Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ekki farið að reyna verulega á framkvæmd upplýsingalaganna HJÁ ráðuneytunum er nú verið að vinna að framkvæmd upplýsingalag- anna með ýmsum hætti, en lögin tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Að sögn ráðunejdisstjóra hefur starfsfólk ráðuneytanna kynnt sér upplýsingalögin og sótt sérstök nám- skeið um þau. Auk þess hafa nokkur ráðuneyti sett á laggirnar nefndir eða hópa sem m.a. er ætlað að undirbúa afgreiðslu á hugsanlegum beiðnum. Þá liggja frammi í afgreiðslu ein- stakra ráðuneyta umsóknir, sem gera mönnum kleift að bera fram skriflega beiðni, en sum ráðuneyti Kostar umtvo milljarða króna VARÐSKIP af gerðinni Thetis eru meðal þeirra kosta sem Land- helgisgæslunni þykir vænlegir þegar kemur að kaupum á nýju varðskipi. Danska varðskipið Hvidbjornen er af þeirri gerð og segir Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, að sér lítist mjög vel á það skip en aðrar gerðir komi þó vissulega til greina. í því sambandi vilji menn hvorki einblína á né útiloka neitt. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra skipaði árið 1994 nefnd sem var ætlað að gera heildarúttekt á skiparekstri Landhelgisgæslunnar og að gera tillögur um þá kosti sem til greina koma þegar ákvörðun verður tekin um skipakaup. Engin notuð skip á boðstólum sem hæfa Gæslunni „Nefndin lýkur vonandi störf- um í lok þessa mánaðar eða byij- un þess næsta og mun þá gera ráðherra grein fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Hafsteinn, semjafn- framt er formaður nefndarinnar. INDRIÐI Þorláksson, skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir að andstöðu Chrysler manna við norsku leiðina, þ.e. að innflutnings- gjöld af bílum séu reiknuð út frá þyngd, vélarafli og vélarstærð bíla, megi rekja til sérstaks erindis um- boðsmanna framleiðandans, Jöfurs, um lækkun á gjaldstofni á Chrysler bílum. Chrysler Corporation er framleiðandi bilanna en fyrirtækið á einnig Chrysler Intemational sem sér um að flytja bíla framleiðandans út til annarra landa. Chrysler Corporation selur bíla sína til Chrysler International sem selur þá aftur til umboðsmanna sinna á íslandi, Jöfurs. „Þeir hafa haft uppi þá málaleitan í 2-3 ár og byggja það á ákvæði í GATT-samningunum, að þegar toll- ar eru lagðir á skulu þeir iagðir á verð á vöru til útflutnings til lands- ins, þ.e.a.s. „price for export". Þeir segja að á bíl, sem er framleiddur af Chrysler fyrir íslenskan markað, eigi að leggja til grundvallar verðið frá Chrysler Corporation til Chrysler International. Það sé það verð sem eigi að fara eftir þegar gjöldin eru lögð á þegar bíllinn kemur til Is- eiga enn eftir að hanna slík eyðublöð. í samtali Morgunblaðsins við nokkra ráðuneytisstjóra kom í ljós að ráðuneytunum hefði borist eitt- hvað af beiðnum sem vísuðu í nýju upplýsingalögin, en ekki væri um óvenju mikinn fjölda að ræða. „Þetta fer rólega af stað, enda áttum við ekki von á öðru,“ segir Olafur Dav- íðsson, ráðuneytisstjóri forsætis- ráðuneytisins. Engar formlegar kærur hafa borist til úrskurðarnefndar Þá kemur fram í samtali við ráðu- Hafsteinn segir nefndina m.a. hafa kannað hvað væri á boð- stólum af notuðum skipum og komist að raun um að engin slík væru á boðstólum sem hæfðu Landhelgisgæslunni. Nú sé því frekar horft til nýsmíðar. Tilboð sem Gæslunni barst frá skipa- smíðastöðinni í Svendborg árið 1994 um smíði á skipi af Thetis- gerð hljóðaði upp á um það bil 2 milljarða, að sögn Hafsteins. Aðspurður um helstu kosti skips eins og Hvidbjornen segir hann að það sé gangmikið og byggt þannig að ekki hlaðist ís lands en ekki verðið frá Chrysler International til Jöfurs," segir Indr- iði. Hann segir að þarna muni 20-25% á verðinu. Ef fallist yrði á sjónarmið Chrysler lækkaði gjald- stofninn um þetta hlutfall. Chrysler hefur haldið því fram að fyrirtækið hafí fengið kröfu sinni framgengt í ýmsum EB-ríkjum. „Þar eru tollar af bílum hins veg- ar 10% þannig að þetta skiptir eng- um sköpum þar. í Danmörku skipt- ir það heldur engu máli því þar eru skráningargjöld sem eru óháð verð- inu. í Noregi höfðu þeir uppi þessa kröfu en Norðmenn urðu ekki við henni. Norðmenn breyttu síðan sínu kerfi þannig að innkaupsverðið skiptir ekki lengur máli. Forsvars- menn Jöfurs hafa komið hingað á fundi með okkur til þess að fylgja kröfum sínum eftir. Þeir sjá að tæki- neytisstjórana að það stutt sé frá gildistíma laganna að enn eigi eftir að reyna á framkvæmd þeirra. Hall- dór J. Kristjánsson, ráðuneytisstjóri hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- inu, segir að sá tími sem stjórnvaldi hafi verið gefinn til að afgreiða beiðni, sjö dagar, sé naumur í ein- stökum tilfellum, en þó séu starfs- menn ráðuneytisins staðráðnir í því að gefa svör innan tilsetts tíma. Hann segir einnig að innan ráðu- neytisins sé verið að búa til enn betri skrá yfir eldri gögn svo hægt verði að nálgast þau á fljótlegri hátt. á það í ísingu. „Þetta er líka gott sjóskip sem fer vel með mannskapinn. Svona skip krefst heldur ekki stórrar áhafnar, við ættum að geta komist af með um 30 manns." Hafsteinn segir þörfina fyrir stærra varðskip hafa komið ber- lega í Ijós í snjóflóðunum á Vest- fjörðum. „Þá sýndi það sig að okkar skip eru nokkuð smá þeg- ar þau eru að fara til aðstoðar í vondum veðrum. Stærri skip myndu hafa komið að mun meiri notum í þessum tilfellum og ver- ið fljótari á staðinn. Eins má færi til þess að ná fram lækkun á gjöldum samkvæmt þessum rökum, ef á þau yrði fallist, fellur niður ef kerfi eins og það norska yrði tekið upg hér. Ég neita því ekki að hitt sé að einhveiju leyti líka rétt að amerísk- ir bílar séu almennt þyngri en evr- ópskir og með stærra rúmtak vélar. Það má til sanns vegar færa en þá gildir það líka að þeir eru yfírleitt dýrari," sagði Indriði. Kerfinu breytt í Noregi vegna skyldra mála Jón Ármann Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri söludeildar Jöfurs, segir að ráðuneytið hafi hafnað skilningi Jöfurs á málinu. „Orðalagið í GATT-samningnum er á þá leið að reikna skuii toll af raunverulegu kostnaðarverði vör- unnar. Við kaupum í gegnum Eiríkur Tómassson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, er for- maður úrskurðarnefndar sem for- sætisráðherra hefur skipað til að leysa úr ágreiningsmálum um að- gang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Hann segir í sam- tali við Morgunblaðið að enn hafi engar formlegar kærur borist til nefndarinnar, aðeins ein fyrirspurn sem verið sé að fjalla um. „Sú fyrir- spurn lýtur að ákveðinni skýringu í ákvæðum laganna og ekkert meira um hana að segja á þessu stigi málsins," segir hann. nefna að fiskiskip og fragtskip eru orðin stærri en áður og við eigum erfitt með að aðstoða þau með okkar skipum í dag. Hingað til lands koma líka stór og mik- il farþegaskip sem við getum þurft að aðstoða og þegar við sinnum verkefnum á fjarlægum miðum eins og t.d. í Smugunni eða á Reykjaneshrygg þá kemur stærra skip líka að betri notum. Einnig myndi það auka mjög öryggi og nýtingu ef stóra þyrl- an, TF-LIF, gæti lent á skip- inu,“ segir Hafsteinn að lokum. Chrysler International og þar er ýmis kostnaður lagður á vöruna. Þeir sjá um ákveðna lánastarfsemi fyrir okkur, við þurfum ekki að greiða bílana sama dag og við fáum þá, þeir sjá um ábyrgðartjón og greiða okkur auglýsingaframlög og eitt og annað. Þetta borga menn allt saman í bílverðinu og mér reikn- ast til að þetta séu 15-20% sem eru lögð á hvern bíl. Við segjum að þetta sé ekki hið raunverulega kostnaðarverð vörunnar. Þetta er viðurkennt í öðrum löndum og jafn- framt ástæðan fyrir því að Norð- menn tóku upp sínar reglur. Þar gerðu Chrysler og Volvo þá kröfu að innflutningsgjöld yrðu reiknuð út frá framleiðsluverðinu. Yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta staðið gegn þessu og breyttu reglunum í framhaldi af því,“ sagði Jón Ár- mann. „Mér hefur skilist að helsta ástæðan fyrir hugmyndum um norska kerfíð núna sé „grái“ inn- flutningurinn en það getur vel verið að okkar mál hafi einnig einhver áhrif, þeir telji sig ekki hafa eins sterka stöðu og þeir láta uppi,“ sagði Jón Ármann. Brimborg breytir auglýsingum Aðrir fari að sömu skilyrðum AUGLÝSINGUM Brimborg- ar um Fislétta fjármögnun vegna bílakaupa hjá fyrir- tækinu verður breytt til sam- ræmis við kröfur Samkeppn- isstofnunar, að sögn Egils Jóhannssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Hann segist hafa sent Samkeppnis- stofnun svar í fyrrakvöld við þeim athugasemdum sem gerðar voru við auglýsingarn- ar og lýst því að hann myndi að sjálfsögðu breyta þeim í samræmi við óskir stofnunar- innar að því gefnu að aðrir auglýsendur þyrftu líka að fara að sömu skilyrðum. I erindi Samkeppnisstofn- unar til Brimborgar kom fram að í auglýsingunum þyrfti að birta staðgreiðslu- verð þeirra bíla sem auglýstir væru og einnig heildarverð með þeim greiðsluskilmálum sem í boði væru. Egill sagðist í samtali við Morgunblaðið sammála því að birta stað- greiðsluverðið en hins vegar hefði hann hvergi í auglýsing- um séð birt heildarverð þeirr- ar vöru sem auglýst væri með afborgunarskilmálum. Hefði hann því beint þeirri spurn- ingu til Samkeppnisstofnunar hvort þessi krafa ætti ein- göngu við um Brimborg eða alla auglýsendur. Forsetinn færði Dana- drottningu glerskálar í TILEFNI af 25 ára drottn- ingarafmæli Margrétar II Danadrottningar færðu for- seti íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir henni að gjöf tvær glerskálar eftir glerlis- takonuna Sigrúnu Ólöfu Ein- arsdóttur. „Glerskálarnar sem bera heitið Valmúaskálar eru ópal- hvítar með Iaxableikri blóma- skreytingu og eru þær úr gleri sem er munnblásið og handmótað. Skálarnar eru unnar með sérstakri aðferð sem listakonan Sigrún Ólöf Einarsdóttir hefur mótað á glerverkstæði sínu og Sörens S. Larsens í Bergvík. Skreytingin er sett á ysta lag glersins á þann hátt að heitu glerinu er rúllað yfir blómamynstrið sem áður var meðhöndlað með lituðu gler- dufti, stráð á járnplötu gegn- um útskorna skapalóna. Sigrún Ólöf Einarsdóttir hefur hlotið margvíslegar við- urkenningar og verðlaun fyrir verk sín. Listmunir eftir hana eru meðal annars á þekktasta glerlistasafni Danmerkur í Ebeltoft en Margrét II Dana- drottning er verndari þess safns,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu forseta íslands. Forstjóra Landhelgisgæslunnar líst vel á varðskip af gerðinni Thetis Morgunblaðið/Halldór Kolbeins DANSKA varðskipið Hvidbjernen er byggt hjá Svendborg skibsværft árið 1992. Landhelgisgæslan hefur fengið tilboð um að kaupa skip af þeirri gerð á um tvo milljarða íslenskra króna. Deila Chrysler og fjármálaráðuneytisins varðandi innflutningsgjöld á bíla Jöfur vísar í GATT og vill gjaldalækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.