Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 13 LANDIÐ Aðalfundur Æðarræktarfélags Snæfellinga Bæði eftirspurn og verð á æðardúni í hámarki Stykkishólmi - Aðalfundur Æðar- ræktarfélags Snæfellinga var hald- inn í Stykkishólmi 10. janúar sl. Félagið er eitt af 12 deildum innan Æðarræktarfélags íslands. Á fund- inn mætti stjórn Æðarræktarfélags Islands og Árni Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur. Davíð Gíslason, formaður Æðarrræktarfélags íslands fór yfír stöðu mála og hlutverk sambands- ins. Félagið hefur stuðlað að betri dúnræktun á landinu og komið á fót sameiginlegu mati á æðardúni. Þá hefur félagið leiðbeiningarþjón- ustu fyrir æðarbændur og fylgist með sölu á æðardúni og tekur þátt í markaðsleit. Verð á æðardúni sveiflast mikið á milli ára. Þessar verðsveiflur eru mjög slæmar fyrir alla aðila. Upp úr 1990 féll verð á æðardúni og lítil sala var á honum næstu árin og söfnuðust þá upp birgðir. En fyrir tveimur árum jókst eftir- spurnin og verðið fór að hækka. Nú er svo komið að ekki er hægt að anna eftirspum og verðið er kom- ið upp að hættumörkum og ef til vill upp fyrir það. Verð á hreinsuðum dúni er í dag til bænda um 60.000 kr. fyrir kílóið og langt síðan það hefur verið svo hátt. Dúnmatsmenn meta allan dún sem fluttur er út og á það að tryggja að gæði hans eru í lagi en það er mjög mikilvægt að hafa eftirlit með því. Tíðarfar mjög hagstætt fyrir æðarvarp Árni Snæbjörnsson sagði frá því að tíðarfar í vor hefði verið mjög hagstætt varðandi æðarvarp um allt land. Fleiri fuglar urpu en oft áður og nýting dúnsins var mjög góð. Aætlað er að útflutningur æðardúns á síðasta ári hafi verið rúmlega 3.000 kg og verðmæti útflutningsins á milli 150-200 milljónir kr. í þessum atvinnuvegi er sáralítill tiikostnaður nema vinna bóndans, svo að tekjurnar skila sér vel. Árni Snæbjörnsson og Aðal- steinn Þorsteinsson, fulltrúi sýslu- manns, skýrðu nýja reglugerð um friðlýsingu æðarvarps. Þar er kveðið mun skýrar á um það hvern- ig beri að standa að friðlýsingu æðarvarps fyrir m.a. lagningu grá- sleppuneta en oft hafa komið upp árekstrar á milli æðarbænda og grásleppukarla. Nú eru reglurnar Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason FRÁ aðalfundi Æðarræktarfélags Snæfellinga. orðnar skýrari. Einnig var rætt á fundinum um tjón af völdum haf- arnarins sem er umtalsvert við Breiðafjörð. Æðarbændur telja það réttmæta kröfu að ríkissjóður bæti sannanlegt tjón sem örninn veldur í æðarvarpi. Þá var mikið rætt um eyðingu vargs. Við Breiðafjörð hefur vargfugli fækkað. Kom fram að Skotveiðifélag íslands hefur óskað eftir samstarfi við Æðar- ræktarfélagið um veiðar á vargi. Fundarmenn voru mjög jákvæðir um að fá Skotveiðifélagið til sam- starfs. Aðalfundinn sóttu yfir 30 félag- ar og það mjög góð fundarsókn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson JÓHANN Pálmason, með bláref í fanginu, ásamt Stefáni Lund starfsmanni. Mastur fauk um koll Morgunblaðið/Jónas Erlendsson STARFSMENN Pósts og síma losa það sem eftir var af undir- stöðufestingum mastursins á Hraunhóli. Fagradal - 25 metra hátt mastur sem festir voru á endurvarpar fyrir Ríkisútvarp rás 1 og 2, Ríkissjónvarp, GSM og NMT farsímakerfin og boðtækjarás fauk um koll á Hraunhóli á Reynisfjalli í Mýrdal í ofsaroki um síðustu helgi. Mastrið er gjörónýtt en endurvarparnir sluppu ótrúlega vel miðað við aðstæður. Þegár fréttaritari Morgun- blaðsins skoðaði vegsummerki á Hraunhóli var viðgerðarflokkur frá Pósti og síma hf. nýkominn á staðinn og töldu viðgerðar- menn að undirstöður mastursins hefðu gefið sig. Þetta kom sér sérlega illa fyrir Mýrdælinga en sér í lagi fyrir Víkurbúa þar sem Hraunhóll er endurvarps- stöð þeirra. Telja má víst að viðgerðin á Hraunhóli komi til með að kosta að minnsta kosti eina milljón króna. Er það minna en á horfðist í byrjun því hægt er að nota mikið af endur- vörpunum aftur á nýtt mastur. Það tók fjóra daga að koma aftur á eðlilegu sambandi við Hraunhól. Loðdýra- rækt í upp- sveiflu Fagradal, V-Skaft. - Loðdýrabúum á landinu fjölgaði umtalsvert á síð- asta ári. Arvid Kro, starfsmaður Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda, segir ástæðuna vera þá að verð á refaskinnum hafi haldist nokkuð hátt síðastliðin þijú ár og verð á minkaskinnum hafi hækkað umtals- vert á síðasta ári, úr 180 kr. danskar skinnið í ársbyrjun í 237 kr. í árslok eða rúm 30%. Hann segir ástæðuna vera meiri eftirspurn erlendis og ekki síður meiri gæði skinna vegna sam- dráttar síðustu ára. Bjarni Guðmundsson, formaður stjómar Framleiðnisjóðs landbúnað- arins, segir að 62 aðilar hafi sótt um styrk til sjóðsins til að hefja loðdýra- rækt á síðasta ári. 50 styrkir voru veittir og voru þeir háðir því að hægt væri að nota húsakost sem væri til staðar á jörðunum til þess að halda stofnkostnaði í lágmarki. Meðal þeirra sem hlutu styrk voru Jóhann Pálmason og Hjördís Jóns- dóttir í Kerlingadal í Mýrdal en þau ætla að nýta fjárhús sem stóð autt til að setja refina í og byrja með 30 læður og 8 högna. Jóhann segir útlit- ið gott hvað skinnaverð varðar á þessu ári en með tilkomu styrksins geti hann haldið Qármagnskostnaði í lágmarki. Hann sagði að ef fleiri loðdýrabú væru á svæðinu myndu þau styrkja hvert annað því hag- kvæmt væri að fá blautfóður frá Selfossi á bíl ef að lágmarki 200 læður væru á svæðinu. Hann er sá eini í V-Skaftafellssýslu sem er í refa- rækt enn sem komið er. HEILSUDAGAR - •TTASKÓR og ÆFINQAQALLAR erobic, hlaup.körfubolta og innanhúss idas, Nike, Puma, Reebok og fl. HLAUPABAND GÖNGUBAND Fótdrifið með hæðar- stillingu og fjölvirkum tölvumæli. Verð aðeins kr. 17.900, stgr. 16.110. Rafdrifið með hæðarstillingu og fjölvirkum tölvumæli, verð aðeins kr. 65.000, stgr. 58.500 1. LÆRABANI, Margvíslegar æfingar fyrir læri, brjóst, hand- leggi, bak og maga. Æfingaleið- beiningar fylgja. Petta vinsæla og einfalda æfingatæki er mikið notað á æfingastöðvum. Verð aðeins kr. 890, stgr. 801. 2. MAGAÞJÁLFI. Ekki slðra áhald en auglýst er í sjónvarpi, en verðið miklu hagstæðara, aðeins kr. 1.690, stgr. 1.521 3. ÞREK/AIROBIC)PALLUR Það nýjasta I þjálfun, þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Stöðugur á gólfi með mismunandi hæðarstillingum. Þrekpallinn má einnig nota sem magabekk. Verð aðeins kr. 5.900, stgr. 5.310. 4. TRAMBÓLÍN. Hentugt fyrir bæði leiki og æfingar, svo sem skokk og hopp. Hagstætt verð kr. 4.900, stgr. 4.410. JEFINGATÆKI -FRÁBÆRT VERÐ- | ÞREKSTIGI v KLIFURSTIGI V Verð aðeins kr. 19.900, stgr. 17.910. Fjölvirkur tölvumælir og stillanlegt ástig. ÆFINGABEKKIR og LÓÐ Bekkur með fótaæfingum og lóöasett 50 kg., tilboð kr. 14.700, stgr. 13.230. Lóðasett 50 kg. með handlóöum kr. 6.500, stgr. 5.850. HANDLÓÐ mikiö úrval, verð frá kr 690 pariö, stgr. 621. 4 A0L Staðgr. I V /0 afsláttur ÞREKSTIGI-MINISTEPPER Litli þrekstiginn, lítill og nettur en gerir sitt gagn, Verð með tölvumæli kr. 6.300, stgr. 5.670. Einnig eru til stórir þrekstigar, verð frá kr. 23.900, stgr. 21.510, ÞREKHJÓL besta tækið til að byggja upp þrek og styrkja fætur. Mikið úrval af vönd- uðum hjólum með tölvu- mælum, með t(ma, hraða, vegalengd og púls. Verðfrá kr. 14.500, stgr. 13.050 Armúla 40, símar 553 5320 og 568 8860 Verslunin ALVÖRUSPORVÖRUVERSLUN-ÓTRÚLEGTVÖRUÚRVAL AMRKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.