með svo «*> afgerandi hætti, því það hljóti að vera sjálfsögð krafa að dálkahöf- undar vandi til verka og láti ekki frá sér texta sem svo augljóslega er gripinn beint úr erlendum tungumálum að sárt er að lesa. Og burtséð frá málfari þykir ýms- um lesendum einnig lágmarks- krafa að ritstjórn blaðs á borð við Morgunblaðið - blað allra lands- manna - hlífí lesendum sínum við augljósum rangfærslum og bein- um ósannindum. En þeir sem gagnrýna Einar Þorstein, hönnuð, á þessum mis- skildu forsendum eru augljóslega að gelta upp eftir röngu tré þvt^r það er Einar sjálfur sem hlær síð- ast og best. Hann veit sem er að Galileo Galilei (1564-1642) var misskilinn af þorra sinna samtíðar- manna og eins er farið með Einar; líkt og Galileo var misskilinn snill- ingur þá er Einar Þorsteinn, hönn- uður, líka misskilinn snillingur. En svo virðist sem snilligáfa hans sé einkum á sviði gamanseminnar. VILHELM SIGMUNDSSON, pizzusendill, ^ Hraunbæ 74, Reykjavík. Það er alltaf gaman að eiga fallega borðstofu ef gesti ber að garði. f Húsgagnahöllinni ertil mikið og breitt úrval af fallegum borðstofum frá Evrópu og Ameríku. -Sjón er sögu ríkari- Tegund. Arlington Borðstofusett með 2 armstólum og 4 stólum án arma, Veggskáp með glerhurðum og skenk. Kr. 381.640,- Vcrið vclkomiti til okkar. Alltaf heitt á könnunni og næg bílastæði. Opið í dag Sunnudag frá kl. 13-18 Munið okkar góðu greiðslu- kjör til margra mánaða. V/SA HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.