Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerd Ysa með grænmeti og ávöxtum Þótt flestir telji hangikjötið þjóðarrétt íslendinga finnst Kristínu Gestsdóttur ýsan eiga fremur þann titil. FÁTT er betra en soðin ýsa með kartöflum og smjöri þegar komið er frá útlöndum og eftir hinn þunga mat jólanna er ýsan vel þegin, og soðninguna má mat- reiða á ýmsa vegu. Ég keypti mér heila ýsu en ekki flök eftir jólin, skar af henni ugga og þunnildi, skóf roðið örlít- ið og skar ýsuna í bita og sauð í ekki of miklu vatni með ediki og salti. Þannig er hún hvað ljúf- fengust soðin með beinum og roði. Maður getur auðveldlega fjarlægt roð og bein áður en fisk- urinn er borinn á borð. Fátt er verra en ofsoðinn fiskur en nýr fiskur mátulega soðinn er sjaldan vondur. Þegar fiskur er laus frá beinum er hann tilbúinn, en svo vandast málið þegar fiskurinn er beinlaus, þ.e.a.s. flök, en þeg- ar fiskflögurnar losna í sundur er fiskurinn soðinn, sjá meðf. teikningu. Grænmeti með fiskin- um þarf ekki alltaf að vera í formi hrásalats, mjög gott er að sjóða alls konar grænmeti og jafnvel ávexti með honum í eld- föstu formi eða á pönnu og setja lítið eða ekkert vatn á hann. Fiskurinn er búinn að vera svo lengi í vatni þegar við fáum hann að vatnskvóti hans er búinn. Gott soð myndast, þegar fiskur og grænmeti eða ávextir sjóða saman, út í það má hræra ögn af rjómaosti eða þykkja með sósu maizenamjöli eða hveiti og örlitlu vatni. Ýsa með blómkáli _________300 g ýsuflök_______ 1 lítill blómkálshaus, um 200 g V. tsk saltákálið 1 tsk salt á fiskinn nýmalaður pipar 1 msk sítrónusafi 1 msk rjómaostur án bragðefna ______hveitihristingur eða___ sósumaizenamjöl Takið kálið í sundur í litlar grein- ar. Setjið þær á pönnu. Hellið vatni yfir. Stráið salti yfir kálið. Roðdragið fiskinn, skerið úr hon- um bein, stráið á hann salti og pip- ar og hellið yfir hann sftrónusafa, skerið síðan í bita og leggið ofan á kálið. Setjið lok á pönnuna og sjóðið við meðalhita í um 10 mínútur. Athugið að fiskurinn er soðinn þegar hægt er að fletta flögunum í sundur. Sjá meðf. teikningu. Hallið pönnunni örlítið, hrærið rjómaost út í soðið með gaffli. Búið til hveitihristing eða notið sósumaiz- enamjöl og jafnið sósu. Látið sjóða vel upp. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Næsta uppskrift er úr bók minni Minna mittismál. Þegar hún var skrifuð fékkst ljósgrænn eldpipar sem var mun mildari en hinn sterk- græni eða rauði. Nota má græna papríku í staðinn. Ýsa með eldpipar (chilipipar) og ávöxtum 1 ýsuflak, u.þ.b. 500 g 1 tsk salt nýmalaður pipar 1 meðalstór Ijósgrænn eldpipar (má minnka magn) 'U dl sjóðandi vatn 1 stórbanani 'Adóssýrðurrjómi 10% eða síuð súrmjólk 'Adóshreinjógúrt 1 tsk karrí 15 græn vínber Roðdragið flakið, skerið úr því bein, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. Setjið á eld- fast fat. Kljúfið eldpiparinn, fjarlægið hvert einasta fræ og skerið æðar innan úr honum, en skerið sjálfan piparinn í litla bita. Hellið sjóðandi vatni yfír hann, hellið vatninu strax af en setjið sjálfan eldpiparinn yfír flakið. Skerið bananann í sneiðar og rað- ið ofan á eldpiparinn á flakinu. Blandið saman sýrðum ijóma eða síaðri súrmjólk, jógúrt og karrí og hellið yfír flakið. Kljúfið vínberin langsum og raðið ofan á, fjarlægið steina. Hitið bakaraofninn í 200°C blást- ursofn í 180°C, setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 12-15 mínútur. í örbylgjuofni í 56 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og blaðsalat. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hvar er félagsstarfið fyrir öryrkja? MIG langar að spyija að eftirtöldu. Geta öryrkjar hvergi fengið fótsnyitingu og hársnyrtingu á svipuð- um eða sömu kjörum og ellilífeyrisþegar? Er engin staður í Reykjavík þar sem öryrkjum 40-60 ára er boðið upp á föndur og sam- veru? Marga öryrkja á besta aldri langar til að geta blandað geði við annað fólk, ég tala nú ekki um hvað væri gaman að kom- ast í hóp sem föndraði og fengi tilsögn í að gera t.d. jólagjafir eftir efni, ástæð- um og heilsufari. Það er ekki skemmtilegt að ein- angrast í fjölmenni á besta aldri; hvar er félagsstarfið fyrir okkur? Svar óskast. Heiða 56 ára. Enn um leikfimi fyrir of þunga ÞORBJÖRG hringdi og vildi taka undir það sem kona sagði í Velvakanda sunnudaginn 12. janúar um að það vantaði hjá lík- amsræktarstöðvunum sérstaka tíma fyrir fólk sem þjáist af offituvanda- málum og telur hún að ekki sé rétt að þessu stað- ið, það þurfi að skipta hópum eftir aldri, þyngd og getu. Bekkjarleikfimi FANNEY hringdi og vildi benda fólki sem þjáist af offltuvandamálum að not- færa sér bekkjarleikflmi sem hún telur að henti mjög vel fyrir þá sem eiga erfitt með að hreyfa sig. Hefur hún sjálf mjög góða reynslu af þessum bekkjum sem eru hjá Heilsusporti í Kópavogi. Tvíhöfði GUÐRÚN hringdi og vildi lýsa óánægju sinni með þáttinn Tvíhöfða sem hún hún telur ekki góðan þátt. Hún telur að þátturinn sé ekki boðlegt sjónvarps- efni. Tapað/fundið Hluti af eyrnalokk tapaðist HLUTI af eyrnarlokk, gulldropi rúmlega 2 cm langur með hvítri perlu á endanum tapaðist 16. des- ember, líklega í Skipholti eða Kolaportinu. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 554-1432 og er fundarlaunum heitið. íþróttafatnaður finnst ÍÞRÓTTAFATNAÐUR, bolur, buxur, skór og fleira, fannst við Skógar- hlíð nærri Valsheimilinu sunnudaginn 11. janúar. Uppl. í síma 552-2618. Trefill tapaðist VANDAÐUR svartur Dior- trefill tapaðist í mannþröng við fatahengi í Háskólabíói á sinfóníutónleikum sl. laugardagskvöld. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-1076. Fundarlaun. Fundarlaun STÚLKAN sem fann vesk- ið mitt er vinsamlegast beðin um að hafa samband við mig aftur. Hildur, Þingási, sími 567-1224. Poki tapaðist SVARTUR plastpoki frá Snyrtivöruversluninni Clöru tapaðist líklega á bílastæði Morgunblaðsins eða matvörudeild Hag- kaups í Kringlunni, föstu- daginn 10. janúar. í pok- anum eru snyrtivörur og fleira. Finnandi vinsamlega hringið í síma 424-6514. Gæludýr Kettlingur í óskilum SVARTUR, mjög gæfur, ómerktur fresskettlingur fannst laugardaginn 11. janúar við Kóngsbakka í Reykjavík. Eigandinn er beðinn að hafa samband í síma 554-4425 eða 898-2722. Með morgunkaffinu SKÁK Umsjón Margcir Pctursson SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara í áskorendaflokki á jólamót- inu í Hastings í ár. Colin McNab (2465), Skotlandi, var með hvítt, en Englend- ingurinn James Plaskett (2455) hafði svart og átti leik. Plaskett hafði fórnað manni fyrir hættulega peðakeðju á miðborðinu. Það var þó ekki einsýnt um úrslit fýrr en Skotinn lék 30. Bcl— g5? Það varð hon- um að falli: 30. - Dxg5! 31. Bc6+ - Kf8 32. Dxg5 - Hxh3+ 33. Kg2 - Hh2 skák og mát. Svartur þurfti ekki einu sinni að nota frípeðin! Eins og fram hefur komið sigruðu þeir Rosental- is, Nunn og Hebden á aðalmótinu, en úrslit urðu þessi í áskorendaflokk- num: 1. Rausis, Lettlandi (meðlimur í Taflfélagi Reykjavíkur!) 7 '/2 v. af 9 mögulegum, 2.-3. Plask- ett og McNab 7 v., 4.-8. Bjarke Kristerfien, Dan- mörku (sigurvegari á Guð- mundar Arasonar mótinu í desember), Buckley og Emms, Englandi, Pelleti- er, Sviss og Schön, Þýska- landi 6V2 v. ÁSTANDIÐ á hjartanu er ekki svo slæmt. Þú ættir að lifa þetta af. Víkverji skrifar... RENNIFÆRI er nú úr Reykja- vík í Bláfjöll, þar sem víðfeðm skíðalöndin breiða úr sér og bjóða skíðaiðkendur, hvort sem er á göngu- eða svigskíðum, velkomna. Víkverji brá sér á skíði í fyrsta sinn á þessum vetri á sunnudag og lagði snemma í hann. Það er ekki mikil umferð á leiðinni í Blá- fjöll um kl. 10 á sunnudags- morgni, enda kom á daginn að ein- ungis tók liðlega 20 mínútur að renna í Bláfjöllin, frá því lagt var af stað úr austurbæ Reykjavíkur, þar til lagt hafði verið á svæðinu við Bláfjallaskála. Frómt frá sagt var sunnudagurinn einstakur til útivistar; stafalogn, ekki nema um tveggja gráðu frost og víðsýnt af fjallatoppum Bláfjalla. Ef hægt er að kvarta yfir einhveiju á slíkum dýrðardegi, er það helst að færið var fullhart fyrir smekk Víkveija en alveg fljúgandi rennsli. SATT best að segja eru það lík- ast til yngstu fjölskyldumeðlim- irnir, sem eru hvað duglegastir að hvetja til Bláfjallaferða snemma um helgar í svartasta skammdeginu. Víkveija fannst einhvern veginn, þegar hann var rifinn upp fyrir allar aldir í niðamyrkri á sunnudagsmorg- un, að enn væri hánótt og að öllum ætti að leyfast að sofa þar til birti af degi. En hann fékk engu um það ráðið og til fjalla var komið áður en almennilega var orðið bjart. En það verður líka að viðurkennast að hvað ánægjulegastar eru stundimar í Blá- fjöllum, svona frá kl. 10 að morgni fram að hádegi, því þá eru svo skemmtilega fáir að renna sér, að það er hending ef einhver skíðamað- urinn þarf að bíða í röð við skíðalyft- urnar. Þannig hallast Víkveiji að því að fyrstu þrír tímamir á morgnana eftir að lyftumar hafa verið opnaðar gefi jafn margar ferðir í rennsli, eins og sá fær sem mætir á hádegi og rennir sér til kl. 18, þegar lyfturnar loka. XXX EKKI er mikill snjór í Bláfjöllum, en samt sem áður nægur til þess að renna sér, svo fremi sem farið er varlega þar sem urð og gijót gægjast upp úr snjónum. Vík- veiji var alveg undrandi þegar kom- ið var í Bláfjöllin á sunnudag, að þó þetta mikill snjór skyldi vera í fjöllunum, því miðað við þá tíð sem verið hefur að undanförnu og auðar götur hér í Reykjavík verður ástand snjómála í Bláfjöllum bara að teljast dágott. Líkast til hefur þessi smá- vægilega snjókoma, sem var hér á suðvesturhominu eftir helgina, gert það að verkum að hraustlega hefur bætt í snjóinn til fjalla. Óskandi er því að skíðaunnenda bíði góð skíða- vertíð næstu mánuðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.