Morgunblaðið - 08.12.1996, Qupperneq 56
*r
560 6060
Póstleggiö
jólabögglana
tímanlega til
fjarlœgra
lancia.
POSTUR OG SÍMI
MORGUNBLABID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
SsangYong í Kóreu
Aforma
smíði tor-
færubíls
*
fyrir Is-
lending
SSANGYONG-bílaverksmiðj-
urnar kóresku áforma nú að
smíða sérstakan keppnisbíl
fyrir Harald Pétursson ís-
landsmeistara í torfæruakstri.
Verksmiðjurnar hafa leitað til
Benedikts Eyjólfssonar, um-
boðsaðila SsangYong á ís-
landi, eftir gögnum og segir
Benedikt að niðurstaðna sé
að vænta á næstunni. Tveir
aðrir bílaframleiðendur í Asíu
eru með sams konar áform.
Áhugi vegna sýninga
á Eurosport
Áhugi erlendu bílaframleið-
endanna á þessu verkefni hef-
ur vaknað í kjölfar sýninga
sjónvarpsstöðvarinnar Euro-
sport á íslensku torfærunni.
Hugsanlegt er að í stað
fjögurra heimsbikarmóta,
tveggja á Islandi og tveggja
í Portúgal, sem haldin verða
á næsta ári, verði mótin allt
að átta talsins í framtíðinni.
Landssamband íslenskra
akstursíþróttafélaga, LÍA,
skipuleggur mótin og hefur
sambandið gert tveggja ára
samning við Eurosport sem
felur í sér að sjónvarpsstöðin
fær að gera íslensku torfær-
unni skil í sjónvarpi án endur-
gjalds. Þetta er gert til þess
að auk veg íþróttarinnar á
erlendri grund og kynna hana.
■ Stórir/E-1
Aburðar-
verð
..hækkar
um 7,25%
STJÓRN Áburðarverksmiðjunnar
hf. hefur samþykkt 7,25% hækkun
áburðarverðs fyrir næsta ár. Að
sögn Skúla Bjarnasonar, stjórnar-
formanns Áburðarverksmiðjunnar,
var hækkunin ákveðin til að mæta
þeirri verðlagsþróun sem spáð hef-
ur verið í landinu.
Raunlækkun á verði
áburðar undanfarin ár
Skúli sagði að undanfarin ár
hefði orðið raunlækkun á áburðar-
",*BVerði þar sem verksmiðjan hefði
þá verið að búa sig undir væntan-
lega samkeppni. Hækkunin nú
hefði verið ákveðin á hreinum við-
skiptalegum grunni, en spáð er 4%
verðbólgu á næsta ári. Hann sagði
að hækkunin hefði verið samþykkt
einróma í stjórn Áburðarverk-
smiðjunnar.
GRÝLA
Jólin í
sjónmáli
JOLIN eru hátíð barnanna og
eftirvænting þeirra er mikil
seinustu vikurnar og dagana
áður en stóra stundin rennur
upp. Ekki síst leitar hugur smá-
fólksins til gjafa og góðgerða
sem eru ríkulega útilátnar á
þessum árstíma, auk þess sem
skrýtnar verur á borð við jóla-
sveinana og skyldmenni þeirra
láta á sér kræla. Því er eðlilegt
að augu barnanna festist á
skreytingum í búðargluggum
borgarinnar, þar sem kaup-
menn leggja allt kapp á að
fanga athygli vegfarenda.
Morgunblaðið/Ásdís
Framkvæmdastjóri Burðaráss um mishátt gengi ÚA-bréfa
Olík staða við kaupin nú
GENGI hlutabréfanna í Útgerðar-
félagi Akureyringa sem seld voru
sl. föstudag þegar Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna keypti 13% hlut
af Akureyrarbæ og hópur fjárfesta
undir forystu Burðaráss, eignar-
haldsfélags Eimskips, keyptu 11,3%
hlut KEA, miðað við gengið 5,25,
er töluvert lægra en í nóvember
þegar Burðarás keypti bréf í ÚA
af Einingu og Lífeyrissjóði Norður-
lands á genginu 6,17. Söluandvirði
þess hlutar var 376 millj. kr.
Hefðu bréfin sem seld voru í
nóvember verið seld á sama gengi
og miðað var í viðskiptunum si.
föstudag hefði söluandvirði
þeirra numið 320 millj. kr eða 56
milljónum króna lægri upphæð.
Morgunblaðið sneri sér til Þor-
kels Sigurlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra Burðaráss, sem segir
að allt annar aðdragandi hafi verið
að viðskiptunum sem áttu sér stað
í nóvember. Þau bréf hafi verið
boðin út. Ailt önnur staða hafi ver-
ið uppi og kaup þeirra bréfa leitt
til þeirrar atburðarásar sem síðar
hafi orðið varðandi eignarhald í
félaginu.
Þorkell bendir auk þess á að
komið hafi fram að Akureyrarbær
hafi um skeið boðið sinn hlut í við-
ræðunum við Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna á þessu gengi og
verðið þannig mótast af afstöðu
Akureyrarbæjai'. Því hafi náðst
samningar við KEA um að kaupa
þeirra bréf á sama verði.
„Hið raunverulega verðmæti fé-
lagsins og hlutabréfa þess mun að
sjálfsögðu ráðast af því hvernig til
tekst að reka fyrirtækið með arð-
sömum hætti á næstu misserum og
_árum,“ segir hann.
Oður
maður á
slysadeild
ÖLVAÐUR maður var hand-
tekinn inni á slysadeild Borg-
arspítalans á ellefta tímanum
á föstudagskvöldið eftir að
hafa ruðst þar inn af biðstofu
og ráðist að lækni.
Maðurinn hafði ruðst inn á
deildina þar sem starfsfólk
var önnum kafið að hiúa að
meiddum og slösuðum og
réðst m.a. að lækni.
Fólk sem beið á biðstofu
slysadeildarinnar aðstoðaði
starfsfólk þar við að hafa
hemil á manninum þar til lög-
regla kom og handtók hann.
Maðurinn gisti fanga-
geymslur lögreglunnar í
fyrrinótt en var látinn laus
að loknum yfirheyrslum um
hádegið.
Columbia og Landsvirkjun undirrita fyrsta samninginn vegna fyrirhugaðs álvers
. Alfyrirtækið ábyrgist
kostnað við orkuöflun
HALLDÓR Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar og Kenneth Peter-
son forstjóri Columbia Ventures-
álfyrirtækisins undirrituðu síðast-
liðinn fimmtudag samning í New
York sem felur í sér að Columbia
ábyrgist að greiða hluta kostnaðar
af orkuframkvæmdum Landsvirkj-
unar og á Nesjavöllum ef ekkert
____*rerður af fyrirhugaðri byggingu
áivers fyrirtækisins hér á landi.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar
er hér um að ræða svokallaðan
„skaðlausan samning“, en skv. hon-
um leggur Columbia fram í upphafi
einnar milljónar dollara tryggingu
vegna orkuframkvæmda og gerir
samningurinn ráð fyrir að sú upp-
hæði hækki þegar fram í sækir.
Með þessu móti bætir álfyrir-
tækið orkufyrirtækjunum upp að
hluta þann fjárfestingarkostnað
vegna orkuöflunar sem þau
þurfa að leggja í vegna fyrirhug-
aðra álversframkvæmda.
Stefnt að endanlegu
samkomulagi fyrir áramót
„Þetta þýðir að við getum
haldið undirbúningi okkar áfram
og höfum tryggingu fyrir því að
ef ekkert verður af þessari stór-
iðju þá fáum við það bætt að stór-
um hluta. Þetta er fyrsti samn-
ingurinn sem undirritaður er í
tengslum við fyrirhugað álver
Columbia hér á landi, en hann
er hluti af heildarvinnu sem fram
fer þessa dagana við úrvinnslu á
rammasamkomulagi aðila,“ segir
Þorsteinn.
Stefnt er að því að drög að heild-
arsamkomulagi milli aðila hvað alla
þætti málsins varðar verði tilbúin
fyrir áramót. Fjármögnun verkefn-
isins mun hins vegar ráða endan-
lega úrslitum um hvort álver Col-
umbia verður reist hér á landi en
það mun ekki skýrast fyrr en eftir
áramót.