Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sjóklæðagerðin kaupir 49% íMax ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR Suðurlands hefur selt Sjóklæða- gerðinni 49% hlut í Max ehf. en sjóðurinn keypti öll hlutabréfin í Max um síðustu áramót. Atvinnu- þróunarsjóðurinn hefur selt eignar- haldsfélaginu Atgeiri ehf. meiri- hlutann í Max, 51%, en eignarhalds- félagið var stofnað nýlega af At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands. Óli Rúnar Ástþórsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, segir að Atgeir sé að öllu leyti í eigu Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands en áætlað sé að Sjóklæðagerðin kaupi meirihluta hlutafjárins í Max. Ekki verði þó um sameiningu að ræða og Max verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. „Með sölunni til Sjó- klæðagerðarinnar sjáum við fram á aukna möguleika fyrir fyrirtækið með td. sameiginlegum innkaupum og saman geti þau aukið hag ís- lensks iðnaðar en helsti keppinaut- urinn í framleiðslu á útivistar- og vinnufatnaði er erlendur.“ Uppbyggingin í framleiðslunni verður á Suðurlandi í frétt Morgunblaðsins hinn 3. janúar sl., um kaup Atvinnuþróun- arsjóðs Suðurlands á öllu hlutafé í Max ehf. af Sigmundi Andréssyni og Ijölskyldu, kom fram að Max muni halda áfram starfsemi í Reykjavík en unnið verði að því að fyrirtækið hefji starfsemi á Hellu og jafnvel víðar á Suðurlandi. Óli Rúnar segir að kaup Sjóklæðagerð- arinnar í Max breyti þar engu um og uppbyggingin í framleiðslu fyrir- tækisins muni fara fram á Suður- landi og ætlunin sé að heíja starf- semi á Hellu innan tveggja ára. Sjóklæðagerðin á tvo fulltrúa af þremur í nýrri stjórn Max, Markús Órn Þórarinsson og Gest Þórarins- son, þrátt fyrir að fyrirtækið eigi enn sem komið er minnihluta í Max. Óli Rúnar Ástþórsson er full- trúi Atgeirs í stjórninni. Óli Rúnar segir að ekki sé gert ráð fyrir breytingum í starfsmanna- haldi í framleiðslu Max og Magnús Böðvar Eyþórsson verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Lætur af starfi forstjóra SKÝRR STJORN Skýrr hf. og dr. Jón Þór Þórhallsson urðu í gær ásátt um að Jón Þór léti af starfi forstjóra Skýrr hf. Stjórnin hefur ráðið Stef- án Kjærnested í starf forstjóra að því er segir í frétt frá Skýrr hf. Jón Þór lét af störfum samdæg- urs en hann hefur verið forstjóri Skýrr frá árinu 1977. Hallgrímur Snorrason, formaður stjórnar Skýrr, segir að fyrirtækið standi á ákveðnum tímamótum. Það sé að ganga í gegnum breytinga- skeið og mannabreytingin tengist því. „í gangi eru breytingar á rekstrarformi fyrirtækisins en Skýrr hefur verið að fikra sig af stað sem einkafyrirtæki á sam- keppnissviði að undanförnu og vafalaust verða einhveijar fleiri breytingar innan þess með tii- komu nýrra eigenda en þær er ekki hægt að sjá fyrir í dag.“ Um síðustu áramót voru gerðir starfslokasamningar við nokkra af eldri starfsmönnum Skýrr hf. og hafa aðrir ekki verið ráðnir í þeirra stað. Hallgrímur segir að um óskyld mál sé að ræða og starfslok Jóns Þórs tengist þeim ekki og stjórn Skýrr skipti sér ekki af starfslokasamningum inn- an fyrirtækisins. Stefán Kjærnested er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 og viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands 1982. Stefán var ráðinn skrifstofustjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar 1982, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs fyrirtækis- ins 1985 og forstöðumaður stjórn- unardeildar Skýrr 1996. Islands- banki með 13% vöxt innlána Vísitala neysluverðs hækkar um 0,3% milli desember og janúarmánaðar Verðhjöðnun síð- ustu þijá mánuði Vísitala neysluverðs í jan.1997 (i78,4stig) +i,4%n Maí 1988=io° 0 Matvörur (16,4%) 01 Kjöt og kjötvörur (3,7%) -1,2% □ 05 Grænmeti, ávextir, ber (2,4%) +7,5% □ I 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) +0,6% 1 12Tóbak (1,8%) +i,5%n 2 Föt og skófatnaður (5,7%) +0,1 % | 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17^ OB p +0,7% □ 31 Húsnæði (14,9%) Jfflffl +O,9%0 +0,2% | Breyting f rá fyrri mánuði 44 Borðbúnaður, glös, elhúsáhöld o.fl. (0,6%) +1,3% □ 5 Heilsuvernd (3,0%) +2,0% IfPI 51 Heilsuvernd (3,0%) (j~\ +2,0% [□ 6 Ferðir og flutningar (20, +0,1 % | 64 Póstur og sími (1,0%) •1.7% n 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,9%) +0,3% Q 71 Tómstundaiðkanir (5,6%) +0,8% □ Tölurísvigum vísatilvægis 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,1 %) □ -1,1% 84 Orlofsferðir (3,2%) I 1-4,1% einstakra liða. VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) +0,1 %| * Avöxtunarkrafa húsbréfa hélt áfram að lækka í gær Hlutabréfavísitalan hefurhækkað um 3% VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í janúarbyijun 1997 reynd- ist vera 178,4 stig og hækkaði um 0,3% frá desember 1996. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í janúar reyndist vera 182,5 stig og hækk- aði um 0,2% frá desember 1996, segir í frétt frá Hagstofunni. Grænmeti og ávextir hækkuðu um 7,5%, sem hækkaði vísitölu neysluverðs um 0,17%. Hækkun á gjöldum vegna fasteigna um 7,0%, olli 0,12% hækkun neysluverðsvísi- tölunnar. Orlofsferðir til útlanda lækkuðu um 4,6% sem lækkaði neysluverðsvísitöluna um 0,14%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,9%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neyslu- Fj árfestingarbanki JP Morg- an yfirfer tillögur ALÞJÓÐLEGA ráðgjafarfyrir- tækið JP Morgan var í nóvem- ber sl. ráðið til að yfirfæra þær tillögur sem liggja fyrir í stjómkerfinu um sameiningu fjárfestingarlánasjóðanna þriggja í einn fjárfestingar- banka og stofnun Nýsköpun- arsjóðs. Sömu menn hjá JP Morgan gerðu úttekt á Lands- virkjun á síðasta ári fyrir eig- endur fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er hér um af- markað verkefni að ræða og er JP Morgan einkum ætlað að láta í ljós álit á útfærslu þessara hugmynda og bera þær saman við þróunina í öðr- um ríkjum. Búist er við að fyrirtækið muni senda frá sér niðurstöður nú í janúar, en í framhaldi af því er stefnt að því að leggja sem fyrst fram frumvarp til laga á Alþingi um stofnun fjárfestingarbanka og Nýsköpunarsjóðs. Málið er í höndum sérstakrar nefndar þriggja ráðuneytisstjóra í for- sætis-, sjávarútvegs- og við- skiptaráðuneytum. verðs lækkað um 0,2%, sem jafn- gildir 0,2% verðhjöðnun á ári. Sam- bærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án húsnæðis svarar til 0,7% verðhjöðnunar á ári. Árið 1996 var vísitala neyslu- verðs að meðaltali 2,3% hærri en árið áður, en sambærileg meðal- hækkun 1995 var 1,7% og 1,5% árið 1994. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var árið 1996 2,7% hærri en að meðaltali árið áður, en sambærileg meðalhækkun 1995 var 1,4% og 1994 1,7%. Vísitala neysluverðs í janúar 1997, sem er 178,4 stig, gildir til verðtryggingar í febrúar 1997. Vísi- tala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.523 stig fyrir febrúar 1997. HLUTABRÉF héldu áfram að hækka í verði í líflegum viðskiptum á Verðbréfaþingi íslands í gær og hækkaði hlutabréfavísitalan um tæpt eitt prósent. Hlutabréfavísital- an hefur þá hækkað um 3% frá ára- mótum eða á tæpum hálfum mán- uði, en til samanburðar má geta þess að hlutabréfavísitalan stóð í stað allan desembermánuð og var ívið Iægri í lok mánaðarins en í upp- hafi hans. Þá hélt ávöxtunarkrafa húsbréfa áfram að lækka í gær. Viðskipti voru með hlutabréf í mörgum félögum í gær og seldust hlutabréf fyrir samanlagt 56,5 millj- ónir króna að markaðsvirði. Gengi hlutabréfa í íslandsbanka hélt áfram að hækka. Samtals seldust hlutabréf fyrir 7,6 milljónir og hækkaði gengi hlutabréfanna úr 2,00 í 2,08 eða um 4%. Þá seldust 8,2 milljónir í Eimskip og hækkaði gengið um 15 punkta í 7,60 eða um rúm 2%. Einnig voru mikil viðskipti með hlutabréf í Granda og SÍF eða fyrir 8,6 milljónir í fyrra tilfellinu og 10,3 milljónir í því síðara. Gengi hluta- bréfa í Granda var óbreytt frá síð- ustu viðskiptum, en gengi hlutabréfa * Avöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um 7 til 9 punkta í SÍF hækkaði um 7 punkta í 3,30 eða um rúm 2%. Þá hækkaði gengi hlutabréfa í Lyfjaverslun Islands, Marel, Vinnslustöðinni, Þróunarfélagi ís- lands, Tæknivali og fleiri félögum, en gengi hlutabréfa í Hampiðjunni, Síldarvinnslunni, Skeljungi, Slátur- félagi Suðurlands og IS lækkaði lít- illega. Húsbréf lækka Ávöxtunarkrafa húsbréfa hélt áfram að lækka á verðbréfamark- aði í gær í kjölfar 0,15 prósentu- stiga eða 15 punkta lækkunar sem var á húsbréfum í viðskiptum á föstudag og mánudag. Síðasta ávöxtunarkrafa í flokknum 96/2 var 5,64% í viðskiptum á Verðbréfa- þingi og hafði lækkað um 5 punkta frá því á mánudag. Hins vegar hækkaði ávöxtunar- krafa ríkisbréfa nokkuð í viðskipt- um á þinginu í gær. Hækkunin nam 7-9 punktum eftir því hvað bréfin eru til langs tíma og seldust ríkis- bréf fyrir 111 milljónir króna. Við- skipti með ríkisvíxla námu 650 milljónum króna og viðskipti með spariskírteini 90 milljónum og var ávöxtunarkrafa 20 ára spariskír- teina óbreytt frá því á mánudag eftir verulega lækkun tvo daga þar á undan. PIZZA 67 opnar tvo nýja staði í Noregi og Svíþjóð í mars næstkom- andi. Á síðasta ári var opnaður Pizza 67 staður á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn en það var fyrsta skrefið í uppbyggingu Pizza 67 sérleyfiskeðj- unnar utan íslands. í Svíþjóð verður Pizza 67 staður opnaður í Landskrona í mars og í sama mánuði verður opnaður staður í göngugötunni í Kristjanssand í Noregi. I febrúar 1998 er ætlunin að opna Pizza 67 veitingastað í Töns- berg í Noregi. Viðræður standa einn- ig yfir við aðila í Færeyjum og á fleiri INNLÁN og verðbréfaútgáfa ís- landsbanka hf. nam ails um 50,6 milljörðum króna í lok ársins 1996 og hafði aukist um 5,8 milljarða á árinu eða 13%. Aukningin varð enn meiri í útlánum til viðskiptavina bankans, en almenn útlán til við- skiptamanna jukust um 9,3 millj- arða króna eða 20%. Heildarútlán til viðskiptavina bankans námu 56 milljörðum í árslok 1996. Fram kemur í frétt frá íslands- banka að önnur umsvif bankans hafi aukist í samræmi við þetta og hafi umsvifin aldrei aukist jafn mik- ið á einu ári frá stofnun bankans. Til dæmis fjölgaði úttektum úr hrað- bönkum íslandsbanka um þriðjung, notkun debetkorta jókst um 37% og 4.500 viðskiptavinir bættust í þann hóp sem nýtir sér greiðsluþjónustu bankans. Þá nærri tvöfaldaðist ijöldi þeirra sem eru með heimabanka og eru þeir nú um þrjú þúsund. Góð ávöxtun Ennfremur kemur fram að spari- fjáreigendur hafí fengið góða ávöxt- un á fé sitt í bankanum. Þannig hafi sparileið 48, sem sé bundinn reikningur til fjögurra ára, borið 8,11% nafnvexti eða 5,92% raun- vexti sem sé hæsta ávöxtun sam- bærilegra reikninga í bankakerfinu. Einnig kemur fram að dótturfé- lögum Íslandsbanka, Glitni og VÍB, hafi ekki síður vegnað vel á síðasta ári. Nýir samningar hjá Glitni hafi numið þremur milljörðum króna í fyrra sem sé 37% aukning. Heildar- verðmæti í vörslu VÍB hafi numið um 30 milljörðum í árslok 1996. Heildareignir verðbréfasjóða námu 5,2 milljörðum króna og höfðu auk- ist um 64% á árinu og 3,6 milljarð- ar króna voru í Hlutabréfasjóðnum í árslok sem er 56% aukning. stöðum um opnun Pizza 67 veitinga- staða. Að sögn Gísla Gíslasonar, eins eig- anda Hafmeyjunnar hf., sem sér um að stofna staði og selja á Norðurlönd- unum, eru fjórir aðilar frá Pizza 67 í Danmörku og einn í Noregi að vinna að því að stækka keðjuna í Skandin- avíu, m.a. með því að sinna þeim aðilum sem vilja opna Pizza 67 veit- ingastaði. Á íslandi eru reknir 15 Pizza 67 veitngastaðir og unnið er að því að opna tvo til viðbótar á Höfn í Horna- firði og Patreksfírði. Pizza 67 opnaríNoregi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.