Morgunblaðið - 15.01.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.01.1997, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Spá lægra olíuverði SÉRFRÆÐINGAR í olíuvið- skiptum sögðu í gær að líkur væru á því að heimsverðið á olíu myndi lækka á næstunni vegna aukinna birgða eftir að hafa haldist mjög hátt síðustu vikur. Sérfræðingar Alþjóða- orkumálastofnunarinnar í París sögðu að olíuútflutning- ur íraka og aukin framleiðsla ríkja utan Samtaka olíuút- flutningsríkja (OPEC) hefðu orðið til þess að birgðirnar í heiminum hefðu náð 74,7 milljónum fata á dag í desem- ber og aukist um 1,3 milljónir frá því í nóvember. Faðir Graf í fangelsi? ÞÝSKIR saksóknarar kröfðust þess í gær að faðir tennis- stjömunnar Steffi Graf, Peter Graf, yrði dæmdur í sex ára og níu mán- aða fangelsi fyrir skatt- svik. Þeir sögðu að hann hefði svikið 19,2 milljónir marka, sem svarar rúm- um 800 milljónum króna, undan skatti af tekjum tennisstjömunnar á árunum 1989-93. Ennfremur kröfðust þeir þess að skatta- ráðgjafi Graf, Joachim Eck- ardt, yrði dæmdur í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi. Dómur verður kveðinn upp í máli þeirra 24. janúar. Alsírsk börn skorin á háls ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn rændu fimm stúlkum og skám þær á háls og myrtu 14 manns til viðbótar í tveimur árásum á þorp nálægt Algeirsborg, að sögn dagblaða í Alsír í gær. Lík stúlknanna fundust í þorpinu Chebli á mánudag. Kvöldið áður höfðu uppreisn- armenn myrt 14 manns úr þremur fjölskyldum í öðm þorpi í grenndinni og öll fórn- arlömbin vom skorin á háls. Þota lendir eftir bilun FARÞEGAÞOTA af gerðinni Concorde lenti á Heathrow- flugvelli í London í gær eftir bilun í lendingarbúnaði skömmu eftir flugtak. Vélin var á leiðinni til New York og flugmennirnir uppgötvuðu bil- unina í flugtaki, losuðu elds- neyti úr vélinni og lentu henni 45 mínútum síðar. Ekki var hægt að draga eitt hjólanna inn og því hefði þotan ekki getað náð fullum hraða. • • Oskugos á Montserrat ÖSKUGOS er hafið í eldfjall- inu Soufriere Hils á eyjunni Montserrat í Karíbahafí og aska berst yfír höfuðstaðinn, Plymouth, sem er mannlaus. Vísindamenn höfðu varað við gosinu í nokkrar vikur og sögðu þetta mesta gosið í eld- fjallinu í marga mánuði. Flest- ir íbúanna 7.000 hafa verið fluttir í norðurhlutann og þeim stafar ekki hætta af gosinu. Steffi Graf Hálf öld frá því Der Spiegel hóf göngu sína Spegill þýzks eftirstríðslýðræðis DER SPIEGEL, hið þekkta þýzka fréttatíma- rit, sem flett hefur ofan af flestum stærstu opinbem hneykslismálunum, sem upp hafa komið í sambandslýðveldinu Þýzkalandi stofn- un þess, og hefur um langt skeið verið ein- hver helzta „stofnun“ þýzkrar blaðaútgáfu, fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu. I dag, miðvikudag, verður efnt til hátíðar- samkomu af þessu tiiefni í Bonn, þar sem margt þekktra gesta úr þýzku þjóðlífi mun samfagna útgefendum ritsins. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, mun þó ekki heiðra þá samkomu með nærveru sinni. Roman Herzog, forseti sambandslýðveldisins, mun hins vegar gera það, en hann hefur ekki jafn ríka ástæðu og kanzlarinn til að vera pennum Spicgel gram- ur. Það er ekkert nýtt, að kanzlaranum sé lítt um Der Spiegel gefið, en í ófáum umfjöllunum sínum hefur blaðið ófrægt Kohl með því að lýsa honum sem klaufskum landsbyggðar: manni, og á aðra miður smjaðrandi vegu. Í bréfi sem Kohl sendi Rudolf Augstein, útgef- anda Der Spiegel frá upphafi, segist hann - með frjálsri tilvitnun í Voltaire - hata það sem blaðið segi, en hann myndi „beijast fyrir rétti þess til að mega segja það“. Enda hefur Der Spiegel skilið eigið hlutverk í gegnum tíðina sem gagnrýnið mótvægisafl við stjórnvöld, sem þjóni lýðræðinu og veiti stjómmálamönnum og öðru áhrifafólki virkt aðhald. Þannig er Helmut Kohl sannarlega ekki sá eini, sem Der Spiegel hefur reynzt óþægur ljár í þúfu. Orðstír byggður á hneykslismálum Enginn annar þýzkur fjölmiðill hefur gegnt þessu aðhaldshlutverki af meiri alvöru en Der Spiegel. Árið 1962 neyddist Franz-Josef StrauS tii að segja af sér embætti varnarmála- ráðherra í kjölfar umQöllunar blaðsins um her Vestur-Þýzkalands og þess, hvernig hann hafði misnotað ráðherravaid sitt til að fangelsa blaðamenn Der Spiegel - þeirra fremstan Rudolf Augstein sjálfan, sem sat inni í 14 vik- ur - og til að loka ritstjómarskrifstofum blaðs- ins með það fyrir augum að skrúfa endanlega fyrir útgáfu þess. Það ætlunarverk tókst StrauS ekki. Þessu hneykslismáli mátti blaðið þakka það, að orðst- ír þess jókst um allan helming - StrauS sagði síðar: „hvað hefði Der Spiegel orðið án mín?“ StrauS-málið var þó aðeins eitt af mörgum afdrifaríkum hneykslismálum, sem Spiegel hefur nærzt á í gegnum tíðina. Mörgum er Barschel-málið frá 1987 í fersku minni, og nýjasta hneykslið, sem rannsóknarblaðamönn- um Spiegel tókst að fletta ofan af, var hvern- ig þýzka leyniþjónustan sjálf var árið 1995 flækt í skipulagningu smygls frá fyrrum lýð- FORSÍÐA Der Spiegel frá 7. nóvember 1962, sem sýnir ritstjórann, Rudolf Augstein, er hann er færður í gæzlu- varðhald. Augstein sat inni í 14 vikur, en Spiegel hélt áfram að koma út og Franz-Josef Straufi neyddist til að segja af sér sem varnarmálaráðherra. Þetta var hið fyrsta af mörgum hneykslismál- um, sem rannsóknarblaðamennska Der Spiegel hefur komið af stað á hálfri öld. veldum Sovétríkjanna á efni til kjarnorku- sprengjugerðar. Upplag Der Spiegel fór stöðugt vaxandi. Það náði hámarki upp úr sameiningarárinu 1990 með um 1.200 þúsund prentuð hefti, en er nú að jafnaði rúmlega milljón eintök á viku. Aukin samkeppni á vikuritamarkaðnum hefur knúið „stofnunina" til að ráðast í margþættar breytingar; þær nýjustu gaf að iíta í fyrsta tölublaði afmælisársins, með breyttri uppsetn- ingu og litmyndum út í gegn. Frumkvæði Rudolfs Augstein Fyrsta hefti Der Spiegel kom út 4. janúar árið 1947, á meðan Þýzkaland var enn undir hernámsstjórn bandamanna. Rudolf Augstein, sem þjónað hafði sem liðsforingi í stórskotaliðs- sveit á austurvígstöðvunum, tókst fyrstum Þjóðveija að fá brezku hernámsstjórnina í Hannover til að veita sér leyfi til útgáfu frétta- tímarits. Augstein, sem nú er 73 ára og byijað- ur að finna fyrir heilsubresti, er enn að; skrif- ar oft leiðaragreinar og er í stöðugu sambandi við ritstjóra blaðsins í höfuðstöðvum þess, sem eru til húsa í 13 hæða framúrstefnulegu há- hýsi í Hamborg, miðstöð þýzkrar tímaritaút- gáfu. Ekki leið á löngu eftir stofnun vestur-þýzka Sambandslýðveldisins, unz blað Augsteins var komið upp á kant við fyrsta kanzlarann fyrir undandráttarlausa blaðamennsku sína. „Það er dapurlegt,“ sagði Konrad Adenauer eitt sinn, „en þessi snepill er í raun lesinn." Þannig hef- ur Der Spiegel á fimm áratugum reitt ófáan stjórnmálamanninn til reiði og veitt lesendum eitthvað að hlakka yfir. Blaðið hefur bundið enda á feril stjórnmálamanna, orðið skyldu- lesning áhrifafólks og embættismanna; á með- al áskrifenda eru öll utanríkisráðuneyti Evrópu. Þegar Der Spiegel berst til áskrifenda á hveijum mánudegi (að jafnaði) með þungum dynk - meðalþykkt hvers heftis er um 250 síður - flytur blaðið fréttir af svo til öllu milli himins og jarðar og takmarkast ekki við þýzk innanríkismál. Með næsta tölublaði - sérstöku afmælishátíðarhefti - á að slá öll fyrri um- fangsmet. Það verður 364 blaðsíður að stærð. Ný samkeppni Áratugum saman hafa keppinautar reynt að vega að drottnunarstöðu Der Spiegel á þýzka fréttatímaritamarkaðnum. Allar mistók- ust þær tilraunir unz nýjasta atlagan, Focus, virðist ætla að takast ætlunarverkið; að minnsta kosti að hluta til. Eins og áður segir hefur upplag Der Spiegel dalað um tæplega fímmtung frá hámarkinu, sem náðist eftir sam- einingu Þýzkalands, þó staða þess sé sterk með upplag yfir eina milljón eintaka. Focus var stofnað fyrir þremur árum, og er gefið út í Munchen, þar sem öllu íhaldssam- ari vindar blása um ritstjórnarskrifstofur en í háborg vinstripressunnar við Elbuósa. Focus hefur, með styttri og auðlesnari greinum og mikilli myndnotkun átt vaxandi fylgi að fagna meðal þýzkra fréttafíkla; blaðið hefur nú náð upplagi yfir 800 þúsund í viku hverri og á síðasta ári voru birtar fleiri auglýsingasíður í Focus en í Spiegel. Focus nýtur þess að margir stjórnmálamenn og fleiri áhrifamenn, hafa ekki viljað hætta sér í „villidýrskjaft" Spiegel (eins og Elisabeth Noelle-Neumann, sem rekur elztu skoðana- könnunastofnun Þýzkalands, hefur lýst með- höndlun blaðamanna Spiegel á stjórnmála- mönnum). Kohl kanzlari hefur aldrei veitt Spiegel viðtal, en ritstjórar Focus eiga greiðan aðgang að honum. I nóvember síðastliðnum héldu Focus-menn sína eigin hátíðarsamkomu. Helmut Kohl lét hana ekki fram hjá sér fara. ► Byggt á International Herald Tribune og The Economist. Nýr forseti kosinn á Evrópuþinginu Strassborg. Reuter. SPÆNSKI hægrimaðurinn Jose Maria Gil-Robles Gil Delgado var kosinn forseti Evrópuþingsins í gær en jafnframt beðinn um að beita sér fyrir breytingum á kjöri þingforseta. Mikil óánægja er á meðal þingmanna með það hvernig kjörinu er háttað og greiddi um þriðjungur þeirra at- kvæði með mót- frambjóðanda Gii- Robles, Catherine Lalumiere frá Frakklandi, mun ■ ^7i B|ð fleiri en búist hafði ™ “ “ ' verið við. Gil-Robles, úr spænska íjóðarflokknum, hlaut 338 atkvæði en Lalumiere, sem er fyrr- verandi framkvæmdastjóri Evrópur- áðsins, 177. „Nærri því þriðjungur fulltrúa á þessu þingi greiddi at- kvæði til að mótmæla kosningunni - þú ættir að gera þér grein fyrir því,“ sagði Gijs De Vries, leiðtogi fijáls- lyndra við Gil-Robles þegar úrslitin lágu fyrir. Tveir stærstu flokkanna á Evrópu- þinginu, sósíalistar og samtök evr- ópsku þjóðarflokkanna, þar sem kristilegir demókratar eru í meiri- hluta, skipta með sér forsæti þings- ins en forseti er kjörinn á fimm ára fresti. Jean- Claude Pasty, leið- Hi tog> þriðja stærsta flokksins, Sam- bands um Evrópu, hvatti Gil-Robles ti! að afnema einokun flokkanna tveggja á forsetaembættinu, þar sem hún yki enn þann skort á lýðræði sem væri eitt af umkvörtunarefnum þingsins er það fjaliaði um aðrar stofnanir Evrópusambandsins. Gil-Robles er 61 árs lögfræðingur Reuter KLAUS HSnsch, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, óskar eftir- manni sínum, Jose Maria Gil-Robles, til hamingju með kjörið. og þykir búa yfir mikilli reynslu og hæfni. Hann hefur setið á Evrópu- þinginu frá 1989 og átt sæti í fjöl- mörgum nefndum þess og ráðum. Hann er hins vegar lítt sem ekkert þekktur, jafnvel í heimalandinu, Spáni, hafa fáir heyrt hans getið. Gil-Robles tekur við af Þjóðveij- anum Klaus Hánsch og má búast við að á meðal þeirra mála sem hann verður að takast á við séu deilur um mismunandi laun þingfulltrúa eftir löndum og endalausar ásakanir um fjársóun Evrópuþingsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.