Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Happdrættis- vinningar borgarstjóra Frá Jóni Kjartanssyni: „ÉG SKAL skipta við borgarstjóra á happdrættisvinningum," kallaði hún á eftir mér og bætti við: „Sérðu stóru húsin héma handan við götuna, þar eru víst engir vinningar." Hún hélt áfram að pikka með stafnum þreytt á göngunni, búin að ala upp sex böm í gömlum herbragga. Tilefnið var hin fræga fullyrðing borgarstjórans um að það sé happdrættisvinningur að búa í leiguíbúðum borgarinnar. Hvaða íbúðir em þetta og hvaða fólk býr þar? Þetta eru um tólf hundruð íbúðir og þar af um 750 íbúðir fyrir aldraða sem lifa af ellistyrk og um 450 almennar leiguíbúðir þar sem búa aldraðir, öyrkjar, einstæðir for- eldrar og fólk sem á langan baming að baki og ýmis vandamál. Þetta fólk á það sameiginlegt að hafa aldr- ei fengið niðurgreidd húsnæðislán og ekki sólundað þjóðartekjum í mglað- ar fjárfestingar. Það á einnig sameig- inlegt að hafa enga valkosti eins og húsnæðiskerfíð er og stendur því flest berskjaldað gagnvart stjómvalds- ákvörðunum. Þessar íbúðir ætlar borgarstjórn að endurfjármagna og selja! Og leigan? í Breiðholti em á þriðja hundrað skuldlausar leiguíbúðir byggðar af Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar skv. lögum frá 1965 og eru hluti af verkamannabú- stöðum sem annars eru í umsjá Húsnæðisnefndar. Því er hægt að bera saman leiguna hjá þessum aðil- um fyrir sams konar íbúðir byggðar eftir sömu teikningu og á sama tíma. Niðurstaðan er þessi: Félagsmála- stofnun, leiga kr. 19.500 með hús- sjóði. Húsnæðisnefnd, leiga kr. 17.200 plús hússjóður. Leigan var reiknuð af Framkvæmdanefndinni og hefur fylgt breytingum vísitölu. Em þá óverðugir í þessum íbúðum? Fyrir tveimur árum var gerð á því ítarleg könnun og vom þá hreinsað- ir út 22 íbúar sem töldust búa við of góð lífskjör. Hafa auðmenn flutt inn þarna síðan? Borgarstjóri býsn- ast yfir að greiða þurfi 245 milljónir kr. í húsnæðisstyrki. Þessi tala er reyndar fáránlega lág ef annars veg- ar er litið á íbúafjölda Reykjavíkur og hins vegar til þess mikla fjár- austurs sem runnið hefur til íbúðar- eigenda. Þetta er t.d. aðeins um helmingur þess sem það kostar að reka Húsnæðisstofnun ríkisins. Nú em aðeins um 20% íbúða á landinu skuldlaus en skuldir heimil- anna um 350 milljarðar, (sem þýðir 30-40 milljarðar á ári til fjármagns- eigenda). Þetta sýnir að almenning- ur býr við fölsk lífskjör, þótt ráða- menn neiti að viðurkenna það. Hvergi hefur tekist að reka hús- næðiskerfið án opinberrar aðstoðar. Á Bretlandi og Nýja-Sjálandi var reynt að selja opinberar leiguíbúðir með vondum afleiðingum. Fyrir rúm- um áratug reyndu Norðurlandabúar að gera alla að húseigendum eins og hér. Afleiðingin varð hrun banka- kerfisins. Hér hefur ríkið rekið tvo byggingasjóði og munu nú báðir vera komnir í þrot og sveitarfélög byijuð að afskrifa lán úr bygginga- sjóði verkamanna. Hvergi annars staðar en hér fá íbúðaeigendur í pósti skattfrjálsar vaxtabætur, en alls staðar em leigjendum greiddar skattlausar húsaleigubætur nema hér. Búast mátti við að borgaryfir- völd kæmu hér upp húsnæðisskrif- stofu til að þjóna fólkinu sem streymir í ört vaxandi mæli út á okkar vanþróaða leigumarkað, en í staðinn ganga þau að leigjendunum af meiri fávísi og grimmd en ég hef áður kynnst. Hin gamla yfirstéttar- hræðsla um það að fátækt fólk sé alltaf að svindla á kerfinu lýsir sér m.a. í því að nú skulu öryrkjar ganga með band um hálsinn og mynd af sér í, til að sanna aumingjaskap sinn, því einhver borgaði 50 kr. of lítið í strætó. Orð borgarstjóra um happ- drættisvinninga hafa vakið upp gamla fordóma sem voru að hverfa. Ef þetta er stefnan sem „félags- hyggjuöflin" ætla að sameinast um, má biðja guð almáttugan að varð- veita íslenska alþýðu fyrir slíkri stjórnvisku. Það skiptir ekki máli við hvað menn kenna sig, heldur hvern- ig menn vinna. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna. Áfeng’isskattur er ekki hagnaður ÁT VR Frá Orra Vigfússyni: UNDANFARIN ár hefur fostjóri ÁTVR borið fyrir almenning upp- lýsingar úr rekstrarþáttum ÁTVR til að sýna fram á kosti og hag- kvæmni einkasöluverslunar og góða arðsemi ÁTVR. Jafnframt fer hann niðrandi orðum um forystumenn verslunar og iðnaðar og sakar þá um hávaða og hagsmunagæslu. Tölulegar upplýsingar forstjór- ans um rekstrarkostnað og hagnað ÁTVR eru ekki trúverðugar til að gefa almenningi raunhæfa mynd. Afengisskattur er ekki hagnaður ÁTVR og allar stærðir þurfa að koma fram við samanburð á rekstr- arkostnaði. Einokunarverslun og frjáls verslun eru í eðli sínu tveir aðskildir heimar sem menn velja með tilliti til gilda sem eru önnur og meiri en prósentuútreikningar. Kjarni málsins er að sannfærandi mynd af rekstrarkostnaði ÁTVR undanfarin ár verður aldrei ljós fyrr en stjórn ÁTVR og fjármálaráðu- neytið láta óháða endurskoðendur gera á því hlutlausa úttekt. Þangað til verður allur samanburður mark- laus. ORRIVIGFÚSSON áfengisframleiðandi Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.