Morgunblaðið - 22.12.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.12.1996, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR ÍBÍÓ Eins og fram kom hér á síðustu kvikmynd- asíðu hefur Djöflaeyjan siglt framúr metsölumynd heimsins, „Independenee Day“, og orðið mest sótta mynd á Islandi árið 1996. Áhorfendur á hana nálg- ast nú 70.000 en slík að- sóknartala hefur ekki sést á íslenska bíómynd síðan á gullaldarárum kvik- myndavorsins. Nema tekjur af myndinni hátt í 50 milljónum króna. Það gerist æ erfiðara að fá fjárrnagn í bíómynd- ir sem leiknar eru á ís- iensku og á tímabili leit út fyrir að Djöflaeyjan yrði framleidd á ensku á Irlandi eins og komið hef- ur fram í máli Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hann hefur jafnvel talað um að Djöflaeyjan gæti orðið síðasta stórmyndin sem gerð er á íslensku. Er vonandi að vinsældir hennar verði til að fresta því um ókomin ár. fÓLK UAgætir leikarar koma sam- an í nýjum bandarískum spennutrylli sem heitir Töf- rastundin eða „The Magic Hour“. Tökur hófust í byijun mánaðarins en með aðaíhlut- verkin fara Paul Newraan, Susan Sarandon og Gene Hackman. UÞegar hjartaknúsarinn Robert Redford hefur lokið við að kvikmynda Hesta- hvíslarann eða „The Horse Whisperer" snýr hann sér að endurgerð myndar frá árinu 1942 sem heitir „Ran- dom Harvest". Fjallar hún um sjúkan hermann sem flýr af heilsuhæli og kemst að því síðar að hann er talsvert ættstór. UBandaríski leikstjórinn Robert Altman hefur löng- um forðast fabrikkusjón- armiðið í Hollywood og gert persónuleg listaverk. Næsta mynd hans gæti verið mjög af öðrum toga en hann er orðaður við leikstjórnina á myndinni „The Gingerbre- ad Man“ sem John Gris- ham hefur skrifað handrit að. Með aðalhlutverkið fer Kenneth Branagh. UÖnnur Grishamsaga er væntanleg á hvíta tjaldið. Francis Coppola stýrir „The Rainmaker" en með helstu hlutverk fara m.a. Claire Danes, Laurence Fishburne, Matt Damon og Mickey Rourke. SÝND á næstunni; úr „The First Wives Club“. SÖGUR af hjónabandi; Nolte og Christie í „Afterglow“. m mu m m ■■ m Hjonabandið endurnýjað ÞAÐ gekk ekki vei fyrir óháðu bandarísku kvik- myndagerðarmennina Robert Altman og Alan Rudolph að fá fjármagn hjá stóru kvikmyndaverunum í Hollywood í nýjustu mynd Rudolphs, sem Altman framleiðir. „Hún er ekki um neitt,“ sagði einn forstjór- inn, „hún er bara um fólk.“ Myndin heitir „Afterglow" og er með Nick Nolte og Julie Christie í aðalhlutverk- um. Christie hefur ekki leikið í bíómyndum svo árum skiptir (fór með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Karaókí). Þau Nolte leika hjón sem kynnast öðrum og yngri hjónum í gegnum framhjáhald sem verður á endanum tii þess að lappa upp á hjónabandið í báðum tilvikum. Jonny Lee Miller úr „Trainspotting“ og Lara Flynn Boyle leika hin hjónin. Nolte er mjög áberandi í myndum óháðara kvik- myndagerðarmanna. Hann leikur í þessari, Næturverð- inum, sem gerð er eftir samnefndum dönskum trylli, „Mother Night“, sem er byggð á sögu eftir Vonneg- ut, nýrri mynd Oliver Stone sem enn hefur ekki feng- ið nafn og í nýrri mynd Paul Schraders, „Affliction“. Nolte segist leiður á að leika bara fyrir pening. Það er ekkert gaman lengur, segir hann. Nú kýs hann fremur að láta reyna á sig sem leikara. Leikstjórinn Tim Burton er sjónhverfíngameistarinn mikli í Hollywood. Myndir hans eru galdraverk og ekki af þessum heimi. Persónur hans geta vel fallið í kramið í einhveijum öðrum stjörnu- kerfum. Þó er ekki til meiri húmanisti. Hugmyndaríki hans hefur ekkert með formúlukerfið í Hollywood að gera. Samt gæti hann hvergi annars staðar gert myndir sínar. Allt brýst þetta fram í nýjustu og kannski furðulegustu mynd hans til þessa, Innrásinni frá Mars eða „Mars Attacks!“, sem frumsýnd Möguleikarnir voru marg- falt meiri með tölvumyndun- um. Og þær voru ódýrari. Myndin átti að kosta 100 milljónir dollara en datt oní litlar 80 milljónir. Burton gerir alltaf sömu myndina aftur og aftur. Hún er ljúfsár harmsaga um þá sem á einhvern hátt skilja sig frá samfélaginu af því þeir eru allt öðruvísi en allir aðrir og falla ekki í kramið. Þannig var Pee Wee Her- man, Beetlejuice, Batman, Eddi klippikrumla, Ed Wood og nú er komið að Marsbú- unum. Burton þekkir tilfinn- inguna af eigin raun og eng- inn gerir efninu betri skil né stórfenglegri. MEÐ Marsbúa á heilanum; Nic- holson sem for- seti Bandaríkj- anna í vondum málum. Tyggjó- kúlumyndirnar sem hrundu öllu af stað. MEISTARINN OG MARSBÚARNIR var í Bandaríkjunum um síð- ustu helgi. Námu tekjur af henni fyrstu sýningarhelg- ina tæpum tíu milljónum dollara. Myndin kemur í Sambíóin fljótlega á næsta ári. Hún á ekkert skylt við geiminnrásarmyndina „Independence Day“ ef marka má umljallanir er- lendra blaða og tímarita. Hún er, svo fátt eitt sé nefnt, háðsádeila á bandaríska mennmgu og stór- slysamynd. Hún segir frá því þeg- ar Marsbú- ar gera inn- rás í Bandaríkin og hertaka Las Vegas og Washington. Líkt og „Inde- pendence Day“ er Innrásin frá Mars byggð að einhveiju leyti á gömlum stórslysa- myndum Irwins Allens en eftir Arnald Indriðoson Daginn sem sólin varð köld KÍNVERSKIR leik- sljórar hafa notið ómældrar athygli og að verðleikum undanfarin ár. Ný mynd frá hinu fjar- læga austri fékk nýlega lofsamlegar umsagnir í bresku blöðunum en hún heitir Daginn sem sólin varð köld og er harmsaga af kínverskri fjölskyldu. Myndin er frá Hong Kong sem frægust er reyndar fyrir heiladauðar hasarmyndir. Hún er eftir Yim Ho og gerist um vetur í N-Kína og byggir á sönn- um atburðum. Eftir tíu ára nagandi efa ákveður Guan Jian að greina yfir- völdum frá morði sem hann telur að móðir hans Jiafi framið þegar hann var drengur. Hann rekur atburðarásina fyrir lög- reglustjóra og skýrir frá SEKT eða sakleysi; úr mynd Yims Hos. því hvernig móðir hans hafi verið óhamingjusöm í hjónabandi og staðið í ástarsambandi og að lok- um mjög líklega myrt föð- ur hans með eitri. Saman ferðast sonurinn og lög- reglusljórinn aftur heim í þorpið til að yfirheyra móðurina og grafa upp líkið. Leikstjóranum Ho þyk- ir takast einkar vel að rekja leyndardómsfulla morðsögu og lýsa um leið kínversku fjölskyldulífi og þeim fastskorðuðu hlutverkunum sem fjöl- skyldumeðlimirnir eiga að halda sig við. gerð undir áhrifum ódýrra vísindaskáldskaparmynda sjötta áratugarins. Marsbú- arnir eru mjög sýnilegir, þeir hlaupa um, slást, drekka martíníkokkteila og halda ræður á þinginu (þurrka það út reyndar). Jack Nicholson leikur for- seta Bandaríkjanna, sem veit ekki í hvom fótinn hann á að stíga (hann leikur einn- ig landeiganda í Las Veg- as), Glenn Close er forset- afrúin en hópur þekktra leikara fer með önnur stór hlutverk: Annette Bening, Danny DeVito, Pierce Brosnan, Jim Brown og Tom Jones sjálfur. „Mér fannst gaman að tilhugsun- inni um allar þessar stór- stjörnur sem sprengdar eru í Ioft upp,“ er haft eftir Burton. Tilurð Innrásarinnar frá Mars má rekja til þess þeg- ar handritshöfundurinn, Jonathan Gems, rakst á gamlar tyggjókúlumyndir sem sýndu Marsbúa skjóta af leysibyssum á fáklæddar blondínur. Meira þurfti ekki til. Burton leist vel á hug- myndina um innrás skringi- legra Marsbúa en fyrst gerði hann mynd um átrúnaðar- goð sitt og lélegasta leik- stjóra kvikmyndaldarinnar, Ed Wood, sem einmitt bjó til hörmulega hallærislegan vísindaskáldskap („Plan 9 From Outer Space"). Kannski reyndist það besti undirbúningurinn undir inn- rásina. í fyrstunni vildi Burton notast við brúðutækni við gerð Marsbúanna svipaða þeirri sem notuð er í stór- kostlegri mynd sem hann framleiddi og hét „A Nig- htmare Before Christmas". Sú vinna var langt komin þegar hann skipti um skoð- un og fór út í tölvugrafík. 6.000 höfðu séð Jack ALLS höfðu um 6.000 manns séð gaman- myndina Jack í Sambíóun- um og Háskólabíói eftir síð- ustu sýningarhelgi. Þá höfðu 3.000 séð spennumyndina Blossa í Sambíóunum, 10.500 Aðdá- andann, rúm 17.000 Guffa- grín, 17.000 Dauðasök, 6.500 „Tin Cup“ og 3.000 Sögu af morðingja. Næstu myndir Sambíó- anna eru jólamyndirnar Hringjarinn frá Notre Dame og „Ransom“, sem byija á annan í jólum, „The First Wives Club“ með Goldie Hawn, „Unforgettable“ með Ray Liotta eftir John Dahl, „Moll Flanders“ með Morg- an Freeman, „Daylight" með Sylvester Stallone, „Surviving Picasso“ með Anthony Hopkins, „The Pre- acher’s Wife“ með Denzel Washington og loks „Space Jam“ með Michael Jordan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.