Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 56
*r 560 6060 Póstleggiö jólabögglana tímanlega til fjarlœgra lancia. POSTUR OG SÍMI MORGUNBLABID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SsangYong í Kóreu Aforma smíði tor- færubíls * fyrir Is- lending SSANGYONG-bílaverksmiðj- urnar kóresku áforma nú að smíða sérstakan keppnisbíl fyrir Harald Pétursson ís- landsmeistara í torfæruakstri. Verksmiðjurnar hafa leitað til Benedikts Eyjólfssonar, um- boðsaðila SsangYong á ís- landi, eftir gögnum og segir Benedikt að niðurstaðna sé að vænta á næstunni. Tveir aðrir bílaframleiðendur í Asíu eru með sams konar áform. Áhugi vegna sýninga á Eurosport Áhugi erlendu bílaframleið- endanna á þessu verkefni hef- ur vaknað í kjölfar sýninga sjónvarpsstöðvarinnar Euro- sport á íslensku torfærunni. Hugsanlegt er að í stað fjögurra heimsbikarmóta, tveggja á Islandi og tveggja í Portúgal, sem haldin verða á næsta ári, verði mótin allt að átta talsins í framtíðinni. Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga, LÍA, skipuleggur mótin og hefur sambandið gert tveggja ára samning við Eurosport sem felur í sér að sjónvarpsstöðin fær að gera íslensku torfær- unni skil í sjónvarpi án endur- gjalds. Þetta er gert til þess að auk veg íþróttarinnar á erlendri grund og kynna hana. ■ Stórir/E-1 Aburðar- verð ..hækkar um 7,25% STJÓRN Áburðarverksmiðjunnar hf. hefur samþykkt 7,25% hækkun áburðarverðs fyrir næsta ár. Að sögn Skúla Bjarnasonar, stjórnar- formanns Áburðarverksmiðjunnar, var hækkunin ákveðin til að mæta þeirri verðlagsþróun sem spáð hef- ur verið í landinu. Raunlækkun á verði áburðar undanfarin ár Skúli sagði að undanfarin ár hefði orðið raunlækkun á áburðar- ",*BVerði þar sem verksmiðjan hefði þá verið að búa sig undir væntan- lega samkeppni. Hækkunin nú hefði verið ákveðin á hreinum við- skiptalegum grunni, en spáð er 4% verðbólgu á næsta ári. Hann sagði að hækkunin hefði verið samþykkt einróma í stjórn Áburðarverk- smiðjunnar. GRÝLA Jólin í sjónmáli JOLIN eru hátíð barnanna og eftirvænting þeirra er mikil seinustu vikurnar og dagana áður en stóra stundin rennur upp. Ekki síst leitar hugur smá- fólksins til gjafa og góðgerða sem eru ríkulega útilátnar á þessum árstíma, auk þess sem skrýtnar verur á borð við jóla- sveinana og skyldmenni þeirra láta á sér kræla. Því er eðlilegt að augu barnanna festist á skreytingum í búðargluggum borgarinnar, þar sem kaup- menn leggja allt kapp á að fanga athygli vegfarenda. Morgunblaðið/Ásdís Framkvæmdastjóri Burðaráss um mishátt gengi ÚA-bréfa Olík staða við kaupin nú GENGI hlutabréfanna í Útgerðar- félagi Akureyringa sem seld voru sl. föstudag þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti 13% hlut af Akureyrarbæ og hópur fjárfesta undir forystu Burðaráss, eignar- haldsfélags Eimskips, keyptu 11,3% hlut KEA, miðað við gengið 5,25, er töluvert lægra en í nóvember þegar Burðarás keypti bréf í ÚA af Einingu og Lífeyrissjóði Norður- lands á genginu 6,17. Söluandvirði þess hlutar var 376 millj. kr. Hefðu bréfin sem seld voru í nóvember verið seld á sama gengi og miðað var í viðskiptunum si. föstudag hefði söluandvirði þeirra numið 320 millj. kr eða 56 milljónum króna lægri upphæð. Morgunblaðið sneri sér til Þor- kels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Burðaráss, sem segir að allt annar aðdragandi hafi verið að viðskiptunum sem áttu sér stað í nóvember. Þau bréf hafi verið boðin út. Ailt önnur staða hafi ver- ið uppi og kaup þeirra bréfa leitt til þeirrar atburðarásar sem síðar hafi orðið varðandi eignarhald í félaginu. Þorkell bendir auk þess á að komið hafi fram að Akureyrarbær hafi um skeið boðið sinn hlut í við- ræðunum við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna á þessu gengi og verðið þannig mótast af afstöðu Akureyrarbæjai'. Því hafi náðst samningar við KEA um að kaupa þeirra bréf á sama verði. „Hið raunverulega verðmæti fé- lagsins og hlutabréfa þess mun að sjálfsögðu ráðast af því hvernig til tekst að reka fyrirtækið með arð- sömum hætti á næstu misserum og _árum,“ segir hann. Oður maður á slysadeild ÖLVAÐUR maður var hand- tekinn inni á slysadeild Borg- arspítalans á ellefta tímanum á föstudagskvöldið eftir að hafa ruðst þar inn af biðstofu og ráðist að lækni. Maðurinn hafði ruðst inn á deildina þar sem starfsfólk var önnum kafið að hiúa að meiddum og slösuðum og réðst m.a. að lækni. Fólk sem beið á biðstofu slysadeildarinnar aðstoðaði starfsfólk þar við að hafa hemil á manninum þar til lög- regla kom og handtók hann. Maðurinn gisti fanga- geymslur lögreglunnar í fyrrinótt en var látinn laus að loknum yfirheyrslum um hádegið. Columbia og Landsvirkjun undirrita fyrsta samninginn vegna fyrirhugaðs álvers . Alfyrirtækið ábyrgist kostnað við orkuöflun HALLDÓR Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar og Kenneth Peter- son forstjóri Columbia Ventures- álfyrirtækisins undirrituðu síðast- liðinn fimmtudag samning í New York sem felur í sér að Columbia ábyrgist að greiða hluta kostnaðar af orkuframkvæmdum Landsvirkj- unar og á Nesjavöllum ef ekkert ____*rerður af fyrirhugaðri byggingu áivers fyrirtækisins hér á landi. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er hér um að ræða svokallaðan „skaðlausan samning“, en skv. hon- um leggur Columbia fram í upphafi einnar milljónar dollara tryggingu vegna orkuframkvæmda og gerir samningurinn ráð fyrir að sú upp- hæði hækki þegar fram í sækir. Með þessu móti bætir álfyrir- tækið orkufyrirtækjunum upp að hluta þann fjárfestingarkostnað vegna orkuöflunar sem þau þurfa að leggja í vegna fyrirhug- aðra álversframkvæmda. Stefnt að endanlegu samkomulagi fyrir áramót „Þetta þýðir að við getum haldið undirbúningi okkar áfram og höfum tryggingu fyrir því að ef ekkert verður af þessari stór- iðju þá fáum við það bætt að stór- um hluta. Þetta er fyrsti samn- ingurinn sem undirritaður er í tengslum við fyrirhugað álver Columbia hér á landi, en hann er hluti af heildarvinnu sem fram fer þessa dagana við úrvinnslu á rammasamkomulagi aðila,“ segir Þorsteinn. Stefnt er að því að drög að heild- arsamkomulagi milli aðila hvað alla þætti málsins varðar verði tilbúin fyrir áramót. Fjármögnun verkefn- isins mun hins vegar ráða endan- lega úrslitum um hvort álver Col- umbia verður reist hér á landi en það mun ekki skýrast fyrr en eftir áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.