Morgunblaðið - 15.01.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 15.01.1997, Síða 1
64 SÍÐUR B/C/D HTBL. 85.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reyna að koma Jeltsín frá Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR þingmenn ákváðu í gær að kanna hvernig þeir gætu komið Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, frá völdum vegna heilsu- brests en viðurkenndu að ólíklegt væri að þeim tækist það. Kommúnistinn Viktor Íljúkhín, formaður öryggismálanefndar Dúmunnar, neðri deildar þingsins, sagði að nefndin hefði hvatt þingið til að víkja Jeltsín frá þar sem hann gæti ekki gegnt embættis- skyldum sínum vegna heilsubrests. „Þetta merkir að Jeltsín verður rekinn,“ sagði Íljúkhín. Flokksbróðir hans og forseti Dúmunnar, Gennadí Seleznjov, viðurkenndi hins vegar að stjórnar- skrárákvæði um nýjar kosningar vegna heilsubrests forseta landsins væru „mjög óskýr“ og hann spáði því að samþykkt öryggismála- nefndarinnar hefði engin áhrif. „Hún verður þó rædd innan laga- deildar Dúmunnar áður en hún verður lögð fyrir þingflokkana eft- ir um það bil viku.“ Stjórnlögin óljós I ályktun þingnefndarinnar sagði að Viktor Tsjernomyrdín ætti að gegna embættisstörfum forsetans í þijá mánuði, eða þar til nýr for- seti yrði kjörinn, eins og kveðið væri á um í stjórnarskránni. Alex- ander Kotenkov, fulltrúi Jeltsíns í Dúmunni, sagði að samþykkt nefndarinnar styddist ekki við lög og væri aðeins tilraun til að valda „pólitísku hneyksli". Hann sagði að samkvæmt stjórnarskránni frá 1993 gæti aðeins forsetinn skorið úr um það hvort hann væri of veik- ur til að gegna embættinu. í stjórnarskránni segir aðeins að forsetinn láti af störfum ef heilsa hans sé svo slæm að hann geti ekki gegnt skyldum sínum. Oljóst er hins vegar hversu alvar- leg veikindin þurfa að vera og hver eigi að ákveða hvort forsetinn skuli fara frá. Reuter 38 biðu bana er strætisvagn ók út af brú STRÆTISVAGN sneisafullur af farþegum ók fram af brú í Kaíró í gær og hafnaði í leðju við bakka árinnar Níl með þeim afleiðing- um að 38 manns biðu bana og a.m.k. 29 slösuðust. Sjónarvottar sögðu að vagnstjórinn hefði misst stjórn á rútunni sem tekið hefði sveig yfir á rangan vegar- helming og út af Sahel-brúnni í hverfinu Rod al-Farag. Líkleg ástæða er glannaskapur þvi al- gengt er að strætisvagnabílstjór- ar reyni að stytta sér leið er þeir aka inn á eða út af brúnni. Rannsakað verður þó hvort bilun hafi hugsanlega átt sér stað í stýris- eða bremsubúnaði vagns- ins. Á myndinni hefur flak bif- reiðarinnar verið híft upp á ár- bakkann. Leiðtog- ar í loka- glímu Erez. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðehrra Israels, og Yass- er Arafat, forseti Palestínu- manna, freistuðu þess, að útkljá deiluna um framtíð Hebron á Vesturbakkanum á fundi, sem hófst upp úr mið- nætti að staðartíma í gær- kvöldi. Edward Abington, sendi- herra Bandaríkjanna í Jerúsal- em, var mjög bjartsýnn seint í gærkvöldi á að leiðtogunum tækist að höggva á hnútinn. Hermt var, að einungis nokkur útfærsluatriði samkomulags væru eftir og endanlegt orðalag tryggingar, sem Bandaríkja- menn ætla veita til þess að samkomulag haldist. Sigur Zajednos í Belgrad staðfestur Bel^rad. Reuter. KJÓRSTJÓRNIN í Belgrad, höfuð- borg Serbíu, lýsti í gær yfir sigri stjórnarandstöðuflokka í kosningum til borgarstjórnarinnar sem fram fóru í nóvember. Ógilti kjörstjórnin fyrri úrskurð héraðsdóms sem lýsti kosningarnar ólöglegar. Er þetta mikill sigur fyrir stjórnarandstöð- una, sem fagnaði fréttunum og sagði þær „fyrsta skrefið í átt að því að menn sjái að sér,“ eins og Vuc Drascovic, einn leiðtoga stjórn- arandstöðunnar komst að orði. Vesna Pesic, annar leiðtoga hennar, varaði við of mikilli bjartsýni, þar sem áfrýja mætti úrskurði kjörnefn- ar næstu tvo sólarhringa. Þá yrði fyrst ljóst hvort sigur stjórnarand- stöðunnar væri vís. Radomir Lazarevic, formaður kjörstjórnarinnar, sagði að með ógildingu fyrri úrskurðar, væru úr- slit borgar- og sveitarstjórnarkosn- inganna 17. nóvember í raun stað- fest. Stjórn Slobodans Milosevics Serbíuforseta lét ógilda kosningarn- ar og hófust þá fjöldamótmæli sem staðið hafa í tæpa tvo mánuði. í síðustu viku viðurkenndi Milosevic sigur stjómarandstöðunnar í meiri- hluta þeirra borga og bæja sem heyra undir Belgrad. í gær var hins vegar um að ræða kosningar til sjálfs borgarráðsins og hlaut stjórnarandstaðan 60 af 110 sætum til þess en bandalag Sósíalistaflokks Milosevics og Sam- einuðu vinstrifylkingarinnar, flokks Mirjönu Markovic, eiginkonu forset- ans, hlaut 23 fulltrúa. Tveir stuðn- ingsflokkar stjórnarinnar hlutu 17 sæti. Kjósa þarf að nýju um 10 sæti en ekki er talið að það muni breyta neinu fyrir stjórnarandstöð- una. Þá staðfesti kjörstjórnin í Nis í gær sigur stjórnarandstöðunnar þar og fylgdi eftir úrskurði dómstóla frá í síðustu viku. Þrýstingur frá Grikkjum í gær var fullyrt að ágreiningur innan flokkafylkingarinnar að baki stjórn Milosevics væri ástæða þess, að kjörstjórnirnar viðurkenndu sigur Zajednos í Belgrad og Nis. Þá er forsetinn orðinn hikandi og pólitísk óvissa, sem það hefur skapað, hefur orðið stjórnarandstæðingum að vopni. Einn á ferð í hnattflugi Chicago. Reuter. BELGFAR bandaríska ofurhugans Steves Fossetts, Andi einsemdar, sveif í gærkvöldi á 100 kílómetra hraða út yfir Atlantshaf en það hóf sig til flugs á íþróttavelli í miðborg St. Louis í Misso- uri-ríki á mánudagskvöld. Fossett freistar þess að komast um- hverfis jörðina án viðkomu á leiðinni en það hefur engum tekist. Mistókust tvær tilraunir af því tagi í síðustu viku, en ólíkt þeim leiðöngrum flýgur hann einn síns liðs. Hitabúnaður bilaði skömmu eftir flug- tak en komst síðar í lag. Kyndir hann klefann, sem Fossett dvelst í, en hann er aðeins rúmur metri í þvermál, innan við tveir metrar á hæð og ekki búinn jafnþrýstibúnaði. Fossett er 52 ára ævintýramaður sem auðgaðist gífurlega á sölu viðskipta- samninga á verðbréfamarkaði í Chicago. Sneri hann baki við fjármálavafstri svo ævintýraþráin gæti fengið útrás. Reyndi þrisvar að klífa Everest-fjallið, keppti í Iditarod-hundasleðakeppninni í Kanada og synti loks yfir Ermarsund áður en hann sneri sér að hættulegasta viðfangs- efninu; að bijóta niður belgflugsmúra. Setti hann í hittiðfyrra heimsmet í við- stöðulausu einliða belgflugi, flaug 8.747 kílómetra leið frá Suður-Kóreu til Kanada. I gærkvöldi stefndi Andi einsemdar í norðaustur í átt til Bretlands. Hægt er að fylgjast með ferð Fossetts á alnetinu á slóðinni: http://www.luc.edu/soIo. Gangi allt að óskum er gert ráð fyrir að hann ljúki hnattfluginu á 15-18 dög- um. Hefur hann heimild til yfirflugs í tugum ríkja í 18-24 þúsund feta hæð eða rétt undir skotvindum háloftanna. STEVE Fossett lxugar að búnaði belg- farsins rétt fyrir flugtak í fyrrakvöld. Mikilvæg- ur sigur Majors London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, vann mikilvægan pólitískan sigur í gærkvöldi er breytingartil- laga við fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnar hans var felld. Stjórn Majors niissti þingmeiri- hluta í síðasta mánuði og hefði hún beðið lægii hlut í gærkvöldi hefði forsætisráðherrann vart átt annarra kosta völ en flýta kosningum, sem ella fara ekki fram fyrr en í maí. Stjórnmálaskýrendur álíta, að tíminn vinni með Major. ÁVinningur efna- hagsbata komi æ betur í ljós og því reyni hann að sitja út kjörtímabilið. Tillaga Verkamannaflokksins, sem sett hefði fjárlögin í uppnám, var felld með 322 atkvæðum gegn 287, eða 35 atkvæða mun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.