Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HERRANN er með imbann stilltan á vitlausa rás . . . Ástandið á vinnumarkaði í S-Kóreu Islensk stjórnvöld fylgjast með málínu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni fylgjast með þróun mála á vinnumarkaði í Suður-Kóreu á vett- vangi OECD áður en endanleg af- staða verður tekin til inngöngu Suð- ur-Kóreu í OECD. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, þriðjudag, sendi for- seti Alþýðusambands íslands utan- ríkisráðherra bréf vegna ástandsins í Suður-Kóreu, þar sem honum var greint frá viðhorfum alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar til framferðis stjórnvalda í Suður-Kóreu og þar kom fram að ASÍ muni ekki láta afskiptalaus samskipti við ríkis- stjórnir ríkja sem níðast á sjálfsögð- um réttindum launafólks. Ráðgert er að Suður-Kórea gerist aðili að OECD í þessum mánuði og að sögn Halldórs Ásgrímssonar hafa íslensk stjórnvöld stutt það að Suð- ur-Kórea gangi í OECD. „Það er hins vegar ljóst að Suður- Kórea eins og önnur ríki þarf að uppfylla þær almennu reglur sem eru fyrir þátttöku í þeim samtökum. Við höfum verið hvetjandi þess að fleiri ríki komi inn í þau samtök og ýmis önnur samtök og teljum að það sé til styrktar lýðræðisþró- uninni í heiminum. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að lýðræðis- þróunin haldi áfram í þessum heimshluta og þrátt fyrir allt hefur Suður-Kórea verið þar í fararbroddi og það er mjög alvariegt ef það verður afturkippur í þeim efnum,“ sagði Halldór. Hann sagði að íslensk stjórnvöld myndu einnig fylgjast með málinu á vettvangi Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar og taka þátt í umfjöllun um það þar. Tveir sex ára ætluðu að ræna búðir LÖGREGLAN hafði um síðustu helgi afskipti af tveimur ungum mönnum sem gáfu þá skýringu á ferðum sín- um að þeir ætluðu að ræna verslanir. Afbrotamennirnir ungu, sem eru báðir sex ára gamlir, voru einir á vappi við verslanir í Mjódd og voru vopnaðir leikfangabyssum. Þeir lýstu áhuga á að ræna verslanir, en lög- reglunni þótti vænlegra að ræða lítil- lega við drengina á lögreglustöðinni í Breiðholti um afbrot og afleiðingar þeirra, þar til foreldrar þeirra komu og sóttu þá. -----<-------- Enn á gjör- gæsludeild KONAN sem slasaðist alvarlega ! árekstri í Borgarfirði á sunnudaginn gekkst í gær undir aðgerð. Að sögn læknis hennar gekk aðgerðin vel, en konan verður áfram á gjörgæslu- deild. Maðurinn sem slasaðist þegar bíll hans fór út af veginum í Vattar- nesskriðum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á laugardagskvöld er einnig enn á gjörgæsludeild. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson VINNSLUHÚS Klofnings hf. að Aðalgötu 59 á Suðureyri. Hausa- og beinaþurrkun hafin á Suðureyri Suðureyri. Morgunblaðið. NÝTT fyrirtæki, Klofningur hf., er þessa dagana að hefja starf- semi við fiskhausa og beinaþurrk- un og hefur í þeim tilgangi keypt til rekstursins sérútbúið húsnæði að Aðalgötu 59 á Suðureyri. Guðni A. Einarsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Klofnings hf., segir að hráefnið til vinnslunnar sé fengið hjá frystihúsum á svæðinu. Hann segir að hið sérstaka nafn fyrir- tækisins sé dregið af fornri gönguleið milli Súgandafjarðar og Onundarfjarðar og sé það vel við hæfi þar sem sjö af átta hlut- höfum í fyrirtækinu sé frá þess- um tveimur fjörðum. Stjórnarformaður Klofnings er Hinrik Kristjánsson á Flateyri. Æ fleiri fá hjálp vegna hálshnykksáverka Auka þarf ábyrgð fólks á eigin heilsu Gunnar Kr. Guðmundsson * Amánudags- KVÖLDIÐ leið hélt Gunnar Kr. Guð- mundsson fyrirlestur á vegum SSH, Stuðnings- og sjálfshjálparhóps háls- hnykkssjúklinga. Fyrir- lesturinn fjallaði annars vegar um skipulag verkja- meðferðar á heilsustofnun fyrir hálshnykkssjúklinga og hins vegar um meðferð við hálshnykkjum almennt og spurningar því tengdar. - Hvað er helst til ráða til að geta bætt líðart þeirra sem hafa orðið fyrir háls- hnykksáverka? „Gundvallaratriðið í meðferð til að bæta líðan hálshnykkssjúklinga er eins konar endurmat á Iífshátt- um fólksins. Það þarf að byggja sér nýja tilveru þar sem verkir og óþægindi eru hluti af lífsmyndinni. Auka þarf ábyrgð sjúklings á eigin heilsu. Það er hægt með ýmsu móti svo sem að brýna fyrir sjúklingi að horfa á það sem hann getur gert fremur en það sem hann getur ekki gert, setja sér raunhæf mark- mið varðandi þjálfun, vinnu, heim- ili og frítíma. Reynt er að hjálpa sjúklingi við að efla jákvætt lífsvið- horf með því t.d. að láta hann þekkja sín takmörk og vita hvernig bregðast á við í „öldudal", þannig að hver og einn geti fundið ráð til að fleyta sér áfram yfir erfítt tíma- bil. Góður svefn er mikilvægt atriði í því sambandi." - Hvernig er meðferð háttað við hálshnykksáverkum ? „Ef við tökum sem dæmi með- ferð eins og henni er háttað á Heilsustofnun NLFI þá er mark- mið hennar að reyna með fræðslu, skipulagðri alhliða og sértækri þjálfun, hita, slökun og breyttum lífsstíl að hafa áhrif á vægi verkj- arins í daglegu lífí einstaklingsins. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi áframhaldandi þjálfunar eftir út- skrift og eigin ábyrgð einstakl- ingsins í framhaldinu. Meðferðar- tími er fjórar vikur og fylgt er fyrirfram stundatöflu sem sett er saman af lækni, hjúkrunarfræð- ingi, sálfræðingi, íþróttafærðingi, sjúkraþjálfara og sjúkranuddara. Meðan á meðferð sjúklings stendur hittist þetta fólk reglulega til að ræða um árangur meðferðar og áframhald hennar." - Hvaða möguleika eiga þessir sjúklingar á bata? „Afleiðingar af hálshnykk geta verið mjög mismunandi miklar og þess vegna er erfitt að tala um þær sem einn flokk. Afleiðingar slíks áverka geta verið allt frá skammtíma óþægindum sem flest- ir fá og til þess að verða varanleg örorka en það er fremur sjald- gæft. Flestir ná sér eftir nokkrar vikur án allrar meðferðar. Hinir sem verr eru leiknir þurfa lengri tíma og verða oft að taka lífshætti sína til endurskoðunar eins og fyrr greinir. Eitt af mik- ilvægustu atriðunum er að bíða ekki of lengi með að koma þessum einstaklingum inn í daglegt líf og störf á nýjan leik. Oft bíður fólk of lengi og er þá hættara við að lenda í vítahring." - Hvernig má létta fólki endur- komuna í hið daglega líf? „Mikilvægt er að sjúklingur geri áætlun um hvemig hann ætlar að haga lífsháttum sínum til að byija með. Markmiðið með siíkri áætlun er að auka þol sjúklings og styrk ► Gunnar Kr. Guðmundsson læknir er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976 og lauk prófi frá læknadeild Háskóla Islands árið 1988. Sérnámi í orku- og endurhæfingarlækn- ingum lauk Gunnar í Svíþjóð árið 1993. Hann starfar nú sem sérfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og á Trygg- ingastofnun ríkisins. Hann er kvæntur Önnu Guðnýju Björns- dóttur, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður. Þau eiga þrjú börn. hans. Hann þarf að læra að slaka á og geta sofíð vel. Hann þarf að forðast að vera háður lyfjurn, minnka áfengis- og tóbaksneyslu ef slíkt er fyrir hendi. Forðast streitu, læra rétta líkamsbeitingu og ekki síst að efla jákvæðan og heilbrigðan hugsunarhátt." - Hvaða þjálfun er heppilegust fyrir fðlk með svona áverka? „Hæfileg alhliða þjálfun er best, svo sem göngur og sund annað en bringusund. Mikið erfíði fyrir háls og herðar er óheppilegt og getur skapað aukna verki. Oft er gott í byijun að fá fræðslu um rétta lík- amsbeitingu og þjálfun hjá fag- fólki. Mér hefur líka sýnst heppi- legt að þessir sjúklingar þurfí ekki að leita til of margra heldur séu sem mest undir eftirliti sömu aðila.“ - Hafa margir hálshnykkssjúkl- ingar verið til meðferðar hjá Heilsustofnun NLFÍ? „Við höfum fram að þessu haft sérstaka „hálshnykkshópa", en einnig höfum við verið með fólk með slíka áverka í einstaklings- meðferð. En frá og með þessum áramótum höfum við einn svokall- aðan verkjahóp. í þeim hópi er fólk með óþægindi eftir háls- hnykksáverka, svo og fólk með langvinna mjó- baksverki og dreifða verki um líkamann af völdum t.d. vefjagigtar. Meðferð felst í líkams- rækt, vatnsleikfimi, þrekþjálfun, göngum, slökun og svokölluðum bakskóla ásamt annarri fræðslu sem veitt er að meðferðaraðilum. Auk þess fær fólk stuðning frá hópnum.“ - Fer hálshnykksáverkum fjölgandi? „Þeim hefur farið sífjölgandi á undanförnum árum og afleiðing- arnar hafa orðið vaxandi útgjöld fyrir heilbrigðiskerfið og trygging- arfélög. Það er því brýnt með- höndla fólk með svona áverka svo fljótt og vel sem kostur er.“ Eitt af mikil- uægustu atriðunum er að bíða ekki of lengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.