Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 51
j
]
I
3
í
:
<
I
i
i
i
(
(
(
í
I
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN 2002
Havelange óánægður
með fyrirkomulagið
Joao Havelange, forseti Alþjóða
knattspyrnusambandsins, seg-
ist ekki vera ánægður með þá
ákvörðun að HM í knattspyrnu árið
2002 verði leikin í tveimur löndum,
Japan og S-Kóreu. Hann segir
ákvörðunina hafa tengst stjórnmál-
um og það séu bæði gömul sann-
indi og ný að stjórnmál og íþróttir
fara ekki saman. „Það sem er gott
í stjórnmálum er ævinlega slæmt
fyrir íþróttir,“ segir Havelange.
„Hvernig á að skipta liðunum á
milli landanna?" spyr hann einnig.
„Allir vilja sjá Brasilíu, Ítalíu, Arg-
entínu, Þjóðveija og jafnvel Níger-
íu. Það verður ekki auðvelt að skipta
þessum þjóðum á milli landanna og
hver á að gera það. Á kannski að
gera það í drættinum."
Þá hefur Alþjóða knattspyrnu-
sambandið einnig til athugunar að
draga knattspyrnu út sem keppnis-
grein á Ólympíuleikum. Havelange
sagði knattspyrnuna ekkert hafa
hagnast fjárhagslega á því að vera
keppnisgrein á Ólympíuleikum. „Á
Ólympíuleikunum í Atlanta var leik-
ið út um allt land, enginn leikur fór
fram í Atlanta. Áhorfendur voru
1,4 milljónir, sem er meira en aðrar
íþróttir drógu að sér til samans og
við fengum ekkert í staðinn."
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
UEFA vill vemda
yngri leikmenn
Fengu gull-
úr fyrir 20
landsleiki
VANDA Sigurgeirsdóttir, lands-
liðsþjálfari, lék 37 landsleiki í
knattspyrnu og Ásta B. Gunn-
laugsdóttir 26 leiki og fengu þær
gullúr frá KSÍ fyrir. A ársþingi
sambandsins fengu fjórar stúlk-
ur sams konar viðurkenningu
fyrir að hafa farið yfir 20 leikja
markið. Á myndinni eru þær f.v.:
Ásthildur Helgadóttir (22 leikir),
Ragna Lóa Stefánsdóttir (29),
Guðrún Sæmundsdóttir (36) og
Margrét Ólafsdóttir (23).
Framkvæmdanefnd Knatt-
spyrnusambands Evrópu,
UEFA, hefur lagt til að félög
geri langtímasamning við yngri
leikmenn og að þeir verði
samningsbundir fyrsta félagi
þar til þeir verði 24 ára. Hugs-
unin með þessu er að vernda
minni félög og tryggja að þau
fái greiðslur fyrir unga og efni-
lega leikmenn sé sóst eftir
þeim.
„Hugmyndin með tillögunni
er að félög, sem hafa eytt pen-
ingum og tíma í að byggja upp
unga leikmenn, geti haldið þeim
á samningi lengur en þau geta
samkvæmt gildandi fyrirkomu-
lagi,“ sagði Markus Studer, að-
stoðarframkvæmdastjóri UEFA.
„Vilji leikmaður yngri en 24 ára
taka tilboði annars staðar frá
fær félag hans greitt fyrir hann
samkvæmt tillögunni.“
Morgunblaðið/Golli
Ómar og „Gulldrengirnir“
MANNLÍFSSTIKLUR eftir Ómar Ragnarsson, fréttamann, eru komnar út. Þetta er fimmta bók
Ómars, tvær þær síðustu voru Manga með svartan vanga og Fólk og firnindi. Bókin Mannlífs-
stikiur, sem Fróði gefur út, hefur undirtitilinn: Spámaðurinn, gulldrengirnir og fleira fólk. Bók-
in er 317 blaðsíður, prýdd fjölda mynda. Ómar býður lesendum með sér í ferðalag og fer fram
og aftur. Fyrst greinlr frá Oskari Magnússyni á Helllsheiðl og þá segir Ómar ítarlega frá af-
reksmönnum í íþróttum - „gulldrengjunum'* svokölluðu. Þeir sem koma mest við sögu eru
Örn og Haukur Clausen, Gunnar Huseby, Finnbjörn Þorvaldsson, Hörður Haraldsson, Ásmund-
ur Bjarnason, Torfi Bryngeirsson og Guðmundur Lárusson. Á myndlnnl hér fyrlr ofan er Omar
með okkrum „Gulldrengjum" sem koma við sögu - frá vinstri: Hörður, Guðmundur, Magnús
Jónsson, Ásmundur, Omar, Örn, Haukur, Finnbjörn og Guðmundur, sonur Torfa heitins.
JðLAFERfl
Síðasta
helgarferðin
i ar
Örfá sæti laus
vegna forfalla
WS4 EURQCARD Jl? W/ðSÍ jjy/UA, •
Sdmviiiiiiifepðir-Laiiilsýii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Simbrél 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 5691070
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Sfmbréf 562 2460 Hatnarfjöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355
Keflavík: Hafnargðtu 35 • S. 421 3400 • Sfmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargðtu 1 • S. 431 3386 • Simbréf 4311195
Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Simbréf 461 1035 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbrél 481 2792
Einnig umboðsmenn um land allt
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA