Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR KOSTNAÐUR ríkis- ins vegna nýrra laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins á samkvæmt trygginga- fræðilegum forsendum hvorki að aukast né minnka þegar ailt er tekið saman. Þetta var eitt af skilyrðum kerf- isbreytingarinnar. Það hefur jafnframt lengi verið vitað að lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna hafa verið meiri en starfsmanna á almenna _ vinnumark- aðnum. Ýmsar tölur hafa verið nefndar í því sambandi. Það að birta staðreyndir getur hins vegar ekki eitt og út af fyrir sig skapað rétt fyrir aðra. Aukinn sparnaður - hæfileg tryggingavernd Þó að lífeyrisréttindi starfs- manna ríkisins verði eftir sem áður meiri en á almenna markaðnum er það ekki tilefni til upphrópana um oftryggingu. Sú staðreynd að starfsmenn eru reiðubúnir að bæta lífeyrisréttindi sín með auknum framlögum til lífeyriskerfisins gefur hins vegar tilefni til að staldra við þessa fullyrðingu. Almennt séð ætti það þó að vera fagnaðarefni þegar starfsmenn sýna sig reiðubúna að spara meira en áður til elliáranna. í nýja kerfínu kemur þetta fram í þvl að menn munu greiða 4% ið- gjald alla starfsævina af heildar- launum í stað þess að greiða aðeins hluta starfsævinnar og þá af föstum dagvinnulaunum. Jafnvel þó að ekki verði um hreinan viðbótarsparnað að ræða er næsta víst að þetta mun leiða til aukins sparnaðar í þjóðfé- laginu sem nemur hundruðum millj- óna króna á ári. Miðað við íslenskar efnahagsaðstæður er aukinn sparn- aður óneitanlega eftir- sóknarverður. Miðað við 35 ára starfsævi mun lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins tryggja sjóðfé- lögum sínum árlegan ellilífeyrisrétt við 65 ára aldur sem sam- svarar 2/3 meðalárs- launa yfír starfsævina. Þetta er talið eftirsókn- arvert hlutfall að áliti sérfróðra aðila, en auð- vitað á endanum háð huglægu mati hvers og eins. Á grundvelli tryggingafræðilegra forsendna getur þessi réttur síðan orðið meiri eða minni með tilliti til iðgjaldagreiðslutíma og/eða þess hvort hlutaðeigandi starfsmaður seinkar eða flýtir töku lífeyris. Þá má einnig geta þess að hjá nágrannaþjóðum okkar, t.d. Dönum, sem búa við svipað lífeyri- skerfi og við, er iðgjaldaþörfin talin vera á bilinu 15-20%. Almennt hafa menn ekki verið andvígir því að einstök stéttarfélög semdu um lífeyrisiðgjöld umfram lögbundið 10% lágmarksiðgjald. í kjarasamningi ASI og VSÍ um líf- eyrismál fyrir rúmu ári var gert ráð fyrir 10% iðgjaldi sem lágmarksið- gjaldi, en iðgjaldagreiðslur umfram það alls ekki útilokaðar. Þannig hafa margar starfsstéttir samið um hærri iðgjöld en 10%, þar á meðal starfsstéttir sem tilheyra ASÍ. Þar að auki hafa almennir lífeyrissjóðir sótt um það að fá heimild til að taka við viðbótariðgjöldum sem veiti sjóðfélögum sérstök réttindi. Eins og áður segir hefði aukinn lífeyrisspamaður óneitanlega já- kvæð áhrif fyrir íslenskt efnahags- líf. Fram hjá því má heldur ekki horfa að því eru takmörk sett hvað hægt verður að leggja á almanna- tryggingakerfíð. Útgjöld þess hafa vaxið stöðugt á undanförnum árum, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir stjórn- valda. Því er einnig haldið fram að í náinni framtíð þurfi að grípa til enn frekari forgangsröðunar og sparnaðaraðgerða, ef velferðarkerf- ið á ekki að verða of dýrt og þjóð- inni og skattgreiðendum um megn að rísa undir því. Varðveita ber al- mannatryggingakerfíð sem þéttrið- Að óbreyttum lögum hefði verið útilokað, segir Steingrímur A. Arason í þessari ann- arri grein af fjórum, að uppfylla skuldbindingar sjóðanna. ið öryggisnet, en forðast óraunhæf- ar kröfur og væntingar. Ekki síst í því ljósi ber að fagna áhuga starfs- manna og stéttarfélaga á uppbygg- ingu lífeyrissjóðakerfísins og aukn- um lífeyrissparnaði. Aðild að lífeyrissjóði kjarasamningsmál í komandi kjarasamningum, ekki aðeins í ár heldur einnig á næstu árum, má búast við því að lífeyris- mál verði til umræðu. Ekki kæmi á óvart þótt sum stéttarfélög semdu um aukinn lífeyrissparnað. Jafn- framt má gera ráð fyrir því að fé- lög sem hafa marga opinbera starfsmenn innan sinna vébanda semji sig frá aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, en með nýju lögunum var opnað fyrir þann möguleika. Áður var tilteknum starfsmönnum ríkisins gert að eiga aðild að sjóðnum óháð því hvað þeir eða hlutaðeigandi stéttarfélag vildi. Stjórnvöld taka þar með undir það sjónarmið ASÍ og VSÍ að aðild að lífeyrissjóði eigi að vera málefni sem samið er um í kjarasamningi. Á þessu er rétt að vekja sérstaka athygli því þetta er viss áherslu- breyting. Hingað til hafa menn fyrst og fremst annað hvort átt lög- boðna aðild að tilteknum sjóði eða mönnum gert að eiga aðild að lífeyr- issjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps. Það hefur vissulega í flestum tilvikum þýtt aðild sam- kvæmt kjarasamningi, en það hefur þó ekki verið algilt. í nokkrum til- vikum hefur einnig komið upp ágreiningur milli aðila sem fjár- málaráðuneytið hefur orðið að úr- skurða um. Æskilegt er að framangreindri áherslubreytingu verði fylgt eftir í almennri löggjöf um starfsemi líf- eyrissjóða og skýrt og ótvírætt kveðið á um það að aðild að lífeyris- sjóði eigi að vera kjarasamningsat- riði. Aðild að lífeyrissjóði á þannig að byggjast á þríhliða samkomulagi starfsmanns eða stéttarfélags, launagreiðanda og hlutaðeigandi lífeyrissjóðs. Iðgjald umfram lág- marksiðgjald á einnig að vera kjara- samningsatriði, auk þess sem það er eftirsóknarvert að hver og einn geti ráðstafað lífeyrissparnaði um- fram tiltekið lágmark til séreignar eða samtryggingar. Á vegum stjórnarflokkanna er unnið að fram- gangi þessara mála, enda eru þetta allt brýn úrlausnarefni, sem mikil- vægt er að ræða og taka afstöðu til á næstu mánuðum. Breytilegt iðgjald en ekki ríkisábyrgð Auk iðgjalds umfram það sem greitt er til almennu lífeyrissjóð- anna hefur breytilegt iðgjald launa- greiðenda til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins sætt gagnrýni. Þetta hefur einnig verið mistúlkað þannig að áfram væri full ríkisábyrgð á lífeyrissjóðnum. Breytilegt iðgjald launagreið- enda þýðir að áætlað 11,5% iðgjald þeirra getur hækkað eða lækkað ef forsendur breytast, en árlega er gert ráð fyrir tryggingafræðilegri úttekt á stöðu sjóðsins. Á grund- velli hennar er stjórn sjóðsins skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana og tryggja jafnvægi milli eigna og skuldbindinga. Það að iðgjöld á hveijum tíma nægi til að standa undir þeim skuld- bindingum sem verið er að stofna til er vitaskuld aðalatriði málsins. Uppsöfnun skuldbindinga umfram eignir á undanförnum áratugum og slæm staða lífeyrissjóða opinberra starfsmanna bera því giöggt vitni. Það er einnig svo að fáir véfengja mikilvægi þess að draga úr þeirri óvissu sem ríkir um íjárhag opin- beru sjóðanna og hindra að vandi þeirra haldi áfram að stigmagnast. Að óbreyttum lögum hefði verið útilokað að uppfylla skuldbindingar sjóðanna nema þá með samsvarandi skattahækkunum á komandi kyn- slóðir. Almennt séð koma tvær leiðir til álita til að tryggja jafnvægi milli eigna og skuldbindinga. Iðgjaldið getur verið ákveðið og réttindin breytileg eða réttindir. ákveðin og iðgjaldið breytilegt. Báðar aðferð- irnar hafa kosti og galla. Frá sjónarhóli ríkisins sem launa- greiðanda hefði ef til vill verið ákjósanlegra að búa við fastákveðið iðgjald með sambærilegum hætti og launagrejðendur á almenna markaðnum. í því sambandi verður þó að hafa í huga að með breyti- legu iðgjaldi styrkir ríkið sem launagreiðandi aðild sína að stjórn lífeyrissjóðsins, en stöðugt réttinda- kerfí og skynsamleg fjármálastórn er almennt séð ekki síður hags- munamál launagreiðenda en sjóðfé- laga. Á móti hefði fast iðgjald og breytilegt réttindakerfi þýtt rýmri stöðu í almennum kjarasamnings- viðræðum. Höfundur er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Kostnaður ríkísins hvorki eykst né minnkar Steingrímur A. Arason Svar til bændahöfðingjans ARI Teitsson, for- maður bændasamtak- anna, sá sig greinilega knúinn til þess að svara grein sem ég ætlaði Guðna Ágústssyni nú á dögunum. Ég hélt reyndar að Guðni væri fullfær um að svara fyrir sig sjálfur og trúi því enn. Ég vænti þess því að fá fljótlega að sjá opinberlega svör við þeim spurningum sem ég beindi til hans. Ég hef hins vegar engan áhuga á að standa í ritdeilum við bændur eða fulltrúa þeirra, til þess eru samtöl miklu betri. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að gera athugasemdir við sumt af því sem Ari heldur fram og þar með er þessum skrifum lokið af minni hálfu. Skrökvað að umbjóðendum Það er alvarleg ásökun að halda því fram opinberlega að ég hafi oft skrökvað að því fólki sem ég vinn fyrir og því er ekki hægt að láta ösvarað. Máljð snýst um þá skoðun mína að ASI hafí enga möguleika haft á að hafa áhrif á sauðfjárhluta búvörusamningsins á árinu 1995, en þessa fullyrðingu telur Ari vera skrök af minni hálfu. Ari viðurkenn- ir hins vegar í grein sinni að útilok- að hafi verið að aðilar vinnumarkað- arins gætu haft áhrif á samninginn til breytinga vegna þess að hann hefði verið felldur ef hugmyndir þeirra hefðu komist að. Það er hins vegar rétt hjá Ara að bændur komu ekki í veg fyrir að við fengjum að sjá samninginn en möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á niðurstöðuna voru eng- ir. Ef það er þetta sem Ari kallar samráð og samstarf er ekki að undra að meirihlutj sambandsstjórnar ASÍ hafí ákveðið að slíta samstarfi af þessu tagi. Vegna orða Ara um að ég hafi skrökvað að umbjóðendum mínum varðandi aðkomu ASÍ að sauðfjárhluta bú- vörusamningsins skora ég á hann að útvega yfirlýsingar frá öðrum aðilum vinnumarkaðarins um að þeir telji sig hafa haft áhrif á þann samning sem þegar var búið að gera milli bændasamtakanna og stjórn- valda sumarið 1995. Það er nauðsyn- legt að fá úr því skorið hvort sam- bandsstjórn ASÍ hefur tekið ákvarð- anir á röngum forsendum vegna þess að ég skrökvaði ítrekað að henni. Reyndar tel ég mjög undarlegt að Ari leggist svo lágt að fara að benda á hversu margir greiddu at- kvæði með tillögu í sambandsstjórn að hætta opinberri þátttöku í land- búnaðarmálum. Hvort atkvæðin voru 20, 10 eða 50 skiptir enfju máli þegar um löglega boðaðan fund er að ræða sem fer löglega fram að öllu leyti. Þeim, sem urðu undir í atkvæðagreiðslunni, datt auðvitað aldrei í hug að vefengja niðurstöð- una. Niðurstaðan var í alla staði lýðræðisleg og að reyna að grafa undan henni á opinberum vettvangi er í hæsta máta undarlegt. Sjálfvirkur framreikningur Ari segir að ég sé vísvitandi að blekkja þegar ég segi að opinbert starf að landbúnaðarmálum hafi ekki verið farið að snúast um annað en sjálfvirkan framreikning á verði. Bændur hafa lent í því óláni, segir Ari Skúla- son, að vera samnefnari fyrir verðlagskerfi sem er úrelt og á undanhaldi. Ég vil í þessu sambandi ekki blanda mér svo mikið í verðlagningu gagn- vart framleiðendum, sem fer fram innan sexmannanefndar. Ég veit hins vegar ekki betur en að þar séu í gangi verðlagsgrundvellir sem skoðaðir eru ársfjórðungslega miðað við ýmsar vísitölur frá Hagstofunni, launaþróun og aðrar stærðir. Ég veit ekki betur en að fulltrúar bænda haldi framreikningi verðlagsgrund- vallanna vel til haga, en auðvitað gera markaðsaðstæður í augnablik- inu þeim erfítt um vik, t.d. í sam- bandi við sauðfjárafurðir. Þátttaka mín í landbúnaðarmálum fór hins vegar að mestu fram innan fímmmannanefndar þar sem verðlag á heildsölustigi er ákvarðað. Hér er annarsvegar um að ræða framleiðslu- og dreifíngarkostnað mjólkur og hins vegar slátur- og heildsölukostnað vegna lambakjöts. Verðákvarðanir varðandi lambakjöt innan fimm- mannanefndar hafa ekki skipt máli þó nokkuð lengi vegna þess að mark- aðurinn hefur tekið þau mál yfír. Samkeppnisstaða lambakjöts gagn- vart öðru kjöti er orðin slík að bænd- ur hafa neyðst til þess að víkja frá þeim verðum sem skráð eru og þar með er þeirra eigin búvörusamningur þverbrotinn. Verðlagning lambakjöts á heildsölustigi hefur því ekki heldur haft mikinn tilgang og það hafa bændur lengi skilið og því fylgdi bók- un sauðfjársamningnum fræga sem gekk út á að verðlagning á heildsölu- stigi yrði gefin frjáls nú í haust. Allt öðru máli gegnir hins vegar um mjólkurframleiðsluna og verð- ákvarðanir í sambandi við bæði verð til framleiðenda og framleiðslu- og dreifingarkostnað mjólkur. Mjólkur- iðnaður á Islandi býr við nær enga samkeppni. Eftir að samkomulagi um hagræðingu og verðlagsaðhald innan mjólkurbúanna lauk fyrir rúmu ári hafa hlaðist upp tilefni til verðhækkana innan mjólkuriðnaðar- ins sem búin sækja fast að fá af- greidd innan fimmmannanefndar. Þarna er klárlega um sjálfvirkan framreikning að ræða að áliti ASI vegna þess að samtökin hafa enga möguleika á að hafa áhrif á þær forsendur sem þessir framreikningar byggjast á. ASÍ hafði ásamt öðrum áhrif á þessar forsendur fyrir nokkr- um misserum og þá náðist árangur í að halda stöðugu verðlagi. Það sem Ari Skúlason meirihluti sambandsstjórnar ASÍ sá fyrir hvað mjólkina varðar var ekk- ert annað en sjálfvirkur framreikn- ingur. Því var þátttöku í þessu starfi hætt. Ég veit vel að hér er ekki við bændur eina að sakast, þeir eru framleiðendur en mjólkurbúin millil- iðir. Bilið milli framleiðenda og neyt- enda er oft nokkuð langt. Bændur hafa hins vegar lent í því óláni að vera samnefnari fyrir verðlagskerfi sem er úrelt og á undanhaldi. Þessu kerfi þarf að breyta bæði bændum og neytendum í hag. Að lokum Mér líkar ekki sá tónn í grein Ara þegar hann talar um minn málflutn- ing sem sé til þess gerður að skapa úlfúð og tortryggni til samanburðar við að forseti ÁSI hafi á krataflokks- þingi lagt áherslu á uppbyggingu samfélags jöfnuðar og jafnréttis. Hvað á maðurinn við? Telur hann kannski að núverandi landbúnaðar- kerfi sem ASI hefur gagnrýnt mikið stuðli að jöfnuði og réttlæti? Er hann ekki líka að gefa í skyn að ASÍ sé á allt annarri skoðun en ég? Ég bý ekki til stefnu ASÍ í málefnum land- búnaðarins. Það gera kjörnir fulltrú- ar á þingi, í sambandsstjórn eða í miðstjórn. Hvort sem Ara líkar betur eða verr þá er ég með málflutningi mínum að tala fyrir það meirihluta- sjónarmið sem lýðræðislega hefur verið ákvarðað innan ASÍ. 'Ef hann hefur áhuga á því að halda áfram uppi opinberum skoðanaskiptum við ASÍ um málefni landbúnaðarins vil ég því vinsamlega biðja hann að snúa orðum sínum að forystu sam- bandsins en ekki að mér. Höfundur er framk væmdastjóri ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.