Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Martin iomas í/sagnasAltHarnsuh sjalfc f a ng ar'a h o rian cl a nn/n eð imúím>safp Ifí2 iftj.öélaga'*: HASKOLABIO SÍMI 552 2140 PORUPILTAR Háskólabíó Gott SLEEPERS DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEVIN BACON JASON PATRIC Umtöluö stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag í aöalhlutverkum. Þetta er mögnuö mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir aö hafa, fyrir slysni, orðiö manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. DENNIS Q Dba Dragonheart er bráðfyndin ævintýramynd með toppleikurum um sígilda baráttu góðs og ills. Spenna og frábærar tæknibrellur. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára EKKI MISSA AF ÞESSARI „Besta kvikmynd ársins 1996" Arnaldur Indriðason MBL ★ ★ ★ AS Bylgjan BRIMBROT „Brimbrot er ómissandi' ★ GB DV ★ ★★1/, SV MBL ATH. BORN FJOGURRA ARA OGYNGRI FÁFRÍTTINN. Splúnkuný og bráðskemmtileg leikin mynd með ísl. tali fyrir alla fjöl- skylduna um ævintýri Gosa. Myndin er byggð á ævintýrinu sígilda. Leikstjórn Ágúst Guðmundsson Sýnd kl. 5 og 7. SYND KL. 9. ★ ★ ★ AÞ Dagsljós Stórkostlegt kvikmyndaverk um einn merkasta rithöfund sögunnar. Við innrás Þjóðverja í Noreg hvatti Knut Hamsun landa sína til að leggja niður vopn og síðar hélt hann á fund Hitlers. Miklifengleg sviðssetning eins umdeildasta tímabils í lífi Hamsuns.Aðalhlutverk Max von Sydow og Ghita Norby Sýnd kl. 6 og 9. ELMA Atladóttir, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Örvar Már Kristinsson, Þóra Björnsdóttir og Xu Wen létu sig ekki vanta á tónleikana. Ferskur blær frá Berlín Janúar tilboð fyrir aðeins kr. 5.000 Barnamyndataka, innifalið ein stækkun 30x40 cm innrömmuð. Að auki færðu kost á að velja úr 10-20 öðrum myndum af börnunum, og þær færðu með 50% afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishom af verði: 13x18 cm í möppu kr. 1.100,00 20x25 cm í möppu kr. 1.550,00 30x40 cm í ramma kr. 2.300,00 Hringdu og láttu senda þér frekari upplýsingar, en bíddu ekki of lengi, tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 3 Ódýrari ARNDÍS Halla Róbertsdóttir, söngkona, og Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari, léku ljóð og léttar aríur á tónleikum í Digraneskirkju síðastliðinn sunnudag. Þau fengu góðar undirtektir hjá áheyrendum sem risu úr sæt- um og hylltu þau með dynj- andi lófaklappi í lokin. Arn- dís Halla er við framhalds- nám í Berlín og voru þetta fyrstu einsöngstónleikar hennar hérlendis. Morgunblaðið/Jón Svavareson HILDUR Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Páll Ás- geir Davíðsson og Anna Sigríður Arnardóttir létu sér vel líka. SÖNGKONURNAR Ingibjörg Guðjónsdóttir, Ing- veldur G. Ólafsdóttir og Jóhanna G. Linnet ásamt söngkennaranum Sigurði Dementz. Pönkið lifir! Tónleikar Sá lífsstíll sem kenndur var við pönk er að mestu horfínn þó tónlistin lifí eins og sjá má og heyra á pönkhátíðinni Pönk 97 í Norður- Iqallara Menntaskólans við Hamrahlíð á föstu- dagskvöld. Ólafur G. Kristjánsson, einn skipu- leggjenda tónleikanna að þessu sinni, segist vænta þess að allt verði vitlaust. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ÓLAFUR G. Kristjánsson með sveit sinni í Tjarnarbíói. PÖNKIÐ átti sitt blóma- skeið en þó það skeið sé liðið fyrir löngu lifir pönkið enn góðu lífi eins og sannaðist á pönkhátíðinni Pönk 96 í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð á síðasta ári. Sú hátíð þótti takast svo vel að hún verður endur- tekin föstudagskvöld á sama stað og heitir Pönk 97. Meðal skipuleggjenda tónleikanna að þessu sinni er Ólafur G. Kristjánsson, söngvari pönksveitarinnar Örkumls. Hann segir Pönk 96 hafa heppnast framar vonum og ekki nema von að reynt sé að endurtaka hátíðina. „Það átti allt að verða vitlaust í fyrra og varð og því er ekki annars að vænta en svo fari einnig að þessu sinni.“ Á Pönki 97 koma fram ýmsar sveitir gamlar og nýjar: Tríó Dr. Gunna, Q4U, Örkuml, Forgarður helvítis, Saktmóðigur, Þukl, Kvart- ett Ó. Jónsson & Gijóni, Fallega gulrótin og Kúkur. „Fjörið byrjar klukkap niu og stendur til eitt,“ segir Ólafur og bætir við að allt sé þaulskipulagt og ekki annars að vænta en að tímasetning stand- ist. „Það hafa reyndar fleiri hljóm- sveitir viljað vera með en komast fyrir og vel gæti farið svo að einni eða tveim yrði bætt við, en það kemur þá bara á óvart.“ Ólafur segir að skipuleggjendur Pönks 97 hafi ekki leitað mikið eftir hljóm- sveitum en tónleikarnir spurst út og greinilegt að gróskan sé nóg í íslensku pönki. Ekki er hann þó á því að rétt væri að færa pönkhátíð- ina í stærra hús; „það er svo góð stemmning í Norðurkjallaranum að við viljum ekki annars staðar vera. Einnig væri það slæmt að vera til að mynda á vínveitingastað því þá kæmust ekki allir pönká- hugamenn inn.“ Örkuml er tveggja ára gömul sveit og Ólafur segir að hún hafi gengið í gegnum ýmsar hremming- ar á skammri ævi, sérstaklega hvað gítarleikara varðar. „Þeir hafa verið margir í sveitinni og sá sem hefur verið undanfarið bjó til skamms tíma úti á landi og því lít- ið um æfingar og lagasmíðar. Hann er þó fluttur í bæinn núna og því mikil vinna framundan," segir hann en Örkuml er að gera sig klárt í útgáfu, stefnir á að taka upp sjötommu á næstu vikum og koma á út í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.