Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 21 LISTIR GREINARGERÐ SVERRIR Vilhelmsson: „Fugladansinn Arvekni lj ósmyndarans MYNDLIST Listasafn Kópavogs — Gerdarsafn LJÓSMYNDIR Ljósmyndasýning Blaðamannafélags Islands og BlaðaLjósmyndarafélags íslands. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 2. febrúar; að- gangur kr. 200; sýningarskrá kr. 100. LJÓSMYNDIR eru fyrir löngu orðnar óaðskiljanlegur hluti allrar fréttamennsku, enda segja góðar myndir meira en hið ritaða eða talaða orð getur nokkurn tíma um þá atburði eða aðstæður, sem við- komandi frétt fjallar um. Með tilkomu stöðugt meiri frét- taflutnings sjónvarpsstöðva, þar sem hægt er að fá sífelldar fréttir í formi hreyfanlegra mynda alls staðar að úr heiminum, mátti ætla að vægi fréttaljósmyndarinnar mundi minnka í samtímanum. Sú hefur ekki orðið raunin; þvert á móti má segja að blaðaljósmyndin hafi orðið sífellt mikilvægari frétt- amiðill á tímum ofgnóttar fram- boðs á innihaldslitlu myndefni af öllu tagi. Þetta sést vel í þeim myndum, sem hér hafa verið valdar til sýn- ingar sem bestu blaðaljósmyndir síðasta árs, og einnig á ýmsum blaðaljósmyndum fyrri ára, sem fylla annan sal safnsins. Líkt og undangengin ár hafa myndirnar verið valdar úr miklum fjölda mynda sem voru lagðar fram, og síðan skipt upp í nokkra flokka - daglegt h'f, íþróttir, portret, frétta- myndir, skop og myndraðir. Ljósmyndir úr öllum þessum flokkum eru settar upp á veggjum salarins, og dómnefnd hefur veitt sérstök verðlaun fyrir þær bestu. Þó slíkar verðlaunaveitingar séu oft umdeilanlegar, virðist hér hafa tekist vel til; þessar myndir eru stílhreinar og bera glöggu auga Ijósmyndaranna gott vitni. Má í þessu sambandi einkum vísa til íþróttamyndar ársins (Brynjar Gauti Sveinsson, DV), „portrets“ ársins (Kristinn Ingvarsson, Morg- unblaðinu.) og verðlaunamyndar- innar úr flokknum daglegt líf (Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu ), sem jafnframt var valir. mynd ársins. Það sem helst vantar hér eru fleiri bitastæðar fréttamyndir, en utan nokkurra mynda sem tengj- ast gosinu í Vatnajökli er fátt um merkilegar fréttaljósmyndir. Sú sem valin var fréttamynd ársins hefði sem best getað sigrað í flokknum skopmynd ársins, slíkt er léttvægið - smávægilegur leik- þáttur úr okkar eilífa pólitíska farsa fyrir fjöldann, sem jafnvel fréttafólkið skellihlær að. Það væri miður ef blaðaljós- myndir féllu almennt í þá gryfju að stefna fyrst og fremst að skemmtigildinu; það er nóg af slíku myndefni á boðstólum fyrir. Góð blaðaljósmynd getur skilað af sér frétt, hvatningu, áminningu eða hluttekningu sem margorð grein gæti aldrei gert - og þennan kost eiga ljósmyndarar að halda í öðru fremur. Mikilvægi þessa sést vel í þeim blaðaijósmyndum fyrri ára, sem eru sýndar í tilefni aldarafmælis Blaðamannafélagsins síðar á þessu ári. Verðlaunamyndir ár- anna 1990-95 standa enn fyrir sínu, og hér getur að líta ýmsar fréttamyndir sem hafa greypst inn í vitund þjóðarinnar í gegnum árin og síðan borist víða um heim, líkt og góðar blaðaljósmyndir gera enn í dag. Mynd Finnboga Rúts Valdi- marssonar af líkum áhafnarinnar af Pour Qoui Pas? í september 1936 er klassískt verk á þessu sviði; hið sama má segja um mynd Braga Guðmundssonar af kirkju- garðshliðinu í Vestmannaeyjum í gosinu þar 1973. íþróttaáhuga- menn telja mynd Bjarnleifs Bjarn- leifssonar af sigurmarkinu gegn A-Þjóðveijum 1974 sígilda, og myndin „Prestar á rauðu ljósi“ eftir Gunnar Sverrisson er enn táknrænni nú en þegar hún var sýnd fyrst. Þau augnablik sem blaðaljós- myndarinn fær að vinna með reyna á árvekni, þolinmæði og reynslu, ekki síður en tæknilega kunnáttu til að nýta þau færi sem gefast - oft ekki nema í örskots- stund. íslenskir blaðaljósmyndarar hafa haft þessa kosti til að bera í gegnum árin, og svo reynist enn. Hér er að finna góða staðfest- ingu þessa, sem vert er að benda öllum almenningi á að skoða með eigin augum. Eiríkur Þorláksson Að óbreyttu stefndi í greiðslu- þrot Hrannar Stjórnendur Hrannar hf. á ísafirði segja að hefði ekkert verið að gert, hefði óhjákvæmi- lega stefnt í taprekstur Guðbjargarinnar. Því hafi verið brugðist við þeim vanda, sem upp var kominn, með því að sameina Hrönn rekstri Samherja. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Hrönn hf. á ísafirði: „Það var um mitt ár 1992 sem eigendur Hrannar hf. á ísafirði fóru að huga að því að endurnýja skipakost fyrirtækisins. Þau áform leiddu til þess að gerður var smíða- samningur við Flekkefjord Slipp í Noregi. Skipið Guðbjörg ÍS 46 kom síðan til ísafjarðar í október 1994. Endanlegt kostnaðarverð skipsins reyndist vera 1,6 milljarðar. Fjármögnun fór fram með þeim hætti að eldra skip félagsins, Guð- björg, var tekið upp í andvirði þess nýja af skipasmíðastöðinni fyrir kr. 380 milljónir. Hrönn hf. greiddi í peningum kr. 220 milljónir, mis- munurinn var tekinn að láni hjá norákum lánastofnunum. Aður en ákvörðun var tekin um að fara út í þessa fjárfestingu var Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar hf. í Reykjavík falið að setja upp rekstraráætlun fyrir skipið. í áætluninni var gert ráð fyrir að auk þeirra veiðiheimilda, sem skipið hafði innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, fengjust umtals- verðar tekjur af veiðum utan 200 mílna markanna. Miðað við að skip- ið yrði fullnýtt á eðlilegum úthalds- tíma, var gert ráð fyrir þvi að hægt væri að ná aflaverðmæti fyr- ir allt að kr. 600 milljónir og mundi það duga til þess að reksturinn næði því að vera í jafnvægi. Á síðasta ári var Guðbjörg ein- göngu gerð út til rækjuveiða, var skipið fyrst á heimamiðum, en síð- an átta mánuði á Flæmingja- grunni, aflinn þar varð 1.640 tonn. Miðað við þær takmarkanir, sem ákveðnar hafa verið á veiðum þar um slóðir, mundi þessi afli gefa veiðireynslu upp á 350 tonn að því er áætlað er þegar veiðar þarna verða kvótasettar. Brúttótekjur Hrannar hf. á síð- asta ári voru kr. 650 milljónir. Sex mánaða uppgjör kom út með hagn- aði upp á 18 milljónir og má því gera ráð fyrir að útkoman fyrir árið verði jákvæð og hefur öllum lánum verið haldið í skilum. Íslensk stjórnvöld hafa gerst aðilar að samkomulagi er kveður á um mjög mikla takmörkun á öllum veiðum utan 200 mílna fiskveiðilög- sögunnar. Með tilvísun til þess hve stutt er síðan Guðbjörg kom í rekst- ur hefir skipið ekki náð því að vinna sér inn neina aflareynslu á þessum miðum utan þess er áður er getið. Þetta mun óhjákvæmilega koma fram í verulega skertu aflaverð- mæti og þar með versnandi afkomu fyrir fyrirtækið. Óhjákvæmilega mun stefna í taprekstur, verði ekk- ert að gert og afleiðingar þess gætu aldrei orðið nema á einn veg: fyrirtækið myndi fyrr eða síðar komast í greiðsluþrot. Stjórn Hrannar var því ljóst að eitthvað varð að gera til þess að bregðast við þeim vanda, sem kom- inn var upp á borðið. Með Hrönn hf. og Samheija hf. hefir verið mjög góð samvinna um hagræðingu í útgerðarrekstrinum og í framhaldi af því voru í byijun nóvember teknar upp viðræður milli aðila um nánari samvinnu en verið hafði, þar sem það var mat stjórnenda Hrannar að Samheiji hefði öðrum fremur möguleika til þess að tryggja það að rekstur Guðbjargar gæti haldið áfram í þeim farvegi sem verið hefír. Þessar viðræður leiddu til þess að undirritað var samkomulag um samruna fyrirtækjanna. Með þess- ari gerð-er tryggt að unnt verður að fullnýta veiðihæfni og afkasta- getu Guðbjargar. Skipið mun áfram verða skráð og gert út frá ísafirði og áhöfnin hin sama og verið hef- ir. Aflanum verður landað á ísafirði eftir því sem við verður komið hveiju sinni. Því hefir verið haldið fram að Hrönn hf. hafi farið út í offjárfest- ingu þegar tekin var ákvörðun um byggingu Guðbjargar. Því er til að svara að ef ekki hefði komið til þeirra takmarkana á veiðum utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar, sem taka gildi á árinu 1997, þá hefði tekist að ná endum saman í rekstrinum, svo sem komið hefir í ljós og hér er greint frá miðað við árið 1996, sem er fyrsta árið sem skipið er í fullum rekstri. Þá hafa eigendur Hrannar sætt ámæli fyrir að hafa ekki gengið til liðs við aðila Básafells hf. í þeirri sameiningu, sem þar hefir átt sér stað. Raunar var aldrei eftir því leitað af þeirra hálfu að Hrönn hf. kæmi þar að fyrr en í símtölum þegar málið var svo til endanlega frágengið við Samheija hf. Þá var það og metið svo að samruni við Básafell hf. væri ekki vænleg leið til lausnar á þeim mikla vanda sem framundan var. Hrönn hf. hefir nú í 41 ár staðið að útgerð Guðbjarg- anna með farsælum hætti. Það eru því vissulega sár vonbrigði að nú hafa ytri aðstæður orðið til þess að þessu tímabiii er að ljúka. Mestu varðar þó að útgerð Guðbjargar færist yfir á hendur þess aðila sem hefír á ótvíræðan hátt sannað getu sína á þeim vettvangi.“ Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni? N6 er rétti tíminn til aá panta nýja, létta, einangraéa stálhuré frá Raynor ■I 11 r~ yÍ LJ llilll IfS :: í ni ir L J ■;==f Plgl VERKVER Smiíjuvegi 4b, Kápavogi •s 567 6620 Raynor bílskúrshurðaopnarar Vör&dæmi: PyfDÍngahurS 229 x 244 cm Id** i vörðti eru brautir og ^éttiiislar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.